Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Vísir - 04.01.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 04.01.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R Föstudaginn 4, janúar 1946 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð Icr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Stór orð, — lítill árangur. Kommúnistar hófu fyrstir baráttu vegna bæjarstjórnarkosninganna, enda fara þeir ekki dult með, að þeir ætli sér að vinna meiri- hlutann, — nú eða aldrei. Þeim er ljóst, að vegur þeirra verður ekki meiri en orðið er, og takist þeim ekki'að ná meirihluta í bæjar- stjórninni að jæssu sinni, tekst þeim það aldrei. Hitt er jafn víst, að þótt þeir sendi lið sitt fram til sóknar, gengur það ekki fram til sigurs. Bætir þar ekki úr, þótt kommún- istar séu svo málefnasnauðir og al'kastalitlir á stjórnmálasviðinu, að þeir telji hyggilcgast að tileinka sér allar framfarir, sem orðið hafa idlt frá dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar. Þótt kommúnistar látist bera hag verka- manna fyrir brjósti, er öllum Ijóst, að það er aðcins yfirskin, — leið að marki, sem liggur yf'ir lierðar verkalýðsins, en markið sjálft er ])j óðfélagsbyl ting, þar sem frclsi og mannrétt- indi eru fyrir borð borin. Ymsum liættir lil nð gera lítinn greinarmun á frönsku stjórn- nrbytingunni og hinni rússnesku. Er þar þó sá reginmunur á, að Frakkar gerðu bylfingu hjá sér til þess að tryggja frelsi, jafnrétti og hræðralag og lögvernda eignaréttinn, cn rúss- neska byltingin miðaði í upphafi að afnámi cignaréttarins og ’sköpun ríkisrekstrar sam- hliða alræði ríkisins yfir þegnunum, sem þann- ig voru sviptir athafnafrelsi í raun réttri. Þjóð- viljinn vill láta líta svo út sem kommúnistar hafi unnið marga og mikla sigra í þágu verka- lýðsins, en Islendingar eru ekki svo fáfróðir, að allt sé berandi á borð fyrir j)á, þótt sum- um megi mikið bjóða. Þær framfarir, sem orðið liafa víða um heim, eiga rót sína að rekja til hins frjálsa lýðræðisskipulags, sem vest- rænar þjóðir hafa átt við að búa, en rússneska byltingin hefur haft takmarkað gildi fyrir ráð- stjórnarríkin cin, og jiekkja menn af eðlileg- um ástæðum lítið til þeirra framfara, sem þar kunna að liafa orðið, og alls ekki þau mann- réttindi, sem þar kunna að vera umfram það, sem gerist og gengur annarstaðar í heiminum. úm slíkt og þvílíkt á ekki að þurfa að ræða, |)ótt ekki verði hjá því komizt, er kommún- istar gerast svo fingralangir að tileinka sér jiær frámfarir, sem l'rjálslyndir flokkar í lýð- ræðisríkjum hafa barizt fyrir og hrundið í framkvæmd. Ohætt mun að fullyrða, að hagur verka- manna hér á landi, og þá ekki sízt hér í Rcykjavík, sé mun betri en liagur starfsbræðra þeirra víðast erlendis. Hér hefur frá upphafi ríkt meiri jöfnuður en með öðrum þjóðum, og af opinberri hálfu hefur verið meira gert fyrir þá, sem lakast hafa verið scttir cn hjá ílestum öðrum þjóðum. Ekki lcikur vafi á, nð með hyggilegri stjórn má tryggja svo af- homu almennings, að honum sé enginn háski búinn vegna atvinnuleysis eða annarra vand- ræða. Við höfum stigið nokkur skref á l'ram- i arabrautinni og cr það vel, en þrátt fyrir ])að eigum við cnn flest eftir ógert. Kommún- istar þykjast ætla að gera mikið og berjast fyrir flestum framfaramálum, en allt til þessa Jiefur hlutur þeirra lítt gengið fram, er aðrir Hokkar hafa barizt fyrir umbótamálunum. Má ætla, að svo muni enn reynast, enda ckki ger- andi ráð, fyrir að margir verði til að sýna þeim trúiúað við kjörborðið, þrátt fyrir öll glamuryrði þeirra í kosningabaráttunni. tiœmnii 5 í s I lásiiJí ; i HWBB Fiamboðslisti Sjálístæðismanna við bæjarstjórnarkosnmgarnai. Framboðslisti Sjálfstæðismanna við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík var nýlega samþykktur á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna. Hann er þannig skipaður: 1. ‘Bjarni Benediktsson borgarstjóri, Eiríksgötu. 19. 2. Guðmundur Áslijörnsson útgerðarmaður, Fjölnisvegi 9 3. Frú Auður Auðuns cand. jur.j Reynimel 32 4. Sigurður Sigurðssori berklayfirlæknir, Skeggjagötu 2 5. Gunnar Thoroddsen prófessor, Fríkirkjuvegi 3 (i. Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður, Fjólugötu I 7. Friðrik Olafsson skólastjóri, Sjómannaskólanum 8. Jóhann Hafstein framkvæmdastj. Sjáll'st.fl., Smárag. 5 9. Eyjólfur Jóhannsson framkvæmdarstjóri, Óðinsgötu 5 10. Gísli Halldórsson vélaverki'ræðingur, Flókagötu 6 11. Frú Guðrún Jónasson kaúpkona, Amtmannsstig 5 12. Sveinbjörn Hannesson verkamaður, Ásvallagötu (55 13. Guðm. Heljgi Guðmundsson þúsgagnasm.m., Bræðr. 21B 14. Einar Erlendsson húsameistari, Skólastræti 5B 15. Þorsteinn Arnason vélstjóri, Túngötu 43 16. Hafsteinn Bergþórsson útgerðarmaður, Marargötu 6 17. Einar Ólafsson bóndi, Láekjarhvammi 18. Ludvig Hjálmtýsson framkvæmdarstjóri, Hátúni 37 19. Hákon Þorkelsson verkamaður, Grettisgötu 31A 20. Guðjón Einarsson bókari, Kjartansgötu 2 21. Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi, Hringbraut 137 22. Frú Soffía M. Ólafsdóttir, Skólavörðustíg 19 23. Guðmundur H. Guðmundsson sjómaður, Asvallagötu 65 24. Einar B. Guðmundsson hrm., Hringbraut 201 25. Iýristján Þorgrímsson bifréíðarstjóri, Kirkjuteigi 11 26. Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur, Fjölnisvegi 12 27. Erlendur Ó. Pétursson forstjóri, Víðimel 38 28. Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri, Verzlunarslcólanum 29. Matthías Einarsson læknir, Sólvallagötu 30 30. Ólafur Thors forsætisráðherra, Garðastræti 41 Orðuveitingar p um áramótin. Hinn 27. desember síðastl. sæmdi forseti Islands eftir- greinda menn heiðursmerkj- um hinnar íslenzku fálka- orðu sem hér segir: Sigurð Sigurðsson licrkla- yfirlækni, sem hefir unnið sérstaklega terðmætt og merkilegt starf í þágu heil- brigðismála landsins, — og Kjartan Thors framkvæmd- arstjóra, sem um tugi ára hefir unnið mjög að aukn- ingu og eflingu atvinnuvega landsins, stórriddarakrossi. Þá voru eftirtaldir menn sæmdir riddarakrossum: Jakob Einarsson pófastur að Hófi, Vopnal'irði og Guð- brandur Björnsson prófastur Hoí'sós. Þeir hafa báðir um langan aldur unnið mjög að hagsmunamálum svcita sinna og safnaða. Bogi Ólafsson yfirkennari, sem hefir að baki sér gagn- merkan starfsferil sem kcnn-. ari við Menntaskólann í Reykjavík. Jón Sigurðsson skipstjóri, sem stundað hefir sjó- mennsku og síðar útgerð í 60 ár af áhuga og dugnaði. Magnús Guðnason stein- smíður, sem lagt hefir gjörva hönd á steinsmíði í rúm 60 ár, og er meðal liinna fáu núlifandi manna, sem unnu að smíði Alþingishússins. Þá sæmdi forseti Islands, cftirgreinda menn heiðurs- merkjum hinnar íslenzku fálkaorðu 1. janúar 1945. .. Georgíu Björnsson í'or-’ setafrú, sem staðið hefir við hlið manns síns um langan aldur, í mikilverðustu em- bættum og gegnir nú mestu virðingarstöðu íslenzkra kvenna. Jón Sigurðsson skrifstofu- stjóri Alþingis, scm þann dag hafði gegnt því starfi i 25 ár, stórriddarakrossi. Þá voru eftirgreindir menn sæmdir riddarakro^sum: Ágnar Kl. Jónsson skrif- stofustjóri utanrikisráðu- neytisins sem um nokkurt skeið hefir starfað í utanrík- isþjónustu landsins. Ingvar Gunnarsson kenn- ara, Ilafnarfirði, sem' verið hefir umsjónamaður Hellis- gerðis frá upphafi og séð um ræktun þess. Emanúel Cortcz sem í ára- tug hefir verið yfirprentari í ríkisprentsmiðjunni Guten- berg, og unnið merkt starf í þágu preritlistarinnar á Is- landi. Guðmund Þorbjarnarson bónda að Stóra-Hofi for- mann Búnaðarsambands Suðurlands, sem unnið hefir sleitulaust af hinni mestu ósérlilífni að vclferðarmálum bændastéttarinnar og sýslu- félag síns. Auk þes^. gaf forseti ís- lands 31.. des. út! forsetabréf um starfsliáltu örðunefndar og annað um breyting á for- setabréfi 11. júlí 1944. í forsetabréfi því er for- seti gaf út 11. júlí 1944, er gert ráð fyrir að orðunefnd setji sér starfsreglur, og nú hefir það verið gert. Starfsreglur þessar eru að sumu leyti staðfesting á því, sem líökazt hefir um orðu- veitingar og að nokkru leyti breyting frá því, sem áður var. Með forsetabréfi þessu fær. forseti vald til þess að heita heiðursmerki orðunnar, án tillagna frá orðunefnd- inni. Hinsvegar ér réttur orðunefndar til að gera Jil- lögur til forseta um orðu- veitingar til innlendra manna takmarkaður, þannig að eigi má vcita fleiri en 20 orður á ári, i mesta lagi. Þar með er og talið þegar menn fá hærra stig orðunnar. Sú meginregla er staðfest, að veita að jafnaði lægsta stig orðunnar er fálkaorðan er vcitt í fyrsta sinn. Rcglur seltar urri hve Framh. á 6. síðu Ráðhús. Ráðhúsmál okkar Reykvikinga er nú aftur á dagskrá, eftir að bæjarráð hef- ir ákveðið að láta fara fram samkeppni um leikningu af húsinu. Fyrir ári eða um það hil — eg man það ekki svo nákvæmlega — var tals- vert rætt um ráðhúsið i blöðum og manna á meðal. Skoðanir manna voru skiptar, eins og gengur og gerist. En svo féllu umræður'nar aft- ur niður. Nú eru þær byrjaðar á nýjan teik og má búast við, að menn taki þátt i þeim af kappi, þegar þeir erú búnir 'að ná sér eftir ára- mótin. Mér hefir borizt bréf frá „bæjarbúa“ um ráðhúsmálíð, og fer það hér á eftir. * Staðarvalið. „Leyft er ykkur, virðulegu hcrrar, að athuga og tilnefna fleiri staði fyrir ráðhúsið væntanlega, en þá þrjá, sem nefnd- ir hafa verið. Þeir eru: 1 fyrsta lagi gegnt Aust- urstræti, sem er skársti stáðurinn, í öðru lagi við Túngötu og í þriðja lagi úti i Tjörninni, sem er langversti staðurinn. Nii ættu þið, göfugu keppendur, að athuga vandlega fjórða staðinn og bera saman tilkostnað, öryggi, hagnýti og áhrif á umhverfi (skugga) syo mikillar og há- reistar byggingar. Fjórði staðurinn er vcstan til við Tjörnina, þar sem nú er ísbjörninn. * Fagurt Fegurra hússtæði, jafnstórt, fæst hússtæði. varla nú orðið i Miðbænum. Grund- völlur er þar öruggur (og þarf eigi að gafa til hans leðju, takmarkalausa, upp úr Tjörninni). Vegir eru tilbúnir á tvær hliðar og fylla má þar upp Tjarnarhornið, án eftir- sjónar, og með ruðningi úr kjallara, bæði fyrir umferð og blómgarð dálitinn. Þarna að norðan- verðu væri og bilastæði sjálfgefið. Engri íbúð þarf að ryðja úr vegi og eigi öðru en gömlu timburhúsi, lítt nýtu, ásamt hneykslanlega ljót- um skúraræflumi'Og engin hús hyrfu þar í há- degisskugga þessa stórhýsið. — Rúmlegra kynni þarna að vera fyrir heldur styttra hús en áætl- að er, og þá víðara að sama skapi.“ * Orð í belg. 'Migdangar til að skjóta hér inn nokkurum orðum um ráðhúsið, úr því að „bæjarbúi“ er búinn að hefja máls um það. Eg held, að segja megi, að annmarkar sé á öll- urn þeim slöðum, sem nefndir hafa verið í sam- bandi Við ráðliúsbygginguna, bæði þeim, sem bærinn hefir tiltekið og eins á þeim, sem „bæj- arbúi“ nefnir í bréfi sinu. Það er alveg rétt hjá . honum, að það er orðið ærið þröngt í Miðbæn- um. Það er sannast að segja — ef við má hafa slíkt orðatiltæki — varla hægt að drepa niður fingri noklcurs staðar, eins og nú háttar. * Grjóta- Mér hefir yfirleitt heyrzt á mönnum, þorpið. sem eg hefi átt tal við um þetta — óbreyttum borgurum, sem ekki telja sig hafa annað vit til að bera eri það, sem nefnt er lieitbrigð skynsemi og reynist oft vel — að hvað útlit snerti, niundi þeim þykja Grjótaþorp- ið — fyrir enda Austustrætis — bezti staðurinn fyrir ráðhúsið. Og þó hefir þessi staður sina golla, mcðal annars þann, hve hallinn er mikill í brekkunni milli Garðastrætis og Aðalsti'ætis, og sá agnúi vegur lalsvert. En um það blandast engum hugur, hve húsið mundi blasa vel við Miðbænum og alla leið ofan af Laugavegi og víðar þar um slóðir. * Úti í Næst eru það staðirnir við Tjörnina, Tjörninni. sem meifti minnast á. Eg held, að þeir séu sárafáir? sem eru því fylgj- andi, að ráðhúsið verði byggt nyrzt í Tjörn- inni, meðal annars af því, að mönnum þykir Tjörnin sú bæjarprýði, að hún megi ekki minnka ■meira en orðið er. Það verður litið eftir, ef ann- að eins stórhýsi og ráðhúsið er byggt úti í henni. Nú og svo eru flugvélarnar, sem þarna fljúga oft yfir á leið á eða af vellinum. Þær fara ekki alltaf svo ýkjahátt, og gæti þetta orðið hæltu- legt, ef flugvöllurinn verður notaður sem fyrr, einkum af stórum vélum. * Sunnan Þá er það staðurinn, sem bréfritari Tjarnar. minn minnist á — sfæði fsbjarnarins, milli Bjarkargötu — eða framhalds hennar — Skothúsvegar og Tjárnárinnar. Tví- Inælalaust er þetta fagur staður og ráðhúsið mundi sóma sér þar vel, ef lóðin, sem þarna er um að ræða, mundi ekki vera helzti litil. Sá annmarki er líka á henni, að hún er þríhy.rnd og cr liætt við,- að það geri tillögumönnum ó- hægra um vik við teikningar sínar. — En nú er rétt að eg hætti þessum bollaleggingum. En h'afi einhver tillögur að gera, þá skal ekki standa á mér að birta þær. Það ,er bezt að scm flesl gögn komi fram i þessu máli sem öðrum.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (04.01.1946)
https://timarit.is/issue/80131

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (04.01.1946)

Aðgerðir: