Alþýðublaðið - 23.08.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.08.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ m Landhelgisgæzla íhaldsins. Hvaðsegir reikningur Landhelgissjóðs? Ekki er íhaldsinönnum blygh- nnin til baga. Fyrr og síðar hafa togaraeig- endurnir í miðstjórn ihaldsflokks- ins, peir Jón Ölaí'sson og Ólaf- ur Thors, látið blöð . sín MaSa á sig ógeðslegu skjalli fyrir áhuga á landhelgisgæziu og umhyggju fyrir smábátaút\'eg. Þeim er hælt fyrir, að peir hafi látið draga land- helgissjóð úr „skuldafeni rí'kiis- sjóðsins", þeir eiga að hafa komið því til leiðár, að Óðin'n, það snild- arfley, var smíðaður, þótt Magn- ús Guðmundsson fái nú að njóta óskifts heiðursins vafasama af að hafa samið um smíðið, og svona má, lengi telja. Þessu pantaða skjalli hafa þeir svo tekið mrjð drýgindalegu upp- gerðarlítillæli, líkt og þessi vel- gerningur allur væri smáræði eitt hjá því, sem þeir hefðu gert og ætluðu aíð gera til að' gæta land- helginnar og hjálpa blessuðum smábátaútgeröa r m ön nunum, sem þeim eru svo innilega hjartfólgn- ir. Þeir roðnuðu ekki einu sinni, þótt allir vissu, að meðan skjallið dundi yfir þá, vom íalenzkir tog- arar eftir leiöbeiningum, sem send- ar voru béðan gegnum loftskeyta- stöð rikisins, að skafa landhelgina fQg eyðiieggja björg smábátaeig- enda í tngatali feðá hundraða. Og í hvert sinn, séfn reynt var áð fá iögfest ákvæði, sem ætla mátti að yrðu til þess, að hægt yrði að hafa hendur í hári veiði- þjófanna, stóðu upp fyrstir og töluðu hæst gegn þeim, þeir mið- stjórnarmennirnir, sem „trúnaðar- málin" skrifa, Jón og Ólafur. Sitt er hvað, orð og efndir. Og stjórndn þeirra Jóns og Ólafs sat og ráðstafaði landhelgissjóðn- um, svo að sem bezt yrði gætt landhelginnar og vaiin veiðarfæri og aflavon smábátanna. Einum göfugasta embættismanni st jórnar- ráðsins var falin yfirstjórn sjóðs- ins og greiddar fyrir það 4000 krónur á ári; reikningshald sjóðs- ins var þó að lang mestu leyti hjá ríkisféhirði, sem enga sér- staka þóknun fékk fyrir það starf. En er skipin urðu 2 varð ráðs- menskan ofmikið aukastarf með öðru fyrir embættismanninn, og var þá ráðinn framkvæmdastjóri fyrir skipin í viðbót; skyldi hann hafa 10,000 króna ársfaun fyrir það starf, en jafnframt gegna sínu fyrra starfi með fullum launum. Nú var loks það lag komið á stjóm, framkvæmdarstjórn og yf- irstjóm sjóðsins, sem miðstjóm- armönnunum áhugasömu, Jóni og Ólafd, líkaði, og' nú var farið að verja fé hans til þess, sem þeir töldu að ætti að verja því til. Koma hér á eftir nokkrar greiðslur „til landhelgisgæzlu": 2S/ii—’25 Greitt Hótel Ísland fyrir veizlu Kr. 1262,63 lö/a—’26 Veizla (tyrir skyttu) - 377,95 27/« - Keyptur hestur - 720,00 «/s - Vindlar, veitingar, bifreiðarleiga - 124,70 7 s - Vínglös - 112,50 lfi/s - Greitt fyrir hestahald - 1.574,01 20/s - Valhöll fyrir miðdegisverð - 250,00 38 8 » Fyrir veizlu á Seyðisfirði - 230,00 8/s - Fyrir hey - 720,00 s/u - 2 gullúr -1.030,00 s!/i2 - Móttaka hermálaráðherrans danska -3.213,00 2%—’27 Veizla - 423,50 w/s - Hestahald - 1.130,00 - Sama - 623,60 Mikið mega smábátaútgerðar- mennirnir vera þakklátir íhaldinu, miðstjórn þess og stjórn fyrir þessa fágætu umönnun og um- hyggju fyrir þeirra hag, fyrir þessa miklu vemd á veiðarfærum þeirra og aflavonum; dónaskap- ur værd af þeim að telja eftir launin til stjórnar og fram-' kvæmdastjóra sjóðs og skipa, sem taka á sig aukastörf þeim til hags- hóta, eins og sjá má af ofanrit- uðum greiðslum. Fyrir öllu er séð, ekkert er sparaö til þess að landhelgin sé sem bezt varin. Hey, hestar, veizlur, vín, vindlar jafnviel vrn- glös fyrir á annað hundrað krón- ur, alt til að gæta landhelginnar, vernda hagsmuni blessaðra smá- báta - ú tgerö a rman nanna, sem tog- araeigendum hér er svo einkar umhugað um. Þetta segja reikningar Land- helgissjóðs. Islandssundið hefst kl. 2 e. h. næstkomandi sunnudag úti við Sundskálann í Örfirisey. Er það merkasta sund, sem þreytt er hér. Hefir það verið þreytt síðan 1911. Hlýtur sá, er sigrar í því, nafnbótina Sund- kappi Islands eða sundkóngur. Lengst af hefir Erlingur Pálsson haldið þeim titli, en í iyrra keptí hann ekki — og hlaut þá Jón I. Guómundsson úr Hafnarfirði tignina. Er nú spurningin, hvort honum tekst að halda henni. I fslandssundinu taka alt 'af þátt fræknustu sundmenn landsins. Ástsæll læknir Fyrir örfáum dögum síðan barst sú fregn eins og eldur í sinu meðal sjúklinga á Ví.ifsstöðum, að Helgi Ingvarsson, sem gegnt hef- ir aðstoðarlæknii-embætti þar um sex ára skeið, væri að sækja um laust læknishérað á Austur- landi og ætti, svo sem öllum þótti sjálfsagt, vísa veiiingu þess. Það fer ekki ofsögum sagt að fregn þessi hafi vaíðð söknuð hjá sjúk- lingum, það mátti segja að þeir vær.i yfirleitt lostnir þöglum og þungum harmi. Þeir fundu það, að með burtför Helga læknis væri þeir ekki að eins sviftir snillings- lækni, sem þeir ailir undantekn- ingarlaust báru örugt traust til, heldur ætti þeir þar einnig á bak að sjá óvenjulegu'm mannkosta- 'manni og drengskapar. Þeir sáu ekki fram á að sæti ]>að er hann hefir skipað með fráhærri sæmd og prýði undanfarin ár, yrði nokk- uð svipað því eins vel skipað framvegis. Þeir fundu fjölmargir til þess, að nú var að1 fjúka í skjólið það, sern þeir höfðu ekki leitað árangurslaust í er einhvers konar hretviðri umkringdu þá, og slíkt kemur við hjartarætur margra þeiírra, senr bo.ið hafa sjúkdómsbyrði um langan trma. Þó að fregn þessi kærni sjúk- lingunum ekki alveg á óvart, setti marga þeirra hljóöa við. Þeim fanst er þeir fóru að hugsa mál- ið að eitthvað yrði að gera. En hvað gátu þeir gert? Þeir, sem: gengið hafa umdír oki þungbærxa sjúkdóma svo árum skiftir, munu flestir hafa rekið sig á það, að úrræðafátt vili verða stundum. En eitthvað varð að reyna. Og þegar þeim var orðíð þetta Ijóst, var ekki beðið boðamna, heldur gripið til eina úrræðisins, sem virtist geta komið til mála. SjúkMngarnir skrifuðu í smatri bréf til Helga læknis og beiddu hann að fara eigi og amnað bréf skrifuðu þeir samtímis Stjórnar- ráði fslands' Og beiddu það að hlutast til um að skapa Helga lækni þá aðstöðu á Vífilsstööum, er hann gæti unað við. í þessu efni. voru sjúkliirgarnir svo ein- huga að undir þessa beiðn-i skrif- uðu allir þeir, sem með1 nokferu mó-ti gátu komið ti-1 rnála aöi un-d- anskildum fimm eða svo; en svo einhuga samkomulag meðal þeirra tel ég óhu-gsamdi um nokfeuð ann- að efni. Þeir sjúklingar, sem nú eru á Vífilsstöðum, eru e-inhuga um þetta mál, og ef hæ-gt hefði verið að ná til þeirra sjúklinga, sem verið hafa hér i tíð Helga 1-ækn- is, en nú eru farn-ir héðan,, myndi það hafa sýnt sig, að utkoman hefði orðið hin sama þeirra á meðal, því að He-lgi læknir nýt- ur m-eiri ástsældar og virðingar meðal sjúklinga sinna e-n ég hygg að mörg hliðstæð dæmi fimnist til, og það munu allir þeir er kynnast honum tefja að sé að verðleikum. Einkennileg er sú glettni ör- laganna, að imeðal þeirra örfáu- sjúklinga, sem hér skárust úr leik, rnunu vera nokkrir þ-eirra, sem í veruliegri þakkarskuld standa við Helga lækni Ingx'arsson. Ég hefi orðið þess var að sum- ir þeir, sem ekki þekkja til, halda að vinsældir Helga læknis stafi að elnhverju leyti af því, að hann gangi sl-ælega eftir því að sjúk- lingar lifi eftir þeim reglum, sem þeim eru fyrir settar, en slíkt er hin mesta fjarstæða; hitt er mér kunnugt um, að flestum sjúkling- um finst það óhærilegt að bregð- ast trausti hans í því efni, enda hefi ég séð þess nokkur merki að hann tekur það verulega nærri sér ef hann verður var við slíkt. Það sýnir nokkuð átakanlega hverjar tilfinningar sumír sjúk- lingar bera til Helga Lækni-s, að þáð hefiir þrásinnis koimið fvrir um þá er hér hafa dáið, að síð- asta ósk þeirra hefir verið að fá að kveðja hann og þakka honum áður þeir færi af þessum hehni. Dæmi finnast til þess, að lækn- irinn hefir verið sóttur urn miðjr ar nætur til þeirra erinda. Ég er þess fullviss, að þeim sem kimnugir eru Helga lækni, mun ekki finnast of djúpt tekið í árinní í því, sem um hann hefir verið sagt í línum þessum. Ég, er fullkomlega sannfærður um það, að læknish-æíileikar hans eni frábærir, en hitt fiinst mér þó bera af, hve óviðjafnanlegir eru mann- kostir hans. Ég er einn meðal þeirra, sem á honum mikla þakkarskuld að gjalda fyrir margskonar göðvild,. er hann hefir auðsýnt mér. Mér: finst hann vera einn af allra beztu mönnunum, er ég hef-i kynst um æfina. Girnmr Þorsteinsson. Knattspyrnumót Reykjavíkur. Kappleikurinn i gærkveldi. Vík- ingur vinnur Val(B-lið) með 3: 0 Víkingar völdu mark. Lá á Valsmönnum allan leikinn, en þó vörðust þeir mjög vel. Víkingar fengu fríspark af vítateigslínu, þá er 2 mínútur voru eftir af hálf- leik. Erling Hjaltested spyrnti og kom knötturinn í mark. Var það fyrsta markið, er gert var. Endaði því fyrri hálfleikur með 1:0. Valsmenn voru að eins 10 megnið af þessum hálfleik, því einn af mönnum þéírra mæitti ekki- á! vett- vangi, þá er leikur hófsit, en rétt áður en fyrri- hálflei'k íau'k, kom inn varamaður þeirra., Síðari hálfleikur var heldur fj-örmeiri, og gerðu Valsmenn þá nokkur góð upphlaup, en ekki lánaðist þeim að gera rnark. Sam- leikur Víkinga virtist all góður, en frekar tókst þeim illa að skjöta á markið. Þeir skoruðu mark

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.