Vísir - 24.09.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 24.09.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Þriðjuöaginn 24. septeinber 1946 Abreiðulaus SkrifiC kvennasíðiumi um áhugamál yðar. Wjatur Blómkál meö kjötfarsi. í stað þess. aö fylla hvítkáls- liöfuS meö kjötfarsi, er -fars liaft utan um blómkáliö og er fari'ð að eins óg líér segir: Vænt blómkálshöíuö er soöiö, eii þess verður að gæta að þaö sé ekki og mevrt. )ý eöa i kg. af farsi er gert ráö fyrir aö þurfi með blómkálinu. — Stórt og þunnt léreft-stykki eöa sára- léreft er undiö upp ur sjóðandi vatni og breitt á eldhúsborðið. Ofan á það er farsiö látið og flatt dálítið út. Nú er blómkálið lagt ofan á þetta og snúi stokk- urinn upp. Farsinu er nú smurt með hnífi á blömkálið og látiö jþekja það vel allt um kring. Stykkið er nú tekið saman svo að farsiö haldist þétt að kálinu. Bundið er um fast, með segl- garni og þetta er svo látið ofan í pott meö sjóðandi vatni og látið sjóða hér um bil hálfa kl.- stund. Lagt á síu svo að allt vatn renni aí4 Þá er seglgarns- spottinn leystur al" og stykkið losað frá gætilega svo að fars- ið haldist vel í lagi. Bólmkálshöfðinu er nú snú- iiL og lagt á fat. Skreytt með tómatsneiðum. Einnig ntá hafa með lítil kruslademót fyllt með grænum baunum. Með þessu má . vel hafa sitrónu-sósu, hollenzka-sósu eða þá rækju-sósu. Ekta hollenzk-sósa. Að ofan er minnst á hollenzka sósu og hér er uppskrift af henni: 6 eggjarauður. i dl. soð. 250 gr. smjör (eða smjiir- líki). Eggjarauðurnar eru hræröar vel i skaftpotti meö hér um bil x dl. af soði. Skaftpotturinn er svo settur í vatnsbað (í öðrum potti). Á meðan hefir smjiirið verið lirært og þegar þaö er sjóöandi heitt er þvi hellt í könnu og úr henni er því hellt smátt og smátt i rauðurnar og alltaf þeytt jafnframt. Það má vel nota gott smjörliki i þetta i staðinn fyrir smjör. Þegar sós- an er búin á hún að vera jt”>f 11 og silkimjúk. Salt og sítrónsafi er látinn í eftir smekk — og ef til vill ögn af rjómafroðu og er hún látinn i síðast. Þetta magn nægir handa sex manns og má þá reikna út hvað þarf þar sem færri éða fleiri eru vdð borðið. Hollenzk-sósa er líka ágæt xneð fiski. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. Aðalstræti 8. — Sfml 1048. Það cr dýrt að kaupa- gólf- ábreiðu nú á dögum, og þó að okkur langi til slíks cr nauðsynlegt -að luigsa sig vcl um áður' en svo dýr hlutur cr keyptur. Auk þess getur verið að lnisgögnin okkar, sem ef tit vill cru nokkurra , ára gömul verði hálffornfa- | leg útlits þegar ný áhreiða er á góli'inu. I'yrir nbkkurum árum hað kona ein liér í hæn- um kaupmann nm að kaupa i'yi'ir sig gólfáhreiðn, cr liann færi ntan, og lofaði tiann því. Ábreiðan kom á réttum tíma, cn Jiegar konan sá áhreið- una, varð hcnni ljóst, að hún mundi þurfa að l'á ný hús- gögn, svo að.þau og ábreið- an yrðu ekki allt of tijáleit. l3að hafði liún þó ekki hugs- að sér og þótti í of mikið ráðizt. Ilún lét ]iví selj.a á- breiðuna öðrum. Húsgögn hennar voru góð, en mundu ekki'hafa notiðsín mcð nýrri og glæsilcgri ábreiðu. En það má.ýmislcgt gera við gólfin, senx cr lil prýði, og þó ef til vill Iteilsusam- legra en að hafa á þeim gólf- áhreiðu. Því að ómögulegt er að neita því, að hollast er ;ið geta strokið ryk af gólf- unum með votri dulu, og sér- staklega þar sem lítil börn cru. Gólfábreiður verða rvk- ugar, jafnvel ]>ó að ryksugur sé notaðar, og þó einkum ef aðalherhei'gi fjölskyldunnar eru á stofuhæð. En upp á lol't er ekki eins nxikið ryk borið at' fótum manna, Viða er linoleum á gólfum, séi-staklega þar sem steingólf eru. En annars staðar eru timburgólf ofan ó steingólfi. Þessi gólf má lita og mála að vild. T. d. má hafa.gólf- in mahognylituð og lakka ofan á þau. Dökk gólf eru heppileg, þar sem hátt er til lofts, það virðist þá lægra til loftsins, en liitt vita flestar húsmæður, að sé góifið ekki ol' dökkt, sér minna á ]>ví. Grá gólf eru cinkar heppileg að ]iv.í levti. Það má hafa aðallit á gólfinu gráan, e-n „<tepla“ svo gólfið mcð Jieim lit, sem heppilegastur þykir. Það getur m'yndarleg kona gert sjálf, eí' hún vill, því að margar konur mála sjálfar glUggakistur og umgerðir. Til eru tvær aðferðir við að depla gólf. önnur er sú, að mála nokkur ferfet af gólfinu með þeim lit, sem á að nota. Meðan ]>að cr vott er slett á það öðrum lit á þann veg, að berja léttilega með spý'tu á málningarkúst- inn. Hin aðferðin er sú, að rnála allt gólfið og láta það þorna til fullnustu. Þá er öðrum lit sem á að nota hellt á gler- plötu eða hlikkplötu. Svamp- ur er væ-ttur í [lessari ögn. sem á plötunni er, og' hann hristur gætilega vfir gólfinu. Líka má nola málarakústinn og þrýsta honum á léttiléga og með jöfnu millihili; verð- ur þá að vcra lítið af máín- ingu á kústinum. En það má líka hafa aðrar aðferðir. Mála góífið svo aðj breið dökk rönd," t. d. 18 þuml., sé yzt með veggjum og miðjan á gólfinu ljósari. Einnig má mála gólfið með mislitum röndum. En það er dálítið vandfarið með slíkt, heppilegast að liafa þá aðeins tvo ljósgráa liti, sem eru daufir og fínir; það vrði þægilegra fyrir augað en and- stæðir litir. Og Jiað má líka mála myndir á gólfið, svo sem sex blaða rós eða átta hlaða rós, eða eitthvað þvi um líkt. Get- ur þá gólfið orðið mjög líkt l>x í sem gólfdúkiir væri á því. En sé slíkar myndir mólaðar á gólfið, e’r heppilegt að teikna fyrst á pappa þær myndir, sem á að nota, og hafa t. d. 8 eða 4 myndir á pappastykkinu. Síðan er pappinn skorinn út og lagður á gólfið. Má þá mála þar sem pappinn cr skorinn burt. Þessi' aðferð er mjög fljót- leg og þarf ])á ekki að teikna myndirnar á gólfið, en aðeins að gæta l>ess að hilið frá myndunum og iit á papparönd sé hæfilegt svo að myndirnar séu með jöfnu millibili. Að sjálfsögðu má líka nota hlómamyndir til skrauts-eða hverja þá fyrir- mynd sem heppileg þykir. Og ef notaður er útskorinn pappi eins og liér er lýst getur liver viðvaningur framkvæmt svona verk. — En hess verð- ur að gæta, að litirnir séu vel valdir og elcki áherandi. — Það mó vel mála ineð dekkri lit þau gólf, sem eru vel með farin, og þarf þá ekki að skafa burt hinn fyrri og ljósari lit. En heztur á- rangur fæst þó oftast með því að láta skafa af gólfinu. Og þegar gólfið liefir verið mál- að. hvort sem það er í einum lit eða með „munstri“ er heppilegt að láta fernisera það á eí'tir. Málningin endist þá hetur. — liliUUiötur Verzlunxxi Ingólíu; Hringbraut 38. Sími 3247. Eitur í hjúskapnum. Skáldin hafa löngum skemmt sér við að lýsa kven- skössunum, og hefir mörg- um þótt gaman -að lesa um slíkar konur og horfa á hcgð- un þeirra og viðskipti við eiginmenn sína, t. d. á leik- sviðinu. En í lieiinilislífinu er ]>að fjarri því, að lconur .aí' ]jxí tagi sé skemmtilégar. Eiginmaðurinn á ekki ánægjulegt líf þar sem konan er sífellt að jagasl og heinita, og þykist vita allt hezt. Kai’l- menn eiga oft við erfioleika að elja í störfum sinum og hafa mai'gskonár áhyggjnr; heimili þeirra þyrí'ti því að vera friðaður hletlur þar seni hlýja og ánægja mætir þeim, er þeir koma lieim að dags- verki loknu. Hér fara á eftir átta spurn- ingar, sem eru einkennandi fyrir alhæfi þeirra kvenna, sem sj og æ eru að nudda og jagast. Athugið spurningarn- ar og sjáið hvernig þér stand- ið að vígi við að svara þeim. Ekki er hægt að ætlast til ]iess, að konur „þegi við öllu röngu“ í livert sinn. En þær, sem eru of orðhvatar, mega vara sig. Hjónahandi þeirra er liætta húin. • 1. Geturðu látið ógert að segja: „Þelta sagði eg,“ þegar dómgreind þín hefir reynzt réttari en hónda þíns, um mál, sem þó ekki var mjög áríðandi ? 2. Geturðu lálið hið liðna kyrrt liggja og hafnað því að vera sí og ;e að rifja upp smávægilega atburði, sem þér koinu illa? 3. Geturðu stillt þig uin að niðra "þráfaldlega ættingjum bónda þíns? 4. Temurðu þér að setja ekki út ó hónda þinn frammi fyrir hörmmum, vinum hans, SMÁYEGIS. Brauðið heldur sér vel, ef það er vafið í vaxpappír og látið í ísskápinn. Ef hveitihrauð hefir orðið of þurrt eða gámalt er sjálf- sagt að sneiða það niður og þurrka það í bökunárofnin- um við lítinn hita. Mola ]>að svo í kjötkvörninni eða inerja það með kökukefli eða flösku. Geyma það svo í lok- aðri glerkrukku eða blikk- dós. Er jiað ]iá til, ef þarf, lil þess að d'reifa í bökunar- mót eða ofan á gratin. Eða þegar stéiktur er fiskur eða kjöt. fjölskyldu lians eða slarfs- bræðrum? 5. Forðastu að gera litið úr spilainennsku mannsins þíns í hi idge eða golf — eða öðr- uin nieinlausiim dægrastylt- ingum sem liann á rétt á að una sér við án þess að þú seljir út á það? (>. Þegar þú liefir reynt að aga ýmisar venjur hans sem þér falla ekki í geð, en eru þó skaðlausar, liættirðu þá áð suða uin þær ? . 7. Télurðu upp að tíu og liefir-liemil á'þér þegar þú freistast lil að bera liann saman við vini lians pg starfs- félaga, og samanhurðurinn er honiim óhagstæður, hæði uin öflunar-liæfileika, liegð- un og útlit? ^ 8. Forðastu að minna hann á að það sé beztu ár lífs þíns? sem þú færir honum áð fórn? Allmgið spurningarnar og svarið - samvizkusamlega. Þær, sem geta svarað flest- um spurningunum játandi, ei’ii góðar eiginkonur og hóndi þeirra gæfumaður. Þar, sem já og nei eru jöfn, er þörf á umbótum. En þar sem 'svarið er oftast neitandi er liætta á ferðum. Þegar svo er ástatt munu nágrannarnir ekki undrast það þó að hónd- inn leiti sér 'afþreyingar ann- arsstaðar. GÆFAH FYLGffi hringunum frá SIGUBÞOR. Hafnarstrætí 4. Þridjaiitgm* þjódariniiai* lei iamdœcfiiri ja& iem aucjjtjit er í VÍSI Ábætisréttur. Ef sódakaka hefir þornað í kökukassanum, reynið ]iá að baka sneiðar af henni í brauðristinni. Láta síðan of- an á liverja sneið dálítið af soðnum ávöxtum eða ávaxta- mauki eða ijómafroðu. Það er góður ábætisréttur. AUGLÝSINGASÍMI ER 166G

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.