Vísir - 28.08.1945, Side 2

Vísir - 28.08.1945, Side 2
2 V 1 S I R Mánudaginn 27, ágúst 1945 Til sjós Bweö SincSra; 7H7M3*® jl. * • H © ^ Æíaiitijrs® byrjar a gmitiiiiislliim. ii. Miðvikud. 15. ág. ’45. 1 nótt svaf eg vært eins og saklaust sveitaljós. Það er nð segja, — eg vaknaði snöggvást til þess að dr.ekka unorgunkaffi'ð, seni mér var LoriS kl. 3, eSa. um leið og 'varðmönnunum í brúnni var íært kaffi. Það er „sport“ að ■drekka mórgunkaffi kluklc- an þrjú að morgni. En eg sofnaði strax afíur. Á þessu „heimili“ er morg- unverður fram borinn kl. 6. Þá var eg kominn í brækurn- íir og býsna hress, nema livað .gigtarskömmin iskrar i bak- inu á mér enn. Við erum 'Jvomnir í- Látraröstina og er x-eðrið svipað og Lgær. Þegar komið er fyrir bjargið er l)jartara í lofti, en sjórinn er úfnari heldur en i Breiðafirði og lítilsháttar Jvul af norðaustri. Og eftir því sem norðar dregur með fjörðunum glaðnar enn til svo að sólar nýtur og kulið æykst. Um ld. niu erum við Jvomnir á móts við Dýra- f jörð. Þá er komið glaða sól- skin og hér ætlar Jónmundur að kasta vörpunni á grunn- miðum ca. 10 mílur undan landi. Stórtækasta -veiðarfærið. Nú er þá lcomið að þvi anerkilega augnabliki, að eg fái í fvrsta sinn að sjá, hvem- ig það er notað, þetta merki- lega veiðarfæri, mikilvirkasta veiðitækið sem vér þekkjum og það tækið, sem reynzt hefir oss íslendingum liappa- sælla en nokkurt annað framleiðslutæki. Með botn- vörpunni hafa íslenzkir sjó- amenn nú í röskan aldarþriðj- ung mokað milljónum verð- mæta upp úr gullkistunum, sem auðugri eru hér með ströndum fram og gjöfulli, en noklcursstaðar annars- staðar í veröld vorri og á henni hefir svo smám sam- an byggzt tilvera okkar að miklu leyti. Fljótt á litið er botnvap- an ekki annað en gróft og óhrjálegt net og virðist -ekki vera liarla margbrotið. Eg sé nú samt, þegar verið er að kasta Jienni i fyrsta sinn, kl. hálf-tíu í morgun, að við þá athöfn eru hafðar ýmsar „kúnstir". Og eg sé það líka brátt, að um þýð- jngu þessara kúnsta, hverrar fvrir sig, þýðir mér ekkert að spyrja að svo stöddu. Mig langar til að gera mig ekki að meiri bjána í augum skip- verja, en brýn nauðsyn er til, fylgjast heldur sem bezt mcð því er gerist og reyna þannig að gera mér grein fyrir ])ví fyrirfram, hvað eg þarf helzt að spýrja um. Meðan verið er að gera vörpuna „klára“ og kasta henni, sé eg það, að hún muni vera samsett úr ýmsum pörtum, sem hver úm sig, mun hafa sitt á- kveðna hlutverk. Og eg vel nú þá leið, að byrja á því, að biðja skipstjórann að segja mér smámsaman hvað þessir partar heita og hver séu hlut- yerk þeirra. Iiann bregzt vel Varpan bundin undir borðstokinn. Hér sjást botnkúlurnar (The Bobbins). við og segir, að mér sé vel- komið að spyrja sig i þaula, — liinsvegar er það ásetning- ur minn, að fara mér að e»gu óðslega og reyna að stilla svo í hóf barnalegum spurning- um mínum, að eg geri livorki skipstjórann né aðra leiða á mér um skör fram. Varpan. í þetta sinn fæ eg svo að vita þetta um vörpuna: Yzt til beggja hliða eru „vængirnir“, á milli þeirra i „belgurinn" og aftur úr | honum, eða neðan í, „pok- inn“. Neðri teinn livors vængs er 56 fet, en belgsins 20 fet, en aftur frá opinu er belgur- inn 52 fet. Hann mjókkar aft- ur að pokanum, en sjálfur pokinn mun vera ca. 22 fet á lengd, og á ]>eirri hlið hans, sem dregst við botninn, eru þræddar húðirnar, sem eg drap á í gær og hlífa þær pok- anum, þegar hann er orðinn I þungur af fiski. Að þvermáli er pokinn ca. 10 fet efst en 18 fet að neðan. Allur efri I teinn vörpunnar, á milli i vængjaenda,. er 75 feta lang- ■ ur og í honum eru flotkúlur | úr alúminíum, á stærð við I lítinn fótknölt, með örlitlu millibih. Á neðri teininum, fyrir miðju eru aðrar kúlur úr járni, að ummáli — ja — eins og fullt tungl á þorran- um, eða klukkan hans Guð- na úrsmiðs í Austurstræti, — svo að eitthvað sé nefnt, sem allir kannast við. Ann- ars eru þær 21 þml. að þver- máli. Þræddar eru þær upp á vírstreng, en á milli hverra tveggja kúlna eru tveir járn- hólkar, ca. 30 cm. að lengd hver, og er þéssi kúlnastreng- ur þá til að sjá eins og eitt ferlegt talnaband, b0 feta langt og er fest á „neðri vörr‘, pokakjaftsins (20 fet) og halda henni við boln, en sin 20 fetin hvoru megin til hlið- anna, á neðri tein vængj- anna. Sá hluti livors vængs, sem þá er eftir, botnkúlulaus, út á vængenda, er nefndur „fljúgandi vængur', — sinn hvoru megin (efri og neðri). Efri vörputeinninn er nefnd- ur „höfuðlina“, en liinn neðri „fótlína“, og eru hvoru- tveggja vírar. Þegar vængj- unum sleppir er 20 feta bil og tekur þá við járnklafi, sem linurnar eru festar i, sín i hvorn arm. í hrygg klafa þessá er kengur og í hann , fest járnkúla, svipuð að stærð og botnkúlurnar. Ilinumeg- in í þessa kúlu er fest vir- streng, nokkra tugi feta að lengd og þeim streng aftur lest í „hlerann". Hlerarnir eru tveir, sinn við hvorn vörpuvæng og lcoma fyrst j upp, þegar höluð er inn varp- lan, að gálgunum, sem eru jfram við hvalbak og aftur i undir skut ,en í þá éru festir i dráttarvirarnir, sinn virinn í hvorn hlera. Gildum köðl- um er lcrækt, sínum í hvorn enda botnkúlna-strengsins jog liggja ]>eir upp í höfuð- jlínuna, um efra kjaftvik Ibelgsins. Liggja þeir lausir meðan togað er og er þá lcrækt í klafakúlurnar, sín- um endanum í hvora. En ])egar klafarnir koma upp að /gálgunum, eru þessir kaðlar 1 losaðir og við þeim tekið miðskips, undir brúnni, um leið og dráttarvír.arnir eru losaðir við hlerann. Hvernig vörpu er kastað. Vörpunni er þannig kast- að, að vindur eða sjór standa á skipshliðina skáhallt. Er krókum brugðið i enda botn- kúlna-strengsins og vörpunni j lyft upp fyrír borðstokkinn og henni siðan kastað útbyrð- is. Næst er hlerunum sleppt úr gálgunum, þegar búið er að festa i þá dráttarvírar.a. En svo liaganlega er þeim vírum komið fyrir i hlerun- um, að hlerarnir rista þann- ig í sjóinn, að þeir leita hvor frá öðrum, þegar farið er að log.a og glenna út vörþuvæng- ina, hvorn frá Öðrum. Járn- kúlurnar, — en sá útbúnað- ur nefnist „Bobbins“ eða „Ross-patent“, — halda neðri teini vörpunnar við bolninn, — og „ncðri vör“ belg-kjaftsins, — en alumin- iumkúlurnar halda „höfuð- línunni“ uppi í sjónum. Þeg- ar svo er farið að loga, með fullri ferð vélarinnar, slæð- isl allt sem kvikt er fyrir á milli vængja-endanna, inn með vængjunum og inn í belginn og að síðustu í pok- ann. Varpan dregin að. Þegar varpan er dregin að og karlarnir undir brúnni eru búnir að taka við belg- köðlunum hala þeir vörpuna á þeim að skipshliðinni. Þegar hún er komin að hhð- inni er krókum brugðið í „Ross-patentið“ til endanna og báðar vörpu-línurnar, með botnkúlum og flotkúl- um halaðar inn fyrir borð- stokkinn miðskips. Einir sex karlar skipa sér síð.an ])ar með borðstokknum og hala inn belginn með handafli fvrst, en síðan bregða þeir öðru hvoru utan um hann kaðli og hala inn á spilinu nokkuar fuðma í senn. Fislc- urinn sem i vörpunni er, þjappast i pokann meðan verið er að draga inn vörp- una og ef meiri er aflinn en rúmast i pokanum, þjappast hann saman aftast í bclgn- um, en um það bil, sem l'Iot- kúlurnar eru komnar að skipshliðinni fer að brjóta á pokanum, og allt í einu skýt_ ur honum svo upp á yfirborð sjávar, eins og flotbelg, og því af belgnum, sem fiskur er i. Framarlega á pokanum er vírgjörð, sein fest er við Bahii undir húðunum. Hún liggur laus utanum pokann á meðan togað er, en úr lienni liggur, fyrst vírspo.tti og síð- an kaðall, ofan á belgnum og í höfuðlrnuna. Er þeísi taug nefnd „stertur“. Nú er það hlutverk eins hásetans að tak.a inn þessa taug, þegar til liennar - næst og. innbyrða þangað til kemur að vírspott- anum. Á honum er kengur, sem blakkarkrók er krækt í og siðan hert að gjörðinni með spilinu. Dregst þá pok- jnn fram undir gálga og þar er liann halaður upp og inn fyrir borðstokkinn. Er bann þá til áð sjá eins og ein fer- leg pera í laginu. Neðan á þessari „peru‘ er gat, sem rykkt er saman með grönn- um kaðli og hnýtt fyrir af mikilli snilli, þannig að auð- velt er að leys.a með einu liandbragði. Hleypur nú til röskur maður, skýzt undir pokann, sem sjórinn rennur úr í stríðum straumum, nær í enda á hinum granna kaðli og kippir i snöggt. Er þá svo til ætlazt, að strax losni hnút- urinn og gatið opnist, en þá hrynur aflinn niður úr pok- anum. Sé nú enn fiskur eftir i belgnum, er pokanum þeg- ,ar fleygt út aftur, þegar búið er að binda fyrir. Er þá enn lialað inn meira af belgnuin miðskips, svo að aflinn ti*oð- ist i pókann, og aflur hert á gjörðinni og pokinn dreginn upp. Ef mikill er afli, verður að endurtaka þetta hvað eftir ann.að, og er þá sagt, að feng- ist hafi svo og svo margir pokar í „hali“. Þeir segja mér nú, hér í brúnni, að algengast sé að „hala“ i hálfa aðra klukku- stund, eða svo, í hvert sinn, þegar ekki er því meiri fisk- ur, og nú stendur til ,að svo sé gert þennan morgun. Meðan verið var að kasta vörpunni reyni eg af fremsta megni að fvlgjast með því sem gerist. En brátt skynja eg það, að margt muni fara fram hjá mér. En eg hugg.a mig við það að tími er til stefnu og að með góðri ástundun muni eg smámsaman geta lient reiður á þessu öllu. Eg fæ að vita, að við erum 10—12 mílur undan landi norðan Dýrafjarðar, á 35 faðma dýpi, og að gefnir liafa verið út 150 faðmar af vírunum. Þegar búið er að „hala“ í hálfa lclukkustund festist varpan og er rigfösl í nokkur augnablik. Skipstjóri skipar strax að „hífa“ þegar varpan er laus orðin. Þetta verður þá stutt „lial“, enda er veiðin i þessu fvrsta kasti, eftir því. Nöfn á afla. „Slöttungur!“ segir Jón- mundur og nú fæ eg fræðslu uin merkingu nokkurra orða, sem þeir nota um aflamagn- ið í livert sinri. „Skaufi“ er ó- merkilegasti aflinn, sem tal- inn er. Er þá harla litið í pokanum, en þó það mikið, að það þykir taka því að hirða það. „SIöttungur“ er hálffullur poki og þaðan af meira, allt þangað til pokinn er troðfullur, en „poki“ er ekki talinn aflinn, fyrr en liann er svo troðinn, sem verða má. Talið er að um ein smálest fiskjar muni vera i „poka“. Nú er afli talsvert meiri í vörpunni, en fara vill í pokann, þegar hert er á gjörðinni, en ekki svo mikill, að það þyki taka því, að hala upp í tvennu lagi. Er þá gjörðin ekki notuð, en lausri „stroffu“ brugðið um belg- inn fyrir ofan fisk-kökkinn, og allt lialað upp í henni. Þetta er nefnt „skiptipoki“. Er það slundum ærið ásjáleg kös, sem úr vörpunni kemur þá í einu á þilfarið. Þegar mikill fiskur er í belgnum, ,auk þess sem í pokanum er, er skipt, — varpan dregin aftur miðskips Þhvert sinn sem búið er að losa poka, hún dregin inn nokkuð í hvert sinn, svo að fiskurinn færist niður í pokann og síð- an strengt á vírgjörðinni þeg- ar hann er orðinn fullur og skiptir hún. » Óhapp. í þessu fyrsta „hali“ er aðeins „slöttungur“ eins og fyrr segir, af stútungsþorski, tvær körfur af kola og nokk- uð af steinbít. En það sem mest er um vert er það, að varpan kemur upp alveg ó- skemmd, — en búizt var við að liún hefði rifnað, þegar hún festist. Þetta er því allt í liimnalagi og vörpurini er kastað samstundis aftur. En eg varð fyrir óhappi í þessu „hali“. Eg hafði tekið ýmislegt smádót upp úr tösku minni og raðað á vinnuborð loftskeytamanns-. ins, eins og eg væri heima hjá mér, þar á meðal stórri glerkruklui, fullri af dýrind- is revktóbaki, því eg ætlaði mér að vingast við píprina Framh. á 6. síðu ‘ :.,Vra ! 11 *•' '' ' ........................>. é. Yörpustrengirnir, klafinn, kúlan og grunnvírinn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.