Vísir - 10.01.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 10.01.1946, Blaðsíða 7
Finimtudaginn 10. janúar 1946 V 1 S I R 7 Þa'ð er aðeins um tvennt að ræða: Annað livort verða kveinstafir mínir og andagift de Brouillan þess valdandi að tilskipunin verður afturkölluð og þið landstjórinn fáið uppreist, eða að við verðum neydd út í styrjöld og töpum laridnáminu í hendur Englendinganna og þá mun okkur á sama standa, livað sagt er heima í Frakklandi. Yið munum flýja til skógar og lifa á jurtarótum eins og Raoul, eða verðum flutt i höndum til Boston. Mér hefir verið sagt að fangar njóti góðs atlætis þar. En í alvöru talað, munum við læra að lineigja okkur fyrir önnu drottningu og þú munt klæðast cftir enskri tízku, ef einhver verður J)ess ekki vald- andi að hans hátign vakni og sendi okkur nauð- synlegar hirgðar og hjálp, að minnsta kosti smá hughreystingu. Mér hefir verið sagt að erisk tízka sé ljót, en þér fer allt jafnvel. Fjöðurstafurinn er orðinn sljófur og eg er þreyttur í handleggnum. Eg myndi vilja leggja mikið í sölurnar til þess að mega livíla höfuð mitt á Jjeim slað, sem eg gerði þegar eg sá þig siðast, yndi augna minna. En maður verður að liafa eittlivað til þess að hlakka tiþ eins og sira Francis sagði í ræðu um daginn, — að menn yrðu að hafa eitthvað, sem létti fyrir þeim á- hyggjur hins daglega lífs. Hann meinli Guð, en eg kinkaði kolli til Iians og hugsaði til þín, — elskunnar minnar. Antoine er ágætur lílill snáði. Hann á lika góða móður. Berðu lionum lcveðju mína og frænku þinni sem svo kænlega eyðilagði öll áform nýlcndu- stjórnarinnar um vörn nýlendunnar (og muri verða valdandi dauða margra, vegna ástar Raouls á lienni) og svo skrifar hann undir, þessi vesæli landstjóri, sem ræður öllu hér, nema einkalífi sínu. — Elskhugi þinn einlægur, Pierre“. Hann lauk við þefta hréf og um leið og liann lagði pennann frá sér, opnuðust dyrnar og frú de Bonaventure kom inn. Frú de Freneuse var ennþá í hug hans, en hann snéri sér að konu sinni og liorfði á Iiana mcð'WnJióknun. Hún'var lítil, þvhbin kona en liafði gott hjartalag. Hann stóð kurteislega upp og hneigði slg fyrir henni. Um leið gaf hann Latouche merki með fingrinum. „Farðu mcð Jielta til Indíánans, sem er fyrir utan.“ sagði. hann. .... . . „Jæja, góða mín?“ Frú de Bonaventure séttist þunglega ni'ður. „Eg hefi komizt að J)ví,“ sagði hún, „að Indi- ánastúlkurnar í klaustrinu eiga enga sumarskó. Þær eru alveg berfættar'.“ „Þær,“ sagði de Bonavetnure, „og forfeður þeirra hafa verið l>að um aldaraðir, og þær mega lialda því áfram.“ „En liugsaðu þér hva'ð það er ómannlegt. Sumar Jjeirra cru orðnar fulltíða stúlkur.“ De Bonaventurc hugs^ii til þeirraf Ilann hnykkti til höfðinu og hló innilega. Frú de Bonaventure beið þar til hann Jjagnaði. „Pierre, þú verður að skrifa eftir skóm lianda þeim,“ sagði hún, „Þú ert yfirmaður hér á staðnum og það má aldrei sagt verða uih J>ig, að þú sért ekki mennskur.“ „Sannarlega ekki!“ svaraði liann. SJÖTUGASTI KAFLI. Eftir ýmsum leiðum liöfðu frú de Freneuse horizt fréttir af hinni vonlausu aðstöðu nýlend- unnar. í lijarta sínu bar húrij úmhyggju fýrir de Bonavenlure og hatur til yfiryaldanna heima i Frakklandi. Ilvernig v^p Jiægl að .ætla^.t til þess, að hann gæti varizt árásum Englending- anna án þess að honum hærist liðsauki og birgð- ir og peningar, — um fram allt nóg af pcn- ingum. Peninga þurfti til þess að lialda úti sjó- ræningjaskipum og til þess að halda Indiánun- um í skefjum. Peninga þurfti til þess að horga bændunum fvrir vinnu þeirra, það var ekki. liægt a'ð krefjast J>css, að mennirnir ynnu end- urgjaldslaust, en cf það yrði gcrt, mvndu þeii eyðileggja uppskeruna á ökrunum. Fyrst og fremst var nauðsyn á að fá peninga lil þess a'ð afla þeirra nauðynja, sem þurfti lif að halda lifinu i nýlendubúum. Hún hugleiddi aðstö'ðuna óg tók ákvörðun sína. í slaðinn fyrir að dvelja þarna í hæfilegri fjarlægð frá landnáminu, útilokuð frá öllum, ætlaði hún a'ð taka sig upp og fara til Frakk- lands. Hún myndi Iiitta de Brouillan þar og aðstoða Iiann í málaferlunum. Ilún mvndi hitta yfirvöldin að máli og scgja þeim skýrt og skor- inort hvað væri að gerasl i nýlendunni og vara þáu við hættunni, scm stafaði af því að missa Port Royal í hendur Englendinganna, — missa um leið alla Acadiu. Ilún ællaði ckki að hiðja um néitt sér til handa, nem.a ef tækifæri hyð- ist. Þá myndi hún fara fram á það að fá að taka þái l i umsátrinu, sem var vissulega á næstu grösum. Það var alll og sumt. Ilenni fannst Jjessi hugmynd hrosa við sér. Hún sagði Denise Iiana og kvaðst ælla að taka hana með sér. „\ ið skulum fá Raoul til Jjess að koma líka, í slaðinn fyrir a'ð vera að grafa kopar og van- rækja þig og Indíánaria sína.“ Denise revndi að telja frú de Frencsue af þessari hugmynd, en hún var fastákveðin í að framkvæma hana. Ilún ætla'ði að komast héð.an á hrolt og láta til sin taka einu sinni ennþá. Ilún ætlaði að liilta menn og konur úr um- heiminum og ciga einu sinni ennþá skcmmti- legar samræður við fólkið í íbur'ðarmiklum samkvæmum. En það var önnur ástæða, sem var þung á metunum. Ef hún færi, yrði liún að sigla frá Po.rt Royal, því þar var næsla höfn- in. Þá gæfisl henni tækifæri til þess að sjá Pierre. Ef lil vill gæti liún dvalið J>ar í nokkura daga, óáreitt af öllum, þar scm liún var á för- um. ’A KvötWðKvmr Kjarnorkan í einimi koiamola, sem vegur eitt pund, er næg til þess að knýja eimreið meS 40 vagna í eftirdragi, meira en 150 sinnum umhverfis jörSina. ' •. •%• Hiti sólar er aSeins um þaS bil eiun áttundi aí hita heitustu stjörnunnar, sem menn vita um, en þar cr hitairiagniS taliS allt aS 80.000 stig á Fahreu- heit. Shastafjall, sem er í Kaliforniu í Bandaríkjun- um, er eina virka eldfjalliS þar í landi. *• ÞaS er almennt taliS aS Krösus, konungur Lydiu, hafi fundiS upp peninga. ÞaS var um J>aS bil 500 árum fyrir Krists. burS. BANDARÍKiN OG GR/EMD. svæðin komi -ekki til sögunnar bráðlega, og getur það þó orðið fyrr en margan grunar, þurfum við án tafar að fá veðurstöðvar sem víðast á norður- slóðum. Grænland er veðurfræðilega skoðað höfuð- stöð að því er Norður-Atlantshaf varðar, og veður- áhrifa frá Grænlandi gætir langt lil austurs og suð- urs. Svipað má einnig segja um Island og lægðirnar við Island, sem svo oft er minnzt á í veðurfregn- um, verða ckki útskýrðar nema í sambandi við veð- urfregnir frá Grænlandi. Við vitum ekki enn nándar nærri nógu mikið um veðurfar í Grænlandi. Þar til úr því verður bætt, getum við ekki ráðið ýmsar veðurfræðilegar gálur, að áliti margra .veðurfræðinga. Bandaríkjamenn eru fremstir í fylkingu að því er snertir flugvélatækni og allt á sviði flugmála, en Jnirfa að ná sér á strik í veðurvísindum, en þeirra verður að hafa full not við skipulagningu flugferða og ákvörðun einstakra fluglciða, hvaða leiðir beri að velja með tilliti til veðurs, hversu hátt skuli fljúga og þar fram eftir götunum. Við munum þurfa á að halda öllum veðurfregnum, scm frekast er unnt að afla, en til þess þarf fullkomnar veðurstofur og veðurathuganastöðvar sem allra víðast. Rússar hafa haft fullan skilning á J>essum mál- um og seinustu tíu árin hafa þeir komið sér upp veðurathuganastöðvum á hverri ey fyrir norðan Rússland og Síbiríu. Við þurfum að koma upp slikum stþðvum á öllum eyjum fyrir norðan Vesturálfu, á Grænlandi og alll norður undir heimskaut ef gerlegt er. Grænland býð- ur upp á skilyrði til þess að koma upp mörgum veðurstöðvum, sem hið mesta gagn má að verða. Norðurhluti Grænlands er nyrzta land jarðar. Til Peary-eyjar er unnt að komast loftleiðis. Þar er unnt að koma upp veðurstöðvum, skoðað með tilliti til flugferða á friðar- eigi síður en styrjáldartímum. Þegar aðrar þjóðir hirtu opinberlega skýrslur um árangur J>ann, sem náðist í veðurfræðilegum leið- öngrum, fóru Þjóðverjar öðruvísi að. Þeir birtu ekki skýrslur um árangurinn að rannsóknum og aíhugunum dr. Alfreds Wegeners á Grænlands- jöklum 1930 — þcir varðveittu hann sem hernaðar- legt leyndarmál. Og snemma í þgssari styrjöld'— þrátt fyrir hcr- nám Bandaríkjamanna á Suður-Grænlandi —- komu þeir sér upp veðurathuganastöð norðarlega á norð- austurströnd Grænlands, en það leið langur tími þar til við aðhefðumst nokkuð. Eitt sinn var gerð lofl- árás á liana, en eftir nokkrar vikur var stöðin fariix að senda veðurskeyti á ný. Þá var loks liafizt handa um leiðangur norður þangað. Isbrjótur var sendur á vettvang og slöðin var eyðilögð. Þekkingin á Grænlandi var Þjóðverjum mjög í hag. Henni geta J>eir Jiakkað liinar nákvæmu veður- spár, scm af leiddi, að Scharnhorst og Gneisenau komust undan gegnum Ermarsund, og einnig við undirbúning loftsóknarinnar gegn Englandi. Vegna veðurfregnanna frá Grænlandi, gátu J>eir skipulagt hina miklu gagnsókn sína í desember, Jiegar J>eir vissu, að flugvélar bandamarina yrðu að halda sér á jörðu niðri. Þekking á veðrinu er nauðsynleg í liernaði. Þeirri Jiekkingu er unnt að»hcita sér 1 hag. Þekking á veðrinu við Grænland og skilyrði til að geta við- haldið henni og aukið er svo mikill Jiáttur í land- vörnum Bandaríkjanna, að hún cr meira virði en. nokkur varnarlína. Þjóðsögur segja, aö annar stofnandi Rómaborg- ar hafi heitið Rloniulus. Sama nafn bar einnig síö- asti rómverski keisarinn. ÓÍIS IH!JÍiid • J Allir kannast viö Jack Dempsey, fyrrum heims- meistara i.hnefaleify Hann^þpjtjr fpjlg naftý, Wih liam Harrison Dempsey. Það er alkunnugt, að Japanar hafa aldrei verið vinsælir i Bandarikjunum, enda voru lagðar meiri hömlur á innflufning þeirra en t.d. Kínverja, sem jafnan hafa verið allvinsælir meðal Bandarikja- manna. En Jirátt fyrir innflutningshömlur ‘hafa margir Japanar flutt til Bandaríkjanna á liðnum áratugum og nú eru þar tugir þúsunda ameriskra þegna af japönsku forcldri. Flestir Japanar, sem í Bandaríkjunum. búa, eiga heima á vesturströnd- inni, eða réttara sagt áttu J>ar lieima. Þegar styrjöld- i.ri þruusLjif. raULi. Jupiiarag. JBuniIuríkjanna^. töldu stjórnarvöldin nærri ógerlegt að vinsa úr meðal

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.