Vísir - 30.07.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 30.07.1945, Blaðsíða 6
V 1 S I R Mánudaginn 30. júlí 1945 Drengjameistaramótinu lokið: Þrjú glæsiley drenp- ' met sett. Metin eru í 110 m. grindahlaupi, 400 m. hlaupi og þri»tökki. ¦jórða Drengjameistara- mót Islands fór fram á Iþróttavellinum um helg- ma. Á laugardag var veður •óhagstætt, sunnan vmdur og rigning og völlurinn mjög blautur. I gær var 'veður mun skárra, en þó Jhvessti dálítið, er líða tók -á daginn. Þrátt fyrir veðrið náðist ó- venju jafn og góður árang- ur í flestum greinum. Sett voru 3 ný drengjamet, í 110 :m. grindahláupi, 400 m. lilaupi, og þrístökki. Að öðru leyti urðu úrslit þessi: Laugardagur: 100 metra hlaup: 1. Bragi Friðriksson, KR 12,1 2. Haukur Clausen, ÍR 12,1 3. Björn Vilmundar, KR 12,1 4. Halld. Sigurgeirss., Á 12,2 Eins og tíminn ber með sér yar hörð barátta um fyrsta sætið. Björn hafði forystuna lengst af, en á síðustu 20 cn. virtist Haukur ætla að hafa sumar, en í undanrásinni íiafði hann hlaupið á 16,9 sek. Árangur hinna 3ja fyrstu er ágætur, þar sem þeir hafa sama og ekkert æft þessa grein. Ólafur virðist hafa skil yrði til að verða ágætur grindahlaupari. Sunnudagur: 4x100 metra boðhlaup: 1. ÍR-sveitin 47,2 2. Ármann 47,3 3. B-sveit KR 50,0 A-sveit KR, er setti drengja- metið á dögunum á 47,1 sek., missti boðið við fyrstu skipt- ingu og hætti. Ármann var í fararbroddi eftir síðustu skiptingu, en Hauk Clausen tókst að færa 1R sigurinn heim með sínum ágæta enda- spretti. 1 sveit ÍR voru þeir Svavar Gestsson, Hallur Sím- onarson, örn Clausen og Haukur Clausen. Stangarstökk: 1. Kolb. Kristinss., Self. 3,00 2. Sigurst. Guðm.s., FH 2,90 3. Guðni Haldórss., Self. 2,80 4. Aðalst. Jónasson, FH 2,80 Stökkvararnir höfðu vind- inn í fangið og því ekki að það,' en þa var hann svo_o-,búast yið betd árangri# KoI- heppinn að hrasa og stakkst á höfuðið í gegnum markið. Bragi varð því sjónarmun á undan, en hann hafði unnið mikið á síðustu metrana. — Tíminn er ágætur, því vind- ur og regn var á móti. Kringlukast: 1. Sigurj. Ingason, Hv. 38,44 .2. Krist. Albertss. Þing. 37,44 3. Haukur Aðalg., IR^ 36,65 4. Vilhj.Vilmundar, KR 36,32 Veðrið hafði mjög slæm á- hrif á kringlukastið, eins og tölurnar sýna. Hvorki Bragi né Vilhjálmur nutu sín til fulls, enda voru þeir báðir 6 —8 metrum fyrir neðan sín venjulegu köst. Fyrstu þrír eru að mestu nýliðar 'óg þyí bráðefnilegir: • • 1500 metra hlaup: 1. 'Stefári Gunanrss., A 4:29,8 '2. Gunnar Gíslason, Á 4:31,0 3. Aage Steinsson, IR 4:37,6 4. Ingvar Jónass., IBI 4:38,6 Þetta var skemmtilegt hlaiíp með 9 keppendum. S.tefán og Gunnar voru í sér- ilokki, en annars hlupu allir á sínum bezta tíma, þrátt fyr- :ir veðrið. beinn var maðurinn. greinilega bezti Langstökk: 1. Björn Vilmundar, KR 6,36 2. Halldór Láruss., Aft. 6,13 3. Öii P. Kristj., Þing. 5,91 4. Haukur Aðalg.ss., ÍR 5,90 Björn stökk langbezt og hefði sett nýtt drengjamet í -síðasta stökkinu (6,49 m.), ef hann hefði ekki rekið nið- ur hendina í sandinn, óvart. Jlinir 3 kepptu hér í fyrsta -skipti, en sýndu þó ótvíræða getu! 110 metra grindahlaup: 1. Ólafur Nielsen, Á 16,8 .2. Björn Vilmundar, KR 17,8 ¦3. Haukur Clausen, IR 18,3 -4. Svavar Gestsson, IR 18,6 Tími Ólafs er nýtt drengja- :met. Það gamla var 17,5 sek., jsett af honum sjálfum fyrr í Kúluvarp: 1. ViIhj.Vilmundar, KR 14,23 2. Sigurj. Ingason, Hy. 13,29 3. Krist. Albertss. Þiog. 13,14 4. Ásbj. Sigurjónss., A 12,90 Vilhjálmur var langbeztur, bæði hvað stíl og getu snerti. Annars var þessi keppni yfir- leitt mjög jöfn og t. d. ellefu menn yí'ir 1 1 metra. — Bragi Friðriksson kom ekki til leiks. 3000 metra hlaup: 1. Stefán Gunnarss., Á 9:36,6 2. Gunnar Gíslason Á 9:45,6 3. Aage Steinsson, ÍR 10:09,2 4. Eíhar Markúss. KR 10:23,0 Gitnnar leicldi hlaupið lengi Vcl, ea um síðir tók Stefán forystuna og stakk hina al- veg af. Tíminn er sá bezti, er þessir menn hafa ná'ð. H'ástökk: 1. Kolb. Kristinss., Self. 1,77 2. Haukur Clausen, IR 1,71 3. Björn Vilmundar, KR 1,68 4. Árni Gunnlaugss., FH 1,65 5. örn Claiisen, 1R 1,65 Þessari keppni hafði verið frestað fyrri daginn vegna veðurs. Þetta mun vera bezti árangur mótsins samkvæmt finnsku stigatöflunni og yfir- lcitt var árangur allra kepp- endanna óvenju góður. Spjótkast: 1. Halld. Sigurgeirss. Á 51,65 2. Halldór Láruss., Aft. 45,37 3. Sveinn Helgas., Self. 43,33 4. Haukur Clausen, IR 42,76 Halldór Sigurgeirson var greinilega bcztur og hefur tekið miklum framförum síð- an i fyrra. Sex af 12 kepp- endum köstuðu yfir 40 m. 400 metra hlaup: 1. Magnús Þórarinss., Á 54,0 2. Hallur Símonars., IR 54,7 3í Sveinn Björnsson, KR 56,3 4. Svavar Gestsson, IR 57,8 Tími Magnúsar er nýtt drengjamet og 0,6 sek. betri en met Finnbjarnar Þor- valdssonar frá 1943. Magnús hafði greinilega yfirburði, enda þótt hann hlypi á yztu braut. Allir hlupu keppendur á sínum bezta tíma. Þrístökk: 1. BjörnVilmundar, KR 13,55 2. Halld. Sigurgeirss. Á 12,71 3. Haukur Aðalg.s., IR 12,31 4. Bragi Guðmundss., Á 12,11 Stökk Björns er nýtt drengja- met og 9 cm. lengra en það gamla, sem Stefán Sörens- son, Þingeying, setti í sumar. Björn stökk eftir venju ágæt- lega, en mætti gjarnan bæta atrennuna. i^-angur hinna er eftir atvikum góður, einkum þó Hauks, sem er alger ný- liði. Sleggjulíast: 1. Pétur Kristbergs, FH 31,01 2. Þórður Sigurðss. KR 29.54 3. Sigurj. Ingason, Hv. 27,76 4. Guðm. Guðm.s., KR 27,04 Þessari keppni hafði orðið að aflýsa á laugardag vegna áhaldaleysis. Hér var um nj'ja grein að ræða á drengja- móti og barárangurinn því nokkurt vitni. Pétur er mjög hár vexti og ætti að geta náð góðum árangri með bættum stíl. Heildarúrslit mótsins urðu þau, að Ármann fékk fimm meistarastig, K.R. fjögur, Umf. Selfoss tvö, og Í.R., F.H. og Umf. Hvöt eitt hvert. Flest einstaklingsstig fékk Björn Vilmundarson, KR — alls 10 stig. Mótið hófst stundvíslega báða dagana og gekk greið- lega, þrátt fyrir veðrið. I gærkveldi var mótinu slitið með kaffisamsæti að fé- lagsheimili Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur. Afhenti forseti I.S.l. þar verðlaun mótsins. Knattspyrnuférag Reykja- víkur stóð fyrir mótinu. . Illurk. Framh. af 4. síðu. seta íslands. Hafði 'hann þá þegar tekið sjúkdóm þann, cr leiddi hann til bana, en skil- aði því þó með snilld. Raldvin var ekki aðeins gullsmiður með ágætum, hann vár fæddur listamaður. Hann greip til málaralistar i tómstundum sínum,~en hefir lítt hialdið henni fram, líkt og Iiöfundar íslendinga sagna, er skráðu sín ódauð- lcgu verk fyrir sig, án þess að láta sín við getið. Sá, sem þelta rilar, kynnt- ist Baldvin ekki fyrr en í Goltu-leiðangrinum til Grænlands 1929. Þar reynd- ist hann hinn bezti sjómaður, sbr. það sem áður er ritað. Og hann reyndist jafnframt hinn bezti félagi. Ekki gat eg hugsað mér að hann gæli gert flugu mein. Jafnframt var hann einhver skemmtilegasti félaginn. Engum leiddist í návisf Baldvins. Kona hans, sem lifir mann sinn, er þýzk, Martha Clara, fædd Bremmie, hin mesta myiidar. pg dugnaðarkona. Synir þeirra eru Haukur Siegfried, nú starfandi við Nýbyggingarráð, • Harald Steinii, verzlunarmaður, ' og Björii Theódór, er némur'list- sögu í SkotlandL Ársæll Árnason. ajat^i'éttii' Næturlæknir er i Læknavarðstofunni, simi 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Næturakstur annast B.S.R. sími 1720. Pétur Benediktsson sendiherra íslands í Moskvu, er farinn þangað aftur, en hann kom hingað til lands til viðræðna við ríkisstjórnina, fyr- ir nokkuru siðan. Stefán fslandi syngur í Gamla Bíó í kvöld kl. 19,15. Næsta söngskemmtun Slefáns-_ verður á miðvikudags- kvöldið kl. 23,30. Slys í Dverg í Hafnarfirði, Fyrir skömmu vildi það slys til í Dverg í Hafnafirði, að mað- ur, sem var að vinna við sögunar- vél þar, lenti með hægri hendina í vélina svo að af lók alla fing- urna nema þumalfingurinn. Svár til Kjartans Bergmanns. I athugasemd sinni 26. þ. m. reynir Kjartan Bérgmann ekki að hrekja neitt af þvi, sem stóð í þessu blaði um Ársþing í. S. í., enda var sú grein eingöngu hlutlaus frá- sögn af því sem skeði á þing- inu. Hinsvegar gefur hann ó- tvirætt i skyn, að hinir 7 nieðmælendur sínir hafi ver^ ið ólíkt merkari menn en þeir 60, sem mælt höfðu með mcr (og eg hefi ált að smala saman) þeir hafi auk þess yerið foriheiin /állra stærstu félaganan I Rvik og hágrenni (áð émú — K.R. :— vmdah- skildu). Enda þótt eg viti, að slíkur málflutningur dæmi sig bezt sjálfur, neyðist eg til að greina hér náriar frá atvikum, meðal annars.til að bera hönd fyrir höfuð þeirra 60 manna, sem Kjartan vill gera svo lítið íjr. Samkvæmt upplýsingum frá forseta Í.S.Í., höfðu stjórninoi borizt 8 persónu- leg meðmæli með mér ,en auk þess 2 áskoruharlistar, undirritaðir af rúmlega 50 manns. Meðal þessara með- mælenda voru formenn K.R., í.R. Ægis, Fram, Skíðafé- lagsins, Tennis og. Badmin- tonfélagsins, Knatlspyrnu- dchnarafélagsins, Knátt- spyrnuráðsins, íþróttaráðs- ins, Skíðaráðsins og Fim- lcikaráðsins, og varaformenn íþróltabancíalags Reykjavík- ur, Ármanns og Hnefaleika- ráðsins. Fer þetta eina félag af þeim 8 stófu, sem ekki mælti mcð Kjartani þá að verða nokkuð slcirt, fypst það telur 11 formenn. Auk þess voru meðal meðmælencla um 20 íþróttakennarar frá ýms- um félögum og fjöldi af fyrr- verandi formönnum ráða og félaga, sem óþarfi er að telja hér upp, en þó enn minni ástæða að gera lítið úr eins og Kjartan hefir leitazt við að gera. í greininni um ársþingið láðist mér að vísu að sundur- liða meðmæli okkar Kjartans, og hugsa ég að flestir skilji hvers vegna. Að lókum vona ég að Kjartani megi vel farnast í hinni ábyrgðarmiklu stöðu sinni, enda þótt þessi athuga- semd hans hafi varla verið spor í rétta átt. Læt ég svo útrætt um þetta mál frá mirini hálfu. Jóh. B. Véðrið í dag. í rnorgun var vestanátt um allt land, sumstaðar allhvasst við Húnaflóa, víða rigning vestan- lands, en þurrt og bjart veður austanlands. Veðurhorfur í dag. Suðveslurland til Norðurlands: Stinningskaldi af suðvestan og \estan og rigning með köflum. Norðausturland til Suðaustur- landsr Vestan gola og úrkomu- laust. Sala togaranna. S. 1. föstudag seldu eftirtalin skip afla sinn í Englandi: M.b. Sævar frá Vestm.eyjum'seldi 19 smál. i'yrir 1449 £. Helgi frá Vest- mannaeyjum seldi 85 smál. fyrir 6C23 £ Leiguskipið Saltaire 78 smál. fyrir 4419 £. Togarinn Rán 95 smál. fyrir 5429 £ og togarinn Venus seldi 229 smál. fyrir 12,700 £. Á laugardag seldi Grundick 02 smálestir fyri 3610 £. Útvarpið í kvöld. 8.30 Morgunfréttir. 19.25 Hljómplötur: Kostalanetz og hljómsveit leika. 20.30 Þýtt og endursagt (Hersteinn Pálsson rit- stjóri). 20:50 Hljómplötur: Lög leikin á klarinett. 21.00 TJm dag- inn og veginn (Vilhjálmur ' S. Vilhjálmsson ritstjóri). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Rússnesk alþýðulög. — Einsöngur (Vil- hjálmur S. V. Sigurjónsson): a) 1 fjarlægð, (Karl ó. Runólfsson). h) Vor og haust (Bjarni Þor- steinsson) c) Mamma (Sigurður Þórðarson). d) Kvöldljóð (Stefán Guðinundsson). 22.00 Fréttir. Dagskrfirlok. Helgi H. Eiríksson forseti Golfsambandsins. Fyrir skömmu var haldið hér í bænum fjórða þing Golfsam- bands íslands. Fór m, a. fram kosning forseta og stjórnar og var Helgi H. Eiriksson endur- kosinn forseti. Skipafréttir. í gær komu tvö skip utan af landi, Skeljungur og Ægir. Þá fór Belgaum á veiðar og færeyska skipið Irex út á land. í gær kom Selfoss frá Englandi og þá fór Baldur á veiðar. Færeyska skipið Nordfird kom frá Englandi i morgun. KR0SSGÁTA m. 98. 1 2 3 M I5 t> 1 tSSjJ- q BBBfl/o n éöö'' ií> M/u ij Ib n Lá rétt Ský 1 rins G rar: ims teiní i, 7 sendiboða, 8 krökt, ð tveir eins, 10 umhyggja, 11 spretta, 13 guði, 14 öðlast, 15 ættingja, 16 líkamshluta, 17 rásir. Lóðrétt: 1 Látni, 2 hress, 3 söngfélag, 4 þegar, 5 málmu», 6 ryk, 10 drykk, 11 hæstir, 12 fumi, 13 þjálfa, 14 nægilegt, 15 sökum, 16 málmur. Ráðning á krossgátji nr. 97. Lárétt: 1 Daglega, 7 urr, 8mót, 9 G.G., lOgil, 11 fár, 13 fat, 14 al, 15 púl, 16 ans, 17 silluna. Lóðrétt: Duga, 2 arg, 3 gr., 4 Eimir, 5 gól, 6 at, 10 gát, 11 fall, 12 Elsa, 13 fúi, 14' ann, 15 P, S., 16 au.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.