Vísir


Vísir - 13.09.1945, Qupperneq 4

Vísir - 13.09.1945, Qupperneq 4
4 V 1 S I R Fimmtudagimi 13. september 1945 VlSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIIl H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hérsteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. 2 7 8. ^ísitalan liefir nú verið reiknuð út fyrir 'septembermánuð, og nemu'r liún eitt hundrað sjötíu og átta stigum. Hefir hún Jpannig hækkað um þrjú stig frá því, sem var í fyrra mánuði, en til þess liggja m. a. þau rök, að lítið eitt af molasykri hefir flutzt til landsins, í dýrum umbúðum, en þessi svk- nrslatti hækar visitöluna um einn og einn fimmta úr stigi, að því er talið er. Slík hækk- ún stafar af mistökum einum, en orsakir til annarrar liækkunar vísitölunnar munu vera eðlílegar, miðað við allar aðstæður. Þeg- ar þess er g'ætt, að álcveðið liefir verið með lögum, að verðlag á kjöti og garðávöxtum skuli ekki hafa álirif á vísitöluna, er sýni- legt, að hún væri ískyggilega há, ef liún væri reiknuð á réttum grundvelli, en til þess kem- iir væntanlega fljótlega, með þvi að ekki er unnt að taka aðalneyðzluvörur landsmanna út úr grundvelli vísitölunnar til langframa, enda eins gótt að endurskoða grundvöllinn fyrir vísitöluútreikningnum í heild eða ákveða vísitöluna af handahófi. Þegar svo er kom- ið, að ekki er reiknað með aðaíneyzluvör- nnum til þess eins að lialda vísitölunni niðri, ætti að skýrast fyrir mönnum, hyílík'íiöfuð- nauðsyn er að ráðast gegn verðþenlunni, — ekki með slíkum ráðstöfunúm, sém að ofan greinir, lieldur með lieildarsamræmingu til lækkunar á framleiðslukostnaði og verðlagi. Framleiðslukostnað á ákveðið magn má lækka á þrennan hátt. í fyrsta lagi með hætt- um tækjum, í öðru Iagi með auknum afköst- um þeirra, sem að framleiðslunni vinna, en öllu öðru frekar með niðurfærzlu á vísitölu, þar sem lækkun á kaupgjaldi og verðlagi Iialdast í hendur, og verður því á engan hátt tilfinnanleg. Lögð hefir verið áherzla á að kaupa ný framleiðslutælci til landsins, og má vafalaust draga nokkuð úr framleiðslukostn- aðinum á þann hátt. Vilað er, að sökum setu- liðsvinnúnnar og þeirra vinnuaðferða, sem þar haía verið við hafðar, hefir verulega dregið úr vinnuafköstum, en það gildir þó ekki óskipt um alla verkamenn og stendur einnig tiHbóta. En þótt verulegum árangri yrði náð í þessu tvennu, eru engar líkur til að framleiðsla landsins verði seld á erlend- iim markaði fyrir það verð, sem fyrir hana þárf að fást. úrði skvndilega verðfall á erlendum mark- aði, liefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir islenzka framleiðslu, og myndi valda hruni að meira eða minna leyti, þrátt fvrir iiý og bælt framleiðslutæki og, stórlega auk- in vinnuafköst. Eina leiðin til að tryggja at- vinnu í landinu, og þar með líf og eignir alls þorra manna, er að færa l'ramleiðslu- kqstnaðinn niður, þannig, að við stöndumst við að selja framleiðsluna á svipuðu verði og aðrar þjóðir selja sambærilega vöru. Sem hetur fer, virðist verðlag ekki munu lækka injög snöggt erlendis, en hitt er vist, að það i'er Iækkandi, jafnt og þétt, þar til fullt sam- xæmi er komið á, en sennilegt má telja, að framleiðslukostnaðurinn verði ávallt nokkru ineiri í öllum löndum, en hann var fyrir stríð, þótt ekkert verði um það fullyrt. Yerði ekki skyndilega markaðshrun, gefst okkur íhna til að klifra niður stigann. Hauksslysið og Ný- byggingarráð. Ut af árásum á Nýbygg- ingarráð i „Tímanum“, blaði Framsóknarflokksins, þann 7. og 11. september s.l., í sambandi við veitingu ráðs- ins á gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi fyrir vélskipinu Haukur, sem sökk á leið til Islands frá Bretlandi þann 31. ágúst s.L, vill Nýbygg- ingaráð taka fram það, sem bér fer á eftir: Þegar kaupendur Hauks leituðu til Nýbyggingarráðs vegna fyrirgreiðslu til skipa- káupanna vaj’ þeim þegar sagt, að tryggt yrði að vera, að skipið væri byggt eftir reglum og.undir eftirliti við- urkennds skipaflokkunarfé- lags. Þeir lögðu og siðar fram símskeyti frá umboðs- manni Bureau Veritas í Hali- fax, er staðfesti, að skipið væri byggt eftir reglum og pndir eftirliti Bureau Veri- tas. I bréfi sínu 12. marz þ. á. til Viðskiptaráðs, er hefir með höndum útgáfu gjald- eyris- og innflutningsleyf- anna eftir meðmælum Ný- byggingaráðs, tók Nýbýgg- ingarráð það frarn, ásamt öðrum skilyrðum fyrir út- gáfu leyfisins, að skipið yrði að vera byggt eftir reglum Bureau Veritas. Vottorð frá trúnaðarmanni Bureau Veritas, dags. í Hali- fax 17. maí þ. ár.,-er stað- festir að skipið liali verið byggt eftir reglum og undir eftirliti Bureau Veritas, var afhent skipaskoðunarstjófa ríkisins, þegar skipið kom ! hingað til lands, óg i haffær- isskirteini skipsins, útgefnu |í Reykjavik 6. júlí þ. á., seg- iri, að skipið fullnægi ákvæð- um laga nr. 93 i'rá 3. maí 1935 urn eftirlit með skipum. Telur Nýbyggingarráð, að framanritað ætti að nægja til þess að sýna það, að á- sakanir Tímans á hendur ráðinu vegna leyfisveitingar Skrif Tírnans urn það, að Nýbyggingarráð „virðist láta algerlega eftirlitslaust hvers- konar skip séu flutt til lands- ins, lieldur láti hvern sem vill fá gjaldeyri til skipa- kaupa“ og „að þingað séu keypt gömul skip, sem aðr- ar þjóðir vilji ekki nota leng- ur“ munu eiga við nokkur sænsk fiskiskip, sem Ný- byggingarráð hefir samþykkt að veita gjaldeyri fyrir. Ut af þessu skal það lekið fram, að Nýbyggingarráð hefir við allar slíkar leyfis- veitingar gert það að skil- yrði, að styrkleiki og gerð skipanna fullnægði kröfum þeim, sem gerðar eru af skipaeftirliti rikisins. Einnig hvað þetta snertr eru því ásakanir Tímans úr lausu lofti gripnar. Reykjavík, 12. setp. ’45. Jóhann Þ. Jósefsson (sign.) Lúðvík Jósefsson (sign.) Steingrímur Steinþórsson (sign.) Óskar Jónsson (sign.) fyrir þessu skipi eru á eng- um rökum reistar. Innhöllun nnrskrti pen- ingagreiösin. Landsbanka Islands hefir borizt tilkynning frá Noregs- banka um, að allir norskir I peningaseðlar, nema eins og Itveggja króna skiptimynt- i seðiar, séu kallaðir úr um- ferð 9. september 1945, og eru öll viðskipti með seðlana bönnuð frá og með þeim degi. Bankar og , sparisjóðir geta sent Landsbankanum þá norska peningaseðla, sem þeir hafa eignazt fyrir 9. september 1945, og skal það gert sem fyrst og í siðasta íagi 6. október 1945. Noregsbanki innleysir hina innkölluðu seðla eftir regl- um, sem upplýsingar verða gefnar um síðar, en jió þvi aðeins, að seðlárnir hafi að áliti bankans verið fluttir út og orðð eign hlutaðeigenda á löglegan hátt. Verður þess vegna, um leið og seðlar eru afhentir norska sendiráðinu eða Landsbankanum til fyr- irgreiðslu, að gera skriflega grein fyrir því, á hvern hátt þeir hafa orðið eign hlutað- eigenda. — (Férttatilkynning frá Landsbanka íslands). — Sréfi Póstsamgöngurnar við Bretlandi. Mér þótti vænt um að sjá. að minnzt var í leiðara Vísis fyrir nokkrum dögum á póst- sam'göngurnar við Bretland. AÍlir sem viðskipti hafa við Bretland liafa fundið sárt til þess nú upp á síðkastið hversu samgöngurnar eru óreglulegar og að bréf ber- ast mjög seint, svo að oft j tekur 4-6 vikur að fá bi’éf ifrá Englandi. Eg og margir I aðrir kaupsýslumenn liafa sömu sögu að segja. Eg fékk til. dæmis i gær bréf frá Englandi, sem dagsett var 2. ágúst. Það hefir verið rúman mánuð á leiðinni. Þó liafa skip verið að koma hingað frá Englandi svo að segja á hverjum degi og furðar mig og marga aðra á því hversvegna ferðir togaranna eru ekki notaðar til að flytja póst frá Englandi. Það hlýtur að vera hlut- yerk íslenzku póststjórnar- innar, að athuga þetta mál og sjá hvort ekki er hægt að kippa þcssu í lag. Ekki get- ur verið eðlilegt nú þegar stríðinu er lokið og allri bréfaskoðun er létt af, að það þurfi að taka 4-6 vikur frá því bréf er lagt í póst í Eng- landi þar til það kemur í hendur viðtakanda hér á landi. Er þess vænzt að jafn röggsamur rnaður og póst- og símamálastjóri er, látl nú mál þetta til sín taka og kippi því strax í lag, ef íslenzkum stjórnarvöldum er um að kenna. En að öðrum kosti snúi hann sér lil ensku póst- stjórnarinnar, ef hún getur úr þessu bætt. . Kaupsýslumaður. Bréfdúfa flaug nýlega milli borganna Alberta og Winnipeg í Kanada, tæplega 1200 km. leið — á 13 klst. 45 min. Fimm ára Fyrir firiim áruni stóð orustan um afmæli. Bretland sem hæst. ÞjóSverjar sendu flugvélaskara sína inn yfir Bretland, til þess að koma þjóðinni i skilning um, að hún hefði verið sigruð og frekari vorn væri raunverlega ekki til neins. plugher Breta var lítill, en hann hafði góðum flugvélum á að skipa og hugdjörfum, ungum mönnym, sem kunnu til hlítar að fara með þau fáu tæki, sem þeir höfðu — og þá daga gerðist það, að aldrei hafa „eins margir átt jafnfáúm eins mikið að þakka“. * líámarkið. Orustan um Bretland, ,sem varð af- drifaríkasta viðureign striðsins, sem nú er fyrir skemmstu Iokið, náði hámarki 15. september, þegar brezki flugherinn skaut niður nærri því tvö hundruð þýzkar flugvélar. Eftir það tók að draga úr árásunum að degi til, því að Göring sannfærðist um það, að flugher Breta yrði ekki sigraður í orustum, meðan dagur væri á lofti og' i stað árása í bjö’rtú, byrjuðú nú árásir að næturþeli. Þær gerðu mikið tjón, en eftir fimmtánda september var þó sýnt, að Bretar höfðu orðið ofan á i fyrstu verulegu viðureign- inni, sem þeir höfðu átt i við Þjóðverja. * Flugsýning Brezki flugherinn ætlar að halda í Reykjavík. fimm ára afmæli orustunnar um Bretland hátíðlegt hér í Reykja- vík á laugardaginn — 15. september. Verður þá haldin hér flugsýriing og jafnframt verður flug- völlurinn opnaður svo að almenningi gefst kost- ur á að koma inn á hann, á tiltekið svæði. Mun fólk fá að sjá allskonar útbúnað flughersins brgzka og flugvélar munu sýna hvernig malvæl- um er varpað niður til einangraðra staða og sitlhvað fleira. Auk þess munu orustuflugvélar sýna ýmsikonar herbrögð í lofti. * Hringflug. Þfeir, sem vilja, geta líka fengið sér flugferð, því að Flugfélag Isíands ^ hefir ákveðið að gefa mönnum kost á að fara í sfútt hi'ingflug yfir bænum og nágrenni hans. | F.f dæma má af því, hvað slik flug hafa verið , viiisæl áour fyrr, þegar hægl hefir verið að igeía mönnum kpst á þeim, þá má gera ráð fyr- i ir því, að margir fái „flugskírnina“ þenna dag. — Hér hefir ekki farið fram raunveruleg flug- sýning, síðan hollenzku flugmennirnir voru hér um árið og sýndu bæjarbúum listir sínar einn daginri. Þótti mönrium mjög gaman að því, en nú er allt undir veðrinu komið. * Mænu- Fólk talar minna um mænuveikina nú, veikin. en fyrst þegar fréttist að hún væri að stinga sér niður. Ilún er líka i rénun, því að um helgina hafði ekkert lilfelli bælzt við i nærri viku. Meún eru rólegri fyrir bragðið, því að niiklum óhug sló á bæjarbúa og' raunar fleiri, þegar veikin stóð sem hæst og nærri dag- lega fréttist um ný tilfelli. Það bætti heldur ekki úr skák, að lítið sem ekkert er liægt að gera til þess að verjast þessum vágesti eða hefta út- breiðslu hans. Nú er vonandi mesta hættan lið- in hjá, þótt sjálfsagt sé fyrir fólk, að fara seni varlegast. * Heimsókn í Eg hefi oft rifizt og skammazt út Tjarnarcafé. af veitingum og greiðasölu i sumar. Nú ætla eg að gera þvert á móti, fara nokkururn lofsamlegum orðum um veilinga- sfað, sem eg heimsótti i fyrradag. Það var Tjarn- arcafé, sem ópnað hefir verið aftúr eftir að búið er að setja þar nýtt dansgólf og gera ýms- ar endurbælúr aðrar. Eg bragðaði þar á réttun- um, köldu borði og heitum réttum, Ijúffengum og snyrtilega framreiddum, svo að enginn þyrfti að bera kinnroða fyrir að bera slíkt á borð, jafn- vel fýrir hina vandlátustu útlendinga, sem víða hafa farið og kynnzt hinu bezta á þessi sviði. * Athvarf hinna Þa'ð barst' í tal milli blaða- fullorðnu. íiianna, sem þarna voru, og líjónanna Margrétar og Egils^í Oddfellovv", scm hafa hafl veitingar og mat- sölu ó þessum slað í senn tíu ár, "að Tjarnarcafé ætíi að verða athvarf hinna fullorðnu hæjar- húa, sem langar lil að komast að heiman kveld- stund frá heirnilisstörfum, en geta ejtki staðið í því að keppa við ungviðið, sem „stormar“ Borgina og aðra skemmtistaði bæjarins. Og þetta er einmitt hugmyndin hjá þejrn — gera Tjarnarcafé að stað, þar sem fólk getur fengið bezta mat, sem völ er á, setið í ró og næði í vistlegum húsakynnum og — síðar mcir — hlýtt á klassiska músík og dansmúsik. Eg held, að það sé þörf fyrir slikan stað.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.