Vísir - 13.09.1945, Blaðsíða 7

Vísir - 13.09.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 13. september 1945 7 V I S I R „Ileyr á endemi!“ sagði frœndi hans fullur af háðung, en varð svo alvarlegur aftur og fyrir- litningarsvipurinn livarf af andliti hans. Raoul nálgaðist liann hálfmóðgaður. „Vittu hvort þú getur fengið frúrnar til að fara til klefa sinna og dvelja þar? Ef þú getur það ekki, þá reyndu að koma þeim í var á þil- farinu. Farðu svo og náðu byssu i vopnabúrinu og vertu síðan lijá þeim til að vernda þær fyrir árás.“ lkaoul hlýddi. Þetta var betra. Ef hann gæti fengið frúrnar til að vera inni í klefunum, þá myndi hann geta staðið vörð, vopnaður, við dyrnar. Það var hræðilegt að hugsa til þess, í hvaða háska frú de Freneuse, já og auðvitað frú de Clvauffours, voru i. Ensku djöflarnir og villi- menn þeirra myndu engu eira. Hann dáðist að rósemd hinna skipverjanna. FIMMTÁNDI KAFLI. Klukkan var um fjögur, þegar fyrsta skotið reið af í gegnum mistrið, sem var dimmra en nokkru sinni fyrr. Skotið lenti í sjónum, rétt fyrir aftan Afríkusólina. Loftið nötraði af háv- aðanum um leið og kúlan skall á sjónum. Það orsakaði vatnsgusu er lenti beint á frúnum. Raoul greip i frú de Freneuse í óðagoli og hróp- aði: „Farið strax niður í klefann!“ Ilún æpti á hann sem svar við þessari fyrir- skipun, en hljóðið kafnaði í hávaðanum, sem varð af því, er skipshöfnin þusti til stöðva sinna, og um leið snéri Afríkusólin i aðra átt. Vindur- inn fyllti seglin og knúði skipið til hliðar með snöggu átalc og um leið hrunaði það áfram á fullri ferð. . Frú de Freneuse greip í borðstokkinn og' ríg- hélt sér þar. Hún brosti hara þegar önnur vatns- gusa og skéllúr gáfu til kynna að önnur kúla frá óvinunum liefði nærri verið búinn að hæfa skipið. De Ronaventure hafði í hvggju að sigla upp að enska skipinu, fyrir aftan það, og skjóta ekki fvrr en þá. Menn lians hiðu við hyssurnar. Hreinsuðu þær, miðuðu þeim, veltu og færðu ýmsa lilúti til, eins og sjálfvirk vél eftir fyrirskipunum liðsforingjanna. önnur skotlirið frá óvininum og í þetta sinn hæfðu nokkrar kúlur og þyrluðu upp tréflísum og ryki þar sem þær liittu þilfarið. Tveir sjóliðar lielltu vatni vfir skotholurnar og slöppuðu á þeim með fótunum, áður en þeir hlupu frá aftur, lil að ldýða nýjum fyrirskipun- um. Afríkusólin beygði í nýja stefnu, lá á hlið fyrir vindinum, svo að allir byssukjaftarnir heindust að enska skipinu. Ryssur hennar, sem höfðu verð hreinsaðar fyrir áráina, gullu allar í einu í sama mund og óvinaskipið kom í ljós. Skotin hæfðu öll. Skytturnar hrópuðu upp yfir sig af ánægju og Afríkusólin hneigði sig fyrir öldunum, snérist og var öll á bak og burt, áður en óvinaskipið hafði haft ráðrúm til að svara skothríðinni í sömu mynt. Enski skiplierr- ann lét skjóta á eflir óvininum úr stjórnborðs- byssum skipsins. Ein kúlan hæfði og orsakaði að þrír sjóliðar féllu úm leið og hún tætti með sér seglrá. De Ronaventure gaf nýjar fyrirskipanir, sem bátsmaðurinn endurtók. Sjóliðarnir óðu upp siglutrén og Afríkusólin snöggbeygði upp i vindinn nötrandi af liinum mikla þunga vinds- ins á siglutrjánum. Það lá við að skipið liðaðist sundur við liin barkalegu átök vindsins. Aðeins þaulæfðup skipstjóri myndi hafa þorað að heita seglunum svo harkalega, en de Bonaventure þekkti skip sitt og vissi hvað mátti bjóða því í kappsiglingu við önnur skip. Þetta var fljót- skreiðasta skipið í veröldinni og nú varð hann að sýna og sanna að svo væri. Hróp og köll gáfu til kvnna að annað skol befði hæft frá brezka skipinu. Einnig sást mik- ill eldblossi gjósa upp. Raoul ldjóp l skyndi til þess staðar,' sem skotið hafði hæft og helti fullu vatnskeri fyrir skotholuna. Jafnframt dró hann særðan bátsmanninn í var. „Skjótið!“ Frönsku hyssurnar drundu allar samstundis. Tvö-skotin þverbrutu- stórsigluira á"brezka skip- inu og rifu seglin niður eins og hráviðri. Þi-iðja kúlan hitti beint á miðjan hóp skotmanna við eina fallbyssuna og þaggaði niður i henni um leið. Þokunni var nú að létta og skygni að verða sæmilegt. Raoul leit út fyrir borðstokkinn og gal séð, að enska skipið var liroðalega útleikið. Það var lítið en þungt i vöfunum, byssurnar vorii fáar og gamaldags. Það tók svo langan tima að kæla þær, að Afríkusólin gat gert tvær skotárásir á móti hverri einni sem enska skipið gat gert. Tjónjð á enska skipinu var auðsjáan- lega orðið mikið. Þilfarið var allt upprifið og hlaðið braki. Uppi í brotinu af stórsiglunni voru margir menn að reyna að skera segltætlurnar niður, en rærnar höfðu fallið niður um leið og siglan féll og gert tvær af aðalfallbyssum skips- ins óskothæfar. Ein kúla liafði tvístrað hval- baknum. En ensku sjóliðarnir vbru vel þjálfaðir og undir ströngum aga, og Raoul gat ekki betur séð, en að skipið snéri upp í vindinn eins og að það hefði i hyggju að komast undan. önnur skipun heyrðist frá frænda hans og Afrikusólin hevgði i áttina á eftir enska skipinu, en í því snarsnerist sá enski og kom brunandi í áttina að Afríkusólinni með allar frambyssur skipsins spúandi eldi og dauða. Skipsliöfnin stóð öskr- andi úti við borðstokkinn með ífærurnar til- búnar í höndunum. Afríkusólin átti engar und- ankomu auðið. i „Ráðizt um borð!“ Síðan: „Stýrið á kulborða!“ Enska skipið kom nær. Augnablik snertust skipin. Stefni enska skipsins snerti bugspjót franska skipins og svipti því af. Síðan sigldi enska skipið á hlið með stefnið að skut Afríku- sólarinnar. Bæði skipin hófu skothrið og voru ei penia fáein fet milli byssukjaftanna. De Villebon dró skammbyssu úr belti sér og hlóð hana fimlega. Raoul horfði á fullur eftir- væntingar, er skipin færðust livort nær öðru og skullu saman með braki og brestum. Frönsku sjóliðarnir lutu út fyrir borðstokkinn með brugðnar sveðjur og skammbyssur til að verjast yfirvofandi árás, En Englendingarnir skeyttu jiví engu. Þeir þustu áfram sem óðir væru og komu stafnljáunum fyrir milli skipanna þrátt fvrir að Frakkarnir reyndu að verja þeim það eftir beztu getu og nú hófst bardagi í návígi. Raoul slóð sem negldur niður, er tveir Englend- ingar stukku yfir horðstokkinn, þar sem enginn var til varnar. Þeir hlupu fram eftir þilfarinu og skutu á- kaft á Frakkana. De Villebon varð fyrir skoti um leið og liann skaut fyrsta skotinu á aðal- hópinn, sem ruddist um horð. FaSirinn (viS soninn, sem er oröinn myndugur) : ,Jæja, nú ert þú orðinn 21 árs. Þú ættir að geta farið að hjálpa mér eitthvað fjárhagslega.“ Sonurinn: „Já, já. Það er alveg sjálfsagt. Hvað á eg að gera?“ Faðirinn: , já, til að byrja með þá getur þú lokið við að borga barnavagninn þinn.“ Strákurinn : „Ileyrðu pabbi, hvenær verð eg nógu gamall ti*l þess að gera það sem mér sýnist?“ Faðirinn: „Eg veit það ekki. Enginn hefir lifað svo lengi.“ Menn þeii;, sem hafa þann starfa að temja villt dýr, hafa sagt að það sé miklu auðveldara að temja kvendýr en karldýr. ♦ Hún: „Hvað ert þú eiginlega? Maður eða mús?“ Hann : „Maðúr. Ef-eg væri mús myndir þú standa æpandi á hjálp uppi á stofuborðinu.“ Rödd í símanum: „Er þetta seinni kona hr. Romers?“ „Nei, það er sú síðasta. Eg er hrædd um að þér hafið fengið rangt númer.“ Þriðju tviburarnir á þremur árurn fæddust ekki 'alls fyrir löngú koriu Williams Merryman í borg- inni Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum. Frá mönnum og merkum atburðum: Forsetakosningar og einkamál. Eftir Samuel Hopkins Adams. kallaður Þjóðverja-vinur og var sakaðúr um að hafa fengið þá til að taka brezku hjúkrunarkonuna Editli; Cavell af lífi, þegar hún var í þann veginn að „af-: hjúpa“ hann. (Þjóðverjar tóku Editli Cavell af lífb í Belgíu í fyrri heimsstyrjöldinni). Allar þessar lyg- ar voru birtar í bókarformi, en salan stöðvuð, enda játaði einn höfundanna, að þetta væri einn samfelld- ur lygavefur. Kunnur rithöfundur, Bryce, segir í riti sínu, Thej American Commonwealth, að það versta við allti þetta sé, að hinn óbreytti borgari, sem heyri og lesi margt, sem hann geti ekki með nokkru móti trúað, um menn, sem hann beri virðingu fyrir og treysti, gefist að lokum upp við að aðskilja lygarnar frá; því, sem satt er, telur mest stafa af öfund og ill- girni, en kemst að þeirri niðurstöðu, að stjórnmála- spillingin sé miklu meiri en hún í reyndinni er, og lítur svo kannske á alla stjórnmálamenn sem mó- rauða hjörð. Það er meira en hálf öld síðan er Bryce birti rit sitt. Margt hefir breytzt síðan, sbr. til dæmis, að í seinustu forsetakosningum var mest liamrað á því, að Roosevelt væri of gamall til þess að vera for- seti áfram, og Dewey of ungur til þess að taka við þessu virðulega embætti. Við samanburð á kosninga- haráttunni til loka nítjándu aldar og nokkru leng- ur, og kosningaharáttu síðari ára, getur enginn sagt með sanni, að upp á þetta megi heimfæra orðtakið „heimur versnandi fér“. Deiluz Stilwells og Chiang Iíai-sheks. Eftir Samuel Lubell. f eftirfarandi grein, .sem skrifuð er af amerískum blaðamanni, sem dvaldist í Kína meðan deilur þeirra Stilwells og' Chiang Kai-sheks stóðu sem hæst, kem- ur greinilega fram, að samvinnan fór út um þúfur og Stilwell var kvaddur heim, vegna skoðana hans um hversu haga bæri hernaðaraðgerðum, en atburð- irnir sönnuðu síðar, að Stilwell hafði haft hárrétf fyrir sér. Greinin er rituð allmörgum mánuðum fyr- ir styrjaldarlok, en margt er í henni, sem verða mun öllum þeim, sem fylgzt hafa með fréttum um Kínastyrjöldiná, til glöggvunar og aukins skilnings, Snemma í niaí 1943 ræddi Roosevelt Bandaríkja- forseti við Josepli W. Stilwell hershöfðingja og Claire Lee Chennault. Þessir amerísku hershöfðingjar, yfir- menn Bandaríkjaheraflans í Kína, voru ósamþykkir þeirri stefnu, sem tekin liafði vei'ið varðandi styrj- aldarréksturinn í Kína. Höfðu þeir lagt niálið fyrir forseta Bandaríkjanna. Chennault liafði gert djarflega áætlun, samboðná vöskum og hugmyndaríkum hershöfðingja, til þess að bandamenn hefðu alger yfirráð í lofti yfir þeim hluta Kína, sem var á valdi Kínverja sjálfra. Yfiiv ráðin í lofti voru nauðsynleg með tilliti til allra framtíðar liernaðaráætlana. Hugmynd hans var að allt frá Kunming til Kyrrahafsstrandar Kína yrði þre- föld röð flugvalla með tæplega 600 kílómetra milli- bili. Aðalflugvellirnir áttu að vera á kunnum slóð- um, ef svo mætti segja, þvi að nöfnin, sem nú verða nefnd, hafa öll komið mjög við sögu í styrj- öldinni, eða í nánd við línuna, þar sem Japanar klufu Kína í tvo hluta, þ. e. meðfram Hunan- Kwangsi járnbrautinni, frá Hcnyang til Liuchow, og yrði Klweilin aðalflustöðin. Þessar flugstöðvar átti að nota sem varanlegar flugstöðvar og færa svo út kvíarnar til austurs. Chennault var sannr ’ færður um, að þannig mætti takast að gera árásir frá flugstöðvum á öll skip Japana við strendur Kímú, og er augljóst, hver áhrif það liefði á aðstöðu Japj- ana til að halda áfram styrjöldinni í Kína. Þegar Chester Nimitz flytti herafla bandamanna til þes^ að stíga á land í Kína, til innrásar Kínverjum tij. i hjálpar, væru nægar flugstöðvar, flugvélar og flug-' menn til þess að veita vernd þessum lierafla og lier- skipum og flutningaskipum bandamanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.