Vísir - 25.09.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 25.09.1945, Blaðsíða 4
4 V I S I R Þriðjudaginn 25. seplember 1945 VlSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN \TSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Jón Vigfússon garðyirkjumaður 75 ára. Fjámála-nýsköpun. Nýbyggingarráð hefir nýlega látið frá sér fara fjölritaðan bækling, cr nefnist „Almenn greinargerð um fjármál“. Flestir munu jafn- . nær eftir lesturinn, j)ví að greinargerðin er hið mesta hagfræði-torf, sem hér hefir lengi sést. En tilgangurinn mun vera sá, að sýna fram á, að hægt sé fyrir bankana að lækka útlánsvexti sér að meinalausu. Ennfre'mur hcf- ir Nýbyggingarráð samið og fjölritað tvö frumvörp, sem ætlast mun til að lögð verði fyrir Alþingi. Er annað um breytingu á lög- um um Nýbyggingarráð, en hitt breyting á lögum um Fiskvciðasjóð. Með breytingurp jjessum á að gera Nýbyggingarráð einrátt um ráðstöfun alls gjaldeyris til kaupa á fram- leiðslutækjum. Hitt á að skylda Landshank- ann að afhenda Fiskveiðasjóði, að því er skilja má um 100 millj. króna, og sjóðurinn á að lána J)að fé út aftur fyrir 2y2% vexti og allt að 75% af virðingar eða kostnaðarvefði nýrra skipa. Ríkissjóður á að standa í ábyrgð fyrir Jáninu til sjóðsins. Fiskveiðasjóður má ckki lána féð ncma Ný- bygginga/ráð hafi samþykkt þau tæki, sem menn vilja kaupa. Mcð þessu er ráðinu feng- ið einræði um allar lánveitingar og sölu gjald- eyris til nýsköpunar í landinu. Þctta ])ýðir, að kommúnistár ná þessu öllu í sínar liendur, vegna þess að J)cir ráða lögum og lofum í Nýbyggingarráði, enda eru skrifstofurnar J)étt- skipaðar fylgismönnum þeirrg. I’að sýnist frekar kynleg ráðstöfuA, að af- henda 100 millj. af fé Jjjóðbankans handa öðrum banka til að ráðstafa.-Fljótt á litið getur ráðstöfun Jæssi sýnst sakleysisleg, cn eí hún er athuguð í Ijósi annara staðreynda, sem hér eru að gerast, er hún um glæfralega fjármálastefnu að ræða, sem rekja má heint til stefnumála kommúnista. Fiskveiðasjóður lánar nú 50% af andvirði nýrra skipa. Hann hefir lítið eða ekkert tap- að á útlánum sínum. Nú á hann að lána 75% út á skip, sum hyggð með fimmföldu verði móti því, sem var fyrir stríð. Ríkissjóður á nð ábyrgjast allt saman. Með þessu er ríkið sett í ábyrgð fyfir allri nýsköpun sjávarút- Vegsins, á þeim tíma scm allir eru mcð full- ar hendur fjár, á þeim tíma sem dýi’tíð og hyggingarkostnaður er í liámarki. Ríkissjóð- ur cr orðinn óbeinn þátttakandi í hinum á- Jiættusama rekstri útvegsins, og verður að sjálfsögðu beinn þátttakandi síðar. Enda er það þetta, sem kommánistar stefna að. Aki Jakobsson, atvinnumálaráðherra, hcf- 5r gert samninga um smíði á .‘51 vélbátum innanlands. Fullyrt cr, að ekki séu kaupend- nr að bátunum, enn scm komið er. Fullbún- ir munu 55 tonna bátarnir kosta um 550 Jnis. og 35 tonna bátarnir um 350 þús. Samtals munu bátarnir kosta nálega 14 milljónir kr. Tt á Jæssa báta ætla kommúnistar að láta Fiskveiðasjóð lána 75% af smíðisverði, eða 400 þús. kr. út á 55 tonna bát, en í dag ér yafasamt hvort nokkur rcyndur útvegsmað- ur vildi kaupa slíka báta fyrir helming Jiess, gr ])cir eiga að kosta. Hvert barn hlýtur að sjá livor slíkt mundi nda. Það rnundi endá nákvæmlega þar, sem kommúnistar hafa hugs- áð sér — í ríkisrekstri skipaflotans. Þriðjudaginn 18. J>.m. varð Jón Vigfússon garðyrkju- maður 75 ára. Hahn cr fædd- ur 18. september 1870 í Framnesi á Skeiðum. For- eldrar hans voru Vigfús Ófeigsson bóndi þar, og kona íans, Margrét Sigurðardóttir. Vigfús, faðir Jóns, var sonur Ófeigs liins ríka á Fjalli á Skeiðum. I föðurhúsum dvaldi Jón til 10 ára aldurs, cn ])á fór hann að Stóra- Njúpi i Gnjúpvérjahreppi, til síra Valdimars Briem, cr sið- ar varð vígslubiskup. Eftir eins árs dvöl þar fór liann 1 að Ólafsvöllum á Skeiðum, j til síra Brynjólfs Jónssonar, jcr var prestur þar, og dvaldi hjá honum í 4 ár. Þá lá'leið- in að Hlíðarenda í ölfusi til Jóns frá Móhúsum Jónsson- ar, en ]>aðan fór Jón eftir cins árs dvöl að Gutorms- haga í Holtum, lil bróður síns , síra Ófeigs Vigfússonar, jer þá var prestur í Holtajung- jum. i Gutormshága var Jón ■i fimm ár. Gerðist hann nú I „lausamaðnr“ um hríð (2 ár) og stundaði J)á sjómcnnsku og sitthvað fleira. En árið 1900 fór hann af landi burt, til Tunsberg í Noregi. Starf- aði bann þar fyrst í pappa- verksmiðju en síðan að baðmullariðnaði, og var i Noregi i 2% ár, en livarf svo J)aðan til Svíþjóðar. Dvaldi hann J)ar samfleytt í 18 ár (Baras) og stundaði ullariðnað. Árið 1923 brá jliann sér til Islands og hugð- i ist að fá sér atvinnu við , ullarverksmiðjuna „Gefjun“ ;á Akureyri, en úr Jm varð þó ekki, og livarf hann J)á jenn af landi burt, og í ]>etta sinn til Aalgaard í Noregi. i Þar var hann i 1 Vi ár, en fór þaðan til Kaupmanna- | hafnar og var þar einn vetnr við ullariðnað (í llörsholm). |Til Islands kom hann svo vorið 1924, og hefur síðan jdvalið hér í Reykjavík. Hefur hann ol'tast stundað garð- jrækt, en einnig stundað hey- skaparvinnu á sumrum. Jón Vigfússon er mörgum Rcykvíkingum kunnur, og áreiðanlega öllum að góðu einu. Hann cr vel að sér í starfi sínu og vandvirkur, svo að af ber, og svo vel skapi farinn, að hann má 'teljast hvers manns hugljúfi, 'enda er hann einn af geð- i þroskuðustu mönnum.sem eg | Iief kynnst. Fróður er hann um margt, og hefur yndi af að miðla öðrum af, fræðum 'sínum. Jafnan er hann glað- ur og reifur og lætur elcki smámuni á sig fá. Helur hann sjálfstæðar skoðanir á mönnum og málefnum, og lætur ekki hlut sinn í rök- ræðum, jm að í raun og veru er maðurinn mikið fyr- ir að fara sinna eigin ferða, |þó að féiagsiyndur sé á sinn hátt. Jón Vigfússon býr á Bók- hlöðustíg 4 hér í bæ. Býr hann J>ar einn og sér fyrir flestum J>ör.fum sínum sjáff- ur, enda hefui* lifið kcnnt honum J>að, að bezt sé að sþila upp á eigin spýtur og ,vera sjálfum sér nógur, að svo mikiu leyli sem unnt cr. 'En margir koma á hið yfir- Tætislausa heimili lians, enda er húsbóndinn géstrisinn og ræðinn i bezta lagi. Og á þessum tímamótum i lífi hans mun áreiðanlega margir minnast lians á einn eða ann- an hátt, og Jiakka honum imægjulega viðkynningu, Jiessum glaða alvörumanni, sem vill ekki vamm sitt vita í neinu, og gengið hefur í lið með gróandanum á hinu fáskrúðugu landi voru. Gretar Fells. Hótel Þröstur. Nýtt veitingahús í Hafnar- firði. Síðastliðið laugardags- kveld var nýlt veitingaliús opnað í Ilafnarfirði, ]>ar, sem áður v.ar Hótel Björninn. Nefnist hið nýja veitingahús Hótel Þröstur, og er J>að liið vistlegasta. Hafa miklar breytinjgar verið gerðar á húsakynnum, og hefir Gutt- ormur Andrésson bygginga- meistari annast teikningar allar innanhúss og farist ]>að prýðilega úr hendi. Eigendur liins nýja hótels hafa stofnað hlutafélag um reksturinn, en formaður J>ess er Þórður Teitsson kaupmaður. Félagið efndi til kveld- verðar á laugardagskvöldið og var þar margt manna saman komið. Voru veiting- ar allar með mikilli prýði, en þvi næst var dans stigirin fram eftir nóttu. Emil Jóns- son samgöngumá 1 aráðher ra ]>akkaði liinu nýja félagi framtakið og árnaði ]>ví heilla i rekstrinnm, en auk þess voru fleiri ræður flutt- ar. ^uku menn upp einum munni um, að ákjósanlega væri frá öllu gengið varðandi reksturinn, en jafnframt væri um lofsvert franitak að ræða, sem mjög bætti úr brýnni þörf fyrir hentugan veitingastað í Hafnarfirði, en þangað leggja ýmsir leið sina, ekki sízt uin lielgar til Jress að skoða liinn fagra skemmtigarð Hafnfirðinga, auk þess, sem menn leggja leið sína þar um í öðrum er- indúm. Húrakynni stancla fvllilega á sporði J)ví sem bezt gerisl hér á landi, og veitingar eru allar hinar prýðilegustu. Úliskemmti- Mér'lizt vel á það, að menn skuli slaður. ' hafa farið að athuga möguleika þess i alvöru, að hér verði settur á stofn útiskemmistaður, líkt og tíðkast víða erlendis. Það hefir lengi verið ærin þörf á slík- um stað og minntist eg á mál þetta nokkurum sinnum í sumar, en þó kemur mér ekki til hug- ar að reyna að fara að eigna mér það, að ekki liafi verið farið að hugleiða þetta meðal ann- arra aðila áður. En eg vona, að afskipti mín af þessu hafi frekar orðið til þess að hvetja menn, sem hafa hug á þessu, til að lála til skarar skríða og leitast við að bæta úr þörf- inni á þessu sviði. * Hvar á hann Að minnsta kosti annar aðilinn, að vera? sem hefir hreyft því við bæjar- stjórnina, að hann hafi hug á framkvæmdum í máli þessu, hefir bent á ])að, að mýrin fyrir sunnan tjörnina, sé tilvalin fyr- ir slíka starfrækslu. Eitthvað minntist eg á það lika, að þat mundi gott að hafa slikan „skeinmti- j)ark“, enda er mýrin mjög miðsvæðis í bænum og af þeirri orsök einni tiivalin. En auk þess er hún eina óbyggða svæðið í grennd við miðbik bæjarins sem er nægilega stórt til að rúma skemmtigarð með öllu þvi, er lionum fylgir. « Allskonar Það efast víst enginn uin það, að skemmtitæki. útiskemmtistaður niundi ná gríð- arlegum vinsældum. Þær skenmit- anir, sem til eru í bænum, eru ekki við smekk eða hæfi allra, sem í honum búa og þær eru fæstar þannig, að þær örfi fólk tjl útivistar. En með útiskemmtistað ætti að mega bæta úr því hvað margir sitja inni öllum stundum, af því að útiskemmtanir eru ekki tii raunverulega og ef menn vilja koipast úr bænum, þá er ekki auð- Iilaupið að þvi- að fá flutningatæki. En þarna yrðu allskonar skemmtitæki til þess að laða fólkið út í góða veðrið. I * 1 Fugla- í sumar, skömmu eflir að Bergmál liafði safn. niinnzt á nauðsynina á útiskemmtistað fyrir Reykvíkinga, barst stufnun slíks fyrirtælds í tal miili okkar óskars Clauscns ' fræðimanns. Leizt honuni vel á hugmyndina og ! kvað sér finnast tilvalið að i sambandi við slík- GÆFAN FYLGIR hrinprunum frá SIGURÞ0R Hafnarstræti 4. an skemmtistað yrði með tímanum komið upp fuglasafni, þar sem hafðir yrðu allir islenzkir fuglar, mönnum til fóðle'iks og skemmtunar. Er þetta prýðileg tiliaga og vel þess verð, að henni se hrundið í framkvæmd. Ætti yfirstjórn fræðslu- málanna að leggja því máli lið, því að slíkl safn gæti komið skólunum að góðu lialdi við nátt- úrufræðikennsluna. * Gott Bæjarsljórninjii gefst golt tækifæri tækifæri. til l)ess að auka og auðga skemmt- analífið.í bænum, með þvi' að veita leyfi sitt til þess, að einskonar „tívoli“ verði sett hér á fót. Eg er ekki í nokkurum vafa um það, að ef látin væri fram fara einskonar skoð- anakönnun um það meðal bæjarbúa, hvort þeir sé þessu meðmæltir eða ekki, ])á verði yfir- gnæfandi meirihluti með ])ví, að útiskemmti- stað verði komið upp hér hið bráðasta. En nú er að svæfa ekki rnálið, heldur gefa mönnum lrost á að láta hendur standa fram úr crmum við framkvæmdir. * Fagur Það var fagur dagur á sunnudaginn, dagur. einhver fegursti dagurinn, sem hér hefir komið í sumar. En fólk fór ekki mikið út úr bænum, því að nú er liðinn sá tími, þeé- ar „móðins“ er að bregða sér út úr bænum «m góðviðrishelgar. En eg komst lil Þingvalla og það tapaði enginn á þvi að fara þangað i fyrra- dag. Haustlitirnir voru búnir að ná tökum á skógarkjarrinu og litbrigðin voru svo margvís- leg, að það var unun að liorfa ylir skóginn og drekka í sig dýrðina. En þeir voru fáir, sem austur fóru til að bergja á þessum ,:guðaveigum“. Hættulegur Á leiðihni austur sá eg atvik, sem leikur. hefði hæglega getað haft í för með sér stórslys. Þegar komið var fram- hjá Litla Sauðafelli geystust allt í einu tveir opnir „jeppar“ fram úr bifreiðinni, seni eg var í. Þeir hafa vafalaust verið á 60—80 km. hraða og voru tveir piltar í fyrri krílnum, en piltur og stúlkai hinum síðari. Um leið og sá fyrri skauzt fram úr bílnum, sem eg var i, missti ekillinn næstum vald á honum, svo að hann rambaði eins og drukkinn maður sitt á hvað á veginum. Þarna voru á ferð piltar, sem á umsvifalaust að svipta ökulcyfi, til þess að þeir verði ekki sjálf- um sér cða öðrum að bana, því að þeir .óku bók- slaflegd eins og þeir væru bandóðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.