Vísir - 16.04.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 16.04.1946, Blaðsíða 2
2 V I 5 I R ‘ »'j * 'i Um nýja ■■ Þjóðkunnir menn láta í Ijós álit sitt. í.S2lí«?í)8S» f Vísir hefir beðið nokkva þjóðkunna menn að svara eftirfarandi spurningum: 1. Eruð þér þeirrár skoðunar, að byggja beri kaup- gjalds- og verðlagsvísitölu að verulegu leyti á útflutningnum og afkomu atvinnuveganna? 2. Hvað álítið þér um tillögur þær, sem Björn Öl- afsson hefir nýlega sett fram um nýja vísitölu? 3. Teljið þér aðra Ieið heppilegri til þess að draga úr verðþenslunni og halda atvinnuvegunum gang- andi? Birtast hér svör þeirra í þeirri röð, sem þau bárust blaðinu. Framhald verður á morgun. Gísli Sv€»inss&ss ö alþingisniaður. Vísitölugreinar Björns Ól- íifssonar fyrv. * f jármálaráð- herra í Vísi liafa að vonum vakið alhnikla athygli með- al manna, cr lesið hafa og Játa sig þessi mál skipta. Sumt af því, sem B. Ó. ræð- ir, er að vísu gamlir kunn- ingjar, en annað er meira nýstárlegt, eins og hann set- ur það fram, og má þó búast við, að með þessu sé ekki öll sagan sögð að áliti hag- fræðinga, ef hverfa ætti að útflutningsgrundvellinum eftir lillögum höf. Til frek- ari útlistunar á þessu hefi eg engin tök um sinn, en læt nægja að svara þeim þremur spurningum, sem blaðið Vís- ir hefir beint til mín og fleiri, á eftirfarandi hátt: Við 1: —- Á því tel eg eng- an vafa, að hverfa verður að því, og það fvrr en síðar, að miða kaupgjald að verulegu leyti við afkomu atvinnu- vega landsmanna, og þá að sjálfsögðu ekki sízt litflutn- ingsframleiðslunnar, sem þar er þungamiðjan, eins og á- statt er hjá oss. Fyrr er ekki af neinu viti séð fyrir þess- um málum til frambúðar en það er alvarlcga tekið með i* reikninginn. Og öllu þessu hlýtur svo einnig verðlags- vísitala að vera háð, því að samband verður að haldast þar á milli. Og ef rétt und- irstaða er fundin, á þetta í rauninni að geta jafnað sig sjálft, án sérstakra umhrota. Þess vegna væri nauðsynlegt, að ráðamenn i stjórnmálum og atvinnumálum gætu með fullri samvizkusemi borið saman ráð sín um þetta, und- irhyggjulaust og án allrar togstreitu flokka og stétta, því að hér er um eitt hið vandamesta þjóðfélags- og þjóðhagsmál að ræða, sem orkað gæti fullum ófarnaði, ef því er að engu skeytt eða allt látið rekast áfram eins og verkast vill og reyndar nú á sér stað. Við 2: — Tillögur B. 0. um „nýja vísitölu“ eru ein- mitt í þessu tilliti næsta at- hvglisverðar og stefna á ýmsan veg í rétta átt, þó að þær þarfnist frekari athug- unar áður en þær gætu tal- izt fullkaraðar eða allskostar öruggar „að beztu manna yf- irsýn“, til þess að ná jieim tilgangi, sem þeim er ætlað. Við 3: Sem stendúr er ekki til að dreifa neinum uppástungum sem tilraun til bóta eða leiðréttingar á \ ísi- tölunni, er taki jæssum fram í efni málsins. Það væri vitasluild bæði æskilegt og eðlilegt, að stjórnmálaflokkarnir og málgögn þeirra tækju þetta mikilsverða mál m. a. að gefnu tilefni til rökvísr- ar og óhlutdrægrar umræðu, en líklega er jicss ekki að vænta, j)ví miður, eins og sakir standa. Stjórnmála- ástandið hjá oss nú er ó- heillavænlegra en svo, að við verði komið friðsamleg- um og frjálsmannlegum rök- ræðum um afkomumál lands og lýðs. Sigurður JíóntMSsau : forstjóri. Herra ritstjóri, Þér hafið sent mér jn’jár spurningar og beðið mig að svara j)eim í stuttu máli. Eru spurningar yðar bornar fram í tilefni af greinum Björns Ólafssonar, fyrrv. ráðherra, um grundvöll þann, sem beri að leggja fyr- ir útreikningi verðlagsvísi- tölunnar. Spurningum vðar vil cg svara þannig: 1. Eg er ekki þeirrar skoðunar, að byggja beri út- reikning verðlagsvísitölu „að verulegu leyti á útflutningn- um og afkomu atvinnuveg- anna“, heldur álít eg að verð- lagsvísitalan eigi að reiknast út á sama hátt og kauplags- nefnd og hagstofan hefur gert hingað til. Þó lít eg svo á, að nauðsynlegt sé að ekk- ert sé j)ar undan dregið og tel j)að ganga hneyksli næst, ef j)að er rétt, sem einn af gleggstu hagfræðingum landsins, Jón Blöndal, hefur haldið fram nýlega í blaða- grein, að verðlagsvísitalan sé a. m. k. of lágt útreiknuð scm nemur allt að 37 stigum, þannig að luin ætti raunveru- lega að vera 322 stig í stað 285. 2. Eg álít ekki, að tillög- ur Björns Ólafssonar, sem hann hefur sett fram í prýði- lega skýrt skrifuðum grein- um í Vísi í síðasta mánuði, mundu breyta miklu til bóta um útkomuna. Raunar ganga tillögur hans ekki út á það, að breyta grundvellinum undir útreikningi sjálfrar verðlagsvísitölunnar, heldur að reikna út j)að, sem hann neí'nir kaupgjaldsvísitölu, með hliðsjón af heildarverð- mæti útflutningsins. Eg hvgg að afleiðingin af þeirri að- 'ferð yrði fyrst og fremst sú, að gera vísitöluna óstöðugri, en j)að hlýtur hinsvegar að vera takmark heilbrigðrar fjármálastefnu, að viðhalda sem jöfnustu verðlagi, þegar réttur grundvöllur hefur ver- ið fundinn. 3. Þér spyrjið, hvort eg telji aðra leið heppilegri „til þess að draga úr verðjiensl- unni og halda atvinnuvegun- um gangandi“. Já. eg tel það, og skal í stuttu máli reyna að gera grein fyrir því, hvaða lciðir cigi að fara til þess. I fyrsta lagi álít eg, að vér ættum að taka upp svipaða aðferð og sumar aðrar þjóð- ir, eins og t. d. Svíar, að| greiða aðeins, segjum % í verðlagsuppbót af því, sem verðlagsvísitalan segir að dýrtíðin sé á liverjum tíma. Að sjálfsögðu geng eg hér út frá rétt útreiknaðri verð- lagsvísitölu. Þá álít eg, að rétt sé að gera ráðstafanir til þess að lækka ýmsar óhóflegar kaup- greiðslur, sem eru komnar að því að valda hruni í sum- um atvinnugreinum, eins og t. d. byggingariðnaðinum. Kemur í því sambandi til greina að endurskoða suint af l)eirri grunnkaupshækkun, sem orðið hefur í stríðinu. 1 sumum tilfellum hefur hún orðið óhóflega mikil. Þá tel eg mikla nauðsyn, að bankarnir lækki útláns- vexti sína, l. d. úr 5% til 5%%, eins og þeir eru, nið- ur í 3 til 3Y>. Jafnframt þarf að sjá húsbyggjendum fyrir miklu hagkvæmari lánskjör- um cn nú eru, því sannast að segja koma lán úr veð- deild Landsbankans ekki að miklu gagni nú orðið. Þá álít eg mikla nauð- syn bera til j)ess að lækka rekstrarkostnað ríkisins og raunar ckki síður stærstu bæjarfélaganna. T. d. þarf einhvernveginn að leggja hömlur á óhófseyðslu Reykja víkurbæjar. Tel eg að Alþingi ætti að skoða j)að eitt höfuð- verkefni silt, að koma rikis- útgjöldunum á heilbrigðan grundvoll — líldega mætti lækka þau um 50 milljónir á ári og taka í taumana við óhófsöm bæjarfélög, sem sýnilegt er að stefna fjárhag borgaranna í voða. Ætti af- leiðingin af slíkum sparnað- arráðstöfunum fyrst og fremst að lýsa sér í j)ví, að lækka skatta og útsvör bæði á atvinnuvegunum og ein- staklingum. En óhóflega há- ir skattar liggja íiú cins og mara á þjóðinni. Með sparn- aði ríkis og bæjarfélaga á eg ekki við að dregið sé úr heilbrigðum atvinnurekstri þeirra. En jiað á ekki að þurfa að leggja skatta á til þcss að slík atvinnufyrirtæki geti borið sig. Sc hinsvegar um einhvern þann opinberan rekstur að ræða, sem ekki ber sig frá þjóðhagfræðilegu sjónarmiði, verður að leggja hann niður. Dæmi: Bæjarfé- lag kaupir togara, rekur hann með tapi, einnig þegar atvinnuaukning og annað þess háttar, sem fellur bæj- arfélaginu í skaut af rekstri hans, er reiknað með. Slíkur rekstur má ekki eiga sér stað, þótt margt bendi til að nú sé stofnað til j)ess háttar rekstrar allstórum stíl hér á landi. Eg tel þó ekki að almannatryggingar heyri lil þeirra útgjalda hins opin- bera, sem spara megi vegna þess, að þjóðfélagið vinnur þau útgjöld upp á annan hátt. Þó verður að sjálfsögðu að gæta j)ar aljs liófs og sparnaðar eins og á öðrum sviðum í opinberum rekstri. Þá álít eg að kappkosta þurfi, að lialda sem lægslu öllu vöruverði sem unnt er. Beztu ráðin til þess liygg eg yera afnárn allra verzlunar- hafta.Sú verzlun, sem ekki er rekin sem einkasala ríkisins með lögum, á að vera alveg frjáls. Hinsvegar þarf að trj'ggja það, að nægilega inikil samkeppni eigi sér stað til þess að halda verðinu sem lægstu, t.d. með því aðhindra að gerð séu samtök innflytjenda um að halda verði of háu. Þá J)arf að lækka stórkostlega liinn ó- e .itafcði Þriðjudaginn 16. april 1946 hóflega háa bankakostnað, sem nú leggst á inhfluttar vörur. Þá er lækkun tolla, einkum liinna skaðvænu vcrndartolla, mikil nauðsyn. Það myndi m. a. verka þann- ig, að hið óhóflega liáa verð á ýmsum innlendum iðnaðar- vörum lækkaði og súmt af gorkúluiðnaði vorum myndi hverfa. Mikil nauðsyn ber til jiess að draga úr peningaflóðinu og eru til liess ýmsar leiðir færar, sem hér er ekki rúm til að ræða nánar. En umfram allt verður að horfast í augu við staðrevnd- irnar og liika ekki í þvi sam- bandi við að taka fjármálin föstum tökum í stað Jiess að fljóta sofandi út í viðskipta- kreppu og ríkisgjaldþrot. Eitt er víst. Það verður að snúa við á þeirri fjármála- braut sem nú er farin. Sigurður Jónasson. •Jóhunn JÞ. 'Jósefssowi: aljúngismaður. Þér hafið, herra ritstjóri, bcint til mín nokkrum spurningum í sambandi við greinar Björns Ólafssonar, fyrrverantli ráðherra, sem undanfarið hafa birzt í dag- blaðinu Vísi, varðandi upp- töku nýrrar vísitölu. C t af spurningum yðar vildi eg leyfa mér að segja eftirfarandi: að 1. Vöruverð og vinnu- laun, sem ekki eru í sam- ræmi við afkomu atvinnu- veganna, m. a. eins og sú afkoma birtist í útflutnings- verðmætinu ár hvert, geta tæplega talizt annað en stundarfvrirbrigði, reist á öðrum grundvelli en Jieim, sem heilbrigt atvinnulif byggist á. Svo virðist, sem menn greini á um })að, hvort ! slíkt ósamræmi sé enn fyr- j ir hendi, en á meðan kapp- hlaupið milli vöruverðsins og ltaupgjaldsins heldur áfram án tillits til afkomu atvinnu- veganna og útflutningsverð- mætis afurðanna, færist sú hætta ávallt nær, að Jietta ástand fæði af sér rekstrar- stöðvanir og atvinnuleysi. að 2. Eg tel tillögu Björns Ólafssonar um nýja vísitölu, er byggð sé framvegis að töluverðu leyti á útflutn- ingsverðmætinu og afkomu atvinnuveganna, standa í nánu sambandi við það lög- mál, sem að náttúrulegum hætti hlýtur, Jiegar til lengd- ar lætur, að verða gildandi fvrir greiðslugetu J)jóðarinn- 1 Framh. á 6. síðu .. Jxibnul fleil na imi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.