Vísir - 05.01.1946, Blaðsíða 7
Laugardaginn 5. janúár 1946
V I S I R
7
l
SUr frumpyc^Marina
EFTIR EVE LYN EÁT □ N
UiK!
97
„Veslings villiménnirnir!“ ' —■ - -
Þær hlógu, en frú de Freneuse var áfram
þunglynd og liugsjuk. ÞaS var næstum því eins
hennar vegna og sjálfrar sín, sem Dahinda varð
glöS, er hún sá Raoul koma einn morguninn,
öllum á óvænt. Hann gekk inn, hár og dökkur
á brún og brá. Hann var klæddur í Indíána-
skrúSann sinn eins og venjulega. Hann virtist
eins og utan viS sig og kyssti Denise á kinn-
ina, en þegar hann sá aS hún roSnaSi, kom fát
á hann. ,
„Þú hefir stækkað svo mikiS,“ sagSi hann.
„Eg var búinn aS gleyma þvi, Denise.“
Hún reyndi aS hlæja, en varir hennar skulfu
og hann sá þaS á látbragði hennar, aS henni
leiS ekki vel. Honum varð skyndilega ljóst
livað undir hjó- og horfði aftur á hana. Hún
stóð i dyragættinni og hallaði liöfSinu að dyra-
stafnum og hið mikla eirrauða hár bylgjaðist
um axlir liennar og einkennilegur glampi var í
bláum augum hennar. Raoul tók undir liökuna
á henni og lyfti höfði hennar, svo að hann gæli
horft i augu hennar. ÞaS sem hann sá þar, virt-
ist bæði gera haiin ánægðan og fullnægja kröf-
um lians, því að hann hjó sigri hrósandi. Hann
kyssti mjúklega rauðar varir hennar.
BlóðiS þaut fram i kinnar hennar og hún
reyndi að slíta sig frá lionum.
„Farðu ekki,“ sagði liann. „Eg ælla ekki að
gera þér neilt mein. Eg liefi aðeins verið blind-
ur svo lengi. Eg hefi nú gengið inn um dyrnar
á framtiðarheimili minu. Eg hefi ckki vitað
hvar hin eina hamingja mín lá.“
Ilann virti andlil hennar fyrir sér og tók í
hönd hennar.
„Vilt þú giftast mér?"
„Á eg að verða fjórða konan þín?“
Nú var það Raoul sem roðnaði og kippti
liendinni að sér.
„Nei,“ sagði liann eflir augnablilc. „Eg þarf
að lala um margt við frænku þiná' og þig. Eg
ætla að yfirgefa villimennina og fara heim
til Frakklands.“
„Ætlar þú að fara, Raoul?" sagði hún, „en
slríðið við Englendingana ....“
Ilann hristi* höfuSið. „Eg get ekki orðið að
neinu liði. Hamogom mun taka við af mér og
halda baráttunni áfram. En auk þess get eg
ekki farið strax. Eg á við að eg fari seinna,
þegar eg hefi peninga til þess. Auðvitað veiztu,
að eg, de Brouillan og frændi minn höfum verið
að vinna kopar og gull úr jörðu og verzla méð
grávöru. Við verðum án efa auðugir á næsb
unni, og þá, Denise, — þá skulum við yfirgefá
þetta land og fara lieim."
„íleim, Raoul?"
„Ileimili mitt er í Provence, — heimili mitt
og konunnar minnar."
Hún roðnaði aftur og einkennilegur glampi
kom í augu hennar.
„Og Indíánakerlingarnar,“ hvislaði hún,
. „verSum við að taka þær með líka?“
„Aldrei," hrópaði hann rciðilega, því að hann
sá, að hún kvaldist af afbrýðisemi. Eftir að frú
de Freneuse liafði lálið liann afskiptalausan ó
öll þessi ár, fannst honum skemmtilegt, að eiga
von á að fá fagra konu eins og Denise fyrir
eiginkonu. Sólin tók allt í einu að skína og lion-
tim fannst hann vera orðinn ungur í fyrsta
sinn. Hann rétli úr sér.
Þcgar svo var komið, rakst frú de Freneuse
á þau i dyrunum og skildi þegar í stað, hvað
gerzt hafði.
SEXTUGASTt OG ÁTTUNDI KAFLI.
Dag nokkurn í júní, þegar ávaxtatrén voru
orðin fullþroska, — jafnvel í Beaulieu, — og
allur heimurinn virtist vera að lifna við eftír
veturinn, ráfaði frú de Freneuse um með Denise,
eirðarlaus yfir þvi að hafa ekkert lieyrt frá unn-
usta sínum í hálfan mánuð. Þær nálguðust vzta
hluta þorpsins, þar sem áin — sem var í vexti
—■ rann í áttina til sjávar. Frú de Freneuse tók
andköf.
„Iíugsaðu þér bara, Denise,“ stundi hún upp
með ekka, „hún rennur frant lijá húsinu minu
og að þeim stað, þar sem liann er. Eg vildi óska
þess að eg væri áin, þá gæti eg farið livert á
land sem mér þóknast!"
Denise veilti því cnga athygli, sem hún sagði.
Iíugur hennar var hjá Raoul, þar sem hann
dvaldi inni í skógunum meðal Indiánakvenn-
anna. Hugsanir hennar voru komnar að því,
er hann liafði látið nudan hænum hennar og
hafði skilið við þriðju og síðustu Indíánakon-
una sina. Þá kom hún allt í einu auga á eittlivað
á ánni. Ilún greip í handlegg frænku sinnar.
„Sérðu," sagði liún, „þarna er bátur! ó,
frænka mín. Hann virðist vera eins og -sá, sem
við komum með, — og það er fólk í honum,
ekki Indíánar, — sjáðu bara!“
Frú de Freneuse horfði út á ána og fölnaði.
„Það er hann,“ hvíslaði hún, alveg eins og
hún vildi ekki að leyndarmálið kæmist upp.
„Ó, Denise, það er liann.“
Hún settisl niður eins og það liefði liðið yfir
hana, en skyndilega tók hún til fótanna og
hljóp, eins og fætur toguðu í áttina til liússins.
Hún æddi í gegnum eldhúsið þar sem gamla
konan sat og prjónaði trefil, og ruddi Antoine
úr vegi. Ilann datt á gólfið og fór að kjökra.
„Taktu liann upp,“ kallaði liún til 7 lítillar
telpu, sem stóð álengdar, saug á sér fingurinn
og glápti á hana. „Taktu hann upp og þvoðu
hónum, Faðir lians er að koma!“
Skömmu, seinna kom de Bonaventure lieim
til hússins í fylgd með herramanni og konu
nokkurri. Margt hafði skeð síðan sézt hafði til
þeirra. Eldhúsið liafði verið þvegið liátt og
lágt og dyrnar á litlu herbergi, sem ekki var i
AKVdCWÖKVm
Járnsmiðurimi og lávarðurinn.
Lávarður nokkur, sem var frægur fyrir krafta
sina, heyrði getiö um járnsmiö í þorpi nokkru á
Skotlandi, er væri svo ákaflega sterkur, aö ekki
fyndist jafnoki harís. Hann réö af aö fara þangað,
því aö honuni gat elcki til hugar kiorniö annað en
aö hann væri sterkari en smiöurinn. Einn góðan
veöurdag kiom hann að smiðjunni, þar sem smiöur-
inn var viö vinnu sína, og ávarpaöi hann þannig:
„Eg hefi fariö frá Lundúnum, vinur sæll, til þess
að komast aö raun um, hvor okkar cr sterkari."
Smiðurinn fleygði hamrinum, þreif umsvifalaust
annarri hendi í hálsmál lávarðarins og hinni i bræk-
ur hans, og vissi hann eigi fyrr af sér, en hann
lá blóöugur og meiddur fyrir utan limgerðið. Hann
reis á. fætur með erfiðismunum, og skjögraöi að
garðinum.
„Viljiö þér fá fleiri sannanir þess, aö eg sé sterk-
ari?“ spurði smiðurinn.
„Nei, guð forði mér frá því,“ hrópaöi lávaröur-
inn, „en gerið nú svo vel að fléýgja. tilhnín hestin-
um minum, svo að eg geti sem fyrst komizt af stað
og náð í lækni.“
BANDARlKIN OG GRÆNLAND.
létu Grænland aftur af hendi við Eskimóa, því
bqtra, — og er skiljanlcgt, scgir Hubbard, að ein-
raana menn í svo afskekktu og hrjóstrugu og eyði-
lcgu landi, hafi litið þessum augum á. En sannleik-
urinn sé nú sá, að því fyrr sem Bandaríkin kaupi
Grænland því betra, þar sem þróun og framtíð
Vesturálfu sé undir því komin, að þau rá’öi yfir |
þessu jöklalandi.
Hubbard getur þar næst mikilvægis Grænlands,
að því er Buiidaríkin og Atlantshaf snertir, og telur
það eins mikilvægt og Alaska, að því er Bandaríkin
og stöðu þeirra við Kyrrahaf varðar.
Þá segir liann, að flestir hafi efast um, að rétt
hefði verið að kaupa Alaska, er það var gert fyrir
tæpum 80 árum, en nú séu allir á einu máli um,
að Bandaríkin hafi sjaldan varið fé eins vel. Það
var Seward, utanríkisráðherra Lincolns, sem fyrst-
ur manna lagði til, að Bandaríkin keyptu Grænland,
og var það þegar samkomulagsumleitanirnar um
Alaska áttu sér stað. En það var ekki fyrr en á
flugframfarirnar fóru að aukast, sem menn fóru að
átta sig á því, hve allar fjarlægðir hafa minnkað,
og nú eru hin fjarlægu lönd norðursins í aðeins
nokkurra klukkustundá fjarlægð frá borgum okk-
ar, því að nú, á flugöldinni, getum vér talað um
fjarlægðirnar í ldukkustundum.
Um Grænland er það að segja, í samanburði við
Alaska, að náttúrugæði eru lítil í Grænlandi, miðað
við það, sem er i Alaska, þvi að 9/10 lilutar Græn-
lands eru jökulbreiðum huldir. Byggð er á a'ðcins
tiltölulega mjórri landræmu^ við sjó frammi og
skriðjöklar ganga víða allt í sjó fram. Dálítið er
af kolum i jörð, en þau eru léleg, og svo eru Kryolit-
námurnar í Ivigtut, og hefir oss verið stuðningur
að framleiðslunni þar við aluminium-framlciðslu
vora. Ef til vill finnast málmar í jörð, en ekki verð-
ur náð til þeirra, vegna jökul-lagsins. Trjágróður er
enginn í Grænlandi, sumstaðar getur að lífa lág-
vaxið birkikjarr, en gras er nokkurt í dölunum og
fjárrækt í smáum stíl. Jarðrækt er lítil sem-cngin.
i Þorpunum leitast menn við að rækta hreðkur og
jafnvel kál, en verða að sá kálfræinu inni og ala
plönturnar upp i vcrmircitum. Tala hvítra manna
i landinu fyrir styrjöldina mun hafa verið um 500.
Eskimóar fást ekki við ræktun matjurta eða námu-
rækt eða iðnað, en stunda og sækja sjó. Talið er,
að á ströndum Grænlands húi um 17.000 Eskimóár.
Það var alþjóðadómstóllinn i Haag, sem á sinum
tírha veitti Dönum yfirráð yfir Grænlandi. Danir
hafa ekki verið ágengir i Grænlandi á verzlunar-
sviðinu, en þeir hafa annazt stjórn landsins á föð-
urlega visu, ef svo mætti segja. Eskimóar máttu að-
eins njóta hinnar föðurlegu umsjár þeirra, cn Danir
létu Grænland vera „lokað land“, — útlendingum
ýar bannaður aðgangur, til verndar heilbrigði Eski-
móa, og svo til þess að ekki gengi um of á veiði-
stofninn, sem þeir hafa viðurværi sitt af. Danir liafa
aldrei hagnazt viðsldptalega á Grænlandi. Hclming-
ur teknanna er af kryolit-námunum, en þær hrökkva
ekki til að standa straum af opinberum rekstri, skól-
um og öðrum stofnunum o. s. frv.
Þegar rætt er um kaup á Grænlandi, er erfitt að
segja neitt um hvað géfandi væri fyrir Grænland.
Danir kunna að vilja halda í Grænland vegna mann-
úðarsjónarmiða og þjóðarmetnaðar, en verðið getur
varla .orðið gífurlegt. Það er sennilega frekast til-
viljun, sem ræður því, að þetta land, sem er mik-
ið eyland yzt í norðri, sluili heyra undir smáríki
á meginlandi Evrópu, og engin ástæða er til að ætla,
að Danir hafi haldið í landið til þess að hagnast á
því eins og fasteignasali.
Að sjálfsögðu ætti ekki að meta landið mcð til-
liti til þess, að það er allt í einu orðið vcrðmætt
okkur með tilliti til landvarna. Meðan styrjöldin
stóð var Danmörk ekki viðurkennd, og samkvæmt
opinberlega kunngcrðri yfirlýsingu vernduðu Banda-
ríkin Grænland og skuldbundu sig til að skila land-
inu aftur í hendur Daná með ollum gögnum og
gæðum og þeim umhótum, sem við höfðum gert
þar. Við höfum lagt þar fram til umbóta margar
milljónir dollara.
Kaup okkar á Grænlandi mundu leggja Dönum
upp í hendurnar mikið fé til viðreisnarinnar eftir
styrjöldina. Og mörg fordæmi eru til fyrir slíkri
sölu. Við keyptum eyjar nokkrar af Dönum (Virgin