Vísir - 28.08.1945, Side 7
V I S I R
7
iÞriðjudaginn 28. ágúst 1945
„Ef það er um að ræða eld á þessum slóðum
sem er nógu stór til að hann sjáist frá skipinur
getur það aðeiiis verið um að ræða villimenn,
sem eru að pína fanga, sennilega einn af okkar
kynþætti.“
Eftir þetta liafði hann enga ánægju af því að
horfa á landslagið sem skipið sigldi framhjá
ekki hið silfurtæra vatn heldur. Scrstaldega
liafði liann enga ánægju af því að vera úti við
eftir að dimmt var orðið. í þess stað kúrði hann
sig inni í ldefa sínum, spilaði og talaði. Eitt
kvöld samt sem áður var hann á leið i svefnklefa
sinn og sá þá að sex eða sjö eldar brunnu á öðr-
um fljótshakkanum. Hann fylltist hryllingi og
reyndi að láta sem liann tæki ekki eftir þeim.
En rósemi hans var ekki lengi ótrufluð. óp og
óliljóð kváðu við frá neðra þilfarinu. Skipherr-
ann kom út úr klefa sínum, sá eldana og veif-
aði handleggjunum. öll skipshöfnin hrópaði og
Ttaoul sleppti sér. Það virtist sem þessir eldar
væru ekki af völdum villimannanna. Þeir voru
sennilega kveiktir af frönskum útvörðum sem
anerki til Kebec, um að sézt hefði til ferða
-Afríkusólarinnar.
„Á morgun komumst við á lei?arenda.“
Nóttin leið við fjörugar samræður og óværan
svefn. Dagurinn liófst svo með dummum drun-
um. Skotið var af fallbyssum til að lieilsa skip-
inu. Þegar morgunþokaii hvarf fyrir blænum
sá Raoul klettana þar sem Kebec liafði verið
reist, til liægri handar við þá. Hávaðinn óx stöð-
ugt eftir þvi sem nær kom aðalhöfninni. Fánar
blöktu við liún, klukkum var hringt, fólk æpli
og snerist um livað annað af gleði er skipið
.sneri í áltina að hafnargarðinum.
Það gall í flautum, menn þustu upp í skips-
reiðana og hægt og virðulega lagðist Afrikusól-
dn við festar. Fljótið var dýpra hér, skipið gat
lagzt fyrir akkeri um 20 fet frá ströndinni.
Raoul virti andlitin fyrir sér í hópnum eða eitt
og eitt. Að síðustu var líkast því sem hann bæri
yfir fjöldann og gæti litið niður til lians. Borð-
stokkurinn skýldi honum. Hann gat starað á
fjöldann án þess að vera séður. Og visSulega
:starði liann með fyllstu eftirtekt.
Það sem sérstaldega valcti eflirtekt hans var
hið hraustlega úllit fólksins. Hreystin skein af
hverju andliti. Þetta var um heitasta tima árs-
ins og sólin liafði gert alla dökkbrúna. Jafnvel
iiunnurnar, þvi það voru líka sex nunnur meðal
áhorfendanna, voru sólbrenndar í framan og á
liandleggjunum og 'sennilega á fótleggjunum
líka, 'en }>eir sáust nú ekki. Karlmennirnir voru
allir mjög hraustlegir og börnin, sem trítluðu
berfætt hér og þar innan um eldra fólkið, voru
svo vel útlítandi og mannvænleg,-að það var
hreinasla undrunarefni. Einn strákur sérstak-
lega var þariia fagurlimaður. Raoul virti liann
stundarkorn fyrir sér þangað til spark og gprsli
stráksins komu honuin sjálfum til að langa til
að stiga sinum eigin fótum á hina framandi
strönd. Hann fór því í slcyndi til frænda síns til
.að biðja liann uní landgönguleyfi.
Raoul fann frænda sinn í káetunni, þar sem
liann var að hafa fataskipti. Frændi lians var
að fara í sinn dýrmætasta einkennisbúning úr
mýksta silki, með gylltum leggingum. Hann
sléttaði vandvirknislega úr hárkollunni sinni og
bar ilmvatn i vasaklútinn sinn. Raoul brá í
brún. Hann var variur að sjá frænda sinn og
alla hina illa til fara um borð. Hann fór að
gefa sínum eigin klæðum gaum og skammaðist
sín fyrir útlit sitt. Hverskonar mannpersónu
liafði hann verið að sýna fólkinu uppi á hafnar-
garðinum? Hann roðnaði og flýtti sér að hafa
fataskipti.
Hálfri stundu síðar var de Bonaventure á leið
í land með Nantes liðsforingja og Raoul, en
Famoisy liðsforingi gætti skips og farms. Þeir
þremenningarnir litu glæsilega út. De Bona-
venture liafð girt sig belti greyptu gimsteinum,
sem gerði liann grennri í útliti. Hann leit út
eiijs og liann væri að koma beint úr heim-
sókn frá hans liátign konunginum. Raoul var
klæddur í grænan einkennisbúning úr flaueli,
með silkiskúfum og girtur litlu sverði. Nantes
liðsforingi var í búningi, er bar hermannlegri
svip. Hann var í dökkbláum einkennisbúningi
með rósrauðum leggingum, girlur breiðu stríðs-
belti méð skammbyssuhylkjum. Sérhver jieirra
bar höfuðfat sitt undir vinstri lieiidi og liélt á
hönzkunum í þeirri hægri. Fivamkoma jieirra
og útlit hefði verið rnjög höfðinglegt ef jieir
hefðu ekki verið dálítið valtir á fótunum vegna
sjóriðunnar. Þótt þeir reyndu að sýnast stöðugir
i gangi, slöguðu þeir fyrstu skrefin upp bryggj-
una, eins og þeir væru fullir.
Um lcið og þeir stigu á lahd, vék mannfjöld-
inn til hliðar svo að þeir kæmust leiðar sinnar.
Karlmennirnir hneigðu sig, konurnar beygðu
linén og börnin gláplu á þá með opinn munninn.
Aðstoðarmaður Landsstjórans de Pesselier heils-
aði jieim með ræðu og skömniu seinna voru
jieir allir á leiðinni upp frá höfninni — upp til
bústaðar landstjórans, de Frontenac greifa.
SJÖUNDl KAFLI.
Gangan upp eftir hæðinni var erfið. Raoul
fann að liann svitnaði af erfiði við að fylgja
frænda sínum og liinum tveim eftir. Farið var
upp krókóttar götur og þrönga stigu. Ivebec
var ekki einungis reist á kletti liún var klcttur
með húsum skagandi út úr hér og þar. Þegar
hann gætti betur að, tók liann eftir að mörg
húsanna voru úr tinibri en jafnframt voru mörg
þeirra úr hörðnuðum leir.
Þeir komust nú á tilkomumikinn stað, jiar
sem munkaklaustur voldugt og svipmikið liafði
verið reist. Raoul stanzaði til að kasta mæð-
inni. Ilann sneri sér við og leit niður yfir borg-
ina, jiar sem hún breiddi úr sér fyrir neðan
liann. Hann rendi augunum eftir silfurtæru
fljótinu, er þeir liöfðu siglt upp eftir. í mikilli
fjarlægð færðist eitlhvað liægt upp eft--r jjví —
eitthvað sem virtist hafa eldspítur fyrir aiöstur
og bréfsnifsi fyrir segl.
ÓþolinmóSur sjúklingur: „Mér leið svo illa læknir,
a‘S eg var búinn a8 margóska þess að eg væri
dairður."
Læknirinn: „Þá var rétt hjá yður að láta ná i
mig.“
Kameldýrið safnar fitu í hnúð þann, sem er á
baki þess, og notar hana sem varaforða. Ef Jjað er
svelt eða notað of mikið jiá eyðist hnúðurinn smám
saman, og bak jiess verður nærri slétt.
Hann: „Þú gerir ekkert annað en að tala, en
hlustar ekki á neitt, sem sagt ér.“
Hún: „Það er alls ekki rétt. Eg hefi heyrt hvert
einasta orð, sem eg hefi sagt.“
•%•
Meðalaldur manna í heiminum er hæstur i Nýja-
Sjálandi. Karlmenn verða að meðaltali 65 ára
gamlir og kvenfólk 68 ára.
•♦
Dómarinn: „Hver er staða yður?“
Vitnið: ,,'Búnaðarmálasérfræðingur“.
Dómarinn: „Hvað gerði faðir yðar“.
Vitnið: „Hann var óðalsbóndi“.
Dómarinn „En aíi yðar. Hvað gerði hann?“
Vitnið: „Hann var kotbóndi.“
Hinn mikli pýramídi i Egiptalandi var byggður
úr á að giska tveim og hálfri milljón kalksteina,
sem vógu að meðaltali tvær og hálfa smál. hver.
Hver einstakur Jiessara steina var dreginn á
byggingarstaðinn úr mikilli fjarlægð. Unnu þús-
undir manna við verkið, sem tók 20 ár.
•*
Hann Abraham klæðskeri lá fyrir dauðanum.
Öll fjölskyldan hafði safnazt saman við rúm hans,
þar sem búizt var við dauða hans á hverju augna-
bliki.
„Ertu héfna hjá mér, Sara, konan mín?“ sagði
hann veikum mætti.
„Já, eg er hérna hjá þér. elskan mín.“
„En er ísak hérna lika?“
„Já, pabbi minn, eg er hér.“
„En Jakob?“
„Já, eg er hér.“
„Og litla dóttir nrin hún Rut ?“
„Já, eg er hér lika.“
„Hvern fjandann meinið þið. Því er ekki einhver
að líta eftir búðinni?“ sagöi hann reiðilega og reis
upp við dogg í'rúminu.
AKvöiWöfcvm
Frá mönnum og merkum atburðum:
& leið til Heljar.
- 1
Frásögn aí réttarhöídum yfir frönskum
æítjarðarsvikurum.
EFTÍR GEORGE SLAFF.
Eg hafði ekki fundið til neinnar meðaumkunar
með þessum manni, því að liann liafði í hvívetna
verið boðinn og búinn til jiess að vera Þjóðverjum
til aðstoðar, nieðan Jieir höfðu allt i höndum sér,
og ekki var annað sjmna en að Jieir mundu sigra.
Nú var allt hreytt og föðurlandssvikarinn átti
enga vini, sem gátu orðið honum til bjargar, og
hann gat ekkert gert sjálfum sér til bjargar. Hann
hafði ekki liaft neitt samvizkubit af Jiví, þótt hann
svikist aftan að samlöndum sínum, sem unnu fyrir
land sitt og frelsi þess. Þeir voru orðnir margir,
sem fyrir hans tilverknað voru leiddir fyrir þýzkan
herrétt, kannske skotnir, eða Jiá sendir í þrælkunar-
vinnu til Þýzkalands. Hann hafði látið taka ljósmynd
af sér í jiýzkum einkennisbúningi og á myndiani
var hann hreykinn á svip. Hann liafði ráðið njósn-
ara til þess að ganga í félög skæruliða, til þess eins
að safna upplýsingum fyrir Þjóðvcrja um liverjir
væru í þeim. N11 hafði varmenni þetta komizt að
raun um, að í styrjöld geta svikarar elcki beðið nema
ein og sömu örlög.
Nei, þegar eg hafði litið í fangastúkuna nokkrum
sinnum, gat eg ekki varizt því, að veita athygli
ungum pilti, Petit-Guyot.
„Hubert Petit-Guyot, 18 ans, cordonnier“.
Svona var honum lýst í upphafi kærunnar gegn
honum, Átján ára gámall, skósmíðalærlingur. Hann
var stór og Jirekinn, en eftir andlitssvipnum að
dæma virtist hann ekki þroskaðri en piltar eru á
15—16 ára aldri.
Hvernig stóð á jjví, að dauðinn beið hans. Hann
virtist ekki botna neitt í . jjví sjáifur.
Hanri sat yzt í fremstu röð fanganna í stúkunni.
Hann virtist furða sig á öllu. Við og við togaði
hann í neðri vör sér með jjumal- og vísifingri liægri
liandar. Stundum lagði hann hcndurnar á handriðið
l'yrir fraamn Iiann.
Einu sinni — aðeins einu sinni '— í stuttu hléi,
sá eg bregða fyrir á vörum hans einhverju, sem
líktist brosi, og liann kinkaði kolli feimnislega til
einhvers meðal áheyrenda. En tíðast sat liann þarna
eins og hann væri að reyna að ráða Jjá gátu, hvern-
ig á Jjví gæti staðið, að hann skyldi láta lífið fyrir
það, sem hann hafði gert. Og hann gat ekki komizt
að neinni niðurstöðu um Jjað.
Hann rétti úr sér við og við, og það var eins og
leðurjakkinn mundi springa utan af Jjessum Jjrekna
pilti. Var það ekki eitthvað, einhverjar viðjar, sem
sál hans var í, sem hann vildi sprengja utan af
henni, en var þess ekki megnugur.
Hann var næstum barnalegur á svip og steinhissa,
þegar háðsyrði gullu við og fussað var og sveiað
meðal áheyrenda, er hann neitaði því, að liann væri
sekur. Og það var sannarlega fálm eitt, er hann yar
að reyna að útskýra, að hann væri ekki sekur um
að liafa veitt aðstoð sína til Jiess að taka höndum
soii Mme. Brecard.
Það var honum allt um megn. Því að fyrir aug-
um hans blasti alltaf við ógnarsjónin: Dauðinn reiðu-
búinn til að taka á móti honum.
Og Jjað var öðru vísi ástatt fyrir honum en Com-
bier, sem hafði notið lífsins lengi, en Jjegar farið
er að halla undan fæti á ævigöngunni, livernig sem
hún hefir verið, eiga menn vissulega hægra með að
sætta sig við örlög sín. Og ekki gat liann — eða
neinn annar •— sætt sig við örlög sín með Jjví að
hugsa um það eitt, að svona gengi Jietta í styrjöld,
þar væri ekki nema um áhættu að ræða, líf eða
dauða, og taka yrði Jjví, sem að liöndum bæri.
Hann var ungur, ómenntaður, lítt gefinn. Það var
ekkert, sem hann liafði haft í návist sinni. Þjað var
ekkert í honum sjálfum, ekkert, sem lianri hafði
tileinkað sér, sem gat orðið honum til lijálpar til
þess að sætta sig við Jjessi grimmilegu örlög, sem
yfir honum vofðu.
Það er erfitt fyrir mig að útskýra — jafnvel fyrir
sjálfum mér, hvað Jjá öðrum —, livers vegna eg