Vísir - 22.08.1945, Blaðsíða 7

Vísir - 22.08.1945, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 22. ágúst 1945 V I S I R Frú de Perrichet var ekki mikiö hrifin af hin- um nýja tíma frekar en bóndi liennar. Hvað sem menn myndu uppgötva af nýjum hlutum, máske hinum undursamlegustu hlutum, myndi hlutverk konunnar alltaf verða hið sama. í staðimi fyrir að vera að keppast við að byggja skip, sem gæti gengið 7 mílur á klukkustund væri karlmönnunum nær að reyna að koma því til leiðar, að neyzluvatnið rynni sjálflcrafa inn í hibýlin, eldarnir kynntu sig sjálfir, eða að smjörið strokkaði sig sjálft, það væri svolítið vit í því. En allur jjessi hraði, þessi endalausi hraði, hafði aðeins þá einu þýðingu að slæmar fréttir bárust fljótar en áður. De Callian greifi, til dæmis, myndi nú geta fengið Iey.fi tií að handtaka hann á helmingi sh'ttri tíma en þegar hún var ung. Og hun var ekki i neinum vafa um að liann mundi gera það. Þótt hún hefði aldrei sagt bóndanum frá þvi og myndi aldrei gera, hafði greifinn gengið á eftir henni sjálfri með grasið i skónum og þólt lengi lifi í gömlum ijlæðum vissi hún, að stráka- pör Raouls myndu vera greifanum kærkomin átylla til þess að ná sér niðri á honum, ekki einungis vegna þess, að strákurinn hafði kom- ið að greifanum undir slæmum kringumstæð- um, sem greifinn mvndi aldrei fá að upplifa með henni sjálfri, heldur og af því að Raoul var sonur liennar. Ilún stundi þungan. Fyrir tultugu árum hafði de Callian greifi verið Íag- legur, hár og glæsilegur eins og de Bonavenlure mágur hednar. Ó, hversu misjafnt er gæðunum skipt. ó, droltinn minn. Hvílíkar hugsanir. Hún signdi sig og lokaði augunum, en þrátt fyrir Jæssar liugleiðingar fór lmn að hugsa um út- búnað Raouls, Jjrjár buxur, fjórar skyrtur .... Raoul var orðlaus af þakldæti i garð móðúr sinnar. Meðan hann sat í einskonar stofufang- elsi með reiði foreldra sinna yfir Iiöfði sér, eyddi hann mestu, af tímanum til að hugsa um það sem framundan væri. Vanina og greifinn, María Drouin, Henry og Pierre svifu honum allan tímann fyrir hugskotssjónum. Þetta hlaut að kosta ákærur og jafnvel fangelsi. Afleiðing- arnar höfðu gert bann óttasleginn, ekki sízt vegna þess, að eldra fólkið virtist allt ráðþrola. Eini Ijósi bletturinn í Jjessu öllu saman var það sem frændi hans hafði sagt um hið Nýja Frakkland, „Afríkusólina“ og hinn konunglega flota. Nú var Raoul á förum. Seinna myndi hann koma til baka í einkennisbúningi á sínu eigin skipi, og J)á skýldí Vanina naga sig í handar- bökin? Ef til vill yrði Jjetta í síðasta skipti, sem Raoul sá sólina ganga til viðar í Frakklandi. Honum varð hugsað til Pierre Denys de Bonaventure. Raoul hafði heyrt, að hann væri fæddur 1659. Ilann hlaut að vera 32 ára. Hann var fæddur i hinu Nýja Frakldandi á stað, sem hét Trois- Biviéres1). De Bonaventure hafði gengið i franska flotann. i fyrra hafði hann verið gerð- ur yfirmaður freigátu i Rochfort. Nú var hann yfirmaður herskips við strönd Akadiu. Mikill maður...... ÞRIÐJI KAFLI. „Afrikusólin“ lét úr höfn um hádcgisbilið. Raoul hafði slaðið á þiljum uppi siðan i dög- un, gefið gætur að Jjví, sem flutt var um borð og talað við hvern, sem á hann vildi hlusta. Þetta var fagur vormorgun. Sjórinn var blár og sléttur í sólskininu og handan við víkina voru lágar Ijæðir, klæddar dökkum kyprusviði með olíutrjám á strjálingi. „Afrikusólin“ tog- aði mjúldega i akkerisfestarnar, eins og kona, sem neniur staðar, til Jiess að skiptast á orðum við elskaðan vin. Þarna voru tvö önnur skip, sem áttu að verða „Afríkusólinni“ samflota, „Vöriin“ og „Gullfálkinn“. En „Afrikusólin“ var stærst og hezta sjóskipið. Raoul skoðaði skipið hátt og lágt, allt frá skut, Jjar sem yfirmenn bjuggu og fram i stafn, J>ar sem vistarverur háseta voru. Hann hafði verið settur í litla káetu með liðsforingjum tveimur, sein liétu Famoisy og Nantes. Hann var sjálfur ritari skipstjórans. „Þú ert enginn sjómaður og þú erl heldur ekki hermaður. Það mundi ekki vera hægt að nota J)ig fyrir vikapilt eða J)jón, þólt við reynd- um það. Yfirleitt má segja, að: J)ú sért ekki til neins gagns og eg veit ekki, undir livaða lið eg á að færa þig á skipinu. . .. . Jú, nú veit eg það — þú ert ritari minn. Það v^it eg, að kóngurinn rekur upp skellililátur, Jjegar hann liejTÍr um Jiað, en de Pourtcharlrain verður alveg vitlaus af bræði. Ilann lieldur að eg sé búirin að fá mikilmenriskubrjálæði!“ De Bonáventure hafði verið önnum kafinn frá því, að Raoul kom um horð, svo að hann hafði ekki haft tima til að tala við hann. Raoul hafði haft lítinn pinkil meðferðis og í lionum voru ýmiskonar dýrgripir hans, sem liann hafði ekki viljað skilja við sig og láta stinga niður i kistuna stóru, sem irióðir hans liafði gengið frá. Ilann gat gert J)að seih hann vildi og skoð- að sig um. Það var eins og allir hefðu lagt niður vinnu, lil l)ess að sjá þegar skipin léttu akkerum. Hafnarbakkarnir voru þaktir hermönnum, verkamónnum, slæpingjum, prestum og kon- um af öllum stigum, alll frá systrum kardinál- ans niður i berfættar fiskimannakonur. Allir töluðu, kölluðu hlóu og bentu, köstuðu blóm- um til sjómannanna, sem voru að stíga á.skips- fjöl, og kysstu elskhuga sína kveðjukossunum. Raoul hafði aldrei séð annað eins. Hann hallaði sér út yfir borðstokkinn og gaf gætur að fólk- inu. Frá mönnum og merkum atburöum: AKVikWÖKVm ■Jf 1) Heitr nú á ensku Three Rivers. Ekki alls fyrir löngu fæddist frú Albert Labelle i Hampden i Bandaríkjunum niunda dóttirin. Hún á engan son. „NemiS staðar, horfið í kringum yður og hlustið. Þcssi fáu orð fela i sér sögu karlmannsins,“ sagði hann. „Nú, hvernig stendur á því?“ „Þú sérð fallega stúlku, og auðvitað ncmur ])ú staðár. Síðan lítur þú i kringum þig og þegar þú ert búinn að þvi þá kvænist J)ú henni. Állt sem þú gerir eftir það er að hlusta.“ Móðirin : „Eg vil ekki hafa það, að })ú sért með þessari stúlku. Mér.hefir verið sagt að hún sé allt oí „villt“.“ Sbnurinn: „En sú vitleysa. Það egta allir náð henni.“ <%■ Slátrarinn : „Hvers vegna ert þú að hlaupa, dreng- ur minn ?“ Drengurinn: „Eg er að koma í veg fyrir að tveir strákar lendi í slagsmálum.“ Slátrarinn: „Og hverjir eru það?“ Drengurinn: „Hann Jónsi og eg.“ Milli So og 90% af þeim amerísku hermönnum, sem særðust, er innrásin í Normandie var gerð, íengu læknishjálp IO minútum eftir að þeir særð- ust. ♦ „Mér þykir fyrir þvi að heyra að verksmiðja þin hafi brunnið til kaldra kola. Hvað var það, sem þú framleiddir?“ ,,Slökkvitæki.“ Árið 1854, þegar Mutual liftryggingafélagið i Bandaríkjunum var stofnað voru iðgjöld kvenna 50% hærri en karlmanna. Ástæðan var sú, að lækna- vísindin höfðu þá ekki dregið úr liættunni við barnsfæðignár. ♦ Dómarinn: „Þessir tveir menn voru að berjast með stólum. Gerðuð ])cr ekkert til að skerast i leik- inn ?“ Vitnið: „Nei herra dómari. Það voru aðeins tveir stólar i herberginu.“ Robert S. Wilson, vara-forseti Goodyear-hjól- barða- og gúmmífélagsins heimsfræga tilkynnti að i júlíbyrjun 1944 hefði verið búið að framleiða 10 milljónir af gerfigúmmí-hjólbörðum, sem eru næstum eins góðir og ekta hjólbarðar. Irtnrásin mihla. Mesta „hættuspil" veraldarsögumtai?, Eftir C. S. Forester. Klukkan níu mínútur yfir fimm komu Frakklands - strendur í augsýn, — alveg á sömu mínútu og for- ingjaráðið hafði ætlnð, og á þeirri stundu, eins og einnig var fyrirfram ákveðið, hófst skothríðin mikla úr fallbyssum herskipa, sem búin, voru að taka sér stöðu á 160 kílómetra löngu svæði. Skotum, sem vógu samtals 200 smálestir, var skotið á stöðvar ó- vinanna á mínútu liverri. Hið furðulega hafði gerzt — Hið furðulega liafði gerzt, að Þjóðverjar höföu sofið á verðinum — ])eir höfðu ekki getað komizt á snoðir um, að innrásarflotinn hafði lagt úr höfn á Bretlandseyjum, né heldur, að hann var komirin í námunda við Frakklandsstrendur. Meðal fyrstu fanganna, sem bandamenn tóku þenrian dag, var þýzkur undirforingi úr strandvarna- liðinu. Stöð hans varð fyrir skotum herskipanna og var þrýstingurinn svo mikill í svefnstað hans, að rúm hans tókst á loft og undirforinginn fékk ó- vænta smáferð i lofti. Þelta var í rauninni næg sönnun þess, að í þessari stöð áttu menn sér ekki neins ills von. Og svo var hvarvetna. Eisenhowcr yfirhershöfðingi og foringjaráð bandamanna höfóti séð rælast þá miklu von alli'a foringja, að korna fjandmönnunum á óvart, er mest á reið, og það fjandmönnum, sem voru betur æfðir og undirbúnir hernaðarlega en dæmi voru til um her nokkurrar þjóðar, — her, sem hafði hinn bezta útbúnað i hví- vetna. En nú foru Þjóðverjar að bíta frá sér. Þeir hófu gagnskothríð mikla úr fallbyssunum í strandvirkj- um sínum, en fallbyssur þessar höfðu allt frá sex þumlunga hlaupvídd. Það voru þessi strandvirkj, sem skotin úr fallbyssum stóx-u Iierskipanna áttu að mala mjölinu smærra. Ótal einvígi voru háð — Ótal einvígi voru háð milli herskipa og strand- virkja. Það var ekki nema um tvennt að ræða: Vega eða vera veginn, eins og sagt er, — allt var undir því komið, að geta þaggað niður í fallbyssum þess- ara virkja, áður en þær gætu grandað herskipnm bandamanna. Eftir nokkur augnablik sáust vatns- strókar skammt frá herskipunum, en vatnsstrókor þessir mynduðust, er skotum fór að rigna niður í nánd við herskipin. Herskipið alkunna — Scorpiori — sigldi svo nálægt ströndinni, að það var ekl<i nema í hálfs annars kílómetra fjai'lægð frá henni, til þess að skjóta úr 4.7 þuml. fallbyssum á strand- virkin. Cr þeirri fjarlægð sáust strandvirkin greini- lega. Margir bi'ezkii', amerískir, norskir og pólskii tundurspillar skutu á strandvirkin á aðeins 700 metra færi. — Nú var svo komið, að í varnarlínu Þjóðverja á ströndinni virtist allt í björtu báli, svo að vitnað- sé í orð amerísks liðsfoi’ingja. Reykjarmökkurirn var eins og gul þoka, sem lagði á sjó út, og þeir, sem á skipunum voru, fengu hóstakviður. Korvett- urnar og tundurspillarnir virtust taka kippi, þegar skotin dundu úr orustuskipunum. Þegar skothi'íðin var að ná hámarki, komu þxór þýzkir tundui'spillar út úr Signuósum og fóru hralt, — til þess að kynna sér, hvað urn væi'i að vera, - og var það enn ein sönnun þess, að þýzka her- stjórnin vissi ekki hvað var að gerast, — vissi ekki, að bandamenn höfðu byrjað innrásina að Þjóðverj um óvöriun. Sjóliðarnir á tundurspillunum sáu rétt sem snöggvast flotann mikla —- og lögðu svo á flótta sem hraðast, og var skotið á þá af fallbyss- um brezki'a hei’skipa, sem þó hættu ekki skothríð sinni á strandstöðvarnar. Njósnaflugvélar bandamanna höfðu fjöldamargai" orustuflugvélar sér til verndar, en þýzkra flugvéla varð ekki vart, og njósnaflugvélunum tókst að inna sitt hlutverk af hendi, svo að skyttúrnar á herskip- unum máttu sem bezt við una, en hlutverk þeiria var að njósna um árangur skothríðarinnar og ge.fa skyttunum ýmsar mikilvægar bendingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.