Vísir - 28.05.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 28.05.1946, Blaðsíða 4
4 V 1 S I R Þriðjndaginn 28. maí 1946 VISIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. * Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. * , Minningarorð Ragnheiður Helgadóttir Von, sem brási. Ekki stóð lengi á undirtektum andstöðu- flokkanna, er kunnugt varð að Sjálfstæð- isflokkurinn gengi heill og óskiptur til alþing- iskosninganna, en horfur höfðu verið á að ágreiningur innan flokksins kynni að vald'a ]5ví, að tveir listar kæmu fram af hans hálfu. Uin flokksklöfning hefði ekki verið raunveru- lega að ræða, með því að öll atkvœði beggja listanna hefðu reiknazt landslista Sjálfstæðis- flokksins, en l'yrir þvi er fordæmi og ótví- ræður úrskurður landskjörstjórnar frá því, er tveir fulltrúa huðu sig fram fyrir Alþýðu- flökkinn á Snæfellsnesi. Málefnaágreiningur- iiin innan flokksins varð þess ekki valdandi, að tveir listar kæmu fram, e»da er þess að vænta að fullt saMikomidag náist um stefnu flökksins í framtíðinni, þótt í engu verði horfið frá þeirri nýsköpun, sem efst hefur vérið á. baugi að undanförnu, svo sem Þjóð- viljinn vill vera láta. Virðist ekki úr vegi að gera sér skýra grein fyrir afstöðu þessa hlaðs tíl málsins, þar eð kommúnistar hyggjast að nóta það i áróðurs og blekkinga skyni. Hér í hlaðinu hefur ritstjórn þess frá önd- verðu birt greinar, þar sem hvatt helúr ver- ið til nýsköpunar, svo sem frekast reyndust tök á, og var þetta gert löngu áður en stjórn- arsamvinnan tókst og núverandi stjórn heitti :sér fyrir „nýsköpun“ sinni. Hinsvegar var á- iiei'zla lögð á að nauðsyn hæri til að rekstur nýrra atvinnufyrirtækja vrði tryggður, með 'því að einstaklingum, samtökum einstaklinga og þjóðfélaginu í heild væri um megn að standa undir langvarandi hallarekstri. Er þelta ;svo augljóst, að ekki jiarfnast skýringar. And- wtöðublöðin hafa reynt að læða þeirri trú inn hjá almenningi, að þéíta hlað berðist* gegn .nýsköpuninni, cn því fer fjarri, því að allar framkvæmdir til bóta liafa verið studdar hér 6 með ráðum og dáð, én varað jafnframt við þeim misfellumv scm orðið hafa og öllum al- menningi er ljóst orðið. Jafnvel þótt sumar framkvæmdir stjómarflokkanna orkuðu nokkurs tvímælis í upphafi, en nú er svo komið, að ekki verður aftur. snúið án stór- tjóns fyrir einsfaklinga og opinberar stofn- iun'r, emla dettur slíkt engum manni í hug. Fer því fjarri, að pokkur stéfnuhreyting verði í þessu efni innan Sjálfstæðisflokksins, en 'hann mun áfram vinna að heppilegri úrlausn þeírra vcrkefna, scm framundan eru. Komnninistar eru vonsviknir yfir því, að sundrung innan Sjálfslæðisflokksins skyldi < kki leiða til algers klofnings, — sem stóð þó aldrei fyrir dyrum. Þótt tveir listar hefðu verið boðnir fram, ])ýddi það ekki flokks- klofning, og nægir að skírskota ]>ar til fram- hoðs „firnm-menninganna“, sem allir hjóða :sig fram fyrir flokkinn, þótt þeir hali nokkra sérstöðu innan hans, og framböð þeirra eru 'talin góð og gild af miðstjórn flokksins. Ur jressu mun Sjálfstæðisflokkurinn standa sam- «inaður sem einn maður og vinna ótrrftitt að stærsta kosningasigri flokksins hér í Reykja- yík. Má telja líkur til, að flokkurinn hafi aldrei komið sterkari úr kosningahríðinni en hann gerir nú, ekki áðeins hér í höfuðhorg- inni, heldur og um allt land. Ragnheiður i Knarrarnesi, undir því nafni var lnin víða kunn og öllum að góðu einu. Hún var sú kona, sem eg her skýrasta mynd af í endur- minningunni — auk móður minnar — frá bernsku- og æskuárum. Á morgun verður In’m horin lit hinztu hvildar í lcirkjugarðinum á Lágafelli og lögð þar við hlið bónda síns, Ásgcirs Bjarnasonar, er lézt fyrir fáum árum, eftir að þau höfðu íifað rúma hálfa öld í farsælu hjóna- bandi. Rúmlega níræð var hún, er hún dó, 'hafði lil'að lengi og lifað vcl. Það var viðhúrður hjá okkur í Straumfirði, þegar við eldri svstkinin fengum að fara að Knarrarnesi mcð for- eldrum okkar, og vera þar í nokkra daga. 1 fyrsta sinn minnist eg ]>ess aldamóta- árið. Eg hel’i alltaf síðan staðið í þcirri meiningu, að þá hafi Knarrarnes verið ó- venjulcgur staður. . Hihýli voru þar mikil og prúð, myndarskapur hónda og húsfreyju sérstakur, harna- hópurinn glaðvær og vel upp alinn, —1 þar var ekkert, sem fór miður. Og umhverf ið var svo dásamlegt, að það er erfitt að ímynda sér það fyrir aðra en þá, sem hafa lifað vor- og sumardaga i Knarrarnesi. Það er bjart yf- ir minningunum þaðan. Þegar mér óx vit með ár- um fór eg að skilja hvíhk kona Ragnheiður Helgadótt- ir var. Það var umfangsmik- ið verk að stjórna Ivnarrar- ness-heimilinu, jafn fjöl- inennu og það var þá, en það gerði hún af miklum skör- ungsskap og nærgætni við alla. Þar ofan á bættist hin mikla gestakoma frá vori og tram á liaust, ]>ví að vina- hópurinn var fjöhnennur. Það var þá tilhlökkunarefni margra, að mega fara upp á Mýrar, að Knarrarnesi, og dvelja þarvikutíma eða leng- ur. Allir voru gestirnir sótt- ir í Borgarnes og síðan flutt- ir þangað aftur, ýmist á hest- um eða þá sjóveg. Aldrei vissi eg til að neinum hlekkt- ist á í þessum ferðum, enda var fólkið undir öruggri handleiðslu Ásgeirs Bjarna- sonar, sem þekkti hvcrt sker og hoða fyrir Mýrum og stýrði hjá öllum hættum. Oft hefi eg hugsað til þess síðan, hvað Knarrarness-fólkið lagði á sig fyrir aðra, það voru sannarlega ekki hags- munir og eigingirni, sem stjórnuðu gerðum ])ess. Svo sámhend voru þau hjcmin, að mér finnst ekki hægt að skrifa um annað ]>eirra, þár var ýmist sagt Ragnheiður óg Asgeir, cða Asgeir og Ragnheiður. Ragnheiður Helgadóttir var glæsileg kona, bæði ytra ; innra, um .það hvgg eg alla sammála, sem hana þekktu, og starf liennar í húsmóðurstöðunni var með fádæmum mikið og lieilla- vænlegt. Lengi stóð Knarrarness- heimilið með miklum blóma, en er aldur fór að færasf vfir þau hjónin, fluttu þau með Bjarna syni sínum að Beykj- um í Mosfellssveit. Voru þau þar til æfiloka hjá honum og frú Ástu, konu hans, og nutu þar ágætrar umhyggju. Var jafnan yndi að hitta þau þar og ræða um endurminning- ar. Oft undraðist eg, þegar eg hitti Ragnheiði hin síðari ár, hve vel hún fylgdist með öllu, sem gcrðist, jal'nt utan- sem innanlands, og mér virt- ist hún halda andlegum þrótti sínum lil þess siðasta. Hún var gæfusöm kona, sem hafði lil'að lengi og vel og gat a gamals aldri horft á marga efnilega afkomendur, sem vafalaust hal'a erft marga af þcim góðu eiginleikum, sem prýddu liana sjálfa. Hún fékk að njóta sín fvllilega meðan henni entist aldur, svo átð segja til hinztu stund- ar. Enda þólt sjónin væri liorfin síðasía áratuginn, gat það þó ekki hugað hana. Minhing hennar er svo hjört, að í hugá vina hennar, sem fylgja henni síðasta spöl- inn í clag, er engin sorg, að- eins gleði og þökk yfir að hafa átt vináttu þessarar á- gætu konu. Ragnar Ásgeirsson. Helgi Helgason Framh. af 2. síðu. 1931, og býr nú hjá dóttur sinni og tengdasyni í lmsinu sínu, Oðinsgötu 2, er liann hyggði 1906, að visu sjötug- ur að árum, en ungur í anda og framgöngu allri. Sumar- ferðalögum ann hann mjög og landinu okkar fagra, og öllu sem íslenzkt er. 1 gær sentþx þúsundir Reykvíkinga, eldri og yngri, Helga Helgasyni heilla- óskir sínar hg þakldr fyrir allar ánægjustundirnar, sem hann hefir veitt þeim með leik símím og upplestrum, fyrr og síðar, fyrir hið mörgþætta mannúðar. og björgunarstarf, er hann hef- ir vcrið þátttakaútli í, — fyr- ir lilýhug lians, prúðmcnnsku og drcnglund. Við stúkufélagar hans í Einingmmi og Reglu-félagar yfirleitt, muiuim ætíð liugsa til hans mcð kærlcika og virðingu sém 'cins af vöku- mönnum ])jóðarinnar, og óska honum hlessunar á ó- koinnum árum. Frevmóður Jóhannsson. Góðviðri. „Það mætti gjarna rigna í einn dag, núna i vikunni," sagði bóndi einn við niig, er eg' hitti hann heima hjá sámeiginleg- um kunningja okkar í gær og talið barst að veðurblíðunni. „Það er svo sein gott og blessað að fá svona bliðu á þessum tima vors, en við bændurnir viljum nú fá rigningu við og við lika. Túnin okakr þarfnast vætunnar, til þess að þau spretti sem bezt, og eg Jiykist Jiekkja Reykjavik svo vel, að bæjarbúar vilji lika láta væta göturnar við og við til að halda rykinu í skefjum.“ * Gott vor. Það verður víst ekki annað sagt, en að við liöfum fengið gott vor að þessu sinni, hlýindi liafa verið mciri en oft áður og það er eiginlega hægt að segja, að við höfum notið mestu blíðu siðan skömmu eftir páskana. Ogliretið, sem þá kom, var raunverulega livorkt heilt né hálft. En eg tekið undir það, sem bond- inn segir um rykið í lleykjavik, að það þykir mér verst við langvarandi góðviðri liér i bæn- um, að því fylgir oft bannsett moldrykið. A?i egininnist ekki á það, livað innivinna ."r leiðin- leg, þegar vel viðrar. * Síldin. Eftir þrjár til fjórar vikur íara síld- veiðiskipin að lialda norður á hógmii. Bátarnir, sem hafa róið í vetur, liafa ’verið i allskonar snyrtingu síðustu daga og vikur, — þeir Iiafa vcrið hreinsaðir, málaðir og dvttað að þeim eftir þörfum. Þeir verða að vera finir og skínandi, þegar þeir koma norður, svo að sildin verði fús til að láta ánetjast af þeim. En að öllu gamni slepptu. — það verður niikið um að vcra fyrir norðan í sumar, og vonandi lætur sildin ekki standa á sér. * 1 ísinn. Ýmsum hefir litizt Iieldur illa á það, hve mikill is er sagður fyrir Norðurlandi — og skammt undan. Það er svo sem ekki n$ bóla', að skammt sé til issins við ísland á vorin og jafnvet fram eftir sumri. Þótt liann sé ekki langt undan, hefir honuni þó ckki tekizt að draga úr btiðunni og jafnvel norður á Horni er hlýtt i vcðri, cins og is væri hvergi í nánd. En hann lónar þarna, „landsifts forni fjandi", og það er alltaf nokkur hætta yfirvofandi, meðan hann er að slóra i grcnnd við landið. * Betra. Eg minntist á ísinn i morgun, er eg rakst á mann einn, sem fylgzt liefir með síldveiðunum undanfarin ár af miklum áhuga, enda víst'eitthvað við „brask“ riðinn. Hann sagði, að það kynni bara að vera betra, að is- inn skyhli hafa brugðið sér þarna upp að land- inu'. Það gæti liaft áhrif i þá átt, að veiðarn- ar yrðu meiri, en ef isinn hefði ekki kælandi áhrif á sjólnn. Eg er ekki sá sildarsérfræðing- ur, að cg viti sönntir á þessu, en eltki vi! eg rengja „spckúlanlinn“ og vona, að liann hafi rétt fyrir sér. * Mikill Það var ckki sérstaklega mikið um vioburður. dýrðir á flugvellinum hér í gær- ltveldi, en þó gerðist þar talsvert njerkur athurður. Þá kom nefnilega hingað fyrsta fjórhreyfla flugvélin, sem tekin er í þjónustu íslendinga, Liberator-vélin, sem Flugfélag ís- lands hefir fengið til að sjá um flugsamgöng- ur okkar við meginlandið og Bretland á móti annarri stórri’ flugvél, sem ekki kemur hingað. Stórstígar Því verður ekki neitað, að framfar- framfarir. irnar á sviði flugmálanna hjá okkur Iiafa verið miklar siðustu árin, miklu meiri en á flestum öðrum sviðum. Og síðasta skrefið — upphaf reglubundinna flugferða milli landa — er eklti hið sizla. Samgönguleysið hefir verið hið bagalegasta; útlendingar orðið að sjá iiær einir um farþegai'hilninga, en nú föriiúi'ýið til alirar hamingju að sjá æ meira um þá sjálfir. ttmmtwsm&Mm •JJf U.v? 5íS'*i iC?Mf JfcSWU VU:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.