Vísir - 04.02.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 04.02.1946, Blaðsíða 4
» V I S I R Mánudagjínn -4. febrúar 1946 DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Ærmn hann,—ærunt hann! Kommúnistár hafa stundum haft orð á því, að rafveitukerfi Reykjavíkur væri ýmist ofhlaðið eða vanhlaðið,— svona eftir því sem hezt hefur þótt hentd. 1 Þjóðviljanum á laug- ardaginn er var bítur sök sekan að því leyti, að blaðið er ofhlaðið af ofsa, en vanhlaðið af vitsmunum, en ástæðan er kosningaósigur- inn hér í bænum. Þar eru sannarlega „yfir- spenntir“ menn á ferðinni, — skemmtilega vitlausir, eins og sumir slíkir menn geta ver- ið, og á engan hátt svaraverðir. Verða öll um- mæli þeirra látin fara land og leið, þótt af þeim verði nokkrar ályktanir dregnar vegna formsins, en ekki efnisins. Einar Olgeirsson, sem er yfirleitt drengi- legur andstæðingur, þegar hann kemur fram i eigin mynd eða skrifar undir nafni, lét sér sæma í áróðrinum fyrir bæjarstjórnarköSn- ‘ingarnar, að taka sér í munn nokkrar tuggur úr Þjóðviljanum, að því er varðaði þetta blað sérstaklega. Spilaði hann þar plötuna um land- ráðin og fjandskap við verkalýðinn, talandi -þar gegn betri vitund og með óvenjulegri spennu skynsemisskortsins, sem venjulega er ekki merktur eigandanum í Þjóðviljanum. Hér í blaðinu liefur verið lögð áherzla á, að sýna beri erlendum þjóðum fulla kurteisi og vinsemd í allri meðferð utanríkismálanna, og þá engu síður Ráðstjórnarríkjunum en öðr- um. Mun afstaðan til Ráðstjórnarríkjanna hafa yfirleitt verið rædd af mestri hógvæ'rð í þessu blaði, jafrivel þótt framferði vissra áróðursþýja, sem reka hér á landi óumbeðinn erindisrekstur fyrir ráðandi stjómmálaflokk þessara ríkja, hafi um langt skeið teflt sam- búðinni í nokkra tvísýnu. Það eitt hefur bjarg- að, að menn hafa ekki tekið þessar íslenzku eftirætur alvarlega og látið sök bíta þá seku, cn á engan hátt erlenda aðila. Allt landráða- hjal vegna afstöðu þessa blaðs til Bandaríkj- ann, er slík markleysa, að jafnriiikill áhrifa- maður og Einar Olgeirsson hefur— að því er bczt er vitað — ekki séð ástæðu fyrir því, að núverahdi ríkisstjórn liæfist handa um refsiaðgerðir, og á hann þó vel innangengt á æðstu stöðum. Hinsvegar er ástæða til að sköTa á þennan áhrifamann, að tefla nú fram »öllu, sem til er, meini hann yfirleitt nokkuð með fleipri sínu og vilji ekki verða að gjalti frammi fyrir alþjóð. Ummæli hans varðandi fjandskap við verkalýðinn eru rangfærð, en eiga auk þess sérstaklega við „smáskæruhern- •að“ þann, sem kommúnislar stóðu fyrir, en afneituðu sem óhæfu, þar til honum var lok- ið. Slíkt áhrifavald kommúnista og slíkar að- ferðir verður hvert heilbrigt þjóðfélag að brjóta á bak aftur í citt skipti fyrir öll, vilji það halda upp lögum réttarríkis. Hér átti fá- menn klíka lilut að máli, sem verkamenn béra ekki ábyrgð á. Þjóðviljinn og Einar Olgeirs- soii telja tröllasiði henta hverjum kjósanda og hyggjast að æra hann með hávaða. Reyk- 'víkingar svöruðu fyrir sig við kosningarnar. Tröllaópin beindust þá að formanni konunún- ista, en nú á Sovjetvinafélagið að verða vett- ■vangur þeirra, og þar á að æra nokkra blaða- menn til áróðurs. Hávaðahrópið: „Ærum hann, — ærum hann“ verður þrátt fyrir allt ekki siguróp kommúnista, 'en drukknar í dauðastunu. Pólitísk heilbrigðisskýrsla: Á spítalanum. Fleslir eru sammálu um það, að stjórnmálaástandið hér á landi hafi um langt skeið verið haldið af þrálátum sjúk- leika. Aðal sjúkdómseinkennin hafa verið þröngsýn flokks- hyggja, persónulegur metnaður, sjónleysi á almenningshag og hræðsla við kommúnista, sem valdið hefir taugaveiklun og dómgreindarleysi. Með slagorðum og hótunum hefir kommúnistum tékizt að halda hinum borgaralegu flokkum í stöðugum ótta og heilsuleysi síðan árið 1942. Síðán háfa borgaraflokkarnir lifað eftir hinu forna spakmæli: „Heiði’aðu skálkinn, svo liann skaði þig ekki.“ Engin lækning hefir fengizt 'enn á þessum kvilla. En þó hefir nú brugðið svo við eftir bæjarstjórnar- kösningarnar, að sá l'lokkurinn, sem valdið hefir heilsu- leysi borgaraflokkanna, er nú sjálfur kominli á spítala og virðist mjög illa haldinn. Hefir auðsjáanlega verið rýmt til fyrir honum á ríkisspítala þeim, sem stendur við Viðeyjarsund, enda hvergi að fá nauðsynlega læknishjálp annarsstaðar en þar, Er talið að sjúkdómurinn stafi af þungum 'og óbærilegum vonbrigðum, sem sjúklingurinn varð fyrir aðfaranótt mánudags, hinn 28. janúar síðast- liðinn. Slíkt áfall getur sett einstaklinga og jalnvel heila flokká úr andlegu jafnvægi, svo að aldrei íaist bót á ráðin. Venjulega hafa vónbrigði ekki slíkar afleiðingar, néma þegar flett er ofan af hfæsni og svikum, sem lengi hafa falizt undif blæju sakleysis og þjóðhollustu. Þegar þessir menn sjá, að ekki verður lengur dulizt, missa þeir jafnvægið, sleppa af sér taumhaldinu og koma frarri eins og þeim er eðlilegt. Hjá siðuðu fólki er slíkt kallaður sjúkdpmur og þess vegna hafa verið byggð hæli fyrir þá, sem verða fyrir því óláni að komast úr andlegu jafnvægi. Þegar fariS er záð og iæna. Þjóðviljinn sýnir mjög greinilega á laugardagirtri var, hvernig sjúklingnum líður. Virðist hann þungt haldinn með miklu óráði. Skal hér nú birtur kafli úr því, sein sjúldingurinn talar í óráðinu, og mun hið sjúkléga og sorglega ástand hans vekja almenna meðaúmkun. „Heildsalahyskið — sem ekki hefir látið sér nægja að arðræna þjóðina vægðarlaust undanfarin ár, heldur hefir stolið af henni að auki — hyggst nú hefjá allsllcrjarárás á lífskjör fólksins og stöðva nýsköpunina, sem þetta hyski hatar eins og pestina, — þcssir huglausu véslingar, sem voru með hjartað í huxunum — liafa nú drukkið i sig kjafk hýenunnar. *— Hver lýgi Morgunbláðsins og Vísis um sóviétríkin var rýtingur, rékirin í markvisst endur- bótastarf þjóðhollustu kraftanna á íslandi----Landráða- lýðurinn við Vísi og Morgunhlaðið, sem alltaf hefir verið reiðubúinn til þess áð selja landið því stórveldi, sém hann héfir í svipinn hezt treyst til þess að níðast á íslenzkri alþýðu------þessi heildsalalýður hatar Sósialistaflokkinn af því hann áður fyrr hefir afhjúpað þjónustu þeirra við Breta------þeir ausa úr skálum haturs síns ----í ákveðn- um tilgangi------að eyðileggja stjórnarsamstarfið ------ Reykvíkingar-------sem létuð glepjast til þess að greiðá atkvæði með íhaldinu við þessar kosningar, sjá- ,nú til hvers á að nota trúgirni ykkar-------ykkur var sagt að greiða atkvæði með lýðræði og Vísir meinti landráð------ Alþýðuhlaðsklíkan hefir cins og menn vita alltáf verið fjandsamleg nýsköpuninni og ríkisstjórn hennar, og dreymir urri þjóðstjórnarsvívirðinguna, þegar þessi haturs- fulli hópur geti aftur féngið að svala sjúldegri lund sinni ’-----Morgunblaðið samþykkir með áframhaldandi níði og lygum um Sósialistaflokkinn ]iá stefnu, sem Vísis- afturhaldið nú fyrirskipar — — fasistaskrílinn, hinir gömlu hakakrossmerktú ritstjórar--------lætur nú leigu- sveina sína við máltól sín Mbl. og Vísi undirbúa land- ráðin af fullum krafti ■— — Hefjið sóknina á ný -------- fylkið ykkur um Sosialisfaflokkinn.“ Því miður virðist ástand sjúklingsins vera mjög alvar- legh °S vafalaust má telja hvort hann nær nokkurn tíma aftur sinni fyrri heilsu. ísland í er- Fyrir nokkurum árum birt- lendum blöðum. ust oft í blöðulium klausur undir þóssari fyrirsögn. Þfcr voru frá fréttástofu blaðamannafélagsins, sem viðaði að sér frásögnum erlendra blaða um ís- land. Eg man, að mér þötti alltaf gamán að lesa þessa pistla, því að þar kenndi margra grasa og í þeim var oft margt skemmtilegt. Eg býst við að ýmsir fleiri hafi haft gaiilam af að lcSa klauS- ur þessar. * I Hvíti Blað ameríska horsins hér á landi fálkinn. heitir Hvíti fálkínn. Fastur liður í því blaði er að einn blaðamannaiina er sendur út af örkiiini vikulega, til að Spyrja hérmenn þá, sem á vegi háns verða, ýmissa 'spurninga uto mál, sem ofarlega eru á baugi hverju sinni. 1 blaðinu á laugardaginn hefir rit- stjórnin birt svör fjögurra hörmánna, sem spurð- ir voru hvað þeim fýndist skémmtilegast við ís- land, eða hvað ha'fi vak-ið mesta undruii þeirra, meðan þeir hafá verið hér á landi. » Veðrið. Eg geri nú ráð fyrir — en dæmi þó 'eingöngu út frá sjálfum mér — að ýms- um kunni að leika hugtir á að heyra, hvað þessir I menn segja um landið okkar og þess vegna ætla ' eg að segja frá því, sem þeir svördðú blaðainann- 1 inum. Tveir þeir fyrstu töluðu um veðrið og cr það nokkur furða? Við erum sjálfir næstum j hissa á því, hvað veturinn hefir verið okkur | góður, svo að það er ofureðlilégt, að þeir sem búast við ís og kulda, þegar þeir lieyra nafn landsins, láti í ljós undrun sína yfir’ veður- blíðunni. Þeim fiilnst það ekkert lilýlcgt. * Umhleypingar Sá fyrsti, sem látinn er vitna, — hlýindin. segir að hahn furði' sig mest á því, hvað veður sé umhleyp- jingasámt'i Snjór, regn og nístandi kuldi geti allt i einu breýtzt í bezta' veður og öfugt. Honuin 1 finnSt gaman að fylgjast með þessuin snöggu ! veðrabrigðum. Annar hermaðurinn, sein blaða- iinaðurinn hefir lalað imi, furðar sig á því, hvað veðurfar er hér milti Hann segir, að er hann háfi farið frá Bandaríkjunum í deSfeiiiber, liafi þár vcrið mikill snjór, svó að hann hafi búizt við enn meiri fönn hér, en þegar hann kom til Jibykjanesflúgvallarins hafi jörð þar verið al- auð og hlýindi meiri en í Bandáríkjunum. i * Bíóin. Þá keniur að þeim þriðja. Hann hcfir það starf-liér dð stjórna kvikmyndavél- um í Tripoíi-herbúðunum og það er þvi ofur- j eðlilegt, að hann liafi litið í kringum sig í ! kvikmyndahúsum bæjarins.' Segir háriri, að sér Iháfi þólt einkenriilegt, hváð kvikmyndahúsih hér í bærium eru lík kvikmyndahúsunum heima j í Bandárikjitnum. Þau séu eftir nýjustu tizku, inikið í þau Iagt og hljómvélarnar sérstaklega 1 góðar. ! ! Skipu- Sá fjórði og síðasti virðist hafa ein- ‘faým. 'hverja skipulagsgáfn,' 'þvi að það er skipulag gatnanna hér í Reykjawik cða hú&^skipun í bæiiíim, sem hann rekur' lielzt aúgun í. Hþriri'i^segir að Beykjavík hafi 'vakið j undrun sínli þfegar hann kom hingað. Honuiii I finrist einkennilegt hvað húsin eru byggð fast I við götdrnar og göturnar sé yfirleitt mjóar. — Þárinig sér þá gestsaugað að þessu sinni. Þessir 1 piltarr hafa kdniizt að raun mn, að ísland er talsverl öðruvísi en þeir gerðu sér í hugarlund, veðrið fari ekki alveg eftir nafni landsins og I hér sé að riiinnsta kosti srimt eins og annars jstaðar, þótt götúrnait sé mjórri og húsiri hyggð nær þeim, en þeir ciga að venjast. Fátt er svo með öllú illt að ekki boði nokkuð gott. Ekki er ólíklegt að þctta áfall komiriúnistaflókksins, sem valdið hefir hinni andlegu veiklun hans, geti orðið til þess að borgaraflokkarnir komi aftur til heilsuiinar. Hræðslan við kommúnistana, sem valdið hefir tauga- veiklun þeirra og truflað dómgreindina, ætti nú að renna af þeim smátt og smátt. Er sýnilegt, að þeir þurfa ekki að bera ótta í brjósti yið þessa útscndara hins austræna I ’ i Framh. á 6. síðu Sjúklingarnir við Þjóðviljann hafa ærzt, af því að fólkið hefir ekki tátið blekkjast af kosn- ingaloforðnnum þeirra. Þannig var orðbragðið m. a. í floginu á laugardag: ",...HeildsalabySkið, sém ekki hefir látið jsér nægja að arðræna þjóðina vægðarlaust urid- anfarin ár, heldur hefir stolið af henni þar að auki.i.l. Þessi forriká heimska gróðastétt .... Þessir huglauSu vcsalingar, sem voru með lijart- að i buxunum .... hafa ni'i drukkið í sig kjark hýenunnar ....“ Fallegt er orðbragðið, rétt eiris og það væri lært í nazistiskum' foringjaskóla, til afnota gegn Gyðingum. En-hver veit nema einhver nemenda- skipti hafi átt 'sér stað, meðan Hitler ög Stalin voru vinir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.