Vísir - 29.08.1945, Síða 2

Vísir - 29.08.1945, Síða 2
2 V I S I R Miðvikudaffinn 29. ágúst 1945> •lÓBlUS €mU ðiBB BMBB bIsSBPBÍ Z sem ist á Potsdamráðstefnunni I. Poísdamráðstefnunni lauk ncttina milli 1. og 2. ágúst s. I., þessari langþráðu ráð- stefnu, sem átti að tryggja varanlegan frið um alla ei- Iífð milli hinna þriggja stór- velda — Bretlands, Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, — og skapa smáþjóðunum frelsi og lýðræði. Þessi ráðstefna á eftir að verða mjög fræg, en Iiún verður það ekki nærri slrax, og það stendur þannig á þvi, að ekki má ennþá segja frá því sem þar gerðist og mestu jnáli slciptir En fyrir eitt er ])ún þó orðin fræg nú þegar og það er fyrir það, að hafa gefið út lengstu álitsgerð eða yfirlýsingu sem enn héfir verið út gefin af fundum liinna „þriggja stóru“, og þó alveg sérstaklega fyrir það, að í þessari nýju, 6000 orða ]öngu tilkynningu skyldi ekki felast eitt'einasta nýtt atriði, sem nokkuru máli skipti fyr- jr friðinn i heiminum, fram- tíð mannkynsins eða fra)n- tíðarsamstarf hinna þriggja stórvelda. Sá, sem les með at- hygli hina löngu yfirlýsingu sér að þar er ekkert nýlt, og ekkert, seni verulega skiptir máli, og ekki hefði verið ])ægðarleikur að ákveða án ■þessarar ráðstefnu „hinna þriggja stóru“. En þrátt fyr- jr þetta jiarf þessi ráðstefna' ekki að liafa verið neitt ó- merkur atburður og mun eg skrifa um það nánar i ann- ari grein hráðlega hér í „Vísi“. II. ViS vitum samt nú þegar, að tvær mjög þýðingarmikl- ar ákvarðanir voru teknar t Potsdam þótl hvorugrar sé getið i hinni 6000 orða löngu yfirlýsingu. Þessar ákvarð- anir vorur að Bretar og Bandaríkjamenn mundu op- inbera heiminum, að kjarn- orku-sprengjan væri nú full-' húin og mundi verða „reynd“ á japönskum borg- um, og hitt, 'að Rússar til- kýnntu Bandaríkjunum og Bretum að þeir mundu nú „efna gefið loforð“ og ráðast inn í Mansjúriu til þess að „frelsa“ liana bæði undan Japönum og Chang-Kai- Shek. Eins og menn sjá á þessu er það svo í reyndinni, að þess merkilegasta, sem gerist á slíkum fundum sem Poísdamráðstefnunni, er alls ckki getið í hinum opinberu tilkynningum. Það setn enn ákveðnara béndir til þess að Potsdam ráðstefnan liafi verið hin merkilegasta er ferðalag Trumans Bandaríkjaforseta. Hann hafði tilkynnt áður en ráðstefnaan hýrjaði, að hann ætlaði að koma til Noregs, Danmerkur, Hollands,Frakk- lands og jafnvel í opinbera lieimsókn tilBretlands að ráð- stefnunni lokinni, en náttúr- lega því aðeins að „allt gengi vel“. En Pandaríkjaforseti ])ætti við heimsóknirnar, llraðaði scr héim og lét henda kjarnorkusprengjunni lafar- laust á Japan áður en Rússar kæmu í striðið. Eini maðúr- inn sem hann talaði við á leiðinni heim, var Bretakon- ungur. Svona atburðir eru það, sem tala sínu máli þrátt fyrir allar þessar fögru, lang- orðu yfirlýsingar um „sam- komulag11, „vináltu“, „ein- ingu“ o. s. frv., o. s; frv. Mað- ur man ennþá eftir þessari „göfugu“ yfirlýsingu: „Fullt samkomulag hefir náðst milli þýzku stjórnarinnar og sovi- etstjórnarinnar um það hvernig Póllandi skuli skipt og telji þær eftir þetta enga ástæðu til að stríðinu sé hald- ið áfram. Muni Þýzkaland og Soviet-Rússland, ásamt öðr- um vinveittum ríkjum, gera sameiginlega tilraun til þess að binda enda á slríðið, og ef það ekki tækist, sé þar með sannað að England og Frakk- land beri ein ábyrgðina á því.“ Undirskriftin var á sín- um tima Hitler og Stalin eða umboðsmenn þeirra. Allir vita nú hversu haldgóð hún varð þessi vináttuyfirlýsing og svipuð hefir raunin orðið á úm fleiri. Þeir, se))i því vilja reyna að fylgjast með því, sem raunverulega hefir gerzt á þessum þýðingar- miklu „stefnumótum" verða að reyna að ráða það af lik- um þegar nokkuð líður frá og atburðirnir fara að sýna hvert stefnir. III. En það er nú að koma bet- ur og betur í ljós, að eitt mjög þýðingarmikið atriði hefir bersýnilega gleymzt með öllu á hinni frægu Pots- dam ráðstefnu og sú gleymska gæti haft hinar al- varlegustu afleiðingar fyrir allt mannkyn. Það hefir sem sé gleymzt alveg gersamlega að koma sér saman um það hvað sé lýðræði (demokrati). Allir hinir „þrir stóru“ eru yfirlýstir „lýðræðissinnar“. Allir vilja þeir „efla lýðræð- ið“ og „stofna lýðræðisríki“ á rústum nazismans, ekki vantar það, en þeim kemur augljóslega saml ekki saman um livað sé lýðræði. Á þessu flöskuðu þeir hroðalega Churchill og Roosevelt á Krímráðstefnunni, því þeir komust báðir að þeirri niður- slöðu eftir þá ráðstefnu, að Slalín meinti allt annað með lýðræði en þeir. Hann átti við „rússneskt lýðræði11," sein Þjóðviljinn hér kallar „hið fullkomna lýðræði sósíal- ismans“, en 'þeir Churchill og Roosevelt áttu við hið vestræna, borgaralega lýð- ræðið, en þeir vöruðu sig ekki á því, að slikt lýðræði heitir óvart á máli Stalins bónda , nuðvaldssinnað einræði“ (Capitalist dictalorship). En J)eir „tveir stóru“, seni komu í stað Churchills og Roosevelts á Potsdamráð- stefnuna, Truman og Attlee hrasa greinilega um sama steininn. I stað þess að fá úr þvi skorið hvað Slalin eigi við með lýðræði liald.i þeir áfram að nota orð með tvennskonar merkingu i hin- um sameiginlegu yfirlý&ing- um sínum. Manni sýnist nú að margl megi fyrirgefa ýmsum smærrj spámönnuni og blaðainönnum i hugsana- ruglingi Jægar hinir „Jirír stóru“ gera sig seka um slikt. . Bevin, hinn skeleggí' for- ýstum.aður brezka verkálýðs- ins og núverandi utanríkis- ráðlierra brezka heimsveld- isins, lætur nú svo um mælt, að „svo virðist sem í Búlg- aríu, Rúmeníu og Ungverja- landi liafi ein tegund einræð- is komið í stað annarrar“. Og utanrikisráðherra Banda- rikjanna er á sama máli. Hann segir að Bandaríkin „semji hvorki frið“ við Búlg'- aríu né „taki upp stjórnmála- samband" við hana meðan slíkt einræðisfyrirkomulag er Jiar og nú rikir, en Rússar eru harðánægðir með „lýð- ræðið“ í Búlgaríu og hafa tekið upp stjórnmálasam- band við landið án þess að semja frið við það formlega. Þeir hafa meira að segja lát- ið einn af aðalmönnum sin- um — Dimitrof — „afsala scr borgararéttindum sínum í Sovétríkjunum til þess að gela gerzl þegn“ í hinni nýju Búlgaríu og orðið þar „í kjöri“ við þingkosningarnar. Er ljóst af Jiessu að ekki er miklum vandkvæðum bund- ið fyrir árifamenn í Sovét- rikjunum að fá borgararétt- indi í Búlgaríu. é IV. Og það er eins og banda- menn furði sig á Jiessu fyrir- ’brigði, „að nýtt einræði hafi komið i stað Jiess sem fyrir var.“ Vissu þeir Jiá ekki hvað þeir voru að gera þegar þeir seldu Rússum í hendur Balk- anlöndin? Það má vel vera að Churchill hafi ekki vitað það, að einræði væri i Rúss- landi eða vinskapur hans við Stalin hafi blindað hann, en liitt er alveg áreiðanlegt, að bæði Ernest Bevin og Herberl Morrison hafa vitað að svo var. Þeir eru ekki nú fyrst að komast i kynni við lygakerfi kommúnistanna, sem hnupla öllum hugtökum og hug- myndum, sem sósialdemó- kratar eru búnir að .vinna vinsældir meðal almennings og rangsnúa Jieim siðan eins og bezt hentar.einræðisstefnu Rússa á hverjum tíma og i hverju landi. Bevin og Morri- son vissu vel, að konnnúnist- arnir rússnesku eru engu minni einræðissinnar en Hitler sálugi og lians fólk var. Þeir vissu að ekkert lýðræði er til í Rússlandi og rúss- neskum lepþríkium. Þeir vissu líka að kommúnistar falsa öll liugtök og rangsnúa Jieim þar til þau eru verri en einskisvirði. Þannig er nú komið með „lýðræðið“, að hver sæmilega skynugur maður hlýtur að fara að líla á það sem spaugsyrði, ef með því er ált við rússneska kúg- unarskipulagið, sem enga flokka leyfir eða viðurkenn- ir nema kommúnista, en beitir einstaklingana heima fyrir skoðanakúgun og allar þær Jjjóðir kúgun og harð- stjórn, sem eru svo óliam- ingjusamar að búa í nánd við J)að, s. s. Búlgaríu nú og önn- ur Balkanlönd. Orðin „sósíal- ismi“ og „sósialisti“ eru á sömu leið. Rússneska kúgun- ar-hagkerfið er kallað „sósí- alismi“, og svokallaðir ungir hagfræðingar hérlendir blekkja Jijóðina með því að halda slíku að henni í „lærð- um“, ritgerðum. í raun og veru er ekkert jafn fjarlægt sósíalisma en rússneski rík- isrekslurinn sein að Verulegu leyti byggist á ánauðugu fólki líkt og lénsskipulag miðaldanna. Það er aðeins meira „búmannsvit“ í Jjví að fóðra þrælana belur og fata J)á skár og veita þeim meiri hvíld, svo Jieir endist lengur, sem nú kemur fram í rúss- neska hagskipulaginu, en koni fram hjá þrælahöldur- um bændaánauðarinnar fyrr meir. Sósíalismi er J)að ekki frekar en national- sósíalismi Hitlers sáluga var sósíalismi. Orðið „sósíalisti“ er blátt áfram að verða skammaryrði síðan komm- únistar slálu því og fóru að flagga með því baéði liér heima og erlendis. Að komm- únistar séu sósíalistar er al- gerlega rangt því sósíalistar stefna og liafa stefnt að auknu frelsi almennings á öllum sviðum, en kommún- istar stefna að aukinni kúgun sama almennings á öllum sviðum. Nú er kominn til valda i brezka heimsveldinu stjórn sósíalista — sósíal-demokrata — nianna sem raunverulegá eru sósialistar og niunu starfa samkvæmt því. Þess mun ekki langt að bíða að þeir menn verði svívirlir af kommúnistum og taldir „fas- istar“ og „auðvaldsþý", á sama tíma sem „rauðu fas- istTinum“, sem Churchill svo nefndi, eða þessari „nýju ein- ræðislegund" sem Bevin talar um verður liossað liér í „Þjóðviljanum“ sem „frelsis- her“ og „endurlausnurum“ eins og gert hefir verið að undanförnu með glæpaflokka þá, sem sumstaðar — s.s. i Danmörku — hafa vaðið uppi eftir fall Þjóðverja. Það mætti segja fnér það, að það yrði jafn erfitt „utan- ríkismál“ milli Rússa og Rreta áður en lýkur að fá úr J)ví skorið livað sé „sósíal- ismi“ eins og það reynist nú að fá nokkurn botn i J)að Iivað sé „lýðræði“. Rússar munu halda því fram að kommúnisminn sé liinn eini „fullkomni sósíalismi" eins og þeir lialda því nú fram að konimúnistaeinræðið í Rúss- landi sé „hið eina sánna lýð- ræði“. V. Ilvað finnst. niönnum nú annars um annað eins og þetta, að J)að skuli gela kom- ið fyrir á sameiginlegum fundi J)riggja ráðamestu manna i heiminum — og það fuml eftir fund — að gefnar séu út sameiginlegar yfir- lýsingar, sem blekkja íbúa jarðarinnar, byggöar á al- gjörlega andstæðum skiln- ingi á grundvallarhugtaki yfirlýsingarinnar? Á þessum yfirlýsingum stórveldanna byggja svo smá- þjóðirnar von sína um frelsi sem svo reynist ekki annað en hrein blekking. Öllum Balk- anríkjunum hefir vcrið lofað „frelsi“ og „lýðræði“. Nú fá þau „rússnéskt frelsi“ og „rússneskt lýðræði“. Fama verður sagan með Pólland. Og Rússunum er alveg sama um „viðurkenningu“ Bret- lands og Bandarikjanná á þessum ríkjum. Þegar þau einu sinni hafa verið hnept í þjóðafangelsið rússneska eiga þau aldrei aflurkvæmt þaðan fyr en fangelsismúr- arnir verða sprengdir. Balt- isku löndin, Estland, Lett- Iánd og Lithauen, eru öll horí'in inn fyrir fangelsis- múrana án þess Bretland og Bandarikin liafi „samþykkt“ hvarf J)eirra. Það sem þvi fram fcr nú i Evrópu er í mínum augum bæði grátlegt og hlægilegt. Það er eins og hin miklu vest- rænu stórveldi, Brelland og Bandaríkin, séu nú fyrst að álta sig á J)vi, að l)au hafa verið á loddarasamkundu J)ar sem leikið hefir verið á þau livað eftir annað. Hver maður sem af raunsæi litur á málefni Evrópu nú, hlýtur að sjá að hin miklu vestræiíu slórveldi liafa afhent livorki meira né minna en 10 J)jóð- lönd (Éstland, Lettland, Lit- 1 íáen, Pólland, T ékkóslóvakiu,, Rúmeníu, Búlgaríu, Ung- vcrjaland, Júgóslaviu og Al- baniu) undir hið rússneska „lýðræðisskipulag“, sem J)au eru nú. fyrst að ,,uppgötva“' að er aðeins „ný tegund af einræði“. Þetta er stærri „fasteignasala“ en dæmi eru til áður í veraldarsögunni.. Er það ekki meira en grát- legt að þetta skuli vera á- vöxturinn af stórkostlegasta sigri, sem hin vestrænu Iýð- ræðisríki hafa nokkru sinni unnið? í stað frelsis og mann— réttinda, lýðræðis og lýð-- stjórnar kemur „nýtt ein- ræði“ — en „í Rússlandi fagna menn afrekum Pots- damráðstefnunnar," segir Þjóðviljinn. J. G. Hið nýja Cream Deodorant stöðvar svita tryggilega I • Saerlr ekki hörundið. Skemmir ekkl kjóla eða karlmannaskyrtur. 2. Kemur I veg fyrir svitalykt og er skaðlaust. 3. Hreint, hvltt, sótthreinsandi krcm, sem biettar ekkl. 4. Þornar þcgar i stað. Má notast þegar eftir rakstur. 5. Hefir fenglð vlðurkenningu frá ran n sók n a r stof n u n amcrískra þvotcahúsa. Skemmir ekkl fatnað. Notið Arrld reglulega. Beztu óritt frá BARTELS, Veljusundi. Sími 6419.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.