Vísir - 13.06.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 13.06.1946, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 13. júní 1946 V I S I R Þjóðirnar styrkja ekki listirnar — en listirnar styrkja þjóðirnar Viðtal við .Eggert Stefánsson söngvara IJggert Stefánsson söngvari er nýlega kominn heim frá Vesturheimi, efitr 18 mánaða útiyist. Fór hann víða um í Bandaríkjunum og Kanada og var prýðilega fagnað meðal Islendinga vestan hafs. Hafa borizt fréttir af för hans í Vesturheimsblöðunum. Vísir hitti Eggert Stefáns- son að máli og spurði htfnn í'rétta af ferðinni. Skýrði hann svo frá: Strax er eg kom vestur fÓB eg til Washington og hitti þar Thor Thors. sendiherra og frú hans, sem tóku for- kunnarvel á móti mér, eins og sendiherrahjónin kváðu gera við alla, sem ber þar að garði. Njóta þau hjónin sérstakra vinsælda allra, sem kynnast þeim. Sendiherrann útvegaði mér fararleyfi til Kanada, með því að erfitt er að ferðast á striðstímum. Hafði eg gaman af dvölinni í Washington og kynningu við starfslið sendiráðsins, er allt greiddi götú mina. Fór eg því næst til New York og þaðan um Chicago til Winni- peg. 1 Chicago var flugnefnd- in íslenzka stödd og Thor Thors sendiherra, og voru þar margir vinir mínir frá Reykjavík, sem héldu mér samkvæmi og árnuðu mér fararheilla. 1 Chicago skoð- aði eg listasöfnin, en þar er nð finna einhverja beztu frönsku list 19. aldarinnar. Þaðan fór eg til Minneapolis og hitti einnig þar nokkra Is- lendinga. Þar er lítið og nýtt listasafn fyrir Minnesota- héraðið. Gerði eg i huganum samanburð a íslenzkum list- málurum og töpuðu ekki Is- lendingar. Alstaðar, sem eg kom, reyndi eg að kynnast amerískri list, eftir þvi sem við varð komið. Frá Minneapolis fór eg til Grand Forks og hitti þar okkar ágæta fulltrua, Rich- ard Beck, sem þá var forseti Þjóðræknisfélags Islendinga og íslenzkur ræðismaður. — Tók þes,si ágæti maður og frú Berta, kona hans, svo ástúðlega á móti mér, að því mun eg aldrei gleyma. Við vorum varla þornaðir eftir rigninguna á Þingvöllum 17. júni og enduiTninningin um þann fund brann enn sem eldur i huga dr. Becks, og mun hann aldrei líða honum úr minni. Dr. Beck er einhver bezti landkynnir, sem Island á, og segir hann í bréfi til ínin: „Landkynningarstarfi anínu held eg ótrauður áfram. Flutti eg t. d. 300. ræðu mína 'iim íslenzk efni hér vestan hafs. Með þeim hætti, sem og í riti, mun eg halda áfram að greiða ættjörðinni fóstur- launin." Eg var í sambandi *viðþennan ágætismann mest- an tímann meðan eg dvaldi meðal Vestur-Islendinga. Bað hann mig að færa þjóðinni i heild og öllum vinum sín- um hér lieima innilegustu kveðjur. Þá kom eg til Winnipcg og naut þar alkunnrar gest- risni Vestur-lslendinga í tvo inánuði. Hitti eg þar.bróður. minn, Guðmund Stefánsson glímukappa, og dvaldi eg hjá honum meðan eg var í Kan- ada. I Winnipeg hélt eg hljómleika í Lútersku kirkj- unni, en hvert sæti var skip- að og söngurinn vel rómað- ur af áheyrendum. Söng eg aðallega gömul íslenzk þjóð- lög og gömlu íslenzku sálm- ana i útsetningu dr. Urbant- schitsch og nútíma sönglög. Kynntist eg siðar mörgum ágætis Vestur-Islendingum, sem eg hafði forkunnar gam- an áf að tala við. I heimboði hjá síra Valdimar Eylands, núverandi forseta Þjóðrækn- isfélagsins, kynntist eg Hjálmari Bergmann lög- manni, sem þekkti Islands- mál til hlítar og fagnaði lýð- veldisstofnuninni. Dáðist hann mjög að Einari Bene- diktssyni skáldi og gerþekkti ljóð lians. Eg heimsótti nokk- urar Islendingabyggðir og komst til Gimli, ásamt síra Eylands. Þar hitti eg 102 ára gamlan mann, sem ennþá dvaldi heima og sagði: „Það er bezt að fara að sækja hesl- ana. Höfðingjarnir cru komnir." Gamlársdag 1944 sótti eg miðnæturmessu, söng þar ný- ársbæn Hallgríms Pétursson- ar og flutti „Óðinn til Is- lands" eftir ósk síra Philip M. Péturssonar, er flutti á- varp af stólnum og hvort- tveggja: Sagði hann meðal annars: „Þessi stund verður okkur öllum ógleymanleg." Áður en eg fór frá Winnipeg var mér haldið fjölmennt samsæti og var það gleðimót „Iceland-Canadiari Club", en því stjórnaði frú Hólmfriður Daníelsson, sem vinnur mjög að aukinni landkynningu meðal enskumælandi þjóða. Þar kom Páll Bardal með tvo söngflokka, er sungu íslenzk ættjarðarkvæði, meðan á samsætinu stóð, en af því hafði eg mikla ánægju. Til Montana fór eg ásamt dr. Richard Beck, en þar var stór Islendingasamkoma haldin, en að endingu sat eg fjölmennustu Islendinga- samkomu, sem haldin hafði verið í Grand-Forks, mér til mikillar ánægju. Meðal Vest- ur-Islendinga eru margir kunnir listamenn, svo sem Snjólaug Sigurðsson, og eins hinn ágæti píanisti, Agnes Sigurðsson, sem eg» kalla svaninn frá Manitoba. Nú verður fljótt yfir sögu að í'ara. Eggert dvaldi síðan lengst af í New York, las „Óðinn til Islands" sem heið- ursgestur Islendingafélagsins á samkomu, sem þar var haldin. Islenzkir kaupsýslu- menn hafa mcð sér félag og í.jast mjög vcl með öllu þyí, er gerist hér heima. Var Eggert oi't gestur þeirra og hafði rriíkla ánægju af ¦ að kynnast þeim. Að lokum ber þess að geta, að Eggert las „Öðinn til Islands" inn á plötu hjá hinu heimskunna í'irma „Victor" og hefir' það tekizt prýðilega. Nokkrir ís- lenzkir listamenn búa i New York; svo sem María Mark- an söngkona, Nína Tryggva- dóttir, sem nýlega hélt þar málverkasýningu, og dans- mærin Sigríður Theodóra Ár- mann, dóttir Sigbjörns Ar- manns kaupmanns, og nokk- urir fleiri. Eggerts Stefáns- sonar var lofsamlega getið á mannamótum og í Vestur- heimsbíöðunum var mikið um hann skrifað,' sem söngv- ara, rithöfund bg ættjarðar- vin. Komst Eggert að þeirri niðurstöðu í ræðu, sem hann hélt i Winnipeg, að allar hin- ar ágætu móttökur, sem hann og aðrir Islendingar nytu þar, stöfuðu af því, að Vestur- Islendingar, gamlir sem ung- ir, væru ástfangnir, en hann kæmi frá unnustunni. „Þjóðirnar styrkja ckki listirnar, en það eru listirn- ar, sem styrkja þjóðirnar", segir Píggert að loicum og fer. vantar nú þegar í þvotta- hús EIli- og hjúkrunar- lieimilisins Grund. * Uppl. gefur rqðskona þAottahússins. Ferðatöskui margar stærðir. Verzl. Begio, Laugaveg 11. BEZTAÐAUGLYSAIVISI Reiðhjólaverkstæðið Höfum opnao Reiðhjólaverksfæði á Hdetp^'étu 50 Inngangur frá Vatnsstíg. VönduS vinna. Fljót afgreiðsla. Ingólfur Guðbrandsson. Finnbogi Valdimarsson. HegSiimeðyr sæmilega cfnaður, óskar eftir að kynnast reglusamri stúlku. Sú, sem vildi sinna þessu, sendi afgreiðslu- blaðsins nafn og heimilisfang með upplýsingum fyrir 20. þ. m.. merkt: „Júní—1920". — Þagmælsku heitið. Skemmfibátur byggður úr teak og mahogny, 16 feta langur með 10—12 hesta utanbprðsmótor, er til sölu. Magnús Kjaran. H.f. Eimskipafélag íslands: Arður fil hluthafa Á aðalfundi félagsins þann 1. þ. m. var sam~ þykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1945. Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu fé- lagsins í Reykjavík og á afgreiðslum félagsins úti um land. H.f. Eimskipafélag íslands. ysingar sem birtast eiga í blaðinu á laugardög- um í sumar, þurfa að vera komnar til skrifstofunnar ejai Miat en ki 7 á föstudagskvöld, vegna þess að vinna í prentsmiðjunum hættir kl. i 2 á hádegi á laugardögum á sumrin.___________ UNGLINGA Vantar krakka til að bera blaðið til kaup- enda í SKERJAFIRÐI og LEIFSGÖTU. Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660. DAGBLAMB VÍSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.