Vísir - 29.01.1946, Blaðsíða 6

Vísir - 29.01.1946, Blaðsíða 6
6 V I S T R Þriðjudaginn 29. janúar 1946 Washington - Framh. af 4. síðu. lculdalegt og alvörugefið inn- an veggja, en stólarnir níu fyrir gaflinum stóðu auðir, og það var enginn sakborn- ingur né ákærandi í stúkunni fyrir framan j)á. Rétturinn liafði fri þennan dag. Hæsti- réttur Bandaríkjanna er skip- aður 9 dómurum, og hefir nýlega komið lit ákærurit um tilhögun réttarins eða þá löggjöf, sem hann er sniðinn eftir. Bókin var af mörgum ialin runnin undan rifjum Roosevelts forseta og heitir á ensku „The ninc old men“ (Gömlu mennirnir níu). Eitt cr að minnsta kosti víst: Roosevelt reyndi að koma i gegn lögum, sem fólu í sér mikla breytingu á réttinum, jafnvel skerðingu á valdi hans, en þingið felldi j)að frumvárp. Næst var þinghúsið skoð- að. Því miður stóðu engir þingfundir yfir j)essa dagana, .svo að mér gafst ekki læki- færi til j)ess að hlusta á neitt inerkilegt. Eg varð að gera mér að góðu að horfa á auð sætin og þögul málverkin á veggjunum. Þing Bandaríkjanna (The Congress) er, eins og flestum jnun kunnugt, í tveim deild- um, sem nefnast fulltrúadeild (The House) og öldunga- deild (The Genate). Fulltrú- arnir eru kosnir l jórða hvert ár, en öldungarnir til 6 ára í senn. — Þetta verður að nægja um jungið. Eg hafði ekki tíma til l)ess að koma í Shakespeare-hóka-. safnið, en eg starði á j)að og starði, j)aðan sem eg gekk um strætið, og undraðist frægð j)ess skálds, sem svo fögur bygging var reist um. Því að. í þessu safni eru ein- ungis bækur eftir Shakes- peare, bækur um bækur hans og bækur um hann sjálfan. — Aftur á móti kom eg í „The National Museum“, þar sem gamlir og nýir meistarar tala til manns í litum og lín- um frá ótal veggjum, og sam- an eru kornin kynstrin öll.af gripum náttúrufræðilegs, landfræðilegs og menningar- sögulegs eðlis. — Ekki vil eg skiljast svo við J)essi fátæklegu orð um Washington, að eg, minnist eltki á j)á byggingu, sem víð- l'rægust er og sögulegust af j)eim öllum: Hvíta húsið. — Ekki auðnaðist mér j)ó að koma J)ar inn, J)ví síðan stríð- ið brauzt út hafði engum ó- viðkomandi verið hleypt þar inn fyrir dyr, og J)cirri var- úðarráðstöfun var enn ekki af létt, þegar eg var í Wasli- ington, enda j)ó friður væri kominn á. En það hannaði mér enginn að horfa j)ángað heim, og við frú Perkins gengum i kringum staðinn eins og hörn í lcringúm jóla- tré, gættum þess að koma ekki of nærri, svó að vjð. „hrenndum okkur ckki á ljósunum“. Hvíta húsið stendur við höfuðgötu borgarinnar — Penngylvaníu Avenue — og 16. stræti. Höfuðeinkenni J)ess er tiginn einfaldleiki. Það er 170 fet á lengd og 86 fet á breidd, tvær hæðir, auk riss. Byggingarmeistar- inn, sem reisti húsið, var James Hoban, og sneið hann húsið mjög eftir höll hertog- ans af Leinster, nálægt Dub- lin á Irlandi. Washington sjálfur lagði að- því horn- steininn 13. okt. 1^)2 og lifði það, að sjá bygginguna full- gerða. Það er sagt, að hann hafi gengið í gegnum sali J)ess og herbergi ásamt konu sinni fáum dögum fyrir and- látið 14. des. 1799. —, Jolin Adams var fyrsti forsetinn, sem bjó þar. Hann varð for- seti 1797 og hjó í húsinu síð- asta forsetaár sitt, árið 1800. — Árið 1814, á forsetaárum Madisons, kveikti brezkur herflokkur í húsinu, og hrann það þá allt, nema útveggirn- ir. Þegar J)að var endurreist, voru veggir j)ess málaðir hvítir, til þess að hylja merki eldsins. Þetta réði nafngift J)ess, enda hefur J)að æ síðan verið málað livítt. — Eg fór frá Washington að kvöldi hins 7. sept. og lagði leið mína til suðurs. Um J)að j er önnur saga, en 1 dimm- j unni J)á nótt orti eg kvæðið um mánablómið hennar frú Mekldn: Langt er til landa í suðri, en lengra til Washington. Þangað eg kom í Jmrrki, Þórhallur Ásgeirsson. Æ, manstu nú ckki hana Mekkín og mánablómið hvítt, sem grær í garðinum hennar með gullhár furðusítt? Það sefur á daginn og dreymir, unz dimman úr austri fer. Það er brúður hins bleika mána, l)lessaðir verið J)ér. Hún Mekkín á mánahlómið. Margt býr í Washington. Þaðan eg sneri þögull, Þórhallur Ásgeirsson. Sajeu^téttít Næturlæknir er i Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. Leikfélag Reykjavíkur sýnir hínn sögulega sjónleik Skálholt (Jómfrú Ragnheiður) eftir Guðmund Kamban, annað kvöld kl. 8, stundvislega. Ilappdrætti Háskóla fslands. Á morgun fer fram dráttur i 1. flokki liappdrættisins. Nú eru því síðustti forvöð að kaupa miða. Við aukningu þá, sem nú var gerð á happdrættinu, hefir vinningum á ári fjölgað um 1200, og eru þeir samtals að verðmæti 420 þús. kr. Skemmtifundur Ferðafélags íslands verður haldinn í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 8.45. Jóhannes Áskels- son, jarðfræðingur, flytur' erindi. Dans á eftir. Útvarpið í kvöld. Ivl. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Lög úr óperettum og tónfilmum ((plötur). 20.20 Tónleikar Tón- listárskólans: a) Menúett eftir Boccerini. b) „Les petits riens“, — danssýningarlög eftir Mozart. c) Þýzkir dansar eftir Schubert. (Strengjasveit leikur. — Dr. Ur- bantschitsch stjórnar). 20.50 Er- indi: Vísindi og jarðrækt. II. — Skordýraplágan (dr. Áskell Löve). 21.15 íslenzkir nútimahöfundar: Gunnar Gunnarsson les úr skáld- ritum sínum. 21.45 Kirkjutónlist (plötur). 22.00 Fréttir. 22.05 Lög og létt hjal (Einar Pálsson o. fh). 23.00 Dagskrárlok. Guðmunda Elíasdóttir heldur söngskemmtun á vegum Tónlistarfélagsins næstk. föstu- dag kl. 7 e. h. i Gamla Bíó. Aðalfundur Bifeiðastjórafélagsins Hreyfils verður haldinn í Listamanna- skálanum annað Icvöld kl. 10 e. h. Sýna ber skírteini við inngang- inn. KwAAqáta hk Z01 Skýringar: Lárétt:. 1 land, 6 strik, 7 tveir eins, 9 tala, 10 létust, 12 í'é, 14 þungi, 16 tvíhljóði, 17 tíndi, 19 J)ræðir. Lóðrétt: 1 styrktist, 2 þungi, 3 gæfa, 4 smjörlíki, 5 sljór, 8 hár, 11 fugl, 13 guð, 15 þvarg, 18 fangamark. Ráðning á krossgátu nr. 200: Lárétt: 1 kópar, 6 pól, 8 of, 10 G.S., 11 kleinur, 12 ká, 13 la, 14 fín, 16 fákar. Lóðrétt: 2 óp, 3 pólitík, 4 al, 5 lokka, 7 Osram, 9 flá, 10 gul, 14 fá, 15 na. Happdrætti Háskóla íslands U£>ifí '4 iíí ■ * a fimtmgar ern fimmtangi íieiri og hærri þetta ár en í fyrra, alls 7233 samtals kr. 2J20JDÍ. Samkvæmt lögum skal ekki leggja tekjuskcilt né tekjuútsvar á vimiinga í happdrættinu. Happdrættismiðamir eru á þrotum. Kaupið miða strax í dag. Umboðsmenn í Reykjavík og Hafnarlirði hafa opið til miðnættis í kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.