Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 04.01.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 04.01.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Föstudaginn 4. janúar 1946 naröld í Eítir Frank Gervasi, frétíaritara ameríska tímaritsins Colker’s. í Palestinu eru tvö leynifélög — Stern-félagið og NMO — sem fceita mánnránum, morðum og allskonar þvingunarráðstöfunum í þeim tilgangi að reyna að stofna til borgarastyrjaldar í landinu og vinna með því frelsi þess. Þessi grein skýrir frá þessum félögum og starfsemi þeirra. Pale§tínu. Ef Walter Edward Guin- ness, fyrsti barón af Moyne, hefði helgað sig bjórbruggi, eins og fleiri úr fjölskyldu hans, í stað þess að snúa sér að stjórnmálum, þá mundi bann að líkindum vera á lifi nú. Því að þá liefði hann ekki verið í Kairo í nóvember 1944. Hann var myrtur af tveim- ur ungum Palestínumönn- um, sem játuðu fyrir rétti, að með morðinu vildu þeir vekja athygli heimsins á málefnum Gyðinga og vand- ræðum ])eirra. Piltunum hafði verið sagt fyrirfram, livað ])eir ættu að segja, ef þeir næðust. Þeir skýrðu frá því, en blaðamönnum var bannað að síma um' það. Þeim var meira að segja bannað að skrifa sér til minn- is, meðan á yfirhevrslunni stóð. Ritskoðunin kom í veg fyrir að Gyðingarnir ungu næðu þeim tilgangi, sem for- ingjar Stern-flokksins höfðu ætlað sér. Þeir gátu þó valc- ið nokkra athygli á Gvðinga- landi út um heim. Upphaf vandræðanna. Það var upphaf vandræð- ánna, að 2. nóvember 1917 ritaði Balfour, einn af mestu áhrifamönnum Breta þá, bréf til Rotschilds lávarðar, þar sem brezka stjórnin lofar hálft í livoru að beita sér fyr- ir stofnun „þjóðheimilis“ Gyðinga í Palestínu. Brezka stríðsstjórnin gaf þetta lof- orð og það var tekið upp í Þjóðabandalagssáttmálann. Gyðingar tóku til starfa. Þeir flykktust til Gyðinga- lands, reistu þar stórborgir, eins og Tel Aviv, breyttu cyðimörkum í frjólendi, byggðu verksmiðjur, og all- ir í landinu, hverrar trúar sem þeir voru, höfðu nóg að bíta og brenna. Árið 1922 voru Arabar í Palestínu 589177 að tölu, en Gyðingar 83,790. Vorið 1939 var svo komið, að Arabar höfðu nærri tvöfaldazt, voru orðnir milljón, en Gyðingar liöfðu meira en sexfaldazt, voru um 550,000 að tölu. Bretum fannst þeir verða að sefa Aral)a, sem var ekki íarið að lítast á fjölgun Gyð- inga, og þetta ár — 1939 — var tekið fyrir innflutning þeirra. En þá voru um sex milljónir Gyðinga í vegi fyr- ir herskörum Ilitlers og síð- an hafa Gyðingar hvarvetna barizt fyrir því, að fá þessu breytt á ný. Gallinn er sá á yfirlýsing- um Balfours, að Gyðingar segja, að hún sé skilyrðis- laust loforð Jæirn til handa, en Arabar segja þvert á móti. Og þar stendur hnífurinn i kúnni. Én deilur þessar ná nú senn hámarki, og þær geta verið stórhættulegar friðinum við austanvert Mið- jarðarhaf og einingu banda- manna. Gyðingar hafa sagt þráfaldlega, að þolinmæði þeirra sé senn þrotin og þeir grípi ef til vill þá og þegar til orþrifaráða. Ef ekki tekst fljótlega að komast að við- unandi lausn í þessum mál- um, þá getur*soðið upp úr fyrr en varir. Nazistar hafa drepið að minnsta kosti fimm af seyt- ján milljónum Gyðinga, sem voru í Evrópu í stríðsbyrjun. Gyðingar telja sig eiga fulla heimtingu á að verða ein, sjálfstæð þjóð. Þeir virðast jafnvel fúsir til að berjast fyrir þeim málstað. Það á við jafnvel hina liægfara í þeirra hópi, en æsingamenn- irnir hafa predikað ,-,öflugar ráðstafanir" árum samau. Stern- flokkurinn. Bæði Stern-flokkurinn og Irgun Zevai Leumi — þjóð- legu hernáðarsamtökin — reyna að koma af stað borg- arastríði og síðan uppreist gegn Bretum. Það er þeirra „lausn“ á vandamálum Gyð- ingalands. Zion-istar vilja fá sjálfstæðið eftir lögleiðum, en hinir vilja stytta sér leið-1 ina — varpa Bretum á dyr og stofna nýtt ríki. Eriedman-Yellin, sem er núverandi foringi Stern- llokksins, er breiðleitur, blá- eygur ofstækismaður, sem kennt hefir flokki sínum all- ar nýjustu bardagaaðferðir amerískra glæpamanna. Þó er varla hægt að kalla liann eða Menchim Begin, hinn magra fyrrverandi laganema, sem er foringi I.Z.L., blóð- ])yrsta glæpahunda. Ef til viíl eru þeir það og ýmsir fylgismenn þeirra, en flestir xnanna þeirra eru heitir föð- urlandsvnir, sem eru undir slæmum áhrifum. Menn verða líka að hafa það hug- fast, að þessir menn hafa orðið að sitja auðum hönd- um, meðan Hitler hefir látið drepa ættingja þeirra og vini í milljónatali í Evrópú. Sternflokkurinn var stofn- aður fyrir fáeinum árum -— enginn vcit með vissu hve- nær — af pólskum Gyðingi, sem hét Abraham Ben Mor- dechai Stern. Varð hann til úr leynifélagi, sem nefndi sig „baráttumenn fyrir lrelsi Is- raels“, en í því voru illvirkj- ar og fyrrverandi fangar, er frömdu allskonar glæpi, en þó ekki ó skipulagsbundinn hátt. En eftir breytinguna urðu morð sérgreinin. For- inginn hafði gengið í harðan skóla — hann hafði lært í Póllandi fjTrir stríð og Italíu fasismans. Aðdáandi n Duce. Stern var sagður duglegur maður, en einrænn og þrár með afbrigðum. Hann kom til Gyðingalands ‘ frá Rúss- landi 15 ára gamall, gekk þar í mennta- og háskóla, en fór þá til Póllands og síðan til Italíu, og varð þá mikill aðdáandi Mussolinis. „Bretar eru fjendur okkar ekki síður cn Þjóðverjar", var viðkvæðið bjó honum. „Þjóðverjar drepa Gyðinga, og Bretar reyna ekki að hindra það.“ Og í þessum anda lifði hann og æfði flokk sinn. I Sternflokkinum var mest áherzla lögð á leynd. Enginn meðlimur ])ekkti fleiri en tvo eða þrjá félaga sinna. Ekki 10. hver maður var fæddur i Gyðingalandi og flestir voru pólskir að uppruna. Ilöfðu margir þeirra verið í pólska hernum, er Þjóðverj- ar og Rússar réðust á Pól- land, komizt til Rússlands og síðan þaðan til Gyðingalands. Hölðu menn þessir verið i leynilegu byltingarfélagi, er Stern hafði stofnað meðan hann var í Póllandi. Stern var drepinn í Tel Aviv, 35 ára að aldri. 1 aug- um manna sinna er hann píslarvottur, sem þeir verða að hefna grimmilega. Þegar Stern féll frá voru í flokki lians 40—50 svonefndir „fyrstu víglínu menn“, þ,- e. a. s. menn, sem hægt var að fá til að fremja morð og önn- ur ódæði, auk 150 njósnara og annarra hjálparmanna. I.Z.L. Irgun Zevai Leumi cr miklu öflugri flokkur. I hon- um er talið að sé eigi færri en 3—400 „athafnamenn“, auk að minnsta kosti 2000 hjálparmanna. Hefir I.Z.L. sinn eigin skóla, þar sem mönnum er kennt að vinna skemmdarverk, svo að tjón- ið verði sem mest og annað því líkt. Sá er munurinn á þeim, sem eru í Stern-flokknum og I.Z.L., að Stern-menn leitast við að vinng á einstaklingum meðal fjandmanna sinna, sem þeir telja. I.Z.L. beinir binsvegar öllum kröftum sín- um að því að eyðileggja.störf stjórnar Breta í landinu. — Stern-menn eru ánægðir mcð að verða píslarvottar, en I.Z.L. stefnir hærra. Það vill drottna í Palestínu. I.Z.L.-menn eru ekki eins ofstækisfullir og Stern-menn og leituðust við að vinna ekki skemmdarverk, sem gátu dregið úr hernaðarmætti Breta. Þeir meira að segja livöttu Gyðinga til að ganga í brezka herinn. En þeir litu lika á málið frá því sjónar- miði, að ])egar hermaðurinn kæmi aftur, múndi hann geta orðið þeim að meira gagni en áður vegna herþjálfunar sinnar. Þeir sprengja upp lög- reglustöðvar, stjórnarskrif- stofur og opinber mannvirki, en ekki ef hætta er á að brezkir menn farist i spreng- ingunni. Samband er milli I.Z.L. og Pólverja, eins og Stern- llokksins og Pólverja. Meira að segja var samband fyrir stríð milli I.Z.L. og Gyðinga- batara í Póllandi, því að þeim mun mcira sem hlut Gyð- inga var þrengt í Póllandi, þeim mun fleiri fluttust það- an til Gyðingalands. En svo fóru Pólverjar blátt áfram að stofna til Gyðingaofsókna og þá var bandamönnum þeirra í Gyðingalandi nóg boðið, jafnvel þótt l'jölda- morðin væru góð til ároðurs fyrir mólstað þeirra — al- gera opnun Gyðingalands Gyðinga. Samstarfið endurnýjað. Þegar pólskar bersveitir voru fluttar til landanna við austanvert Miðjarðarhaf frá Rússlandi 1941—42 var sam- bandið tekið upp aftur, því að það hafði rofnað vegna hernáms Póllands. Herinn var andvígur öllu, sem rúss- neskt var, ög leyniþjóiiusta hans fékk I.Z.L. til þess að hjálpa sér til að hafa uppi á Rússa-sinnum innan hersins. Hann hjálpaði aftur á móti I.Z.L. til að koma áróðri sín- um til Bretlands og Banda- ríkjanna. Góðar heimildir halda því fram, að pólski herinn haíi hjálpað I.Z.L. um kennara í meðferð sprengiefna, vopn og fleira, og jafnvel skótið yfir menn skjólshúsi, er þeir höfðu framið einhver ódæð- isverk. Bretar komust þó brátt að þessu og fundu að því við Pólverja, en þeir svöruðu því til, að þeir væru reiðir vegna þess, að Bretar hefðu fórnað þeim á altarp vinfengis síns við Rússa. Þá var samband þetta búið að gera svo mikið illt af sér, að erfitt var að bæta úr tjón- inu. Illvirkin aukast. Eftir að pólsku flótta- mennirnir fóru að koma til Gyðingalands, fór skemmd- arverkum mjög fjölgandi. Þann 18. maí 1944 ruddust til dæmis bópar skemmdar- várga inn í útvarpsstöðina í Ramallah fyrir utan Jerú- salem. Það er aðeins eitt dæmi um fjölda ódæðisverka. Menn hafa verið myrtir, hús sprengd í loft upp og lands- húar hvattir til uppreistar og hlóðsúthellinga. Meðal hinna hægfara Gyð- inga hafa heyrzt raddir um það, að þeir verði að grípa fram fyrir hendurnar á Stern- og I.Z.L.-mönnum. En það er erfitt, því að þeir vita, að þessir harðskeyttu flokk- ar erii i rauninni að berjasK fyrir málstað þeirra, þó að þeir geti ekld ’fallizt á að- ferðirnar. Það er að vísu til lögregla í landinu, en hún fer sér hægt í skyldustörfum sínum, svo að sumir vilja kenna henni um hversu óvænlega horfir. Hún hefir hvað eftir annað látið skemmdarvarga sleppa úr farigelsum sínum, þótt hægðarleikur hefði átt að vera að halda þeim innan múranna. 1 raun og vem virðist benni aldrei hafa tek- izt að halda þeim í skefjum. Eftir morð Moynes lávarðs var hafin ný og öflug sókn gegn óaldarseggjunum. Helztu foringjar Gyðinga sögðu ])eim stríð á hendur, enda þótt margir hafi verið kunnugir þeim um langan aldur. Baráttan, sem þar með er hafin, getur leitt til borg- arastyrjaldar þá og þegar. Það er ekki lengur fjarlæg- ur möguleiki, að Gyðingar geri vopnaða uppreist. Lið 2—3000 vel vopnaðra, óðra manna getur komið henni af stað. En hún verður ekki, nema öll önnur meðul til samkomulags reynist hald- laus. Um 40,000 Gyðingar . gengu í brezka herinn í stríð- inu og fengu ágæta æfingu. Það er fyrirsjáanlegt, að stefna „athafnamannanna11 mun verða sterkari en sjón- armið hinna hægfara. Bret- ar gera sér ljósar hætturnar, sem þarna leynast. Þeir lentu í slæmu ævintýri í Grikk- landi, en samskonar atvik í Gyðingalandi uæti orðið enn hættulegra. I iIm ynnmj tfra SajarMma féeifkjaOskur Vegna stækkunar sjálfvirkustöðvarinnar i Reykjavík vantar bæjarsímann nú þegar rafvirkja. Reykjavík, 3. janúar 1946. Bæjarsímastjórinn. Tilkynning jjrá SœjarAím tZeijkjaúíkur Ungur efnilegur maður með gagnfræðamenntun eða fullkomnari menntun getur komist að sem nemi við símvirkjun hjá Bæjarsíma Reykjavíkur. — Æskilegt er að umsækjandi liafi áður unnið við verkleg störl'. Eiginhandar umsókn sendist bæjarsímstjóranum í Reykjavík innan 11. janúar 1946.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (04.01.1946)
https://timarit.is/issue/80131

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (04.01.1946)

Aðgerðir: