Vísir - 03.12.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 03.12.1945, Blaðsíða 4
Mánudaginn 3, desenxber 19-15 4 V I S I R VISIR DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Tvær stefnnr. Waþitálisminn hefur þann galla, að dreifa \ gæðum lífsins illa, en sosialisminn hefur þann kost að dreifa eymdinni ágætlega, sagði Churchill nýlega í ræðu. I þessum fáu nrðum felst mikill sannleikur. Misskipting auðsins er annarsvegar, en eyrndin hinsvegar sé miðað við það ástand, sem ríkjandi er í þeim löndum, sem lengst eru komin á þróun- arbraut þessará stefna beggja. Við Islend- ingar höfum aldrei haft af þessu að segja. Þótt einstaklingsframtak hafi verið viður- kennt í landinu, hefur hitt þótt jafn sjálfsagt að Iræjar- eða sveitarfélög, opinberar stofnanir cða ríkið sjálft tæki sumpart að sér einka- rekstur í ýmsurn greinum, eða tæki þátt í þeim rekstri, sem einstaklingar gátu að vísu stundað, en ekki lyft slíkum Grettistökum og smærri eða stærri samfélög. Hér í landi hefur einkareksturinn aldrei haft allan rétt og auðsöfnunina alla sér til handa. Rikið hefur lieldur aldrei svipt einstaklinginn öllum rétti til atvinnurekstrar þótt mjög hart hafi þrá- faldlega verið að honum búið. Tekjuþörf ríkisins og bæjarfélaganna hefur jafnframt ginið yfir kúfinum af allri fjársöfnun ein- staklinganna, en þessu fé hefur verið varið íið verulega leyti í alþjóðarþarfir. Má því segja að hér hafi verið farinn hinn gullni meðalvegur í aðalatriðum, og .nú standa sakir þannig að öll þjóðin á við sæmi- legan efnahag að búa, en fátækt er hverfandi lítil, þótt alltaf sé af henni of mikið. Að því marki á að keppa með þróun, en ekki bylt- ingu, að tryggt verði að enginn líði neyð og jafnframt að sérstök rækt verði lögð við æskuna, uppeldi hennar og uppfræðsla, þannig íið allir eigi sama rétt til þeirra gæða, sem ríkið leggur til, en fátækir námsmenn séu styrktir til náms eftir þörfum. Hver þjóð, sem sér sómasamlega fyrir andlegum og lík- amlegum þörfum þegna sinna cr vel á vegi stödd, en hún hefur ekki þrætt eftir þrengstu leiðum kapitalisma eða kommúnisma. Bretar liafa horfið að því ráði að þjóðnýta ýms fyrirtæki, sem þjóðnýtt hafa verið fyrir löngú hér á landi. Er það gert til að skapa meiri jöfnuð meðal þegnanna og vega upp á móti ofurvaldi kapítalismans. Frá kommúnist- um berast hinsvegar þær fréttir, að mjög heri á ránum á úrum þar, sem þeir fara um, cnda hefur (lanska ríkisstjórnin nýlega gripið til þess ráðs, að gefa setuliðinu á Born- holm, — öllu með tölu,.— vasaúr til þess að J'riða eyna. Rússar hafa'. jafnframt ákveðið sið láta smíða nokkuð af slíkum úrum handa hermönnum sínum, með því að þau liafi vcrið mjög eftirsótt í Berlin. ITamangreiildar ráð- «tafanir heggja framangreindra þjóða stað- J'csta ummæli Churchills: Kapitalisminn hefur ]>ann galla, að hann dreifir gæðum lífsins illa, ien sosialisminn hefur þann kost, að dreifa jeymdínní ágætlega. í Við Islendingar viljum halda áfram á þeirri hraut, sem við erum komnir -út á og höfum 'gengið á nokkra áfanga. öfgarnar eiga hér lítil eða engin ítök. Um auðvald í erlendri merkingu er hér ekki að ræða, cn þótt hommúnistar hafi hátt munu örlög þeirra sú, að fýlgi þeirra rénar því meir, scm menn Jkynnast þeim betur. Auglysing um einsfefBiuaksfur a Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Reykjavíkur hefir verið ákveðinn einsteínuakstur um þá hluta Hringbrautar, sem fullgerðir eru, þannig að um hvora akbraut sé einungis ekið í aðra áttina: um mnri brautma frá vestn til austurs og um ytri brautina frá austn til vesturs. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 30. nóv. 1945. Agnar Kofoed-Hansen. Til sölu Munstraðir Axminster gólfdreglar í fleiri litum. Til sýnis Auðarstræti 17, kjallara. — Á sama stað saumað úr þeim gólfteppi á forstofur og stiga. — Upplýsmgar í síma 4397. Vélkniíin eru væntanleg til Iandsins strax upp úr áramótum. Heitfyerfilunm Hekta Hafnarstræti 10. Sími 1275. UIMGLINGA vantar þegar í stað til að bera út blaðið um LAUGAVEG EFRI ÞÓRSGÖTU AUSTURSTRÆTI Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660. DagblaSið Vísií. fyrirliggjandi. oCuduicj Sl orr Gólfflísar 6X6". cJduduicj' Sí, íorr Sögulegt Frá Ganglera hefi eg fengið bréf það, ferðalag. sem hér fer á eftir, en það fjallar um eitt aðalunrræðuefni hæjarhúa þessa dagana. Gangleri segir: „Hvernig væri, að eitlhvert blaðanna fræddi mig og fleiri al- þýðumenn um, hvað hæft er í sögum þeim, sem gengið hafa í bænum að undanförnu, um eitt- hvert sögulegt ferðalag björgunarskipsins Mar- íu vestur á fjörðu. Eg hefi heyrt, að fleyt- an hafi verið 16 ldst. á leiðinni, áhöfn og far- þegar hvorki fengið vott né þurrt og fléira því líkt. Hvers vegna segja blöðin elcki frá þessu‘?“ * * Gjóstur Eg liei'i heyrt silt af liverju um varð- á móti. skipin eða öllu heldur það, sem vest- ur fór og ferðalag þess, og ætla nú að segja söguna, eins og eg heyrði hana, en þó getur verið um einhverjar smáskekkjur að ræða í frásögninni. Eg held annars, að hún sé rétt í aðalatriðum, ofe hefi eg þó ekki getað náð tali af neinum, sem mfeð snekkjunní voru, til að fá ferðasöguna frá fyrstu hendi. Það er víst rétt, sem Gangleri hefir heyrt, að Ma'ria var 16 klst. á teiðinni vegna þess að einhver gjóstur var á móli. * Ekkért Báturinn lét svo illa vegna þess, að kaffi. nokkúð var að sjó, að engin leið var að hita kaffi. Var þá gerð tilraim til þess að fara hægar, ert ekki tók þá b’etra viS, því að Jjegar komið er niður fýrir vissart hi-aða, lætrtr báturinn ekki að stjórn og slæi" flötum fyrir sjóunum. Stafar þetta af því, að bátúm þessum er að nokkuru leyti stýrt með skrúfununi, með því að auka eða draga úr snún- ingshraða þeiíra, svo að snúningshraðinn iná heldur ekki fara niður fyrir visst mark, þvi að þá fer illa. * ACvarleg Ferðas'agan er litlu lengri. Báturinn mistök. komst hteilu og höldnu til ísafjarðar, þótt þeir, sem með honum voru, væru talsver.t eftir sig eftir volkið. En sé þetta rétt, að hátarnir séu svo lílil sjóskip, og þeir sé jafnvel, gallaðir að öðru leyti líka, þá hafa hér (átt sér stað alvarleg niistök við þessi skipa- I kaup. Það er ekki svo litill peningur, sem var- iö liefir verið til kaupanna, um hálf önnur milljón króna, og hefir vcrið á glæ kastað. * I angaði Það er nú nokkuð liðið, siðan hlaða- á flot. mönnum var boðið að sjá þessar fleytur. Þá langaði til að fara á flot, fá að fara eitthvað út fyrir eyjar, og minntust á það. En þvi var borið við, að veður væri of vont til þess, að slíkt „gæti látið sig gera“. Að vísu var nokkurt kul, en varla svo, að blaða- inennirnir liefðu ekki farið óhræddir, en þá grunaði ])ó, að rieitunin væri frekar gerð með tilliti til bátanna — veðrið væri of vont fyrir þá. En hvernig væri nú að hjóða þingmönn- um út og láta þá reyna gnoðirnar? =K Jólafasta. Eg var að minnast á það um dag- inn, að nú nálguðust jólin óðrim. í gaer fór eg svo að blaða í ahnánakinu, til að leita þar einhverra frétta. Þá sá eg, að það er hvorki meira né minna en koniið tram á jólaföstu. Hún hófst í gær, súnnudaginn ariri- an desember. Jólafastán hefir ekki lengur gildi í þjöðlífinu, hún er bara dágur í auguni okkar, sem nú lifum. En þetla var öðru vísi endur fyrir löngu, því að þá var hun takn þcss, að fólk ætti að fara að búa sig undir jólalielg- ina frannindan. * Bílastæðin. Á þriðjudag minntist eg á það, að ekki væri búið að ganga svo frá bíjakteðinij við LœkjargÓtu, að viðiuiandi gæti kallazt. Eg miiintist á iStfeinbrúnir þær, sem vséru meðfram svæðinu við Lækjargölu. Morg- uriinn efiirt' átti eg leið þar fram hjá og. sá, að þá var farið að gera við það, sem ’eg hafði skýrt frá, að kvartað liefði verið um. Er það gleðilegt, að umkvörtun þéssi skyldi hafa bor- io svo skjótan árangur, en hezt hefði verið, el' ekki hefði þurft að kvarta nöitt. * Skipulag. Öllum cr Ijóst, að bílastæðin í Mið- bænum eru állt of lítil fyrir þann Lrilafjölda, sem verður að vera „á götunni“, eins og börnin. Þess végria er nauðsynlegt, að skipu- leggja stæðin, linitmiða stað fyrir hvern bil, svo að ekkert rúm fari til sþillis. Þetta hlýtur að vera hægt, og hefi eg heyrt að lögreglán hafi tillögur um þáu mál. Virfjist sjálfsagt að taka þær til athtigunar og hagnýta síðan stæðin 'sem bezt'.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.