Vísir - 12.09.1945, Page 2

Vísir - 12.09.1945, Page 2
V 1 S I R Miðvikudaginn 12. september 1945 Til sjós með Sindra: r að lokum Sunnud. 19. ágúst ’45. Eg fleygði mér á bekkinn aninn, laust eftir miðnætti, þegar eg •var’búinn að sjá síð- asta drátt gærdagsins. Var þá <enn farið að syrta að af J>oku, en sama blíðviðrið og ölétlur sjór. Dálilið finn eg nú lil þreytu i fótunum, þvi að eg stóð í 'iirúnni lengst af í gær frá því i birtingu. Og nú finnst mér •eg geta gert mér ofurlitla grein fyrir því, hversvegna iogaraskipstjórarnir okkar, sem flestir eru þo engin væskilmenni, verða „lappa- Iausir“ —- eins og það er kall- að í landi, og með kuldaglotti stundum, — um aldur fram. En þeir standa einir í brúnni nótt og dag, sólarhringum saman, á meðan togað er, ekki sízt þegar einhver afli er að ráði. bað er að vísu ekki unikið, sem eg er búinn að sjá, þessa fáu sólarhringa, sem eg er búinn að vera úti aneð Sindra. Þá get eg ekld annað en dáðzt að árverkni skipstjórans, sem staðið bef- ir í brúnni „lon og don“ síðan við komum hingað út á Hal- ann á föstudag, — hefir að- eins fleygt sér út af einu sinni. Nú, — og hásetana <lái eg lika. Vaktirnar eru þriskiptar: Tvær vaktirnar vinna á þil- farinu í einu, í 12 tíma samfl., þegar togað er, og ein sefur, og skiptast þær á á víxl. Og þessar tólf stundir vinna þeir líka eins og ber- serkir og eigi lífið að leysa. Síðan við komum á Halann i seinna skiptið befir verið iogað látlaust og svo mikið afiazt ■ í hverju liali, sem sjaldan eru lengri á dag en klukkustund hvert, og stund- um skemmri, að sjaldan hefir „körlunum“ gefizt kostur á að rétta úr sér á milli „bala“. Hefir ýmist staðið í járn- um, að þeir bafi verið liúnir að gera að aflanum og koma lionum niður i „stíurnar“ jiegar pokinn er halaður inn fyrir borðstokkinn næst, eða jjá, að aðgerðinni er ekki lok- ið, og þeir verða þá í óða önn að fleygja því, sem eftir er, æða því sem þeir komast ekki vfir, út í bakborðs-síðuna, til þess að rýma fyrir nýjum afla. Og alltaf er kappið hið sama, jafnt síðast á hverri vakt sem í vökubyrjun. Röskur maður. Þarna er t. d. einn maður sem eg veiti sérstaka athygli jþegar liann er á framþiljun- um og þekki hann úr, því að liann er í svörtum olíustakk ng með nýjan, gulan sjóhatt á höfðinu. Ilann er ákaflega röskur við aðgerðina, en það cru fleiri. En þegar varpan kemur að skiþsldiðinni sker liann sig úr, og þá er alltaf -eins og hann taki af einhverj- um varasjóði af snerpu og snarleika. Hann er við afiari gálgann, þegar inn er balað (,,gálgamaður“), en ldeypur Iþá fram undir brúna og losar „stert“-taugina frá höfuðlín- unni og halar inn stertinn jafnóðuní og varpan er inn- byrð. Þegar búið er að bag- ræða gjörðinni í pokanum og krækja í bana strengnuni, sem pokinn er balaðilr á' u,pp, á spilinu, lileypur mað- urinn fram að fremri gálgan- um, og jafnskjótt og búið er að liagræða pokanuin innan- borðs, uppi yfir fremstu þilfarsstíunni, - stjórnborðs- megin, skríður hann undir pokann, þreifar eftir enda á kaðlinum, sem pokaopið er reyrt saman með og rykkir í snöggt, einu sinni eða tvisv- ar, eða jafnvel oftar, eftir | þvi, livað hnúturinn hefir j verið baglega gerður. Er ( þetta ærið sullsamt starf, því að sjórinn rennur ofan á manninn úr pokanum, og um leið og losnar um hnút- inn hrynur aflinn úr pokan- uum og flæðir yfir stíurnar. j ( Er þá ekki um annað að gera ( ’ en að forða sér, og stunduin reynist það allerfitt, þegar( fiskur er fyrir í stunum, og maðurinn stendur í klof í j kösinni. Liggur þá oft við kaffæringu og oft fellur mað- urinn flatur fyrir þunganum, ' í fiskkösina. Þá lítur bann stundum upp í brúna hlæj- andi. Þetta er ungur maður og heitir Zófónías Sigriks- son,*) einn af mörgum stýri- mannaefnum, sem á Sindra eru. Ilann er dökkhærður og andlitið er fölleilt í birtunni frá aðgerðar-lömpunum, — og nú er farið að bera nokk- | uð á svörtum skeggbroddum á vöngunum, því ekki gefa j menn sér tíma til að raka sig þessa daga. í svartaþoku. I Já, eg liafði fleygt mér út af um miðnættið, steinsofn-1 aði strax og svaf vært góða stund. Ekki var eg þó þreytt- ari i löppunum en svo, að eg ( glaðvaknaði kl. 2,15, við J>að, I að verið var að hala inn vörp- una. Þegar eg kom fram í l brúna sá eg, að enn var skoll- i in á sótsvört þoka. j í þessu hali fékkst einn 1 poki af karfablöndnum þorski. Og nú segir Jónmund- ur, að ekki sé til nokkurs að vera að þessu, að sinni, á; l meðan þokan sé svona svört. Bezt sé að liggja nú og sjá bvað setur, en nola hléð og bæta vörpuna almennilega, þar sem rifnað hefir og rymp- að liefir verið saman í flýti. Og að þessu er gengið. Nú virðist mér, sem elckert muni liggja á og ekkert reka á eftir. En það er sýnilegt, að sá lierjans karl, hann Ársæll bátsmaður og básetarnir á þilfarinQ hugsa allt öðru vísi en eg. Því að þeir hamast við þessar viðgerðir og bregða ( netanálunum svo ótt og títt að varla má auga á festa. Byrjað að toga aftur. Um þrjú leytið fer skip- stjórinn niður og eg fleygi mér á bekkinn minn og sofna og sef í röskar tvær stundir. En kl. 5,15 er tekið til aftur og vörpunni kastað. Nú er að verða bjart af degi, enda á þetta að vera um sólarupp- komu, þó að enga sólina sjá- um við. Þokan er þó talsvert grj-sjaðri en hún var Um lág- nættið. Togað er nú tvisvar í lolu og aflinn 2 pokar, og poki og slöttungur, — karfinn í meirihluta, en annars vænn þorskur. Á áttunda tímgnum kallást *) Eg hefi víst þegar minnzt á hann í öðrum þætti. þeir á að vanda, togaramir, sem á Halanum eru, og segja frá aflabrögðum sínum um nóttina. Þeir hafa yfirleitt nokkuð svipaða sögu að segja og við, neina livað Tryggvi gamli segir frá „hali“, sem virðist vekja athygli, — margir pokar og allt þorsk- ur. Einhver togarihn spyr um dýpið. Trvggvi svarar: „um 200 faðmar og 500 faðmar af vírum úti.“ „Margt býr í þokunni.“ Sindri hefir verið á röskra 100 faðma dýpi, en kl. 10,20 kastar hann á 180 faðma dýpi og gefur út 500 faðma af vírum. En kl. 11,11 er þokan enn einu sinni orðin svo sótsvört, að einn hásetinn er sendur fram á hvalbak á vörð, og eimpipan er þeytt með stuttu millibili. Heyrist nú i öðru skipi á hakborð, sem virðist vera skammt frá okkur. Og allt i einu votlar fyrir svartri þústu og á næsta augnabliki birtist óli Garða á bakborða, fáeinar skips- lengdir, þvert fyrir framan Sindra. Ilann er að kasta. Jónmundur bregst við skjótt óg skipar að „hífa““ og stöðvar vélina. Sveigir Sindri þá þegar til stjórnborða, til sömu stefnu og óli Garða, en liann heldur sinni stefnu, og er svo allt í himnalagi. En satt að segja leizt mér ekki á blikuna, fáein augnablik. Eg varð niðurlútur og lét lit- ið fara fyrir mér þarna í brúnni. Eg hafði sem sé ver- ið i brókaræðum við Jón- mund og mér dettur í hug, að þarna myndi eg hafa verið að trufla skipstjórann í sínu starfi. Eftir nokkra stund á- ræddi eg að bafa orð á þessu og biðja afsökunar. En Jón- mundur sýknaði mig alger- lega og þótti mér vænt um. Eflaust er það þó háskalegt að verða til þess að dreifa at- hygli og árvekni skipstjóra þegar svona stendur á, með óþarfa hjali. Og þetta vil eg láta mér að kenningu verða. Fimm pokar í hali. í þessu hali reyndist aflinn vænn poki og ásláttarpoki, að meslu leyti rígaþorskur. Og næsta hal (kl. 12 á hád.) er stórt, þvi að það reynist 5 pokar vænir. En þvi miður er þetta að inestu leyti stór upsi. Sindri er lítið skip og verður að sitja um að aflinn sé svo verðmælaslur sem kostur er á. En nú er ufsinn fallinn mjög i verði. Síðustu stríðsárin var ufsinn aðeins 5 shillingum verðminni (kittið) en þorskurinn, eða 10 sh. En síðan í vor hafa fvrir liann fengizt aðeins 45 sh., en karfinn 70 sh. Fyrr á árum var mestölluin karfa lient, sem í vörpuna kom, því að fyrir liann fékkst ekkert verð. En nú verður Sindri að fleygja miklu af ufsanum, og }mi einkum vegna þess, að hér virðist vera góð von um að geta' fyllt skipið fljótlega af miklu verðmætari fiski, — karfa og þorski. En „körlun- um“ er svo sem ekkert um karfann gefið. Hann gefur enga lifur éða lifrarjjeninga. Hinsvegar stendur ufsinn á blístri af lifur og hirða þeir hana, sem vonlegt er, áður en ufsanum er fleygt, og }ætta er mikil vinna, t. d. eftir þetta hádegishal. Er því legið um sinn, enda er þokan ærið svört. En ld. brestur þol- inmæðin Jónmund og lætur hann kasta. Er þá enn tals- vert eftir óaðgert af ufsanum á þilfari og skipar hann að birða það, á meðan halað er. Við höfum verið að skrafa um það í brúnni, að það sé i raun og veru blóðugt að verða að fleygja þessari björg, á sama tíma, sem milljónir rríanna, víðsvegar í veröld vorri og jafnvel í nágranna- löndum vorum, liorfa fram á horfelli og hungurdauða. En hversu mikil verðmæti eru það elcki, sem íslenzldr tog- arar og erlendir, bafa orðið að fleygja fyrir borð, bæði fyrir það, að ýmsar tegundir fiskjar liafa verið algerleg'a verðlausar og svo hitt, að togararnir bafa verið svo litl- ir og þaiinig „innréttaðir“ að í þeim hefir ekkert rúm verið fyrir vélar til að vinna verðmæti úr fiskúrgangi og verðlausum fiski. Væntan- lega verða nú nýju togararn- ir, sem menn er farið að dreynia um, miklu betur bún- ir að þessu leyti. Ekkert hlé. Nú er halað viðstöðulausl, það sem eftir er dagsins og allt kvöldið. Sæmilegur afli í öllum dráttum, að einum undanskildum, •— eða poki og oft ásláttarpoki. En mikið er af karfanum i hlutfalli við þorskinn. Ilinsvegar er lítið af ufsa, sem betur fer. Iíl. 22 fáum við sérstaklega fallegan afla. Það er poki og ásláttar poki, — ferlegur drösull, og liggur við að Zophonías fari í kaf, þegar öll þau ósköp hrynja yfir liann og út um allar stíur, svo að hraukurinn er borð,- stokknum hærri. Og allt er þctta ríga-þorskur, feilur og fallegur. En Sóffi rís hlæj- andi upp úr kösinni, — og vörpunni er kastað sam- stundis. Nú er eins og að í alla fær- ist enn nýtt fjör, því að þetta var „fallegasta" halið á sól- arhringnum, ef svo mætti að orði komast. Eg segi Jónmundi, að þetta liafi verið 50. halið í túrnum. Hann brosir til mín góðlát- lega. Og mér fnnst eg lesa í svip bans: „Undur ertu barnalegur, Theodór!“ En svo lilær hann við: — „Jæja, lítiÖ er ungs manns gaman!“ finnst mér þetta hláturbófs ! tákna. En eg hefi gert mér það til dundurs, að krota hjá | mér aflann í bverjum drætti og tölusetja. Jæja, — og svo er varpan dregiri að i 51. skiptið, kl. 12 á miðnætti, og það er langsamlega bezta lialið: 4 pokar og slöttungur, svo að segja eingöngu þorskur eins og í lialinu næsta á undan. ■rv ' — Skipið að fyllast. En — nú fer mér ekki að lítast á blikuna. Jónmundur kallar til mannsins, sem tek- ur við af'anum í stíurnar, neðanþilja og s;pyr, hvað nú muni vanta mikið. Og eg lieyri, að maðurinn svarar, að það geti elcki verið nema örfáir pokar, þegar niður sé komið það, sem nú er á þil- fan. Þetta táknar með öðrum orðum það, að nú líður mjög að lokunum hjá mér. Það er sýnilegt, að ekki þarf nú nema 2—3 sæmilega drætti til að fylla skipð, — og þá verður siglt til lands og mér skilað, sem hverjum öðrum þarflausum hlut. Og það er síður en svo, að það sé skemmtileg tilhugsun. Þetta hafa verið tilbreytingarikir dagar fvrir mig og ánægju- legir, og tíminn liðið svo ó- trúlega fljótt, að mér finnst þetta engin stund vera. Þó hefi eg slegið saman nótt og degi og litið sofið — eklci misst af neinu. Og mér hefir liðið ákaflega vel á þessu „beimili“, allir skipverjar sýnt inér velvild og alúð og allt viljað fyrir mig gera, — svarað heimskulegum spurningum mínum með stakri þolinmæði og frætt mig ótilkvaddir um það, sem eg hefi ekki haft vit á að spyrja um, en þeir hafa talið að eg myndi vilja vita. Mest hefir þótt mætt á skipstjór- anum, því að oftast befi eg verið einn lijá lionum i brúnni, síðan farið var að loga. Er það næsta aðdáan- legt, hvað hann liefir verið þolinmóður við mig. Og ekki má eg gleyma Helga stýri- manni. Hann liefir leyst skip- stjórann af, þegar siglt hefir verið til og frá Halanum, og svo þegar það hefir komið fyrir að Jónmundur hefir fleygt sér út af stundarkorn, og hann hefir látið sér svo annt um mig, sem væri eg reifakrakki, — liggur mér vi^ að segja. Alltof endasleppt. Mér finnst þetta alltof endasleppt. En við þvi er lík- lega ekkert að gera. Eg minntist á það við þá laus- lega um lcvöldið, á Akranesi, franíkvæmdastjórann og skipstjórann, hvort eg myndi ekki geta farið með Sindra til Englands líka. En á þvi töldu þeir vandkvæði. Aukamönnum væri ekki bleypt í land í Englandi. Nefndu sem dæmi, að einn togaraskipstjóri liefði nýlega farið með öðruni togara en sínum, skráður sem liáseti, en raunverulega farþegi. Hann befði ekki fengið land- gönguleyfi og orðið að dúsa um borð á meðan skijiið var afgreitt og þar með farið fýluferð. Eg lagði enga á- lierzlu á þetta þá, — en síðan liefi eg verið að velta því fyrir mér, að mér gæti verið gagn að því, að fara með Sindra áfram ’ til Englands, meðal annars vegna þess, að eg á eftir að vinna úr mestu af því, sem eg liefi krotað bjá mér, og væri mikils virði að geta lokið því í návist þeirra Sindramanna, svo að eg gæti enn lialdið áfram að spyrja þá, þegar gloppur eru í því, sem mig langar til að segja. Nú, — og í öðru lagi gæli eg að því leyti liaft gagn að því að komast til Fleetwood með þeim, — þó að eg kæmist þar ekki i land, — að þar myndi eg þó fá fá tilefni til að spyrja um hitt og þetta viðvikjandi fisksölunni, af einhverri skynsemi, og mér myndi þá verða sagt jafnbarðan frá því sem gerist. Og svo er það loks þetta, að á þessum fáu dögum liefi eg nú eignazt á- gæta kunningja, sem mér er þvert um geð að skilja Við strax. „Út vil ek------“ Seinustu dagana hefi eg verið að reyna að láta á mér skilja að eg væri allfús til Englandsfararinnar, t. d. stungið upp á þvi að eg yrði „munstraður“ sem skips- hundur. En það kom þá á daginn, að það er eins um Framh. á 6. síðu

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.