Vísir - 09.02.1946, Blaðsíða 6

Vísir - 09.02.1946, Blaðsíða 6
6 V I S I R Laugardaginn 9. febrúar 1946 HLLTAVELTAs STORA HLLTAVELTAs HLUTAVELTU heldur Breiðfirðingafélagið á Skélavörðustíg 6 B á morgun, sunnudaginn 10. febrúar 1946. Húsið opnað kl. 2 e. h. Margt ágætra muna verður þar á boðstólnum. T. d. má nefna flugferð innanlands, bílferðir og skips- ferðir tiÍ Breiðafjarðar, kol í tonnatali, barnavagn (nýr), listmunir gerðir af Guðm. frá Miðdal, mörg dýr ritverk, kristal- og silfurmunir, margskonar borðbúnaður, hveitipokar, skór við hvers manns hæíi, konfekt, hárliðun og hárskurður o. m. m. fl. Inngangseyrir 50 aurar — Drátturinn 50 aurar. Enginn núll, en ágætir munir í happdrætti. Freystið gæfunnar! 50 aurar geta gefið yður tækifæri til að ferðast, í lofti, á láði og legi. AHir velhomnir! Enginn hefir efni á að fara ekki á hlutavetluna, sem tekur öllum öðrum fram. Leynisföðvarnar Framh. af 2. síðu. hættu sendingarnar skyndi- lega, en þann sama dag slitn- aði sæsíminn til Danmerkur. Því næst skeður það, að for- sætisráðherra berst bréf frá sendiherra fslands í Dan- mörku, dags. 24. jan. 1940, og er greint frá því í bréf- inu, að yfirmaður öryggis- lögreglunnar í Danmörku hafi góðar heimildir fyrir því, að Þjóðverjar fái fregn- ir um hreyfingar norrænna skipá frá leynistöð í Dan- mörku, er sendi upplýsingar til sendiherra Þjóðverja í Reykjavík, er síðan sendi þær til Þýzkalands. Bendir sendiherrann á, að nauðsyn- legt sé að fá að vita, hvort seiidistöð starfi á fslandi. Stöðin tekur til starfa aftur. Þann 10. apríl 1940 var loftskeytastöðin aftur vör við fyrrgreindar morse-trufl- anir, og þótti sýnt, að hér væri um sömu stöð að ræða og fyrr. Að þessu sinni sendi stöðin út á bylgjulengd 30,8. Rannsókn var þá þegar haf- in á þeim svæðum, sem grun- uð höfðu verið, og bárust þá höndin að Túngötu 18. Loks kom að því, að vissa þótti íyrir því, að sendingarnar kæmu frá bústað ræðismanns Þjóðverja, er bjó í Túngötu 18. Vakti það athygli, að sendingarnar hófust aftur 10. apríl, eða sama dag og síma- samhandi við Danmörku var slitið. Siðasta sending stöðv- arinnar fyrir hléið var 6. des. 1939, en þann dag slitnaði sæsíminn, og voru þá teknar upp skeytasendingar loftleið- is beina leið til Danmerkur. Þáttur lögreglustjórans. Samkvæmt upplýsingum frá lögréglustjóranum í Reykjavik gerðr hann strax, er honum var kunnugt um sendistöðina, ráðstafanir til þess að gera húsleit hjá ræð- ismanni Þjóðverja, dr. Ger- lach, og var 19. apríl 1940 ákveðinn, er leitina átti að gera. Lögreglustjóri hafði þess vegna látið æfa sérstaka sveit lögregl'uþjóna til þess að standa að leitínni. Mál þetta var síðan rætt á fundi ríkisstjórnarinnar og þar tek- in sú ákvörðun, að fela lög- reglustjóranum að fara sjálf- um til ræðismannsins og freista þess, að fá hann til þess að hætta sendingunum, án þess að leit yrði gerð. Lögreglustjóri féllst á að gera þetta, og fór hann til hans, og hættu sendingarnar þá með öllu. Vegna þess, að ekki var gel'ð leit á þeim tíma, urðu menn í rauninni aldrei neitt visari um, hvort sendistöð væri í I)ústað ræðismannsins eða ekki, vegna þess að dr. Gerlach har á móti því að hafa nokkurt senditæki í fór-! um sínum, og ekkert var gert frekara í málinu að sinni. Almælismót Hauka. N. k. sunudag 10. febr. Halda Haukar í Hafnarfirði afmælismót í handknattleik í tilefni 15 ára afmælis fé- lagsins. Mótið verður haldið í íþróttahöll I. B. R.' við Há- logaland og hefst kl. 2.30 e. h. Keppt verður í öllum ald- ursflokkum, einn leikur í hverjum flokki þannig, að Ilaukar keppa við eitt sterk- asta félag í hverjum floklci. í Meistarafl. karla við Val. I I. fl. karla við K. R. í II. fl. karla við I’. H. í III. fl. karla við Ármann. í kvenna- fl. A við Ármann. í lcvenna- fl. B við Fram. Lundúnafréttir greina frá árekstrum milli brezka hers- ins og róttækra Indonesa á hverjum degi. Störskotalið hefir haft sig töluvert i frammi. Öryggisráðið kemur sam- an siðdegis i dag. Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Næturlæknir í nótt annast Bifröst, sími 1508 og aðra nótt B. S. í., sími 1540. Helgidagslæknir er Eggert Steinþórsson, Há- vallagölu 24, sími 3G03. Messur á morgun. Dómkirkjan: Messa kl. 2, síra Pétur Magnússon frá Vallanesi. (Síra Jón Auðuns fyrir altari). Ivl. 5 sira Bjarni Jónsson. Hallgrímssókn. Barnaguðsþjón- usta kl. 11 árd. í Austurbæjar- skóla, sr. Sigurjón Árnason. — Messað sama slað kl. 2 síðd., sr. Jakob Jónsson. Nesprestakall:'Messað í kapellu Háskólans kl. 2 síðd., sr. Jón Thorarensen. Laugarnesprestakall: Barna- guðsþjónusta kl. 10 ád., sr. Garð- ar Svavarsson. Fríkirkjan: Barnaguðsþjónusta kl. 2, sr. Árni Sigurðsson. Engin síðdegismessa. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Mess- að kl. 5 e. h. Lágafellskirkja: Messað kl. 14- sr. Hálfdán Ilelgason. Útskálaprestakall: í Keflavíkr Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. I Njarðvík: Messað kl. 2 síðd. sr. Eiríkur Brynjólfsson. Hilutaveltu lieldur Breiðfirðingafélagið að- Skólavörðustíg Gb kl. 2 e. h. á morgun. Þar verður margt ágætra muna og vinninga, svo sem flug- far, farseðlar með skipum og bif- reiðum til Breiðafjarðar, barna— vagn, margt úrvalsbóka, listmun— ir eftir Guðm. frá Miðdal o. m. fl- útvarpið í kveld. Kl. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl- 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Samsöngur (plötur). 20.30 Leik- rit: „Tcngdapabbi" eftir Gustaf" af Geijerstan (Leikstjóri: Jón Að— ils). 22.20 Fréttir. 22.25 Danslög. lil 24.00. Skipafréttir. Brúarfoss fór frá Bvik 5. þ. m. til Leith. Fjallfoss er á Siglufirði- Lagarfoss er á Austfjörðum. Sel- foss er í Leitb. Reykjafoss koni i gær frá Leith. Buntline Hitch ér- í Rvík. Long Splice fór frá Rvílc 2. þ. m. til New York. Empire Gallop cr á leið frá St. Johns til New York. Anne fór frá Rvik 6- þ. m. til Middlesbroughi Lech er á leið til Rvíkur frá Grundarfirði. Útvarpið á morgun. 8.30—8.45 Morgunútvarp. 10.30 Útvarpsþáttur (Ragnar Jóhann- esson). 11.00 Morguntónleikar. (plötur): Sónötur eftir Brahms. 13.15 Hannesar Árnasonar fyrir- Iesfrar dr. Matth..Jónassonar um uppeldisstai'f foreldra, II: Sálar- líf barna. 14.00 Messa í Dómkirkj- unni (Síra Pétur Magnússon frá Vallanesi predikar, sr. Jón Auð- uns fyrir altari). 15.15—1G.30 Miðdegistónleikar. 18.30 Barna- timi (sr. Friðrik Hallgrímsson o. fl.). 19.35 Ávarp frá Sambandi ís- lenzkra berklásjúklinga (Oddur Ólafsson læknir). 20.20 Samleikur á fiðlu og píanó (Þórir Jónsson ■ og Fritz Weissliappel): Sónata í D-dúr Op. 12, nr. 1, eftir Beet- hoven. 20.35 Erindi: Huglciðing- ar um uppruna heimsins (Stein- þor Sigurðsson magister). 21.00 Tónjeikar (plötur): Norrænir. kórar. 21.10 Upplestur (dr. Einar 01. Sveinsspn prófessor). 21.30 Tónleikar (plötur): Endurtekin lög. 22.00 Fréttir. 22.05 Danslög til 23.00. Athygli verzlana skal hérmeð vakin á tilkynnmgum Viðskiptaráðs í Lögbirtingablaðinu í dag. Reykjavík, 9. febrúar 1946. Verðlagsstjórinn. *"■ m. ■■■ ..................■■■ —■ 1 ■""" r Auglysirig Samkvæmt heimild í útsvarslögum nr. 66, 1945, hefir bæjarstjórnin samþykkt, að innheimta útsvör árið 1946, með fyrirframgreiðslum svo sem hér segir: Gjaldskyldum útsvarsgreiðendum við aðalniður- jöfnun árið 1946 ber að greiða fyrirfram sem svar- ar 40% af útsvörum þeirra árið 1945, með gjald- aögum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, !sem næst 10% aí útsvarinu 1945 hverju sinni. Allar greiðslur skulu standa á heilum eða hálf- um tug króna. Þetta auglýsist hérmeð. Reykjavík, 7. febrúar 1946. 0 Borgarstjórinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.