Vísir - 22.08.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 22.08.1945, Blaðsíða 6
V I S I R Miðvikudaginn 22. ágúst 1945 « — Kntid Zimsen Framh. af 2. síðu. móiin. Einnig gróðursetti eg mörg tré i SuSurgötu 8 B, en þar bjó eg einnig um stund- arsakir. Eg fékk snémma á- buga fyrir því að koma upp myndarlegum skrúðgarði J)ér í Reykjavik og kom því ■il ieiðar, að öskunni væri ek- ið suður í'yrir tjörn, með það fyrir augum, að þar mætti svo síðar meir búa til garð. Þessar aðfarir minar mættu allmikilli gagnrýni bæjarbúa fyrst í siað, en nú þegar Hljómskálagarðurinn er ris- inn upp af þessum öskuhaug- uih, þar sem einu sinni voru ínýrarfen og flóar, liafa skammirnar dvínað og eru nú horfnar ineð öllu. Þ,að eru minar mestu ánægjustundir núna að liorfa út um gl ugg- ann á húsinu mínu hérna i Bjarkargötunni og virða fyr- ir.mér Hljómskálagarðinn — það eru sárabætur fvrir allar þær skammir sem eg' lilaut fyrir að eiga frumkvæðið að því að hann var búinn til. liáðríkur hefi eg a'Ia tíð verið, segir fólkið, en eg segi nú, að það bafi oft og einatt verið nauðsynlegt fyrir mig að vera það. ()ft var erfiðleikum húndið að framkvæma ýmis- Jegt, sem nauðsyn bar til að yrði framkvæmt, og voru jiaðþá einkum fjárhagsvand- ræðin sem voru Þrándur í Gþtu, en einnig var oft erfitt að fá menn til starfanna, wem steðjuðu að. Eitt var það ;,em tók mikinn tíma þegar fram liðu stundir, það var bókhaldið lijá bænum og vinnueftirlitið. Fyrstu árin, * sein eg var borgarstjóri þurfti eg að gera alla hluti sjálfur og hafði engan aðstoðar- inann mér við hlið. Eg varð að hafa á hendi bókhaldið og Jtafa eftirlit með verkamönn- uui sem unnu á vegum liæj- arins, en eiivs og gefur að •slcilja tók þetta tíma frá öðr- Imi önnum dagsins. Smátt og smátt færðist jietta i betra Aiorf; Eg féklc ágælan bók- Jialdara, Karl Torfason, og sameiginlega komum við á ákvéðnu bókhaldsformi ög rcikningsfærslu fyrir bæinn, setn enn er fylgt í aðálatrið- míi. — Tíminn líður, og senn er Zimsen búinn aá segja mér svo mikið, að ekki verður pláss i blaðinu fyrir meira, þó eg feginn viídi, og þess vegna þakka eg þýtt viðmót og skemmtileg- ur viðræður um liðna tímann. Þegar eg kem út á tröppurn- ,ar á húsi borgarstjórans fyrrverandi, sé eg í anda hver óhemju framför hefir átt cér stað, frá því þessi maður háf starf silt á vegum fleykjavikurbæjar og fram á þenuan dag — og mcr hlýn- ;i r um hjartaræturnar við til- 'Iiúgsunina um það, að liér licifa orðið stórstígari fram- farir á siðasta aldarfjórðungi, ■eu jafnvel nokkurs staðar ,-iiinars staðar i heiminum. — Guðl. Ein. Sérstaklega ánægjuleg för templara til Eyja um helgina. Frásögra Þorsfelns J. Signrðs- iSfíipafréttir. ;Togaririn Ivarlsefni kom af veið- ,uin i gær og fór til Englands. Þá koin alíuskip með oliu til olíu- 'fótaganna. Ulrik Holm er komin irá Englandi með sementsfarm. tiuðin kom í nótt og Forseti kem- <tr frá Englandi í dag. sonar Ems og kunnugt er fóru templarar í útbreiðslu- og skemmtiför um s.l. helgi til Vestmannaeyja. Um 1001 manns tók þátt í förinm, og var hún í alla staði hin ánægjulegasta. Vísir hafði í morgun tal af fararstjór- anum, Þorsteim J. Sigurðs- sym kaupmanm. Umdæmisstúkan nr. 1 sam- leinar allar stúkur á Suður- | landsundirlendi, og er Jón ! Gunnlaugsson umdæmis- Itemplar hennar. Fyrir nokk- uru slcipaði Umdæmisstúkan nefnd til þess að annast út- breiðslu- og skemmtilör fyr- ir templara. I þessari nefnd eiga sæti þeir Þörsteinn .J. Sigurðsson, sem er formað- ur, Guðgeir Jónsson, Þor- sceinn Sveinsson, Haraldur S. Nordal og Krtstinn ð’il- lijálmsson. Nefndin átti fyrir nokkru laJ við dómsrnálaráðherra J'inn Jónsson, og fór fram á það við liann, að tenjplarar lengju varðskipið Ægi lánað li! þess að fara á þvi til Vest mannaeyja, i útbreiðslu- og skemmtiferð. Dómsmáiaráð- herra tók vel undir þessa málaleitan nefndarinnar, og svo var ferðin ákveðin. Lagt var á stað í þessa för kl. tæplega 3 s.l. laugardag í ágætu veðri og var sjór svo kyrr alla leiðina, að elcki fékk einn einasti maður sjó- veiki. Hljómsveit var með slcipinu og lék hún mest alla leiðina og var sungið og dansað á þilfari. Kl. tæplega 1 um nóftina var svo komið til Eyja. Eftii' fyrir fram gerðri áætlun fór móttöku- athöfn ekld fram fyrr en ld. 6 morguninn eftir. Mætti þá | Þorsteinn Víglundsson skóla- stjóri á háfnarbakkanum og ávarpaði komumenn- með .snjallri ræðu. Fararstjórinn svaraði. Þessu næst var hald- ið til samkomuhússins og drukkið kaffi. Síðan var lilé og notuðu Jcomumenn tímann til þess að fara um eyjuna og skoða liana. Síðan var safmst sam- an við samkömuhúsið og fylkt Jiði til skrúðgöngu. Skátar. skipulögðu þessa skrúðgöngu og gengu þeir vel fram í þvi og gat það elcki dulizt neinuift, að slcátalífið í Eyjum stendur með milcl- um blóma. Lúðrasveit Vest- mánnaeyja, undir sljórn Oddgeirs Kristjánssonar, gekic i fararliroddi og lék göngulög. Þegar slcrúðgöng- unni laulc var gengið til kirkju og hlýtt á messu. Sira Halldór Koílieins prédikaði. Hélt hann slcörulega ræðu um friðinn og bræðralags- Jiugsjónina. Að messuiini lok- inni var haldið að leiði Brynjóífs Jónssonar frá Ofanleiti í Vestmannaeyj- um og var lagður Jilómsveig- ur á leiði lians, en sira Jes Gíslðson mælti noklcur orð við það tækifæri. Brynjólfur var eins og kunnugt er einn af framsæknustu brautryðj- endum bindindislireyfingar- innar í Eyjum á ofanverðri Þorsteinn J. Sigurðsson í ræðustól. öldnni sem leið og liefir hann lagt einna drýgstan slcerf allra Eyjaskeggja til bindindismála þar. Síðan var farið aftur til samkomuhússins og snæddur miðdegisverður. Sátu þetta borðliald liátt á annað hundr- að manns. Að borðhaldinu loknu var fundur settur í samkomuhúsinu. Hús þetta rúmar um 600 lil 700 manns og var það þétt skipað áhéyr- endum, Fararstjóri setti fundinn og skipaði Pál Eyj- ólfsson fundarstjóra. Síðan flutti fararstjóri ræðu um bindindismál og var benni mjög vel telcið af tillieyr- endum. Ivristinn Stefánsson stór-templar flutti atliyglis- vert erindi, en auk lians töl- uðu þeir Árni Johnsen, sem flutti kvéðjuorð til komu- manna og Jón Gunnlaugsson, sem ávarpaði templara í Eyj- um. Hljómsveit lélc milli ræðanna og karlakór Vest- mannaeyja söng, undir stjcírn Ragnars Jónssonar. Kl. 5 á sunnudaginn var tialdið samsæti templara og gesta þeirra i samkomuhús- inu. Voru þar margar ræð- l ur fluttar, en aðalræðuna flutti síra Jes Gis'ason. Með- al gesta voru Sigfús Johnsen bæjarfógeti og frú hans, auk níargra annarra. • Vegna sjávarfalla var elclci liægt að halda af stað frá Eyjum fyrr en kl. 3 um nótt- ina og var þvi telcið til þess ráðs að efna til dansleiks og var svo stiginn dans fram eftir nóttu. Temptarar lá’ta mjög vel af þessari ferð og eru sér- stalclega þakklátir fvrir liin- ar ágætu móttökur, sem þeir urðu aðnjótandi i Eyj- um, og einnig þeim Finni Jónssyni dómsmálaráðherra, Pálma Loftssyni forstjóra Skipaúlgerðarinnar, Magn- úsi Björnssyni skipstjóra á Ægi og skipsböfn tians fyrir einstaka lipurð og góðan skilning á því, að nauðsyn beri til að cfla bindindis- hreyfinguna í landinu. Jelacý ^JJjötuerzíc Uevjbjauíl? ana l tilkynxiir: Nýtt dilkakjöt verður íramvegis til sölu í búðum vorum. eðan sumarslátrun helzt, vill Kjöíverðlagsnefnd vckja athygli sláturleyfishafa á því, að nýr mör verði elcki hafður i strokkunum, frelc- ar en verið hefur úr sumarslátrun áður, þar sem ekki er um útflutning á þvi kjöti að ræða. Nefndin mun ekki gefa fyrirmæli um afslátt frá lieildsöluverði, en hefir þó ekkert við það að atliuga, fremur en áður, og mælir með því, að afslátfur sá frá heildsöluverði, 2%, sem oft hefir verið gefinn, verði gefinn nú meðan sumarslálrun helzt. Reykjavík, 20. ágúst 1945. ^JJjötueJÍc acjón Sœjarfjréttir Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, simi 5030. Næturvörður er í Reykjavikur Apóteki. Næturakstur annast Aðalstöðin, síriii 1383. Iþróttaráð Reykjavíkur efnir iil B-móts i frjálsum í- þröttum n.k. sunnuciag. Þátttaka í mótinu er því skilyrði þundin að keppendur hafi ekki náð 600 stiga árangri eftir finsku stiga- töflunni, í viðkomandi íþrótta- grein. Á þessu móti verður keppt i 100 metra hlaupi, 400 m. hlaupi, 1500 m. hlaupi, langstökki, kulu- varpi og kringlukasti. Þátttöku- tilkynningar skulu hafa borizt I. R. R. fyrir kl. 0 á föstudag. Nýtt íslandsmet. I gærlcvöldi var innanfélags- mót Ármanns háð og setti boð- hlaupssveit úr félaginu nýtt ís- landsmet í 4x1500 m. boðhlaupi. Rann liún skeiðið á 17:52,6 mín- litum. m Útvarpið í kvöld. 19.25 Hljómplötur: óperulög. 20.30 Útvarpssagan (Ragnar Jó- hannesson). 21.00 Hljómplötur: Söngvar úr sjónleikjum. 21.20 Erindi: Útlendingahersveitin franska (Baldur Bjarnason sagn- fæðingur). 21.45 ’ Hljómplötur: Erönsk þjóðlög. 222.00 Fréttir. Dagskrárlok. VEÐRIÐ f DAG. v I morgun var suðaustangola á Vesturlandi og hægviðri á Norð- ur- og Austurlapdi með þoku viða. Dálítil rigning er á Síðu-Múla í Borgarfirði, annars er yfirleitt Jjykkt loft og úrkomulaust. Lægð er að náígast land úr suðvestri. Veðurhorfur í dag. Suðvesturland: Vaxandi suð- austan og austanátt, allhvass undan Eyjafjöllum, rigning öðru hvoru. Faxaflói, Bréiðafjörður og Vestfirðir: Suðaustangola, síð- ar kaldi og dálitil rigning. Norð- urJand, Norðausturland og Aust- firðir: Hægviðri í dag, suðaustan gola í nótt og léttfr heldur til. Suð- austurland: Austangola, síðar kaldi og rigning í nótt. Skýringar: Lárétt: 1 Dregur að sér, 6 stefnur, 8 skip, 9 eldsneyti, 10 rölti, 12 lofttegund, 13 einkennisst., 14 tveir saman, 15 vafa, 16 mannsnafn. Lóðrétt: 1 Ata, 2 í haldi, 3 uppln’ópun, 4 samliljóðar, 5 dýr, 7 óeirðir, 11 fór, 12 mán- uðurinn, 14 eldstæði, 15 tví- liljóði. Ráðning á krossgátn nr. 111: Lárétt 1 Samtal, 6 Einar, 8 il, 9 R.O., 10 dís, 12 aslc, 13 U.S., 14 F.F., 15 sól, 16 túl- inn. Lóðrétt: 1 Sandur, 2 meis, 3 til, 4 an,- 5 Lars, 7 roskinn* 11 ís, 12 afli, 14 fól415 §ú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.