Vísir - 22.08.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 22.08.1945, Blaðsíða 4
4 V I S I R Miðvikudaginn 22. ágúst 1945 VlSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAtTGÁFAN YÍSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Aístaða kommúmsta. |kTýlega var að því vikið hér í blaðinu, að nágrannaþjóðir okkar fylgdust með nokk- urri athygli mcð samstarfinu við kommún- ista hér á landi. Hefðu menn yfirlcitt mis- jafna trú á því. Nú um helgina hefur afstaða þessa flokks í ýmsum löndum skýrzt veru- lega. Danski verkalýðsflokkurinn neita sam- vinnu við þá, norskir alþýðuflokksfulltrúar lýsa því jafnframt yfir, að horfur séu þung- ar um slíka samvinnu í Noregi, utanríkisráð- herra Breta, Ernest Bcvin, lýsir yfir því, að i sunnun þeim löndum, þar sem kommúnistar ráða nú mestu, sé algert einræði ríkjandi, cn slíkt einræði verði ekki þolað, og loks hefur verulega skorizt í odda millum ráðamanna Kínaveldis og kommúnistanna, og fara þar nú fram athygliverðustu átök, sem háð eru um þessar mundir við þennan óaldarflokk. Vitað er, að menn í ýmsum löndum, — og þá ekki sízt í Bandaríkjunum, -— fylgjast vel með þessum málum. Svo er að sjá sem hér heima á íslandi, ■— og aðeins hér, — séu mcnn algcrlega andvara- lausir í samstarfinu Við kommúnista. Verka- lýöurinn hefur að verulegu leyti gengið þeim á hönd, í þeirri trú, að þar muni hagsmuna stéttarinnar verða hezt gætt. Sú litla reynsla, sem þegar er fengin, sannar hið gagnstæða, og flest virðist benda i þá átt, að vegur þeirra liggi í framtiðinni um fallanda forað, ekki •einvörðungu hér heima fyrir, heldur um öll lÖnd jarðar. Kommúnistar hafa reynt að maka krók sinn í styrjöld þeirri, sem staðið hefur yfir, enda farið fram með eindæma offorsi i flestum löndum, en muna má það, að ósköp verða ci all-langæ, en þegar tími vinnst til, verða þeir, sem aðrir ofstopamenn, settir þar á bekk, sem þeir eiga heima. I frclsishreyf- ingu Dana reyndu kommúnistar að liefjast til vegs, en raunin varð sú, að frelsishreyfingin lætur af störfum, og margir þeir, sem bezt hafa þar harizt, snúa til fyrri iðju sinnar sém vonsviknir mcnn. Dönum mun takast að friða land sitt, en um leið og ]>að er gert, •dregur úr áhrifavaldi kommúnista, leynt og Ijóst. Almenningur hér á landi ætti að fylgjast vel með þróuninni í alþjóðamálum næstu mánuðina, ekki aðeins þróuninni hér í Ev- rópu, heldur sérstaklega í Asíu, og hafa þá hliðsjón af afstöðu almennings í Bandaríkj- unum, sem er vel ljóst, hver viðhorfin eru í dag og munu verða á næstunni. Stórveldi heimsins hafa harizt fyrir frelsi og lýðræði, en framar öllu öðru hafa þau barizt fyrir friði. Skerist eitt stórveldanna úr leik við friðarsamningana, geta af því sprottið mikl- ir erfiðlcikar, sem jafnvel geta teflt heims- iriðinum í voða. Menn vona, að til frekari átaka þjóða á milli komi ekki fyrsta kastið, en ljóst er, að fyrir því er engin trygging, eins og sakir standa. Jóns Arasonar minning á Hólum í Ijaltadal. Fundur presta og Jkeiiifias*& Norðanlands. Laugardaginn 11. ágúst var að Hólum i Hjaltadal haldinn fundur jiresta og kennara norðanlands, og er það 4. fundur þeirra sam- takp. Fundurinn hófst kl. 9 árdegis með morgunbænum í dómkirkjunni og flutti þær sóknarpresturinn, síra Björn Björnsson. Sjálfur fundurinn var haldinn heima í skólan- um og sóttu hann um 30 kennarar og prestar úr Norð- lendingaf jórðungi. En auk þeirra sat fundinn Pétur Sig- urðsson ritstjóri i Reykjavik, sem er einn af frumkvöðlum þessara samtaka. Framsöguerindi fluttu þeir síra Óskar J. Þorláksson á Siglufirði: Kirkjan og fram- tíðin, og Snorri Sigfússon námstjóri, Akureyri: Eræðslu mál 1 Norðlendingafjórðungi. Urðu allmiklar umræður um hæði erindin og samþykktar ýmsar ályktanir. Taldi fund- urinn mikla nauðsyn á að auka krjstilegt starf með þjóðinni, gera störf kirkjunn- ar fjölbrcyttari og auka sam- starf presta og kennara að uppeldi æskulýðsins. Fundurinn var eindregið samþykkur því að fjölga beri heimavistarskólum í sveitum landsins og hafa þá svo stóra, að nægilegt verkefni sé þar fyrir tvo kennara, að aukin áherzla verði Iögð á móður- málskennslu í barnaskólum, trúfræðslu og siðgæði, að fræðslueftirlit verði aukið frá því, sem nú er. I fundarlok flutti Hannes J. Magnússon skólastjóri, Ak- ureyri, erindi, er hann kall- aði: Efnið og andinn. Fundinum lauk kl. 10 um kvöldið með guðsþjónustu- stund í dómkirkjunni. Síra Guðbrandur Björnsson próf- astur í Hofsós flutti bæn. A sunnudaginn þann 12. þ. m. var Jóns Arasonar minning í dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Síra Frið- rik J. Rafnar, vígslubiskup á Akureyri, messaði og síra Benjamín Kristjánsson flutti erindi uni hlutverk kirkjunn- ar. Kirkjukór Akureyrar söng við messuna og að loknu er- indi sr. Bcnjamíns. Jakðb Tryggvason lék á orgelið og stjórnaði söngnum. Komu kirkjugestir að víðsvegar lir héraðinu og var kirkjan full- skipuð. Athöfnin var öll með miklum hótíðablæ. Veður var hið fegursta. Þykir Skagfirð- ingum enn sem fyrr gott að koma að Hólum á slíkum dögum. Að lokinni messu hélt Hólanefnd fund. Vinnur hún að fjársöfnun til minnis- merkis Jóns Arasonar, sem reisa skal á 400. ártíð hans árið 1950. Siðan var haldinn fundur í Prestafélagi Hólastiftis. Er- indi flutti formaður félags- ins, síra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup. Síra Sigurbjörn Á. Gíslason var mættur sem gestur fundarins, og skýrði hann í'ró fregnum þéim, sem honum hafa borizt af liag norskra og danskra presta. Fundinum láuk með kvöld- bænum í dómkirkjunni, og að síðustu flutti vígslubiskup fundarmönnum kveðjur og árnaðaróskir. Ingibjörg Herdís Sigurðardótfir. F 2. júní 1920. D. 13. ág. 1945. Elsku vina. Nú ertu liorfin þegar lifið er sagt vera að hyrja. Aðeins 25 ára. En þó hafðir þú í þögn þinni borið sorgir heillar mannsæfi, missi foijpldra og systur og þín langvarandi veikindi. En þótt æfin væri stutt og sárin mörg áttir þú alltaf nógan skilning til að styrkja. vini þína í þeirra raunum. Þú hafðir ástæðu til að vera eigingjörn eftir þvi sem árin liðu, færandi þér sorgir, en i stað þess fór skilningur og umhyggja fyrir vinum þinum vaxandi. Og vegna þessa styrkleika þíns getum við vinir þínir haldið áfram að leita huggunar hjá þér þótt héðan sérlu horfin. Hver skilningur ó lífsins leið er ljós bl æfi enda. Mín sál í sinni dýpstu neyð mun sorgum þangað venda. Þ. Á. J. — •MtipSBBi Framh. af 1. síðu. gær 15 þúsund föngum við þá fangatölu, sem þegar var tekin. Eangatalan er nú komin upp í 250 þúsund. Á meðan hersveitir Rússa sækja fram og ljúka við að hcrnema Manclmriu og Sa- kalilin fara fram viðræður milli japanskra og rúss- neskra herforingja um al- gera uppgjöf allra herja Japana í Manchuriu, Koreu og Sakahíin. Singapore gefst upp. 1 Singapore hcfir verið til- kynnt að þangað sé kominn keisaralegur sendimaður með fyrirskipun frá keisar- anum um að hætta allri mót- spyrnu og senda fulltrúa til móts við handam^nn til þess að ræða uppgjöfina. Yfir- foringinn þar liefir tilkynnt að eftir þessu verði farið. Heimsókn í „Gamall skeggur“ sendir Htjómskálag-arðinn. mér þann pistil, sem hér •fer á eftir: „Mér varð reik- að suður.i HljómskálagarS á dögunum. Um leið og eg gekk framhjá skálanum, leit eg þar tvo menn á hekk, sem lieilsa mér glaðlega og bjóða 'iuér sæti. Annar maðurinn var garðvörðurinn, en hinn var blaðamaður, sem eg kannaðist við, og var liann að „pumpa“ Einar, eins og þeirra er vandi. Eg sezt aðeins örskamma hríð, kveð svo og fer og læt þá hafa næði. Það var yndis- leg „slemning“ yfir umhverfinu. Stafalogn var og fuglarnir gáruðu vatnsflötinn, um leið og þeir streymdu frá landi, en aðrir sváfu i sefinu og stungu nefinu undir væng. * Litlr En hvar var hólminn? Hann var í hólminn, kafi, svo ómerkilegur sem hann er. En í lians stað sá eg hilla undir þrjár endur, sem stóðu þar sem hólminn átti að vcra réttu lagi. Hólminn var nefnilega í kafi, svo að ekki sá í hann. Hann er ekki burðugri en þelta, þegar hátt er í tjörninni. Þetta kríli er enginn hæjarsómi. Þarna i syðri tjörninni ætti að gera hólma, sem gæfi ekki þeinl eftir, sem er i nyrðri tjarnarhlut'anum, svo að „fugla- fólkið“ ætti þar athvarf, þegar stormur er, svo að það þurfi ekki að standa i vatni með fæt- uma, þegar það langar til að fara i þurrt land til hvíldar. 4 * Garðurinn Fuglarnir munu fijótlega rækta fegraður. þetta nýja heimkynni sitt á sama hátt og hinn hólmann, sem er til niikillar prýði, þótt ekki sé hann stærri en hann er. — Nú er unnið að þvi af alúð að prýðá Hljómskálagarðinn með trjágróðri og blómabeð- um og er hann að varða með yndisleguslu stöð- um í bænum, sem almenningur á aðgang að, og aldrei fegri en nú, til heiðurs þeim, sem þar hafa lagt hönd að verki. En blessaðir, gleymum eigi fuglunum. Þeir eru til mikillar prýði og yndisauka þarna og þarf því- að búa vel að l þeim líka, þessum yndislegu verum, sem ætíð '. setja lífrænan svip á umhverfi sitt. * Vill fá Gaman væri að eiga von á að sjá svan svan. hér á tjörninni næsta sumar. Hér var hann áður heimavanur og hin mesta bæjarprýði. En vera má, að hann kynni illa hin- um hávaðasömu loftsvönum, sem gerðir eru af mannahöndum í nágrenni sínu.“ Bréf gamla skeggs er ekki lengra, en eg tek undir það* sem hann segir um hólmann í syðri tjörninni, að það ætti að stækka hann. Hann er ekki stærri en svo, að það kemst varla meira fyrir á honum i einu cn ein andafjölskylda. Það þarf sýnilega að bæta úr „húsnæðisleysinu“ þarna og það ætti ekki að vera mjög kostnaðarsamt. Og gaman væri lika að fá að sjá’svani aftur á tjörninni. * Bílastæðin. Fyrir nokkurum vikum tók eg eft- ir því, að byrjað var að hreinsa til á lóðum ríkissjóðs nyrzt við Lækjargötu. Fyrst voru loftvarnabyrgin rifin, síðan fóru girðing- arnar söhiú leið og þegar þvi var lokið, var byrjað að aka rauðamöl á grasbiettina og loks var ofaníburðurinn þjappaður og sléttaður, svo að þarna myndaðist „plan“, sem var næstum þvi eins og fjalagólf. Þarna áttu menn að skilja eftir bifreiðar sínar, til þess að daga ús^rönginni á götum miðbæjarins. * Lítill En þetta hefir- borið heldur lítipn árangur. árangur, því að aðsókn að bílastæðum þessum hefir verið harla litil og þröngin í miðbænum ekki minni, svo að séð verði. Þetta má ekki svona til ganga. Eg hefi séð standa þarna um tíu bíla, þegar mest hefir verið, en þó mundu komast þarna fyrir með hægu móti fjórum eða fimm sinnum fleiri bíl- ar. Þá mundi þegar rýmka mikið við t. d. Aust- urstræti, þar sem oft er bíll við bíl frá Lækjar- lorgi og vestur að Aðalstræti. * Skipulagning Eg- liefi heyrt, að innan skamms bílastæðanna. ínuni verða búið að skipuleggja bílaslæðin í miðbænum, afmarka staði fyrir bílana á grunni Iiótel íslands og einnig þarna við Lækjargötu. Mun þá verða farið að ganga ríkt eftir því, að bilum ^serði lagt þar, en ekki á þá staði, þar sem þeir geta vald- ið truflunum ogx'andræðum. Sér það hver mað- ur, að bærinn getur ekki varið fé og vinnu í að láta útbúa þessi stæði, ef þau eiga svo að standa ónotuð. Ættu menn þvi að fara að venja sig á að nota þau.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.