Vísir - 06.05.1946, Blaðsíða 2
2
*—=7?»
V I S I R
Mánudaginn 6. maí 1946-
1/JíjJ £)
Skrifið
kvennasíðunni
um áhugamál
yðar.
atnr
ÁBÆTIR EÐA KAKA.
Þetta getur ýmist veri'ð
ábætir eSa kaka.
65 gr. bfætt smjör, /
bolli 's-ykur, 2 heil egg, . 1
bolli síað hveiti, 2 tesk.
lyftidúft: Ögii át-salti og 2
mafskeiðar vatn. — Iirært
saman eins og venjulega og
bakaö í hringformi. Rétt
áSur- en kakan er borin á
borö er hún pensluö meö
bráönu ribsgelé. Sósan bor-
in með:
Iíunangssósa: 1 dl. stíf-
þeyttur rjómi, bolli volgt
hunang, 1—2 tesk. cítrónu-
safi. — Nauðsynlegt er að
þeyta vel, meðan hunanginu
er hellt saman viö rjómann.
Daggardropasósa: 1 stíf-
þeytt eggjahvíta, y2 bolli
þykk hindberjasaft. Hellið
saítinni smátt 0g smátt sam-
an við hvítuna og þeytið vél
á meðan. Borðist srax.
Steiktar sardínur.
Opnið eina dós af sardin-
um. Smyrjið ögn af sinnepi
á þær. Snúið þeim Upp úr
raspi og steikið á pönnu.
Berið þær á borð, ofan á
steiktri franskbrauðssneið
eða þá á salatblaði.
Hrært egg bragðast vel
með sardínunum. (Röræg).
Nýjar
uppgötvanir.
Nýlega var þess getið i
Vísi, að ný aðferð væri fund-
in til að breyta gæruskinni,
svo að það yrði stutt- og
mjúkhært og mjög áferðar-
fagurt til notkunar í feldi.
Væri nauðsynlegt fyrir Is-
lendinga að læra þessa að-
fcrð, þó að vafalaust hefði
verið hægt að nota gæru-
skinnin mcira í fcldi, aðeins
með því að klipap þau. Ann-
arstaðar í köldum löndum
eru þau notuð í karhnanns-
skjólflíkur, bæði sem fóður
og ytra borð.
En það er margt annað,
sem hefir verið fundið upp
á síðari árum.
Bráðum koma væntanlega
á markaðinn bómullarefni,
sem ekki koma brot í eða
bþgglast, þó ílla fari um þau.
Þau litast ekki upp og eru
silki-mjúk og áferðarfalleg.
Vatnsheldu lérefti hefir einn-
ig verið lpfað. Allt er þetta
árangur af tilraunum, sem
gerðar voru á stríðsárunum.
Húsfreyja í Downíng-
slræti nr tíu.
Frú Attlee skiptir sér ekki
af stjórnmálum, hún sinnir
heimili sínu, annast um eig-
inmann sinn og börn.
Þegar frú Attlee, kona
Clements Attlee fjutti í hús
sitt í Stamnoreþorpi hefir
hana víst ekki grunað að hún
yrði forsætisráðherrafrú inn-
an nokkurra ára. Og íbúa
þorpsins grunaði heldur ekki
að þorpið myndi þrátt verða
efnuð útborg við London,
með verksmiðjum, flugvöll-
um og nýtízku húsum. Frú
Attlee er kyrlát kona og hlé-
dræg og vera má að hún
minnist með söknuði fyrra
heimilis síns, alveg eins og
gamlir Stanmorebúar and-
varpa eftir þeirri kyrrð og
og næði, sem áður ríkti í
þorpi þeirra.
Frú Violet Helen Attlee er
grannvaxinn, gráhærð kona.
Hún er fimmtug, cn lítur út
fyrir að vera yngri. Hún hef-
ir aldrei látið á sér bera, hún
hefir starfað kyrlátlega á
heimili sínu og annast fjöl-
skyldu sína.
„Eg hefi aldrei skift mér
af stjórnmálum,“ segir hún
hæglát. „Eg hefi haft of mik-
ið að gera. Eg á fjögur börn.
Og heimili þarfnast alltaf
eftirlits.“
Frú Attlee er komin af efn-
uðu miðstétta-fólki eins og
bóndi hennar. Og engum
blandast hugur um að hún
er ensk kona, hún ber það
með sér.
Frúin er uppalin í Hamp-
stead í stórum systkinahóp
og hét Violet Miller áður en
hún giftist. Bróðir liennar,
sem er lögfræðingur, komst
fyrst í kynni við Clement
Attlee í Oxford. Síðar hitti
fjölskyldan hann á ferðalagi
á ltalíu, og þá trúlofuðust
þau, ungfrú Miller og Altlee.
Þegar þau giftust 1922, var
hann ólaunaður einkaritari
Ramsey MacDonald á Jiingi,
en hannvar þá foringi stjórn-
arandstöðunnar. Laun At-
tleei’s sem þingmanns voru
frekar lítil og þau höfðu lítið
um sig er þau byrjuðu að
búa, og hús þeirra var lítið.
Allslconar „hreinsilögur“
mun líka verða fáanlegur. Þá
þarf enginn að fyllast ör-
væntingu þó að blek, kaffi
eða ávaxtasafi setji bletti á
lín, fatnað eða gólfábreiðu.
Það næst alltaf í hvelli. Nýj-
ar aðferðir við þvotta verða
líka notaðar. Þar er nefnilega
líka kominn til sögunnar nýr
„hreinsilögur“, sem kemur í
staðinn fyrir sápu og á að
vera fljótvirkur.
En þcgar þau fluttu til Stan-
more,var Clement Attlee þeg-
ar farinn að liækka í stjórn-
málaheiminum, og börnin
voru farin að komast á legg,
og allt hefði átt að verða
auðveldara, en þá kom stríð-
ið, og því fylgdi óendanlegt
strit á öllum heimilum.
„Hún þekkir strit óg erfiði,
um það er ekki að villast,“
sagði gamall Stanmore-búi.
Hann sat fyrir utan búðina
sína og var að sleikja sól-
skinið. „Hún kemur hér dag-
lega á hjólinu sínu og stend-
ur í biðröð eins og hver ann-
ar. Og sé henni boðið að
koma inn baka-til og fá af-
greiðslu þar á undan öðrum,
þá vill hún það ekki.“
Þeir menn, sem vinna í
aðalstöðvum verkamanna-
flokksins, hafa fæstir séð
hana. Þeir sem hafa séð hana,
segja að hún sé mjög alúðleg
kona, en eigi alltof annríkt
og vilji alls ekki láta á sér
bera.
„Hún er góð kona og nota-
leg,“ segir gamall farmiða-
sali. Hann annast farmiða-
sölu á neðanjarðarbrautinni
i Stanmore, en þar er síð-
asta viðkomustöð frá Lon-
don. „Á jólunum hefir hún
alltaf sent okkur eitthvað
heitt að drekka. Þ. e. okkur
sem vorum á vakt að kveldi.“
Frú Attlee er hugulsöm við
jijóna sína. — Hún lekk sér
ráðskonu fyrir tveim árum
og ráðskonan á 16 ára gaml-
an son. „Við erum ekki vön
að hengja upp sokkana okk-
ar á jólunum, liirðum ald-
rci um jólagjafir,“ sagði ráðs-
konan. „En þegar sonur minn
kom á fætur á jóladagsmorg-!
un hékk sokkur úttroðinn af!
jólagjöfum á herbergishurð- í
inni hans. Frúin hafði fært
honum gjafir. Og hún býður!
honum oft i kvikmyndahús
með börnum sinum.“
Hús Attlee’s í Stanmore er
mjög algengt hús og stendur
dálítlð frá veginum. Þvi fylg
ir fagur garður með ávaxta- i
trjám, einnig tennisvöllur.
Húsið er venjulegt eins og
fyrr segir og vex vafnings-
viður upp með því. Herbergin
eru þægileg, en húsgögnin
nokkuð slitin. Þar sem börn
eru á heimili og allt skammt-
að er jiess lítill kostur að í
endurnýja húsgagnafóður
eða annað því um líkt.
Frú Attlee kom miklu í
verk á stríðsárunum og hafði
þó ekkert þjónustulið þau
árin. Hún sá sjálf um heim-
ili sitt eins og flestar konur
urðu áð gera. Hún stóð fyrir
Rauðakross-deild í nágrenn-
inu og var hverju þriðju-
dagskveldi að starfi í hæli
fyrir fólk, sem hafði misst
heiniiíi sín í loftárásum. Einn
dag í liverri viku ók hún
kaffivagni sem fór víða. Þeg-
ar sprengja féll á. völl í ná-
grenni við hús hennar, fór
hún þangað manna fyrst með
hjálpartæki, til þess að at-
huga hvers með þyrfti. Hún
var formaður í sparnaðar-
flokki í þorpinu, og eyddi
miklum tíma í að safna
saman fénu og halda reikn-
ing yfir það. Og að því
starfi var hún er blaðamaður
fékk hjá henni viðtal, er hún
var orðin forsætisráðherra-
frú.
Líklegt þykir að frú Attlee
og dætur hennar muni setja
vistlegan og notalegan svip
á Downingstræti 10, eins og
á fyrra heimili sitt. Forsætis-
ráðherrann er heimakær
maður og mælt er, að hann
hafi oft hjálpað til við morg-
unverðinn og gert við hús-
muni í smíðastofu sinni, uppi
á lofti i Stanmorehúsinu.
Lausl. þýtt.
Vestfiröir”
- ritsafn
VestfirSingafélagsins kemur út í mörgum bindum á
næstu árum, og fjallar''þaS um náttúru, sögu og menn-
ingarlíf Vestfjarða. Ritstjórn annast Árni Friðriksson
íiskifræðingur og Olafur Lárusson prófessor. —
„Gróður“, fyrsta bindið, eftir Steindór Steindórsson
menntaskólakennara, kemur út bráðlega. Er það 100
blaðsíðna bók, prýdd fallegum myndum og teiknmgum.
Vestfirðingar og aðrir þeir, sem eignast vilja þetta
ritsafn, útfylli eftirfarandi eyðublað og sendi það til
Guðmundar J. Kristjánssonar, box 673, Reykjavík.
Nafn ................
Heimili ......
Póststöð
Já, tiiitic erum
caÍAkiljauteq
Þjer inegið
w freysta því, að
PERLETAND
tannkrem er
með því allra
besta tann-
tiWMs& kremi sem fáan-
legt er. PERLE-
TAND verndar
tennurnar gegn
óhollum sýru-
myndunum og
heldur tönnunum perluhvítum og heilbrigðum. Munið
að PERLETAND tannkrem er nauðsynlegur þáttur í
daglegri snyrtingu. PERLETAND tannkrejnið er hress-
andi á bragðið.
HEILDSÖLUBIREÐIR:
I, RrynjólfssoH A Kt>amn