Vísir - 26.02.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 26.02.1946, Blaðsíða 4
V I S I R ' Þriðjudaginn 26. febrúar .1946 VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐADTGAFAN VÍSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Vérð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Austan hafs og vestan. Þjóðræknisfélagið hefur ákveðið að bjóða hingað til lands á sumri komanda nokkr- um merkum Vestur-lsiendingum. Hafa rit- stjórar vestur-íslenzku blaðanna orðið fyrir valinu að þessu sinni og ræðismaður Islands i Winuipeg. Er þetta mjög vel til fallið, enda hefur vej'ið of lítið að því gert, að auka á kynni milli þjóðarbrotsins vestra og heima- þjóðtuinuar. Virðist svo sem vaxandi skiln- ingur sé á seinni árum fyrir slíkri starfsemi og er það vel farið. Mætti undarlegt virðast, uð hér starfa margskonar félög, sem vilja auka á kynni milh Islendinga og erlendra þjóða, en hinsvegar hefur öll starfsemi verið frekar dauf, sem miðað hefur að atikinni kynn- ingu xriilli Islendinga vestan hafs og austan. Slíka starfsemi ber þó að efla á allan hátt og styrkja annarri starfsemi frekar. Ætti heima- Jijóðin ekki að gleyma, að einn þriðji hluti þjóðarinnar dvelur í Vesturheimi og að gagn- vart því þjóðarbroti er ýmsum skyldum að gegna. Islendingar vestan hafs hafa um tugi ára leitazt við að efla þjóðræknisstarfsemi sín á milli og viðhalda tungu sinni og þjóðmenn- ingu. Þrátt fyrir erfið skilyrðj á ýmsan hátt hefur ára-ngur af slíkri starfsemi reynzt furðu rnikill. Eiga blöðin og kirkjan mestan ])útt í þessu starí i og verður það aldrei ofþakkað. Væri vel athugandi, að hið opinbera ynni að aukinni kynuingu milli Islendinga vestan bafs og aus.tan frekar en gert liefur verið, og styrkti slika starfsemi fjárhagslega. Gæti ]>ar komið til greina, að mannaskiptum yrði . ú komið, þannig til dæmis, að kennarar og klerkar störfuðu um skeið vestra eða hér heima og einnig gætu aðrar stéttir komið hér til greina. Mundi árangur af slikri starfsemi reynast heillavænlegur fyrir báða aðila. Vestur-Islendingar hafa fært þungar fórnb’ íyrir þjóðræknisstarfsemina og ekkert til sparað að árangur af henni yrði sem beztur. Er í rauninni furðulegt, hversu vel þeim hef- nr tekizt að vernda tungu sína og Jjjóðmcnn- ingu, ei} þeim mun lengra sem líður aukast crfiðleikar á slíkri starfsemi. Blaðaútgáfu hef ur stöðugt verið haldið uppi, en hún er ekki ágóðavænleg og allra sízt, ef hún nýtur einskis stuðnings héðan að heiman. Ætti það að vera eitt af verkefnum þjóðræknisfélagsins hér að stuðla að aukinni útbreiðslu vestur- islenzku blaðanna, auk þess, sem félagið greiðir að öðru leyti fyrir aukinni samvinnu heimaþjóðarinnar og Islendinga í Vesturheimi. 3Jjóðræknisfélagið nýtur enn sem komið er <‘kki fulls skilnings almennings og er of fá- liðað. Ættu menn að styrkja það öðrum ielögum frekar, og einnig mætti það verða opinbers styrks aðnjótandi. Komið gæti iil athugunar að styrkja þjóðræknisstarfsem- ina vestra eftir .því, sem við verður komið og við á, en slíkt verður að gerast í samráði við Islendinga vestan hafs. Aukin kynni milli Islendinga vestan hafs og austun er ' ÞJóðbmauðs^rn ;(jafn e^só^v^^yrir haða aðilá. Flokkar í erlendri þjónustu. Yfizlýsing Bevins. Þeir, sem lesa Þjóðviljann, þafa veltt því athygli, að undanfarna mánuði hefur blaðið við hvert tækifæri sýnt Bretum hinn mesta fjandskap og ásakað þá um undir- ferii, auðvaldsþjónustu og stuðning við afturhaldsöflin í álfunni. Mörgum mundi nú þykja, að hið íslenzka n\ál- gagn kommúnistanna væri þess lítt umkomið, að leggja brezka heimsveldinu lífsreglur. En svo virðist sem rúss- neski áróðurinn telji það ómaksins vert að taka það í þjónustu sína. Islenzka sovét-málgagnið hefur fengið leið- beiningu um, hvernig það eigi að haga sér. I þessu sambandi er rétt að athuga, hvað Bevin, utan- ríkisi’áðherra Breta, sagði við Vishinsky, utanríkisráðherra Rússa, í ræðu á þingi sanieinuðu þjóðanna. Hann sagði: „Hættan fyrir friðinn í heiminum hefur verið hinn ó- þrjótaudi áróður frá Moskva gegn brezka heimsveldinu og hin stöðuga notkun á kommúnistaflokkum um allan heim til árásar á brezku þjóðma og brezku stjórnina ...“ Þessi merkilega yfirlýsing þarf engrar skýringar við. Hefur íslenzka kommbúnista-málgagnið tekið við fyrir- skipunum frá Moskva um það, að ráðast á Breta og rista þeim njð á ýmsan hátt? Þeir, sem eru í vafa um slikt, ættu að lesa blaðið undanfarna mánuði. Blaðið er ekkr að láta það á sig fá, þótt Bretar séu beztu viðskiptavinir Islend- inga og við eigum þeim margt að þakka. Hagsmnnir ls- lands verða að víkja þegar annars vegar eru útlendh- hags- munir, sem settir eru hærra. Hver getur trúað slíkum flokki fju’h’ hagsmunamáhun þjóðarinnar? Samkvæmt iyriiskipun. Ekki er óliklegt, að kommúnistar hafi fengið fyrir- skipun frá hærri stöðum um að nota aðstöðu sína í stjórn- arsamvinnunni til að leggja undir sig barnafræðsluna í tveimur stærstu bæjum landsins, Reykjavík og Hafnar- firði. Fyrir nokkrum dögum voru skipaðir formenn allra skólanefnda á þessum stöðum og voru eingöngu skipaðir kommúnistar. Er hér um að ræða fimm stærstu barua- skóla landsins og tvo stærstu gágnfræðaskólana. — Það er ekki af tilviljun einni, að kommúnistar hafa verið skipaðir í þessar stöður. Þetta hefur verið gert samkvæmt vandlega hugsaðri áætlun, sem stefnir að því að sýra alla barnafræðsluna í landinu með keriningum kommúnismans. Belnasta leiðin til að gera landsfólkið að kommúnistum, er að móta barnssálirnar í ánda lrins austræaa ,„Iýðræðis‘‘. Dæmin eru deginum ljósari. A tiu árum tókst Hitler að gera æsku Þýzkalands, að, róttækum nazistum. Það mun á tvítugsaldri var orðinn að róttækum nazistum. Það mun taka mörg ár að breyta hugarfari hennar. Bevin segir, að Moskva noti kommúnistaflokka um allan heim. Þessir flokkar taka því við fyrirskipunum. De Gaulle neitaði að láta franska kommúnista fá nokkuð af ábyrgðarmestu ráðherraembættunum j stjórn sinni, vegna Jiess, að hann taldi þá undir svo sterkum áhrifum frá Moskva, að þeim væri ekki trúandi til þess að vernda hagsmuni Frakklands. Islenzkir kommúnistar hafa aldrei borið af sér og aldrei sannað, að Jieir taki ekki við fyrir- skipunum frá erlendu valdi. Meðan þeir gera það ekki, er ekki hægt að lita á þá öðruvisi en sem flokk í erlendri þjónustu, er lætur nota sig til árása á stórveldi, sem er; bezti viðskiptavinur Islands. Má af því sjá, hverra hags- muni slíkur flokkur ber fyrir brjósti. Flugumennska og skemmdaistarL Á söguöldinni voru þeir kallaðir flugumenn, sem keypt- ir voru á einn eða annan liátt og sendir til liöfuðs mönn- um. Kommúnistarnir eru flugumenn hins austræna ein- ræðis og sendir til höfuðs vestrænu frelsbog lýðræði. Allt starf þeirra stefnir að þvi, að sundra hinu borgaralega þjóðfélagi, með því að grafa undan þeim máttarviðum, sem halda því uppi. Þess vegna sækja þeir fastast að því, að koma sem mestri óreiðu á alla fjármálaskipun þjóð- félagsins. Það gæti leitt af sér þjóðargjaldþrot og upp- lausn í þjóðfélaginu. Það er ástæðan fyrir hinum hatrömu árásum ísjenzkra kommúnista á þjóðbankann og alla, sem sporna gegn upplausnaráformum þeirra á opinberum fjár- málum. Þeir sögðu, þegar þeir gengu í stjórnina, að þeir skyldu ausa fénu á báðar hendur út úr bönkunum. Þeir hafa reynt það, en ennþá hefur það strandað á því, að ennþá er talsvcrt af heilbrigðri skynsemi í landinu og enn fást menn við opiuber mál, sem meira meta fjárhag þjóð- arinnar en vinfengi við kommúnista. Þó eru þeir sorglega margir, sem fórnað hafa bæði sjón og heym fyrir vinfengi kommúnista og hafa talið sér trú um, að hægt væri til lengdar að njót;j með þeim sætleilc-a valdsins í* trássi við allt lögmál atvinnu og efnahags. Svar úr SigurÖur Jónasson, forstjóri Tóbaks- tóbaki. einkasölu ríkisins hefir sent mér nokkrar línur í tilefni af þvi, að ,eg birti fyrir heigina bréf frá „ungum sjómanni“. SigurtSur Jónasson segir í svari sími: „í bjfaði yðar stendur í gær (21. febrúar) nndir fyr.ir- sögninni Bergmál (undirfyrirsogn ,,samskot“), svo hljóSandi klaust." Siðan er tekinn upp kafli úr ofannefndu bréfi sjómannsins, sem talar um, gð liann hafi ekki séð birtar tilkynningar um að „tóbakið" og „rikið“ hafi látið neitt af hendi rakna í Jýsissöfnunina. * Alþingi í Vegna þess aðþessi ummæli gætu mis- spiJinn. skilizt, vil eg hér með skýra. yður frá, að samkvæmt fyrirmælum frá fjárveitinganefnd Alþingis á sinum tima, cr Tó- hakseinkasölu ríkisins að minnsta _kosti og eg, geri ráð fyrir að hið sama eigi að gijda uin Áfengisverzhm—ríkisins, bannað að gefa fé til samskota. Svo mun vera litið á, að þar sem um fé rrkissjóðs er að fæða, þá hvíli fjárveitinga- valdið hjá Alþingi. * Fyrirmæli Það kann að vera, að einhverjar brotin. ríkisstofnanir hafi nú nýlega eða áður brotið fyrirmæli Alþingis með því að leggja fram fé til samskota eða gefa gjaf- ir án þess að hafa til þess heimild Alþingis, en mér hefir eigi sýnzt að það réttlætti á nokkun hátt, að Tóhakseinkasala rikisins bryti i bág við þau fyrirmæli, senr gefin voru á sínum tima af' Alþingi og fjámálaráðherra. Biðjuin vér yður að birta þessa skýringu vora í blaði yðar.“ Og er það hér mcð gert, svo að allir megi sjá sak- leysi fprstjóranna. i niáli þes&u. * Uppboð. Það var óvenjulega fjölsó.tt uppboð, sem haldið var i Túngötii 18 á laUg- hrdagsmörguninn. Þrátt fyrir kulda stóð fólk tímunjam saman.og hauð og bauð. Sitt af liverju var þarna á boðslójum, allt frá bíl .og niður i — eg veit ekki hvað — borð, stólai og annað af þyí tagi. En það er sagl, að þeir hlutir, sem verð- mætastir voru, hafi ekki verið boðnir þarna upp, heldur hafi .þeir .verið seldir áður cn upp- boðið fór fram og hafi menn fengið að vejja, úr þeim. Er talsverð grerpja i sumum út af þessu. ■* Fékk að I bréfi, sem mér hefir borizt um þetta, skoða. segir ni. a. á þessa leið:.„.... Egkomst að visu ekki upp eftir, fyrr en talsvert var liðið á uppboðið, en þar sem eg stóð í hópnum, heyrði cg minnzt á þetta. Sagði maður nokkur, að sór hefði gefizt tækifæri til að skoða það, sem hjóða átti upp og hefði hann þá þótzt sjá í hendi sór, að einhverju hefði verið stungið undan. í bústað seiulimanns erlends rikis, þótt hann yæri ekki nema ræðismaður, hlytu að hafa verið einhverjir munir, sem fallegir gætu kall- azt, því að það sem væri á hoðstólum, væri margt þannig, að það gæti ekki kallazt neinu öðru orði en skran. Mér þykir t. d. óscnnilegt, að ekki hafi verið þarna til eitt einasta málverk, en rödd lieyrði eg um, að slikir munir liefðu ekki verið hoðnir upp. * Hvar En hvað varð þá af þvfe sem telja má er það? yíst, að hafi verið til í húsinu, en al- menningur niátti ekki kaupa? Það væri fróðlegt að fá að vita það. Ekki af þvi, að mig langi lil að cignast neitt af þvi, heldur til þess að almenningur fái að vita, hvort þarna hafi verið hafðar uppboðsaðferðir, sem eiga ékki að liðast. Og hafi þannig vcrið farið að, þá á að sjá um þaðj að slikt eigi sér ckki' stað oftar.“ Eg hcfi heyrt um þessa óánægju víðar, þótt eg hafi ekki fengið nema eitt bréf enn,‘ enda stntt siðan nppboðið var haldið. En vilji éiúlii’ferjir ktíma inþheðnurtí‘skýringum á fram- færi, þá er eg til í að birta þær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.