Vísir - 08.09.1945, Síða 4

Vísir - 08.09.1945, Síða 4
4 V I S I R Laugardaginn 8, s~6þ@M>e? í'Mú VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIK H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Yerð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Pólitískir mannasióir Því hefir oft verið lialdið fram að pólitískir mannasiðir væru ckki á háu stigi hér á landi. Þótt ckki sé hægt að neita að svo Iicfir oft verið fyrr og síðar þegar öldurnar hafa risið hátt, þá er langt frá því að allir cigi hér óskilið mál. Þegar samvinna tókst með núverandi stjórn- arflokkum, gcklc almenningur að því sem vísu, að þcir mundu lcggja niður deilur innhyrðis meðan samvinnan entist, því að öðrum kosti var hætt við að slitna mundi fljótt upp úr vinskapnum. En þetta liefir farið nokkuð á annan veg, og um nokkurn tíma hefir verið all-fátt með Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu, að eklci sé meira sagt. Milli Morgunbla'ðsins og kommúnistablaðsins ríkir hinsvegar skiln- ingur og eindrægni á yfirþorðinu. En síðustu dagana hefir almenningur með undrun fylgst með vopnaviðskiptum sem mun vera einstök í sinni röð milli tveggja flokka er samvinnu hafa um ríkisstjórn og verður ekki annað skilið en að kommúnistar séu að reyna þolrifin í stjórnarsamvinnunni. Ef sam- vinnan þolir j)á pólitísku mannasiði er sýndir hafa verið undanfarna daga, og sérstaklega i gær í Þjóðviljanum, þá verður ekki séð, að ti) séu þær svívirðingar sem Alþýðuflokkur- inn getur ekki kyngt svo lengi scm hinir flokkarnir þola hann í stjórninni. I gær í Þjóðviljanum, er ráðist á formann Alþýðuflokksins með svo óvenjulegri fúl- mennsku að fátítt er hér á Iandi að sjá slikar ærumciðingar á prenti. Er honum lýst sem afbrotamanni og hraskara, sem veltir sér í ósómanum og ætti aldrei framar að sjást á opinbcrum vettvangi. Heimtar blaðið að um- boð hans í samninganefndinni við Dani,,verði afturkallað og „heiðárlegur“ maður seftur í hans stað. — Áður liafði blaðið lieimtað að hann yrði dæmdur samkvæmt ákvcðinni grein hegningarlaganna. Eftir slíka fúlmennsku árás, sem fer langt fram úr öllu sem hér liefir lengi sézt á póli- tískum vettvangi, cr ekki ólíklegt að draga kunni til einhverra tíðinda í hvíta húsinu við Lækjartorg. IVfunu fáir gcta skilið að Alþýðu- ilokkurinn þoli lengur slíkar ærumeiðingar nm formann sinn af hendi samstarfsflokks í xíkisstjórn, nema liann hafi lmgsað sér að kasta formanninum fyrir horð og lcggja sig a þann hátt flatan fyrir dólgshætti kommún- ista. Að flestra dómi hefir hann ekki nema um tvær leiðir að velja, að láta kommúnista éta ofan i sig svívirðingarnar eða slíta sam- vinnunni við þá. Geri hann hvorugt, er crfitt að sjá hvað ckki má hjóða honum. Dómsmálaráðherra Alþýðuflokksins fer heldur ekki varhluta af því scm fram er borið i Þjóðviljanum. Ber blaðið honum á brýn að hann standi á bak við „eina hina svívirði- legustu rógsherferð scm hafin hefir verið gegn ríkisstofnun og eina hina lævísustu til- raun, sem gerð hefir verið til að spilla stjórn- arstarfinu“. Eftir þcssu að dæma eru háðir aðiljar að reyna að finna leið til að „spilla stjórnarstarfinu“ og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur. Bilanii á Ljésa- foss-stöðinni í 6IV2 klst. Samkvæmt skýrslu, sem Vísi hefir borizt, um truflan- ir og' bilanir á aflstöðinni við Ljósafoss frá því hún tók til starfa og- þar til 31. marz í fyrra, hefir alls orðið 19 sinn- um truflun eða bilun árekstri stöðvarinnar. Átta þessara truflana hafa valdið rekstursstöðvun á Ljósafossi, sex þeirra hafa valdið stöðvun á orkuflutn- ingi til kerfisins, en í tvö skipti hefir Elliðaárstöðin gctyð hjargað því, að til stöðvunar á orkuflutningi kæmi. Truflanir og' stöðvanir á rekstri aflstöðvarinnar við Ljósal'oss nemur samtals á þessu tímabili G1V2 klukku- stund, cn stöðvun á orku- flutningi til kerfisins 42j4 klukkustund. Lcngst hafa bilanirnar í fyrra varað, því þá stöðvað- ist orkuflutningurinn frá Ljósafoss-stöðinni samtals í 36 klukkustundir í einni ein- ustu bilun. Flcstar truflanirnar .stafu af krapa,*og eru það jaln- framt hættuíegustu truflau- irnar fyrir rekstur Ljósafoss- LstöðvarimTar. Krapatruflan- irnar verða þegar hit- inn í vatninu nálgast 0° C. Allar truflanirnar hafa orðið á tímabilinu janúár til apríl, í mismunandi líiikJu frosti, frá —1° C. til ca. 13° C., en allar í heiðskíru eða léttskýjuðu veðri og hvassviðri. Svo sem kunnugt er hyrj- ar krapmyndunin við vatns- hakka og hotn lónsins (Clf- ljótsvatns), og í'lýtur það J)að undan straumi og sezt á ristarnar fyrir inntaksopum þrýstivatnspípanna. Á mjög skammri stund sezt svo mik- ið krap í þær, að þær hindra aðrennsli að túrbínununr til muna og gera það jafnframt ókleift, að hægt sé að ná J)eim upp úr vatninu, nema að vélarnar scu stöðvaðar. Stúden ia- fjnrðinwwn nejfifa ejefin hústgötjn. Síðan Nýi Stúdentagarður- inn var reistur, hefir setu- stofa Garðsins verið lítið notuð vegna húsgagualeysis. Yar Garðsstjórn það ljóst, að það myndi kosta mikið fé að gera stofuna visllega og erf- itt á ófriðartímum að láta gera húsgögn, sem gætú ver- ið lil framhúðar. Garðsstjórn snéri sér þvi áíðastliðinn vetur til ólafs Johnson, stórkaupmanns í New York, og bað liann að- stoðar. Reyndist J)að ýmsum erfiðleikum bundið að útvega húsgögnin, en þó tókst að leysa málið vegna áliuga og dugnaðár ólafs Johnson. Siðari liluta vetrar voru hús- gögnin flutt lieim, slólar, borð og bekkir, og reyndist svo, að ekki varð á belra kos- ið að fegurð og styrkleika. Þau skilaboð fylgdu, að þeim hjónuin, frú Gúðrúnu og ól- afi .Tohnson, væri það ánægja að afhenda húsgögnin sem gjöf til Stúdcntagarðsins. Þetta er cin liin J)arfastá og höfðinglegasta gjöf, sem Nýja Stúdentgarðinum hef- ir borizt, og biður Garðs- stjórn, fyrir hönd stúdenta, blöð og útvarp að flytja þeim hjónum og Eimskipafélag- inu, sem flutti húsgögnin ókeypis heim, innilegustu þakkir. (Frá stjórn stúdenta- garðanna). Frá Itauða Kross íslands. Fregnir hafa nú borizt frá Lúð- víg Giiðinumlssynij, jskólastjóra, seni fór utan í sumar á v.gum ftauða Krotíinsi til þcss að royna að liafa upp á og aösc ða fslcnd- inga, er kynnu að ve'.a hjálp.ar- þurfi á ine 'inlandi árfunnar. Ilcf- ir Lúðvíg þegar lok'í ferð sinni um Vestur- og Nr.r'ur hý/kalniic! og senl i’.í ig.að upjilýsihgar iiiti 26 íslenak i einstaklinga og ljól- skyldur, er dvöldust á þessu svæði. Mefir liann aðsioðað smnt af þesu fólki á 'ymsiui nátt. Er skeyti barst, var Lúðvig sladdur í Kaupmannahöfn. Var hann þá á förum þaðan (il V'n narborgar, í því skyni, að ná sambandi við Þá íslendingá, er þar hafa dvalist undanfarin ár. Leiðrétling. Því miðúr hafa nokkrar villur slæðzt inn í grein mína um síra Friðrik Friðriksson, sem birtist í Vísi föstudaginn 31. ágúst. — í fyrsta dálki, 0. iínu áð ofan, stendur „Rangens Have“, en á að vera: Ivongens Haye. í þriðja dáiki, 25. línu að ofan stendur „ymast ailtaf", en á að vera: opn- ast alltaf. í fýrstu linu síðustu vísunnar stendur „Æfikvöldið auðnu þér veiti“, en á að vera: Æfikvöld þér auðnu veiti. ólafur Gunnarsson. Væntanleg stér- hýsi í hænnm. Á fundi bygintjarnef'ndar Reykjamkurbæjar 30. ág. nt.l. uoru m. a. teknar jyrir bygy- ingaumsóknir nokkurra fyr- irtækja hér í bænum og skal \ hér getið þeirra helzta. Fiskimálanefnd liefir sótt um leyfi til þess að byggja hraðfrysti- og verksmiðjuhús úr járnbentri steinsteypu á lóð, sem nefndinni hefir ver- ið úthlutað við Grandaveg.. Stærð byggingarinnar verður 1863 fermfetrar. Byggingar- nefnd ákvað að verða við Jiessari beiðni. Aftnr á móti frestaði nefnd- in að taka ákvörðun um beiðni Blindraféíágs Islands um að mega hyggja við hús sitt, Grundarstíg 11, og gera útlitsbreytingar á gamla hús- inu. — Einnig var frestað að taka ákvörðun um heiðni Prentsniiðjunnar Hólar h.f. um að mega hvggja fjórlyfl jirentsmiðju- og skrifstofu- hús úr síeinsteypu á lóðinni nr. 27 við Þingholtsstræti. Stærð þessa húss cr fyrir- huguð 451 fcrm. Breiðfirðingafélaginu var synjað um að byggja bráða- birgða viðbyggingu úr stcin- steypu og að hækka og gera fyrirkomulagsbreytingu á húsinii nr. 6h við Skóla- vörðústíg. Samþykkt var umsókn l>æj arverkfræðings um að gera fyrirkomuiagsbreyt- ingai á Stýrimannaskólan- um við öldugötu. Bandaríkjamenn munu hafa 28.000 manna her á ít- alíu eftir lok þessa árs. Vatn og ÞaS er eitt, sein hefir þjáð þenna vatnsleysi. bæ á undanförnum árum meira en flest annað — vatnsleysið. Að visu hefir ekki allur bærinn verið vatnslaus, en stór hverfi í honum hafa verið vatnslaus marg- ar klukkustundir á dag, jafnvel hálfan sóiar- liringinn og þá einmitt á þeiin tíma, þegar mest ey þörfin fyrir vatnið, ýmist lil heimilisnota eða iðnaðar. En nú er vonandi að fari að ræt- ast úr þessu, þvi að bærinn fer að gera öfl- ngar ráðstafanir til þess að auka rennsli á bæði heitu og köldu vatni lil bæjarins. * Frá 10 Um daginn hringdi til min húsfreyja til 10. sem býr í vesturbænum. Hún skýrði mér frá því, að vatnið fari oft um kl. 10 á morgnana og sjáist ekki aftur fyrr en uin sama leyti á kveldin. Þannig hefir þelta gengið í mörg ár og þannig er þetta á stóru svæði á hæstu stöðum i bænum, svo að fólkj neyðist til að safna vatni í baðker að morgninum, ef það ætlar sér að liafa það til húshalds, matargerð- ar eða annars um daginn, því að það kemur ekki aftur fyrr en um háttatima. Hjjóta allir að skiija hversu hagalegt slíkt er, svo ekki sé tekið dýpra í árinni. =t< Nýir geymar Á öskjuhliðinni þjóta nýir geym- ú öskjhlíð. ar upp — nærri eins og gorkúlur á liaug — og þeir eiga að tryggja það, að ekki verði neinn skortur á heitu vatni í vetur. Eg held, að hilaveilan sé orðin eitthvert vinsælasta fyririæki þessa bæjar, þótt nokkurr- ar óánægju hafi gætt fyrst i stað, vegna þess að ailt, sem að henni lýtur, er á tilraunasigi og þvi varð að þreifa sig áfram. En það eru ekki svo lílil þægindi í þvi fólgin að þurfa ekki anuað en að snúa tveim hönum, til þess að luisin fun- hitni á augabragði. * Kolaskorturinn Allar fréttir benda til þess, að í Evrópu. þjóðirnar á meginlandi Evrópu muni eiga við kolaskort að slríða á vetri komandá. Stór námahéruð eru í auðn og þar fæst ekki kolablað úr jörðu og Bret- ar erti ekki aflögufærari en svo, a'ð þeir þykjast sjá fram á það, að þeir verði jafnvel að fá kol frá öðrum, til þess að geta haldið framleiðslu sinni í fullum gangi. Það er ekki ónýtt að þurfa ekki að vera upp á kolin lcominn, þegar slik vandræði steðja að, því að hætt er við, að við yrðú, að öðrum kosti líka varir við koiaskort- inn. Skal eg þó ekkert fullyrða um það, þvi að eg hefi ekki kynnl mér málið. * Þeir eru Enn sitja tvcir af Esjufarþegun- enn í haldi. uln í varðhaldi og bólar ekki á því, að þeir verði látnir lausir. Af öðrum þeirra hafa þó borizt þær fregnir — og tvívegis, eftir því sem eg hefi heyrt — að góð- ar voiiir sé um að hann verði látinn laus fljót- lega. Er talsvert liðið; síðan slikar fregnir bár- ust í fyrra sinnið, en síðan er iiðinn langur tími og ekkert hefir gerzt frékar. Það er að vonum, að ættingja þessara manna sé farið að iengj'a eflir því, að þeir verði láinir lausir eða fá nákvæmar fregnir af þeim. Nú er íslenzkt skip, Lagarfoss, statl í Kahpmannahöfrt og ætli að gera gangskör að því’ að fá fangana látna láusa svo timanlega, að þcir geti komizt heim niéíi „fossinum“. * Esjan í Það er oft sagt, að víða flækist ís- Frankfurt. ieiidingurinn. Og það er sannmæli, þvi að frá öndverðri íslandsbyggð hafa íslendingar farið víða um heim og kynnzt erlendum þjóðum. Það hefir alltal' þótt sann- mæli hér á lándi, að heimskt sé heimaalið barn. En hérna á dögunúm frétti eg, að það er fleria íslenzkl, sem víða fer en sjálft mannfólkið. það sagði mér nefnilega maður, sem nýkominn 'var frá Frankfurt am Main, þar sem setulið Batídaríkjamanna hefir áðalbœkistöð sína, að hann hefði séð málverk af Esjuimi þar. * f byggingn Iler Bandaríkjanna tók hina stóru I.G.-Farben. byggingu I.G.-Farbenindustrie í borginni fyrir s'krifstofur sinar og var hún í góðu lagi að öðru léyti en þvi, að í giuggana vanlaði „aðeins“ 80 tonn af gleri. Heim- ildarmaður minn geklc uin bygginguna og sá hann þá málverk af Esjunni hanga þar á ein- um veggnum. Ivvaðst liann gera ráð fyrir þvi, að „húsráðandi“ hefði einhvern tímann verið hér á laíidi og átt myndina siðan.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.