Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1945næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 07.08.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 07.08.1945, Blaðsíða 4
4 VlSIR Þriðjudaginn 7. ágúst 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Dtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sammngax um verðlag. jyjeðan fyrrverandi rikisstjórn sat að yöld um, var þess leitað að Alþýðsamband ís- lands og Búnaðarfélagið kæmu sér saman um afurðaverð, með tilliti til þeirra launa- kjara, sem eðlilegt væri að bændur nytu. Þá var skipuð hin alkunna sex-manna nefnd. Úrslitin urðu þau, sem kunnugt er, að af- urðaverðið liækkaði stórlega, enda hlaut svo að fara vegna launaákvarðana nefndarinn- 'ar. Um þetta hefir verið nokkur ágreiningur milli Alþýðuflokksins og kommúnista, með því að hinn fyrrnefndi flokkur taldi að af- nrðaverðið bitnaði með óeðlilegum þunga á verkamönnum, en ekki hefði verið reiknað með ýmsuin fríðindum, sem bændur nytu, og væri afurðaverðið ákveðið of liátt. Um þetta skal ekki dæmt, enda var horfið að þvi ráði að rikissjóður tók að sér verulegar greiðslur til bænda til þess að k'aupa niður afurðaverðið, en nú munu fleslir á einu máli um, að slíkar gt-ftiðslur liljóti að eiga ein- hvern endi, og hefir núvérandi landbúnað- arráðherra lýst yfir því, að slíkt væri ólijá- kvæmilegt fyrr en varði. Fyrir helgina barst Búnaðarfélagi íslands óg Alþýðusambandinu bréf fra landbúnað- arráðherra, þar sem þess er farið á leit, að aðilar þessir komi sér saman um verð á landbúnaðarafurðum, ef unnt ])yki, en því starfi skuli lokið fyrir miðjan þennan mán- uð, en ella muni ríkisstjórnin taka til sinna t’áða og taka þá ákvarðanir sínar. Um þessa viðleitni Iandbúnaðarráðherra er ekki nema gott eitt að segja. Betri er mögur sætt, en dýrar deilur, enda væri eðlilegast að stétt- irnar reyndust, þjóðfélagsins vegna, bærar um að semja sín í milluht um skipti sin, þótt þau snerti víðtækari hagsmuni en þeirra i þessu falli. Hér eiga allir framleiðendur í sveitum og allir neytendur í kaupstöðum ó- skipt mál, og er því sennilega óeðlilegt að Alþýðusambandinu einu sé falið að gæta hagsmuna neytendanna, einkum þegar upp- bótargreiðslurnar hvila raunverulega á herðum annarra neytenda en þeirra, sem ftkipað liafa sér innan Alþýðusamhandsins. Vert er þó hð láta slík smáatriði kyrr liggja, nie'ð því að segja má að sjái verkamenn sér fært að greiða ákveðið hámarksverð fyrir framleiðslu landbúnaðarins, ætti öðrum að rejmast það kleift, þótt svo sé ekki undan- tekningarlausj. Hætt er við að svo mjög beri á milli í samningaumleitunum þeim, sem ætlast er til að fram fari, að lítill verði af þeim vinn- íngur, en þá kemur til kasta rikisstjórnar- innar. Framsóknarmenn liafa látið i veðri Vaka, að bændur muni ekki hverfa frá kröf- iiim sínum um jafnrétti samkvæmt tillögum Jiinnar frægu sexmannanefndar, og sá flokk- ur mun blása að glóðunum, einkum sökum þess að kosningar munu fram fara á kom- anda vori. Hér er þvi um athyglisverðan bráskinnaleik að ræða, og líkindi eru til að F’ramsókn reyni að setja ríkisstjórnina í íiokkurn vanda, en nú hefir komið krókur ■á móti bragði. Reynist bændur ósanngjarn- ir í lcröfum, er auðveldari eftirleikurinn og j)ar á ríkisstjórnin frumkvæðið. HjálpræðisKerinn á íslandi fÍKiunfugur. Hann ætti skilið langa og rækilega ritgerð á slíku af- mæli. En í þetta sinn er hvorki tími né blaðarúm til þess. Annars er afmælisdagur- inn liðinn, þótt afmælishátið- in standi nú, af þvi að beðið var eftir erlendum fulltrú- um, sem raunar gátu engir komið, nema einn frá Lon- don. — Það er enginn hægð- arleikur nú að komast hing- að frá nágrannalöndum, nema aðrir „hermenn“ eigi lilut að máli. Þórhallur Bjarnason, þá forstöðumaður Prestaskól- ans, gat þess í Kirkjublað- I inu í apríl 1895, að „Sálu- i hjálparherinn" hafi í ráði , að „herja“ á íslánd á kom- | andi sumri og getur þess, að þólt framkoma flokksins hafi „víða vakið spott manna“, sé það viðurkennt. að „herinn hafi þegar unnið óumræSilega mikið og fag- urt kærleiksverk í heimin- um“. Um hær mundir var frétt uni nýja trúarflokka ó is- landi, — og fátt míi skemmt- anir í bænum. Varð því að- sókn afarmikil að fyrstu samkomu Ilersins 12. maí 1895. Brau t ryðj endurnir f lut tu þá erindi i „stærsta sam- komusal Reykjavíkur“, G.T.. húsinu. En þeir voru Chr. Ericksen adjútant, danskur að ætt og uppruna, og" f’or- steinn Davíðsson, sonur .Jöna- tans Davíðssonar á Marðar- núpi i Húnavatnssýslu. ITann bafði gengið í Herinn vestan- hafs, og var orðinn kapteinn . að nafnbót. I Þeir voru báðir ágætir i starfsmenn og þáru með þol- , inmæði og ljúfmennsku i margskonar mótblástur. —- I Hann kom fljótt, og var í ) meira lagi nærgöngull. Blaða- skömmum i þeirra garð man eg ekki eftir —■ aðrir fengu þær seinna. Ábrifamikil blöð, eins og Isafold og Kirkju- blaðið fóru jafnan vingjarn- legum orðum um starf Hers- ins. En ærslafullir unglingar og ofstopamenn blóu að hljóðfæraslættinum og vitn- isburðunum og áreittu starís- fólkið á ýmsar lundir. Auk þess vakti áfturhvarfs- boðskapur andúð margra, sem ekki kom til hugar að gera óspektir. V.ar það í raun og veru ekkert undarelgt, þar sem liann var ærið ný- stárlegur um þær mundir liérlendis. En aldrei fylgdi starfi Hersins jafnmikil trúarvakn- ing og meðan ofsóknirnar áttu sér stað. — Nýir leiðtogar ko.mu og fóru, margir nýtir menn. — Deildir voru stofnaðar hér og hv.ar í kaupstöðunum, en allar voru þær og eru enn fámennar, og oft virtist nýja starfsfólkið vera offátt og oí’- hlaðið störfum. Einu sinni var eg gestur fáeina daga i gistihúsi Hjálp- ræðishersins á ísafirði. Þrjár konur átlu að sjá um gisli- liúsið og halda samkomur fyrir börn og fullorðna, bæði þ.ar og í Hnífsdal. Eg gat þess við eina þeirra, að þær hlytu að vera oft dauðþreyttar. Svarið var eitthvað á þessa leið: „Já, það er alveg rétt, og svo bætist við, að maður má aldrei láta á þvi ber.a, og aldrei vera i slæmu skapi, svo að ekki falli skuggi á vitnisburðinn.“ Mér þótti svarið gott og hygg að óhætt sé að segja eilthvað svipað um fleira starfsfólk Hersins: Því var að.alatriðl að ekki félli skuggi á vitnisburðinn, og þá er vel unnið. Margoft hefi eg ver- ið spurður að þvi erlendis af leiðtogum Hjálpræðishersins þar, hvernig á því standi, að Herinn sé allt of fáliðaður ó íslandi. „Ver höfuni sent danska, norska, enska og sænska leiðtoga, góða menn og á- hrifaríka i sinu íandi, — en allt af er sama sagan: Þeir koma aftur þreyttir, og hafa ekki frá neinum liðssafnaði að segja.“ Eg hefi sagt þeim, sem eg ætla rétt, að ja'rðvegurinn væri allur annar, þar sem sterkar afturhvarfshreyfing- ar hefðu.átt sér stað löngu áður en Heririn byrjaði, eða þar sem þær væru ókomnar — nema lililsháttar af er- lendum bókum. Væntanlega verður starf- ið auðveldara og árangur þá meiri sýnilegur komandi fimmtíu ár. Sigurbjörn Á. Gíslason. Fiá Náttúrulækn- Ingaféiaginu. Grasaferð Náttúrulækn- ingafélags Islands var farin 28.—30. júlí, og' tóku þált í henni 19 manns, 11 konur og 8 lcarlar, en fararstjóri var Steindór Björnsson frá Gröf. Kl. bálf þrjú á laugar- dag var lialdið af slað úr Reykjavík og ekið fyrir Hval fjö.rð með viðkomu að Fer- stiklu, síðan um SvínadaLog Dragháls að Reykholti, þar sem staðið var við um stund, og þaðan um Hálsasveit með Hvítá og staðnæmzt hjá Barnafossum. Að Húsafeíli var komið kl. 10 um kvöld- ið. Þar var keypt mjólk í nestið og síðan lialdið áfram og tjaldað við Hlíðarenda, þar sem vegurinn beygir suð- ur á Kaldadal. Daginn eftir var gengið lil grasa inn Geitlöndin. Seinni bluta dagsins var inndælis veður, blýtl og þurrt, og næg rekja eftir votviðrin, og var tint af kappi þangað til kl. 7 um kvöldið. KI. 7 á mánudagsmorgun blés fárarstjórinn til fóta- férðar. Var þá gengið i Surts- helli, og tóku 13 þátt í þeirri för. Kl. hálf fimm var svo lagt af stað heimleiðis og farið Kaldadal. Var veður bið bezta og góð jöklasýn. Á Þingvöllum drakk grasa- fólkið skilnaðarskál í mjólk í boði fararstjórans, og til Reykjavíkur var komið kl. rúml. 10 um kvöldið. 011 var ferð þessi bin ánægju- legasta, og má ekki hvað sízt þakka liinn prýðilega árang- ur. liennar lipurð og ósér- plægni bílstjórans, Guðjóns Vigfússonar, að ógleymdum sjálfum hinum ágæta farar- stjóra. Þetta er 3. sumarið í röð, sem Náttúrulækningafélag- ið efnir lil grasaferða fyrir félagsmenn sína. I raun réttri eru þetla fyrst og fearmst skemmtiferðir, líkt og tiðkast hjá öðruni félög- um. En hér ér hið nytsama fremst skemmliferðir, likt skemmtun á einkar hentug- an og eftirbreytnisverðan hátt. B. L. J. Sjúkra- Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi Slysa-* kassar. varnafélagsins viðvíkjandi slysavörnum á landi, leít inn til mín fyrir helgina vegna bréfs þess, sem eg birti hér á föstudag- inn, frá „leigUbílstjóra“. Fjallaði bréf bílstjór- ans um nauðsynina á því, að hafðir sé sjúkra- kassar í hverjum bíl, svo að jafnan sé hægt að veita mönnum, sem slasazt hafa, skjóta hjálp, ef þcss gerist þörf. Jón Oddgeir skýrði mér frá ráðstöfunum þeim, sem Slysavarnafélagið hefir gert til þess að hægt sé að veita mönn- um skjóta hjálp, ef slys ber að höndum á veg- ura úti. * Útvegað Jæja, það er bezt að fara að komast í bila. að efninu. Það sem Jón Oddgeir sagði mér, var á þessa leið: Undanfarin ár hefir Slysavarnarfélagið útvegað allar gerðir sjúkrakassa, jafnt i bíla sem verksmiðjur. Enn- fremur hafa verið gerðar tilraunir til að fá það lögskipað, að öllum áætlunarhílum að minnsta kosti sé skylt að hafa sjúkrakassana.’ Svo langt er nú komið, að nú alveg á næstunni verður sett ný reglugerð um þetta, o'g fleira þar að lútandi. * Ætti að vera Það er alveg réít hjá bílstjóran- í öllum bílum. um, sem skrifaði Vísi hréfið, sagði Jón .Oddgeir, að æskileg- ast væri, að slíkir kassar væru i sem flestum bilum; Þeir ættu í rauninni að vera í öllum bílum, enda virðist það einkennilegt, að verið sé að kenna mönnum hjálp í viðlögum, eins og nú er skylda um atvinnuhílstjóra, ef þeir hafa svo ekkert milli handanna, þegar slys ber að höndum. Fjölmargir áætlunarbilar hafa af frjálsum vilja fengið sjúkrakassa hjá Slysavarna- félagi íslands, og félaginu er ánægja að afgreiða kassana til hvers sem er. * \ Bara hringja ... Jón Oddgeir sagði mér enn- fremur, að hver sem væri gæti fengið sjúkrakassa hjá Slysavarnarfélaginu, og væri því sönn ánægjas að sem flestir hefðu þá í fórum sínum, enda væri það ekki siður til- gangur féíagsins að koma i veg fyrir slys á landi en sjó, eða draga úr þjáningum manna, eins og ætlunin er með þessum kössum. Það eitt, sem menn þurfa að gera, til þess að fá sjúkrakassa, er að hringja til skrifstofu Slysa- varnafélagsins milli þrjú og fimm, þvi að þá er viðtalstími Jóns OddgSírs, og óska eftir kassa. Með öðrum orðum: „Bara hringja, svo kemur það,“ eins og Silli og Valdi segja. * Ný gerð. Jón Oddgeir sýndi mér sjúkrakassa af þeirri gerð, sem Slysavarnafélagið út- vegar nú vinnustöðvum og bifreiðum. Er kass- inn sjálfur úr inálmi, traustur mjög i útliti og lokið er mjög tryggilega útbúið, þvi að það er „fóðrað" með gúmmíi, svo að það er algcrlega rykþétt, og er það mikill kosetur, eins og þeir vita, sem aka bílum, þvi að allt fyllist af ryki. En þessir kassar eru svo vel lokaðir, að ekkert rykkorn kemst inn í joá. Þá er lögun þeirra einnig þannig, að þeir eru hæfilegir i skúffuna í mælaborði flestra bíla. * Nauðsynlegt Enda þótt sjúkrakassar sé fyrst og fyrir alla. fremst nauðsynlegir fyrir slórhíla,. þá þarf ekki að taka það fram, að hver bilstjóri ælti að hafa shkan kassa i híl sínum. í þeini eru allar sáraitmbúðir, sem nauð- synlegar eru til ])ess að veita fyrstu hjálp, og enginn veit, hvenær það getur komið fyrir hann, að það geti verið gott að hafa slíkan lcassa við hendina. Og eins og eg sagði áðan, þá er ekki annað að gera en tala við Jón Oddgeir, til þess að fá einn af þessum kössuni afhentan. * Úmferð um Frá „S. .1.“ hefi eg fengið eftirfar- miðbæinn. andi bréf um umferðina um mið- hæinn: „Það er búið að gera heil- mikið. álit um umferðarmájin og félög hílstjóra erp meðal annars búin að láta til sin heyra. Það finnst rnér sjálfsagt, að þau sé höfð með í ráðuin, því að þar eru við stjórn menn, sem vita, hvað þcir eru að fara. En eg hcld, að einu atriði hafi verið gleymt ■— að það má minnka umferðina um miðbæinn með’ því að banna stór- um vörubílum þann hluta bæjarins, þegar þær eiga ekki erindi þangað. Þá mundi slysahætt- an minnka til muna, því að mörgum af stærstu bílunum er ekið um miðbæinn að þarflausu, án þess að ætlunin sé að þeir skili þar af sér farmi, en mér hefir einhvern tímann skilizt, að bilar fái ekki að staðnæmast t. d. í Austurstræti, nema til þess.“

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 177. tölublað (07.08.1945)
https://timarit.is/issue/80004

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

177. tölublað (07.08.1945)

Aðgerðir: