Vísir - 02.11.1945, Síða 2
2
VISIR
Föstudaginn 2. nóvcmber 1945
Bækur
. . Því var lofað í síðustu
bókmenntasíðu að skýrt
skvldi frá helztu væntanleg-
um bókum Reykholtsútgáf-
unnar.
Nýlega hefir útgáfan sent
frá sér tvær barnábækur:
„Kalda hjartað“, eftir Hauff
og ævintýri eftir Kipling.
Beggja þessara bóka hefir
þegar verið getið í bók
menntasiðu Vísis.
A þessu liausti lýkur hinni
gullfallegu útgáfu af „Þús-
und og einni nótt“. Hafa
tvö bindi komið út áður, og
er það fyrra þeirra nær upp
selt. Þriðja og siðasta bindið
kemur út fyrir jól. Ritið er
alls um 20Ö0 bls. í allstóru
broti með 2—3 hundruð
myndum. Þýðingin er eftir
Steingrím Thorsteinsson
skáld.
„Bóndinn í Kreml“ heitir
ævisaga Stalins, sem Gunn-
ar Benediktsson rithöfundur
hefir fært í letur. Það verður
16—18 arka bók.
Eftir frú Rannveigu
Schmidt kemur út bók sem
hún nefnir „Kurteisi“. Þar
tekur frúin til meðferðar
kurteisisvenjur ýmissa landa
o" perir sérstakan saman-
burð á kurteisisvenjum Is-
lendinga annarsvegar og
venium Norðurlandabúa og
Bandaríkjamanna hinsvegar.
Full þörf er á slíkri bók, þar
sem menn geta kynnt sér al-
men'nar umgengisvenjur
beirra þióða sem við höfum
mest samneyti við.
Ofannefndar bækur eru
allar væntanlegar fyrir jól.
Af bókum sem ákveðið er að
gefa út á næsta ári, má nefna
íevisögu þýzka skáldsins
Heinrich Heine’s í hýðingu
Karls Isfelds. Þetta verður
mikið rit, prýtt myndum og
.verður í sama broti og „Þús-
tmd og ein nótt“.
I þýðibgu Halldórs Stefáns-
sonar rithöfundar er væntan-
le mjög þekkt bók um
rússneskt landsvæði — Tu-
kojska — og lýsir bókin
landi og fólki, siðum og hátt-
um á mjög skemmtilegan
hátt. Bókin hefir verið þvdd
á fjölda tungumála oo vero-
ur hún prýdd myndum.
Stórverk sem' væntanlegt
er á næsta ári á vegum
Reykholtsútgáfunnar er
sjálfsævisaga Maxim Gorkis
-—rit í 4 bindum — og eitt
kunnasta rit hins heimsfræga
rússneska höfundar. Kjartan
Ölafsson hagfræðin«ur þýðir
bókina beint úr rússnesku
og mun þetta vera fyrsta
bókin, sem Islendingur þvðir
af þvi tungumáli.
Ounoar Bergmann:
íslenzk söngiagaútgáfa
handa enskumælendum.
í.
Við höfum það fyrir satt,
að tunga tónlistarinnar sé
öllum ])jóðum skijjanleg, án
þess að komi til sértúlkun
fvrir hverja eina. Þella gildir
um lög án orða fyrst og
fremst. Reyndar verður þvi
ekki haldið fram, að listræn
tjáning söngsins sé unnin
fyrir gýrg fólki, sem skilur
ekki orðin. En þegar lag og
l.jóð fylgjast að, er fjölda
hjóða oft fyrirmunað að gera
sór sönglög töm og eiginleg
undir þeim kringumstæðum,
að textarnir eru á annari
tungu, sem ekki er víðskilin
um heim. Við íslendingar
verðum að liorfast i augu við
þá staðrevnd, að þótt islenzk-
an sé meðal fegurstu talaðra
tungna, gera sárafáir útlend-
ingar sér far um að komast
niður i henni. Viðbárur cru
ýmsar; t. d. er það ekki talið
hagkvæmt og varla fyrir-
hafnarvert að vera að remb-
ast við að læra svo erfitt
tungumál, sem hefir ekki
fleiri en svo. sem eitt hundrað
og fimmtiu þúsund mælend-
ur. Slíkir menn eru reyndar
illa fjarri góðu gamni, sem
ekki eru þess umkomnir að
njóta töfra íslenzkunnar. En
um það þýðir ekki að fást.
Því liggur ekki annað fyrii'
þeim mönnum, sem hafa góð-
an vilja til að nálgast erlend-
ar þjóðir og bera á borð fyrir
þær ísl. sönglög, en, að leggja
textann út á tungu viðkom-
andi þjóðar, til þess að söng-
urinn aðlagist bæði eyra og
munni útlendingsins.
II.
Gunnar R. Pálsson söngv-
ari hefir nú ráðizt í að liefja
útgáfu á islenzkum sönglög-
um handa enskumælandi
fólki, og er fyrsta Iieftið fyrir
nokkru komið á markaðinn,
„Fimm íslenzk sönglög“
(Five Icelandic Songs), eftir
Sigurð Þórðarson. Nótunum
fylgja textar á frummálinu
og í enskri þýðingu.
Sigurður Þórðarson hefir
um nokkurt skeið verið með-
al kunnustu tónlistarmanna
heima, þeirra er nú eru á lélt-
um aldri, bæði sem söng-
stjóri eins af beztu karlakór-
um okkar og fyrir lagasmíð
sína. Kór hans, Karlakóijr
Reykjavíkur, fór við góðan
orðstír víða um Norðurálfuna
fyrfr einum tíu árum, meðal
annara ágætis einsöngvara
sem hann hefir haft er eiri-
mitt útgefandi sá sem hér um
ræðir, Gunnar Pálsson. Þá
hefir Sigurður náð feikileg-
um vinsældum sem tónskáld,
hjá söngvurum og almenn-
ingi. Hann hefir reyndar orð-
ið mjög fyrir erlendum á-
hrifum um lagasmíð sina; en
verk Iians eru með persónri-
legum einkennum, stíllinn
samkvæmur. Lög hans erti
einl ar falleg, og hann ei svo
lagvís (,,melodiskur“) að
það þarf engan að furða, sem
þekkir til laga hans, liversu
móttækilegt fólk er fyrir tón-
lits hans.
Lög þessi eru samin við
Ijóð góðkunn islenzkri al-
þýðu. Eg hefi ekki cnnþá liitt
þann íslending, sem ekki
kann „Sáuð þið liana systur
mína?“ eftir Jónas Hall-
grímsson, enda eru þau ljóð7
orð eins og töluð út úr hjarta
hins íslenzka sveitabarns.
Stefán frá Ilvítadal er óhæit
að telja með allra Ijóðræn-
ustu skáldum íslenzkum,
þennan einlæga tilhlakkanda
vorsins. Hann á hér tvö
kvæði: „Mamma“ og „Harm-
ljóð“.
Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi fékk viðurkepn-
ingu sem bezla skáld Alþing-
ishátiðarinrar fyrir kvæða-
bálk sinn, sem úr er tekinn
textinn við fremsta lagið í
þessu v liefti: „Sjá, dagar
koma, ár og aldir liða“. Loks
er þar „Vögguvisa“ eftir
Valdimar Snævarr skóla-
stjóra.
íslenzku textarnir og þýð-
ingarnar á þeim fylgjast að
með nótunum. Þýðingar
fjögurra ljóðanna Iiefir ann-
azl Arthur Gook trúboði á
Akureyri, en Steingrímur
Arason . kennari lagði út
„Vögguvísuna“. Þýðingar
Arthurs eru af hendi leystar
af sámvizkusemi og' ná-
kvæmni, og skortir reyndar
ekki annað en neista skálds-
ins. \risa Valdimars held eg,
að Iiafi ekki tapað neinu í
j:ýðingunni, nema síður sé,
enda er sá þýðandi sýnilega
skáldmæltari en sá fyrr-
nefndi, ekki eins rigbundinn
við textann.
Óskandi er að útgefandi
leiti fyrir sér um betri þýð-
ingar á ljóðum' laganna fram-
vegis, og ætti lionum ekki að
verða nein skotaskuld úr jivi
í hópnum vestur-islenzkra
skálda.
III.
Eg vék að því liér að ofan,
að umrætt tónskáld væri
mjög undir erlendum áhrif-
úm í list sinni. Þótt segja
verði, að sáralítið af lagasmíð
íslenzkra tónskálda standi á
þjóðlegum grunni, ber það
ekki að skilja svo, að verk
þéssara manna séu íslend-
ingum einskis nýt. En við
megum vel finna að við tón-
skáld okkar, þótt við höfum
ekki efni á að vanþakka þeim.
Flest þeirra Iiafa verið þeim
hæfileikum búiri, að þau
geta sjálfsagt tekið aðfinsl-
um eins og menn. Geta þeirra
til sjálfstæðrar, þjóðlegrar
listsköpunar er meiri en svo,
að jieir þurfi að lána hjá öðr-
um. Of mikil áhrif verða ofí
að óafvitandi eftiririynd eða
hreinni og beinni-stælingu.
Við íslendingar verðum að
hafa þá trú, að lislamönnum
okkar reynist farsælast að
viða verkum sínum efni úr
íslenzkum jarðvegi; hann er
nógu frjór. íslenzkar rímur
og önnur jijóðlög, einnig
sálpialög, eru eniijiá mikið
til óausínn brunnur. 4>arigað
eiga íslenzk tónskáld að
sækja verkum sínum nær-
ingu; þau éiga að vaxa af is-
lenzkri rót. Þau eiga að læra
Listamannaþing;
Fyrsta bókin
er komin.
Hin frábæra útgáfa Helga-
fells, sem nefnd er Lista-
mannaþing, er nú að byrja
að koma fyrir almennings-
sjónir.
Fyrst er bókin Nóa Nóa
eftir franska málarann Gau-
guin. HefirTómas Guðmunds
son valið bókina og' þýtt.
Einnig ritar Tóínas langa og
merkilega ritgerð um málar-
ann. Þetta er skínandi falleg
bók, en kostar jió aðeins 35
krónur. I henni eru um 40
myndir og fjórar þeirra lit-
myndir.
Alve" ó næstunni mun vera
væntanlegt næsta bindi, en
jiað er bókin Birtingur (Can-
dide). Hefir Halldor Kiljan
Laxness valið hana og þýtt,
og ritar hann eftirmála. I
bókinni eru margar myndir.
1 nóvember er svo von á
þriðju bókinni, en það er
Jökullinn eftir Jóhannes V.
Jensen, hans frægasta bók.
Aðrar bækur í jiessu safni
eru Mikkjáll frá Kolbeinsbrú
í þýðingu Gunnars Gunnars-
sonar, Að Haustnóttum eftir
Hamsun í þýðingu Jóns frá
Kaldaðarnesi, Marta Ölía eft-
ir Sigrid Undset í jiýðingu
Kristmanns Guðmundssonar,
Blökkustúlkan eftir Bernard
Shaw í þýðingu ölafs Hall-
dórssonar, Símon Bolivar í
þýðingu Árna frá Múla,
Kaupmaðurinn frá Feneyj-
um eftir Shakespeare 1 þýð-
ingu Sigurðar Grímssonar,
með formála eftir Sigurð og
Lárus Pálsson, og loks Sal-
ome eftir Oscar Wilde í jiýð-
ingu Sigurðar Einarssonar.
af erlendum meisturum, en
forðast að stæla þá.
Sú er von mín, að í útgáfu
íslenzkra sönglaga handa
öðrum þjóðum verði fram-
vegis valið jiað íslenzkasta
sem til er og verður í söng-
lagaferð okkar. — Það verð-
ur hollast list okkar, og jiað
verður visast til atliygli og
eftirtektar meðal annara.
I\'.
Allur frágangur þessarar
lagaúgáfu er hinn smekk-
legasti. — Prenlun er af
hendi Ieyst í New York, þar
sem útgefandi er nú búsettur.
Hann hefir sjálfur skrevtt
kápuíia með liugkvæmri lita-
teikningu.
Höfundi jiessara lí-na er
kunnugt, að útgáfa þessi
stendur eða fcllur með út-
hreiðslu þeirri, sem hún fær.
Þess vegna er það sjálfsögð
áskorun til allra þeirra, sem
lála sér annt um kynningar-
starf íslenzkra lista í jiessari
álfu, að kaupa og greiða fyrir
sölui jiessara ’nga.
Gunnari Pálssyni, útgef-
andanum, flyt eg jiakkir
margra fvrir menningarvið-
jleitni lians og. óskir um; að
hún fái góðan árangur í starf-
inu.
Gunnar Bergmann.
Hlf Ólafáí1 frá
Hlöðuvn koma
út.
Margir nxunu hafa undrazt
á jiví, sem heyrðu upplestur
fixi Nordal úr verkum Ólafar
frá Hlöðum að slík kvæði
skuli hafa verið ófáanleg al-
menningi. Er það sannarlega
ánægulegt að ritum hennar
í bundnu og óbundriu máli
skuli nú hafa verið safnað
saman og þau gefin út í
heild. Utgefandi er Helgafell.
Ritgerð Jóns Auðuns um
skáldkonuna er vel samin.
Sagnaþættir
Vigfúsar
frá Hafnarnesi
Sagnaþættir eftir Vigfús
Kristjánsson frá Hafnar-
nesi. Höf. gaf út. 1945.
Eg hef verið að blaða í
þessum sagnajiáttum Vigfús-
ar Kristjánssonar frá Hafn-
arnesi, scm hann vill láta
verða fyrsta bindið í safni
alþýðusagna og fróðleiks. Þá
hugsun hefir borið hæst við
við jjenna lestur, að enn sé
hún söm við sig mennta- og
l'róðleikslöngun íslenzkrar al-
þýðu. Þarna brýzt alþýðu-
maður, smiður og sjómaður
að atvinnu, í jiví að rita
sagna- og fróðleiksjiætti iu"
umhverfi sínu, sem raunar
er ekki allt nærhendis. Einu
má gilda um tilefni bókarinn-
ar, sem höf. getur um í for-
mála. Er ekki að amast við
jiví, þó höf. vi'lji hafa það,
sem honum rétt jiykir, miklu
frekar að hlynna að honum
'og öðrum fróðleikssafnandi
mönnum, og hvetja til þess
Jað herða sig nú betur í leit-
jinni að gullinu í íslenzkum
aljjýðusögnum. Mikill sandur
og sori kemur sjálfsagt á
„pönnuna“ hjá jjessum gull-
leitarmönnum, en Vigfús
Kristjánsson getur verið ró-
legur þessvegna, lánið svikur
hann ekki frekar en aðra,
sem sinna sínu kalli með á-
stundan og elju. Með sér-
stakri ánægu las eg kaflarin
um Þorstein Halldórsson i
Skarfanesi, þann afbragðs-
skrifara, sem á sinni tíð
bjargaði mörgu verðmætu
frá glötun með uppskriftum
sínum. Um þann mann og
ritstörf hans væri þarflegt
að safna meiru en hér er gert,
og er þetta þó góð byrjun.
- Þeir, sem á annað borð
hafa gaman af sagnaþáttum
og safria j)eim i skápinn sinri,
ættu ekki að setja sig úr
færi með að ná i jjetta sagna-
bindi Vigfúsar.
L. S.
Tvær
barnabækur
Nýlega eru út komnar tvær
barnabækur á vegum Bóka-
útgáfunnar Björk hér í bæn-
um. Nefnist önnur bókin
„Snati og Snotra“ og er hún
endursögð af Steingrimi Ara-
syni kennara, sem þráfald-
jega hefir sýnt að honum er
einkar lagið að rita skemmti-
legar bækur við barnahæfi.
Tryggvi Magriússon listmál-
Framh. á 6. síðu.