Vísir - 11.08.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 11.08.1945, Blaðsíða 4
'4 V I S I R Laugardaginn 11. ágúst 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Dtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Iþiéttir og íielsi. Ijað hefur löngum verið sagt um okkur Is- * lendinga, að við værum „litlir fyrir mann að sjá“ á alþjóðlegan mælikvarða. Við höf- um borið þetta ámæli með prýði, það er að segja, við höfum ekki tekið þetta svo nærri okkur, að við þættumst menn að minni. Nei, síður en svo sé. Þetta hefur miklu fremur eflt okkur og styrkt gegn minnimáttarkenndinni, og við höfum sótt með enn meiri harðýðgi á brattann en nokkru sinni fyrr. Nú er svo komið, að við erum ekki lengur „litlir menn“, við erum frjálsir menn í frjálsu landi. Við horfum nú bjartar augum til framtíðarinnar en nokkru sinni fyrr í sögu þessarar fámennu þjóðar. Við treystum fyllilega loforðum frels- isunnandi samherja og_ virðum að vettugi hrakspár bölsýnismanna. Slíkt er okkar veldi. Það var eins og^ijóðin hefði öðlazt nýtt líf og nýjan þrótt, þegar hún endurreisti sjálfstæði sitt eftir margra ára áþján og ltíilsvirðingu. Það tók okkur aðeins skamma stund að verða þess fylliega áskynja, að við höfðum slitið af okkur lielfjötra og að við erum þjóð með þjóðum, menn með mönnum. Og nú kem eg að efninu. Það voru íþróttamennirnir okkar, sem riðu á vaðið, og það voru þeir, sem fjrutu ísinn. Það var eins og afl, mikið og voldugt afl, leystist úr læðingi, þegar þeir vissu, að þer voru orðnir frjálsir menn í frjálsu landi. Þeir slitu af sér alla fjötra „'litla mannsins“ og heimtuðu jafnrétti í heimi íþróttanna. Þeir undu því ekki lengur, að vera í undirflokki, þeir vildu upp í flokk „hinna stóru“ og þeim •tókst það vissulega. Iþróttamennirnir okkar hafa sífellt verið að auka hróður lands síns og þarð fyrst og fremst nú á þessu síðasta og .næstsíðasta ári. Við gerum okkur ekki lengur ánægða með lítið, við.heimtum jafnrétti í þess orðs fyllstu merkingu og það jafnrétti hafa fþróttamennirnir okkar fært okkur, að minnsta kosti á sínu sviði. Við eigum nú nokkra íþróttamenn samhærilega við beztu íþróttamenn annarra þjóða, og því fögnum við af heilum huga. Við höfum hingað til alltaf verið eftirhátar á þessu sviði, en von- andi þurfum við ekki að kvíða slíku framar, og nú skulum við fram og lengra fram. Ný- lega er afstaðin íþróttakeppni milli Svía og Dana. Leikar fóru á þann veg, að Svíarnir háru glæsilega sigur af hólmi. Það er ekkert aðalatriði að ræða um þessa íþróttakeppni hér, heldur er aðeins á liank minnzt vegna þess, 'að árangurinn, sem náðist á henni, færir okk- lir Islendingum lieim sanninn um það, að við ■erum næstum orðnir j^fnokar Norðurlanda- þjóðanna í íþróttum. Svíar hafa lengst af ver- ið taldir fremsta Norðurlandaþjóðin á þessu sviði og það ekki að óreyndu. Nú er svo kom- ið, að í sumum greinum erum við Islending- ar orðnir fyllilega samkeppnisfærir við þessa afburðasnjöllu íþróttaþjóð og getum bráðum boðið henni þyrgin, án þess að þurfa svo á eftir að ganga með skarðan hlut frá borði. Nú í dag hefst 19. Meistaramót I.S.l. í frjáls- um iþróttum og vænta íslenzkir íþróttamenn og reyndar öll íslenzka þjóðin í heild þess, að árangurinn verði eftir upphafinu ó frelsis- árinu. Ættu Reykvíkingar í eitt sinn að fjöl- menan rækilega á völlinn til að hvetja dreng- jna okkar til frekari dáða. Endurbætur á ítliðb.skóBanum. Gagngerðar endurbætur fara í sumar fram á skóla- húsi miðbæjarskólans og má gera ráð fyrir að skólasetn- ingin dragist eitthvað af þeim ástæðum. ’ Helztu endurhæturnar, sem gerðar eru á skólahúsinu er bygging hæðar ofan á leik- fimissalinn. Er hæðin byggð með þeim hætti að járn- grind er komið fyrir í veggj7 um leikfimissalsins og byggt ofan á liana. Mun hér vera um all-nýstárlega byggingar- ferð að ræða. Á hæðinni verða aðallega lækningastofur fyrir skólann. Auk þess verða nýjar þilj- ur setlar i allan skólann og verður liann þiljaður með krossýiði, gólf verða öll dúk- lögð og dagsljósastæði sett i liann. Með þessum endurhótum verður Miðhæjarskólinn sem nýtt liús og liagkvæmari og skemmtilegri miklu;en áður. Var enda full þörf þessara hreytinga, því að skólahúsið er orðið all gamalt og svarar því naumast þeini kröfum, sem samtíðin gerir til skóla- bygginga. Esfufarþegar leifa ásjár bæjarráÓs i húsnæðismálum 1 „Nefnd Esjufarþega" hefur farið þess á leit við bæjarráð, að húsnæðislausum fjölskyld- um, sem komu með Esju 9. f. m. verði trvggt húsnæði, allt að 10 íbúðir í nýbygging- um bæjarins við Skúlagötu. Bæjarráð tók erindi þetta til meðferðar á fundi í gær og taldi .ekki unnt að veita slíka tryggingu fyrirft'am. Vanfar helma- visfarskóla i nágrenni Reykjavikur. Formenn skólanefndanna i Reykjavík, skólá'stjórar og yfirkennarar barnaskólanna hafa rætt á sameiginlegum fundi um aðkallandi nauð- syn þess, að komið verði upp heimavistarskóla í nágrenni bæjarins. Tilgangurinn með jæssum skóla er að koma þangað þeim börnnm, sem ekki eiga samleið með öðrum hörnum r harnaskólum. Voru ályktanir fundarins sendar bæjarráði til athug- unar og voru lagðar fram á fundi þess í gær. Svo sem kunnugt er, var gert ráð fyrir því i l'járhags- áætlun Reykjavikurhæjar fyrir yfirstandandi ár, að hærinn legði fram 100 þús. kr. til slíkrar starfsemi. Nú liafa templarar boðið hænum hið nybyggða hús silt að Jaðri í þessu skyni. Eorsefabjónin á ferðaEagi um norðurSand* Forsetahjónin eru nú á ferðalagi um Norðurland. Komu þau 7. ágúst til Sauðárkróks og fylgclu sýslu- mannshjónin þeim að Hólum, þar sem staður og kirkja voru skoðuð undir lciðsögn sýslumanns og síra Guð- hrands, prófasts Björnssonar á Hofsósi og annara kunn- ugra manna. Daginn eftir héldu 1‘orseta- hjónin til Húsavíkur, og sátu þar kvöldboð hjá sýslumanni, ásamt forsetaritara. 9. ágúst heimsóttu forsetahjónin N orður-Þingey j arsýsl n og voru viðstödd samkomu 1 Ásbyr.gi og að Lundi. Afengisskaffar í U.S.A. 2083 millj. dollara. Skattar af áfengi, sem neytt var í Bandaríkjunum árið 1944, voru nærri helin- ingi hærri en árið 1943. Aþs námu áfengisskattar og tollar rúmlega 2083 millj. dollara og er það 629 millj. dollara hærra en árið áður. Kentucky-fylkið heimkynni „bourbon“ viskísins lagði allra fylkja mest af mörk- um, því 'að- þaðan komn meira en 276 millj. dollara. Næst var Pennsylvania með 257 milljónir og Illinois þriðja með 242 milljónir dollara. Þess er þó að geta í þessu sambandi, að skattar á áfengi voru allir hækkaðir um mitt ár í fyrra. / Viðræðiir aim verð laiidbúiB^ aóaraf nróa. I fyrradag munu hafa byrj- að viðræður milli fulltrúa bænda og Alþýðusambands- ins um afurðaverðið; Búnaðarþjng það, sem nú situr, kaus þrjá fulltrúa í fyrradag tjl að ræða þes^ mál við fulltrúa lrá Alþýðu- sambandinu. Fulltrúar Bún- aðarfélagsins eru Hafsleinn Pétursson, Sigurður Jónsson frá Arnarvatni og Þorsteinn Þorsteinsson. — Álþýðusam- handið hefir tilnefnt þessa menn: Hermann' Guðnmnds- son, Þorstein Pétursson og Gunnar Benediktsson. Verði bornar fram tillög- ur eftir að nefndir þessar hafa ræðzt við, mun ríkis- stjórnin fá þær til athugunar og leggja þær fyrir næsta þing, ef hún fellst á þær. Ef hinsvegar fer þannig, að um ekkert samkomulag verður að ræða, þá verða Alþingi og stjórn að lála málið til sín taka ein. SÍÚÍÍ0 BEÖ sbbIísb fó3<57 tmmmBBB' €BÍ SÍÍd. I fyrrakvöld var búið að salta á öllu landinu samtals 8357 tunnur síldar. Siglfirðingar eiga mestan hluta þessarar síldar, þvi að þar er búið að salta samtals 7310 tunnur. Þetta er áðeins meira magn en búið var að salta um sama leyti í fyrra, þvi að þá nam síldarsöltunin rétt innan við átta þúsund tunnur. Hallæri. Það er sagt, að menn tali um veðrið, þegar þeir sé í svo miklu umræðu- efnishallæri, að þeir viti ekki um hvað þeir eigi að tala. En er nú nokkur furða, þótt eg tali eitt- hvað um yeðrið og geri það að umtalsefni- hér í annað sinn á stuttum tíma? Hver talar ekki uni veðrið oft á <lag, eins og nú viðrar, hver skammast ekki út/ af rigningum og sólarleysi og óskar þess að vera kominn suður i einhver sól- arlönd? En eiginlega var það ekki sjálft veðr- ið„ sem eg ætlaði að rabba um, heldur afleiðingar þess. & Heyskapur óþurrkarnir hafa víða valdið misheppnast. liinu mesta tjóni hjá bændum, svb að einstaka menn munu ekki búnir að ná inn nærri þvi eins miklu heyi og í venjulegu árferði. Það bætist svo við, að hey það, sem enn er úti, liggur undir skemmdúm. Síldin hefir brugðizt til þessa og mjög orðið á- liðið, ,svo að horfur verði æ ískyggilegri með degi hverjum, þótt enn sé sjálfsagt að vona hið bezta. Enn gelur brugðið til batnaðar, hvað síldina snertir, þótt lítið skáni útlitið fyrir bænd- ur. * Undir öðrum Hver mundi afleiðingin af kringumstæðum. þessu verða undir venjulegunr kringumstæðum, cf við ættum ekki innsíæður í bönkum erlendis, það er að segja eigum nolckrar fyrningar, eins og góðir og gildir bændur? Eg er liræddur um, að hér mundi verða hallæri i landinu, Ef til vill yði ekki eins mikið hallæri og fyrr á öldum, þvi að við kunnum nú meira en forfeður okkar, en þó yrði ærið þröngt í búi og liætt er við, að við mund- um verða að venjást öðu en á undanförnum árum. * Ljót Þetta er svo sem ekki falleg mynd, mynd. sem eg hefi brugðið hér upp, en þó er ástæðulaust að örvænta. Við gát- um varla búizt við því, að fá að lifa i vellyst- ingum praktuglega að eilífu og eg held, að við gelum bara haft gott af því að sjá, að lífið er ekki eintómur leikUr. Vera kann, að einhverjir vakni við vondan draum, en máltækið. segir, „af misjöfnu þrífast börnin bezt“. Okkur á að vísu ekki að þurfa að skorta neitt, við ve.rðum bara að verða dálítið ráðdeildarsamari en við höfum verið. Það slcaðar engan. * Dýr „Tjaldbúi að Laugarvatni" sendir mér mjólk. pistil um mjólkurverðið þar á staðnum. Hann Segir: ,,....Eg hefi verið þar nokkurum sinnum um lielgar og þá borðað hjá kunningjum mínum, sem verið hafa þar sam- timis, einnig tjaldbúar. Einu sinni er eg rölli framhjá manni, sem var að kaupa mjólk, sá eg ekki betur en að hann greiddi tvær krónur fyr- ii pottinn og fengi ekki til baka. Væri nú fróð- legt að vita, hvort leyft er að selja mjólk við því verði utan bæjarins og það út úr fjósi.“ * Mjólkursölu- . Það mun vera Mjólkursölunefnd,. nefnd. sem ræður mjólkurverðinu þarna austur frá, alveg eins og hér i Reykjavík. Sé það á rökum reist, að hver lítri sé seldur á tvær krónur, þá hlýtur það að vera- gert með samþykki nefndarinnar. Er það liarla einkennilegt, að leyft skuli svo hátt verð á mjjólk, sem enginn flutningskostnaður eða ann- ai' kastnaðar, er reiknaður mun á nijólk, seni fe.r til Reykjavíkur, leggst á. í rauninni ætti mjólk, sem seld er út úr fjósi,, að vera mun ó- dýrari en mjólkin, sem Reykvíkingar fá. En það ei sem sagt Mjólkursölunefnd, sem þarna á hlut að máli. ♦ Nafnabirting- „ÁæUunarbílstjóri“ hefir sent 'arnar aftur. mér eftirfarandi: „Hvernig væri að blöðin athuguðu og reyndu að komast að niðurstöðu um það, hvenær beri að birta nöfn manna, sem hafa eitthvað af sér. gert. Eg held, að ekki sé rétt að segja slíka sögu, sem Víkverji sagði í gær (fyrradag), nema að til- taka hvaða áætlunarbílstjóri eigi 1 hlut, þvi að annars á eg og aðrir menn i slíkum stöðum, — sem eru stórir, eins og viðkomandi bílstjóri — á hættu að verða álitnir viðkomandi maður.“ Það mun öllum vera kunnugt, að mikið var rætt um nafnabi.rtingar i sambandi við sakamál s.l. vetui'. Engin niðurstaða fékkst í þeim umræð- um og eg geri ráð fyrir að frekari umræður mundu leiða til neinnar algildrar niðurstöðu. Þetta ve.rður að fara eftir málsatvikum í hvert sinn, meðan engin samtök eru um það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.