Vísir - 09.02.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 09.02.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R / .. .... ..... M. ■! ....—- VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: blaðaútgafan vism h/f Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagspréntsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Dauða geitin og vesturieiiin. Geitur þóttu fyrr á öldum mestu nytjadýr og í fornum fræðum er 'talið viðunandi hú, þótt menn eigi aðeins „tvær geitur og taug- reptan sal“, eða að minnsta lcosti sé það betra cn ekki. Geitahald hefur víðast lagzt niður hér á landi, nema á heimastöðvum Gríms -á Fjöllunum, og m«n ættræknum eða þjóðrækn nm mönnum þykja slíkt miður farið. En hvað sem því líður verður ekki af geitinni haft, að hún er nytjaskepna, enda fornt dæmi um það, sem hezt er í búi. Það er því milcill mis- sltilningur lijá Þjóðviljanum, að smekldeysa sé að líkja sjálfstæði Islands við geit. Sjálf- stæðið hefur álíka þýðingu fyrir íslenzku þjóð- ina og geitur höfðu fyrir snauða menn til forna, Hvorttveggja mótaði og mótar afkomu og lif þessara aðila. Iiitt er miklu verra, ef snauðum manni, sem a ekki nema eina geit, dytti í hug að dcyða geitina, en láta síðan þremenna á lienni, svo sem Jónas Hallgrímsson kvað. Þjóðviljanum finnst þetta ósmekklega sagt af Jónasi, með því að dæmið sé deginum ljósara, er afstaða hlaðsins og flokks þess til utanríkismálanna cr rædd. Þjóðviljinn er eina blaðið, sem har- izt liefur fyrir erlendum afnotum af landinu <lg viljað fela það með öllu umsjá öi’yggis- ráðs hinna sameinuðu þjóða og liafa hér sétu- lið frá Rússum og þá væntanlega einnig frá Bretum og Bandaríkjamönnum. Hér í blað- inu hefur verið varað við slíku, með því að sjálfstæði þjóðarinnar stafaði hætta af og. al- gert öryggisleysi. Fyrsti fundur öryggisráðs- ins stendur nú yfir í London. Þar cr ckki frið- samlegt, en hvað höfðingjarnír hafast að, hin- ir ætla að sér leyfist það, enda kynni svo ein'nig að fara í sambúðinni hér á landi, er Þjóðviljinn liefði selt það á leigu. öll ummæli Vísis, þau er Þjóðviljinn birti, styðjast við heilbrigða og almcnna skynsemi þjóðarinnar og eðlilegt raunsæi, enda til þcss eins hvatt, að þjóðin tryggi sjálfstæði sitt og skapi sér öryggi. Reynir Þjóðviljinn að vísu íið gera sér mat úr þeim ummælum, sem í fyrstu birtust í Eimreiðinni, en síðar í Vísi, „að við séum á vesturleið“. Þau ummæli voru þending til sænskra og danskra blaða, vegna fjandsamlegrar afstöðu til sjálfstæðisiháls ís- lenzku þjóðarinnar. Ummælin urðu á engan hátt til skammar. Bandaríkin björguðu sjáll- stæðisbaráttu okltar og veittu okkur fyrstu og beztu viðurkcnninguna, en í skjóli þeirra og Bretlands njótum við nú þess sjálfstæðis, sem Svíar og Danir töldu okkur ekki eiga rétt á, cn Þjóðviljinn og ættingjar þess blaðs lágu hundflatir fyrir danska málstaðnum, þó að þessir aðilar sæju að sér að nokkru leyti síðar. Hver einasti Islendingur skilur nú, að við þurfum ekki á milligöngu smáþjóða að halda, lil þess að kynnast menningu stórþjóð- anna og notfæra okkur hana eftir því sem við á. I sjálfstæðisbarátlunni vorum við á heimleið til vesturs. Við erum komnir heim, •— fyrir atbeina Bandarikjanna —, en nú er okkar sjálfra að tryggja sjálfstæði okkar og öryggi. Laugardaginn 9. febrúar 1946 Stjórnmálin á vegamótum: Óttinn við einangran, Siðan kosningarnar fóru fram hafa kommúnistar lifað í stöðugum ótta, — ótta við framtíðina, ótta við skriðuna, sem rann af stað 27. janúar. Kosningarnár sýndu þeim flokkum, sem með þcim starfa enn, að kjósendur þeirra eru harðsnúnir andstæðingar kommúnista og vilja enga samleið með þeim. Ef borgaraflokkarnir ætla sér ekki að ganga LberhÖgg við vilja og álit kjósendanna, verða þeir að hætta að hlaða undir kommúnistana og losa sig úr öllum tengslum og allri samvinnu við þá. Kommúnistum er ljóst, að hér er hætta á ferðum fyr- ir þaú fríðindi og völd, sem þeir hafa náð undir sig með stjórnarsamvinnunni. Þeir vita, að einangrun er þeim vís, ef borgaraflokkarnir öðlast hugrekki til að gera það, sem þeir óska helzt, að þvo liendur sínar af öllu samneyti við þá. En ekkert skelfir þá nú meira en hugsunin um pólitíska einangrun. Þeir vita, að eftir það verður ekki [ skriðan stöðvuð. Eftir það mundu þeir hrópa hótanir sín- ar og köpuryrði fyrir daufum eyrum. Þess vegna kalla þeir nú i angist til borgaraflokkanna, sem þeir hafa ofsótt og svivirt frá upphafi vega, og biðja þá að hlusta elcki á þær raddir, sem vilja sundra stjórnarsamvinnunni, því : að síikar raddir vilji nýsköpunina feiga. Síðásta hálmstrá I þessara útsendu flugumanna er það, að án þeirra geti engin nýsköpun orðið. I stjórnmálunum hefur loftið verið lævi blandið vegna áhrifa kommúnista siðan 1942. Bæjarstjórnarkosningarnar voru eins og sterkur gustuij sem lireinsaði Joftið. Þær syndu, að kommúnistarnir voru ekki ósigrandi. Þær sýndu borgaraflokkunum, að cngin ástæða cr til að óttast þá lengur. Það voru kjósendurnir sjálfir, sem hreinsuðu loft- ið, vegna þess að almenningsálitið er á réttri leið. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Alþýðuflokkurinn gétur gengið í berhögg við almenningsálitið til lengdar, og þess vegna verður samvinnan við kommúnista erfiðari með degi hverj- um fyrir þessa flokka. Ivommúnistarnir ganga drjúgt fram i dul, ef þeir hyggja að hægt sé að telja kjósendum landsins trú um, að engin nýsköpun geti orðið nema þeir verði áfram við völd. Nú tefla þeir öllu fram í' örvæntingu sinni, jal'nvel þvi frá- leitasta. Má segja, að lítið dregur vesælan. Sannleikurinn er sá, að meðan kommúnistar fá að ráða, verður engin nýsköpun. Allar þeirra ráðagerðir háfa það markntið, að sundra fjárhagsgrundvelli hins núverandi borgaralega þjóðfélags, Þess vegna ganga áform þeirra og tillögur út á það, að allt verði sem dýrast og óviðráðanlegt fyrir ein- staklingana. Og með því að gera ríkissjóð beint eða óbeint ábyrgan fyrir allri nýsköpuninni, þá er liklegt að l'ram- leiðslutækin komist áður en langt um líður í ríkisrekstur. Hinar fúlmannlegu árásir kommúnistanna á þjóðhankann eru af sömu rótum runnar. Af því að bankinn hefur stað- ið á móti því, að hundruð milljóna króna af sparifé al- mennings væri með einfaldri lagasetningu tekið úr bank- aniun og gert að áhættufé annarrar lánsstofnunar, heftir málgagn kommúnisla helt slíkum svívirðingum yfir bank- ann og stjórnendur hans, að slíkt hefur hvergi Jiekkzt í neinu menningarlandi. — Til þess að liér gcti orðið heil- brigð nýsköpun til lands og sjávar, verður ríkisvaldið að losna undan áhrifum kommúnista. Almenningsálitið er á réttri leið og fleira mun á cftir í'ara. lltaS á vegginn. Ilin sáru vonbrigði kosninganna hafa síðustu vikuna orðið að máttvana ofstæki, hatursfidlum ofsóknum og við- bjóðslegum rithætti í málgagni kommúnista. Þeir finna, að borgaraflokkarnir eru að renna úr greipum þeirra eins og þurr sandur. Þessir flokkar sjá nú, að þeir þurfa ékki að óttast Jiá lengur. Hönd kjósandans hcfur ritað á vegg- inn. Það er sú eina hönd, sem borgaraflokkarnir nú eru líklegir að taka * tillit til. Þetta vita kommúnistar líka. Þess vegna verður nú af þeirra hcndi allt gert til þess að ná faslari samvinnu við liina flokkana. Daglega bjóða þeir Alþýðuflokknum samvinnu, því nú [>urfa þeir hennar með. En Jiótt sá flokkur hafi undanfarið verið nokkuð tvístígandi í öllum viðskiptum sínum við sovjetpostulana, þá er honum nú ljóst orðið, að framtíð lians er undir þvi komin, að hann*losni undan áhrifum þeirra. Eftir bæjar- stjórnarkosningarnar er Sjálfstæðisflokknum ljóst, að gcngi hans við næstu kosningar er undir því lcomið, að unnið sé af alefli gegn kþrnmúnistum, en ekki með þeim. Flokk- arnir og þjóðin eru á vega/nótum í stjórnmálunum. Áætlanir. Undanfarið hefi eg fengið margar fyrirspurnir, bæði i siina og bréf- um, um hvernig standi á því, að ekki sé enn far- ið að gefa út ferðaáætlanir skipa, sem sigla til og frá Reykjavík. Eitt þeirra — frá „M. J.“ er Svohljóðandi: „Mig — og vafalaust marga fleiri — er farið að lengja eftir því, að aftur verði far- ið að gefa liér út skipaáætlanir, svo að unnt sé að fylgjast með póstferðum frá bænum. Þær hafa nú ekki komið út i mörg ár. * Stríðs- Það var striðið, sem átti sökina á ráðstÖfun. þvi, að hætta varð við að auglýsa skipaferðir, til þess að auka öryggi sjófarendanna. Til útlanda féllu ferðir einnig miklu óreglulegar en áður, svo að það varð til mikilla óþæginda, en menn sættu sig við það, því að hjá þessu varð ekki komizt af völdum ófriðarins. En nú er þetla breytt. Nú eru um 9 mánuðir, síðan hætt var að berjast á megin- landi Evrppu og öllum hömlum, sem seftar voru vegna stríðsins, liefir viðast verið aflétt. * Eitt er Eitt er þó eftir að gcra hér heima og eftir. það er að hyrja á nýjan leik að gefa út ferðaáætianir. Eg skal að vísu játa, 'að til mun jafnan vera áætlun fyrir ferðir Lax- foss, en þótt það sé gott og blessað fyrir þá, sem þurfa að fara upp í Borgarfjörð eða á Akra- nes, eða þurfa a'ð koma sendlngum þanga'ð, þá gerir þa'ð ekki annað en að „auka matarlyst- ina“ hjá hinum, sem nota þurfa skipaferðir til annara staða, sem þeir vita ekkert um samgöng- ur til, fyrr en á siðustu stundu. En ástandið er lítt við unandi, eins og það er.“ * Skrítið Mér barst í gær einkennilegt. hréf vest- bréf. an um haf. Nú skuluð þið fá að lieyra: „Heiðraði herra! Viljið þér gera mér þann greiða að birta héf það, sem hér fer á eftir, í blaði yðar: Eg vil kynna mig sem þrjá- tíu og eins árs .gamlan menntamann og blaða- mamf á lítinn mælikvarða, sem langar til að snúa sér að bókmenntum og hefir kynnt sér land yðar og fyllzl mikilli aðdáun á því. Stríðs- árin öll hefi eg unnið í liergagnaverksmiðju og var leystur undan lierskyldu fyrir þá sök, hvað störf mín voru mikilvæg. • Langar Mig langar nú tij, að snúa mér að því hingað. hugðarefni, sem mér er hjarta næst — ritstörfum. En áður en eg sný mér að I þvíj langar mig til að láta einn draum minn | rætast, sem mig hefir dreymt síðan eg var lít- ill snáði — nefnilega að heimsækja og sjá land' yðar. Eg -er ekki auðitgur maður og get ekki ferð- ast með neinu óhófi, eins og margir gera. En þar sem eg hefi ráðgert að verða nokkrá daga um kyrrt í horg. yðar, hefði eg liugsað mér að reyna að verða gestur meðán eg dvelst þar. * Bók í Mér mundi þykja gaman að, ef mér vændum. væru sýndir þeir staðir í borg ykkar, sem liafa, sögulega þýðingu, bók* menntalegt gildi eða eru sérkennilegir frá nált- úrunnar hendi. Mér mundi þykja mjög vænt um, ef mér yrði boöin gisting og veittur góður beini. — Þegar eg kem heim aftur, mun eg skrifa bók um það, sem fyrir mig kann að koma og von- ast til þess að auka með því vináttu og skiln- ing milli þjóða okkar. Virðingarfyllst, J. Manka, 5033 W. 25th Place, Cicero 50, Illinois, U. S. A.“ Lengra er hréfið ekki, en þess vil eg geta að endingu, að það er fjölritað, svo að vera kann, að höfundinn hafi dreymt um í æsku a'ð sjá fieiri lönd en ísland. * Farið Það verðUr seint brýnt um of fyrir verlega. mönnum, sem ökutækjum stjórna, að fara varlega, þegar jafn-hált hefir verið á götum bæjarins og síðustu dagana, en þó einkanlega um miðja vikuna. Göturnar voru þá alveg flughálar og er mesta furða, að ekki skuli hafa orðið fjölmörg slys, því að þótt oft sé bíýnt fyrir mönnum, að fara varlega, þegar svona stendur á, þá vill það oft hregðast að menn fari að slíkum ráðum — fyrr en um seipan. seinan. sk Ein saga. í þessu sambandi ælla eg að segja stutta sögu, sem gerðist í fyrradag og hefði getað haft annan endi. Dráttarvagn með „trillu“ í eftirdragi ók upp Ilofsvallagötu. Á eftir henni kom, „Jeppi“ og lét Ökumaður hans sér a'ð því að ýta á trilluna. Þegar komið var upp á Túngöluhornið, missti sá sem á undan fór, stjórnina á trillunni, hún slagaði sitt á hvaiý ,á götunni og lenti loks utan í bil, sem þar slóð ög skemmdi liann. Þetta hefði vel getað endað með stórslysi, l>ótt það ætti að vera leikur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.