Vísir - 25.02.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 25.02.1946, Blaðsíða 2
B v I s i h Mánudaginn 25. febrúar 1946 feÍ:áSÖJi . is s r a cio Meðalablettir á líni nást burt með stcrkri ammoniak- npplausn. Sé .ávaxtablettir á borSlíni er gott að væta þá nieö kamfóru. Þá hvería þeir. Sé blettur á speglinum sem erfitt er að ná í burtu, er gott að bella á bann nokkurum dropum af kamfóru. Blettir ef tir fitígur nást af með ediksblöndu. Blekblettir nást af lini ef glycerin er látið liggja á bletlunum nokkrar klukku- stundir (t. d. næturlangt). Á eftir eru blettirnir þvegnir úr xneö volgu sápuvatni. Þroskab'ir tómatar,. sé'm eru ógalIaÍSir, geta geymzt lengi í saltpækli. Pækillinn verður að vera svo sterkur að egg gæti flotið í hoiium. Salt- bragðið kemst ekki inn í tómatana. Afskorin blóm halda sér bétur sé dálítið af sykri láli'ð í vatnið sem á þeim er. Ögn af aspiríni gerir sama gagn. Tízkukonur. Tisku-frömuðir hafa ný- lega efnt til atkvæðagreiðslu um það hvar konur væri beszt búnar. Eftir atkvæðum að dæma eru konur í Ameríku fremstar í flokki, og er það mjög trúlegt. Hér hjá oss, og víðast hvar hefir þróunin gengið í þá átt að fólk hefir verið tilneytt að láta vinna svo margt utan heimilisins, sem áður var gert heima. Til dæmis selja bændur nú ull sína, nema ef til vill það eitt, sem þarf í sokka og nærföt heima fyrir. Ullin er líka send í klæða- verksmiðjurnar og ofið úr henni þar til fata, en lítið er víst ofið heima hér á landi nú orðið. Kona ein í Pennsylvaniu tók upp á því nýlega að nota sjálf ullina af fé sínu, spinna hana heima, lita og vefa úr henni, og hefir hún og systir hennar mikla ánægju af þessu. Þær höfðu keypt sér nokkurar kindur af Cheviot kyni og hugsuðu sér aðal- lega að eiga hægt um vik með að fá sér kindakjöt. En þær tóku mjög nærri sér að eta þessa" heima-öldu vini sína og komu líka strax auga á gæði ullarinnar til fata. Og þær tóku sér þvi næst fyrir hendur^ að afla þeirra tækja sem nauðsynleg voru til að hreinsa ullina, kemba hana, spinna og vefa. Þær systur leystu sjálfar af hendi alla hirðingu og vinnu við fé sitt. En þær fengu vanan mann til þess að klippa kindurnar fyrir sig. Því að í Ameríku er féð ekki rúið, heldur klippt, og þykir það starf heldur erfitt. — Þær ætluðu líka í fyrstu að lita band sitt sjálfar, en það hefir orðið ofan á að þær senda litara það, en gefa sjálfár fyrirmæli um litina. En þær kenndu sér sjálfar að vefa ef tir bókum um vefn- að, og hafa nú mikla ánægju af þessu starfi eins og flestir sem læra það. 'Og tilraunir þeirra hafa vakið mikla athygli. Meðfylgjandi mynd sýnir rokk þeirra systra og er hann ólíkur íslenzkum rokkum., Hesputréð er líka ólíkt þeim hesputrjám er við eigum að venjast. Efst á blaði er þar frú Stanley Mortimer af hinni kunnu og auðugu Astor- fjölskyldu. önnur í röðinni er frá Byron Foey, erfingi að Chrysler bílaverksmiðjunum. Fjórða er frú Lawrence Tib- bet, kona söngvarans fræga. Fimmta er hertogafrúin af Windsor. Filmstjarnan Rosalind Russel er nr. átta í röðinni. Hún er gift syni Carls Bris- spn og konu hans, sem er systir frú önnu konú Einars Jónssonar myndhöggvara. Þingkonan Claire Booth Luce er hin tíunda í röðinni. Þessar konur eru því bezt búnar af öllum konum í tízku-heiminum. I H.ntt nrí^nm. i/itl dýrmæt Gólfábreiður verða fyrir meiri átroðningi og sliti en flest annað. á heimilinu. Ef við sjáum einhvern heima- mann standa á bólstruðum stól eða legubekk, er ekki beðið boðanna um að reka afbrotamanninn ofan af stói eða bekk, slíkt athæfi er síðan harðlega vítt og burst- að vandlega af stólnum eða legubekknum á ef tir. öðru máli gegnir að sjálf- sögðu um gólfábreiðuna. Hún verður að þola traðk og umfer.ð, og er til þess ætluð að liggja undir fótum manna. En það er þó sjálf- sagt að vernda þenna góða grip eftir beztu getu og mjög jviturlegt að gera ekki eins vel við gólfteppið og mögu- legt er. Ef ryk og óhreinindi að renna teppakústinum yfir teppið eftir máltíðir, eða fara með lítinn bursta yfir teppið og taka upp mola þá sem hrotið hafa niður, eins og oft kemur fyrir, jafnvel þó að gætni sé viðhöfð. Mat- aragnir geta orðið til mikilla skemmda á gólfábreiðum, og sé'þær skildar eftir á gólfinu troðast þær fljótlega niður i teppið og valda þar fitu- blettum. Byk sezt þar ofan í og ábreiðan fær af þessu svo stór lýti að það er dagleg hrelling fyrir húsfreyjuna að -horfa á slíkt. Það er því bezt að ganga vel um ábreiðuna til að losna við erfiði síðar, við að ná úr ljótum blettum. ,Það þarf daglega að fara yfir ábreiðuna með teppa- kústi, sé það mögulegt. — Nauðsynlegast er þetta-þó á vetrum, þegar færð er slæm úti fyrir og eldur ef til vill hafður í ofnum í stofunum, þó að það sé ekki víða hér í Reykjavík nú orðið. Og brýnið fýrir heimilisfólkinu að ganga vel um, þurka vel af fótum ser ef ekki eru notaðar skóhlífar, svo að ekki berist inn meiri óhrein- indi en óhjákvæmilegt er. Einu sinni í viku er sjálf- sagt að hreinsa teppið með ryksugu eða góðjjm bursta. Þetta er nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir að sand- ur eða hörð korn Kómist nið- ur í teppið. Því ¦•að-féstist þau. í uppistöðu ábreiðunnar geta þau gért ómetanlegan skaða, Það er ekki míkið verk að hreinsa ábreiðuna með ryk- sugunni. Það er dálítið sein- legra með bursta. Ef mikið rykast upp þegar teppið er sópað eða burstað er það rrierki þess að dag- legri hirðing sé ábótavant. Frh. 3ja hetbeigja ¦¦.".'¦íri' til sölif í nýju steinhúsi í Kleppsholtí. Grunnflötur ca. 80 fermetrar. Ekki al- veg fullgerð.. Greiðsluskil- málar. ALMENNA FASTEIGNA- SALAN, Bankastræti 7. . Sími 6063. fá að setjast um kyrrt í því, verða litirnir óhreinir og daufir. Og sandkorn og rusl, sem fær að komast ofan í teppið skemma það til stórra muna, og slíta því ótrúlega mikið. Þó að óhreinindi leiti mjög á gólfábreiðuna eru þau henni mjög óholl. En sé leitazt við að Iialda gólf- ábreiðunni hreinni eftir beztu getu, marghorgar það sig, og hún endist árum saman. Hún slitnar að vísu, en góð með- ferð getur lengt æviár henn- ar að miklum mun. Það er því sjálfsagt að verja bæði tíma og fyrirhöfn til við.- halds svo dýrum og góðum grip. Sé gólfteppi í stofu þav sem matazt er, er sjálísagt •iilflíí og Stofeselni nýkomin. H, TOFT, Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Wm§h hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 9. — Simi 1875. Enskir vinnuveflingar VERZL. ?m. Sími 3350 eða 5864. JVýkomiðl | MSarníBshÓW9 allar stærðir4 Ú Svartir, brúnir, hvítir og úr Iakkskinni. <:\, Kw®m$hór« *&? kven- og karlmanna, S stórt úrval. Jí *aiiegt úrval, þar á með- % ' margar tegundir af g kvítum skóm. » rir karlmenn, fjórar tegundir. oLámó Lj. cJLáovíqóóon ötbUri i'ífigni í|,.? /mSirO go viíoujíi .. <>l.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.