Vísir - 22.10.1946, Page 4

Vísir - 22.10.1946, Page 4
Þriðjudaginn 22. október 1946 4 VlSIR DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Öráðna gátan. V|ingflokkarnir. láta svo á yfirborðinu, sem * þeir séu tilleiðanlegir til samvinnu. Fram- sóknarflokkurinn setti sem skilyrði, að sldp- uð yrði nefnd fjögra Jiagfræðinga, er gera skyldi sér grein fyrir liag þjóðarinnar og leggja tillögur sínar því næst fyrir flokkana .til athugunar. Þetta er virðingarverð við- leitni til að láta fræðimennsku fyila upp í eyður brjóstvitsins. Hagfræðingar þcir, sem starf þetta hefur ’verið falið, bera allir pólitískan Iit, enda völdu flokkarnir þá, til starfans, en þá er ekki ólíklegt að þeir freistist til að draga taum síns flokks, eða lendi í óraun- hæfum fræðilegum hringiðum, sem leiða að engu marki. Starf þeirra er æði víðtækt, enda hætt við að því verði ekki gerð skil á laum dögum. Svo kemur væntanlega til kasta stjórnmálaflokkanna, sem standa og I)íða átckta í liráskinnaleik stjórnmálanna. ■Meðan þessu fer fram þjáist atvinnulífið af vatnssýki verðþenslunnar og legst í Þyrni- rósu svefn. Sá blundur verður máske óvær í fyrstu, en festi það svefninn vegua full- .kominnar ytri værðar, er ekki víst hvenær kóngssonurinn kenmr til að vekja það úr -dauðadái, eða yfirleitt hvort nokkur slíkur ofurhugi finnst innan vébanda þingflokk- anna, .enda engri fegurð eftir að sækja, sem laðar og seyðir. Er flokkarnir hafa fengið álit hagfræð- iuganna í hendur, er ekki ólíklegt, að for- setinn snúi sér á ný til formanns stærsta þingflokksins og leiti hófanna um hvort hann treysti sér'tí! að takast stjórnannynd- rm á Iiendur, eða vilji benda á annan full- trúa úr þeim flokki til slíkra aðgerða. Tak- ist sljórnarmyndun ekki er gengið á röðina', væntanlega eftir þingfulltrúafjölda flokk- anna. Takist engum þingflokkanna að ná ])ingmeirihluta til stjórnarmyndunar, getur komið til gréina að einhver flokkurinu myndi hreina flokksstjórn, með stuðningi eða hlut- leysi annarra flokka, en slík stjórn gæti ensgu máli komið í framkvæmd, enda ólík- legt, að nokkur flokkur treystist til að taka á sig óvildir vegna þeirra aðgerða, sem ó- hjákvæmilegar eru, ef mjaka á af stað vél- hjólum kvrrstæðs athafnalífs. Alþingi stend- ur nákvæmlega í sömti sporum og ]>að stóð, er utanþingsstjórnin var mynduð á sinni tíð, en aðstaðan er iillii verri. Sent dæmi um hversu ráðþrota þingflokk- arnir eru, mætti nefna skrif Þjóðviljans á .sunnudaginn, er var. Þar er i fullri alvöru rætt um, að við eigum að semja við helztu fiskiþjóðir um að fiska ekki fyrir heima- markaðinn, en láta Islendingum hann eftir. Kommúnistar telja yfirleitt flesta vegi færa, en sýnilega eru þeir ráðþrota, en kjóra held- ur að veifa röngu tré en engu. Þeir eru sjálf- ir' ekki svo grunnhygnir, að þeir skilji ekki, ■að slíkir samnmgar geta ekki byggst á raun- hæfum grundvelli, þar eð allar þjóðir auka nú fiskiskipaflota sinn, sem óðast, en Rússar cinir mun hafa margfaldað flotann eftir ófriðarlok. Óvissan er nú svo mikil að jafn- vel þeir, sem grípa hverja flugu á lofti, er íæri býðst, eru sjáanlega haldnir af fullkomnu „delirium". Aðalfundur S. í. K. Aðalfundur Sambands ísl. karlakóra var haldin að Fé- lagsheimili verzlunarmanna, föstudaginn 20. september. Formaður samk.andsins, A- gúst Bjamason, flutti skýrslu um liðið starfsár. Hafði fram- kvæmdaráð einkum látið tvö mál til sín taka, söngför Ut- anfararkórs SlK og ráðningu söngkennara. Hafði fram- kvæmdaráð tekizt að ráða sænskan söngkennara, herra Gösta Myrgart tónlistarstjóra i Eslöv og byrjaði hann söng- kennslu á vegum sambands- ins í byrjun september. Aýfiangar — Framh. af 2. síðu. enda skiljanlegí, þvi aó’ i.eeði er „musikin“ svo hi'ífandi og dansarnir sjálfir fjöriegir og skcmmtilegþ'. Má þar auð- vitað fyrst og fremst nefna „Rumbha“, svo og „Paso- doviblé” og apðvitað „La Samba“. N’erð eg að segja þér frá dálitlu sniðugu í því sambandi, en það er, að „La Samba“, sem eg sýndi hér og byrjaði að kenna hér fyr- ir tveimur árum (haustið 1944) cr núna með þvi nýjasta á hinum Norður- lönduniun, en í Knglandi var þegar farið að dansa „La Samba“ strax í hittcðfyrra. Svo má eg ekki gleyma, að segja þér frá nýjasta dansin- um, sem við fengum frá Englandi, en það er „The Cruising Waltz“ cða „kossa- valsinn", sem hann er stund- um líka kallaður, og ætla eg ekki að fara nánar út í hvernig á því stendur, að sinni, en láta mér nægja að endurtaka orð Josephine Bradley, cn hún sagði: „Við hofum ekki síðan á dögum „Boomps-a-daisy“ haft dans, sem hefir verið jafn vel fall- inn til að koma á góðri „stemningu“, jafnt í sam- kvæmum, sem á dansleikj- um“. — Og alla þessa nýju dansa ætlar þú svo að kenra í vetur? — Já, fullorðnum og unglingum, en börnum kenni eg þar að auki eldri dansana, og hina sérstöku barnadansa. Verða æfingar harna og unglinga í Goodtemplara- húsinu, en fullorðinna á Þórs-café. — Já, — þú hefir haft mikið gagn af ferðinni. — Mjög mikið. Það er alíaft skemmtilegt að ferð- ast og hressandi að sjá og læra nýtt, en það bezta við það að ferðast er það, að geta hlakkað til að koma heima aftur, því Island er áreiðanlega dásamlegasta land heimsins, landið, sem við elskum o’g þráum þegar við erurn að heiman, — og bezt af öllu, —- landið okkar. og væntir sambandið mikils af starfi hans. 1 framkvæmdaráð voru kosnir, forrnaður Ágúst Bjarnas. og ritari sr. -Garðar Þorsteinsson, báðir endur- kosnir. Gjaldkeri var kosinn Óskar §igurgeirsson, en frá- farandi gjaldkeri, Árni Bene- diksson baðst undan endur- kosningu. Meðstjórnendur voru kosnir þeir Guðmundur Gissurarson, Hafnarfirði, sr. Páll Sigurðsson, Bolungar- vík, Þqrmpður Evjólfsson, Siglufiroi og Jón Vigfússon. Seyðisfirði. Söngmálaráð skipa söng- stjórarnir Jón Halldórsson, formaður, Ingimundur Árna- son og Sigurður Þórðarson. Aðalfundurinn þakkaði forgöngumönnum söngfarar Utanfararkórs SlK dugnað við undirbúning og fram- kyæmd söngfararinnar, sem i undurinn taldi að orðið hefði sambandinu til mikils sóma. Fjársöfnun handa ungverskum börnum. Frú Irma Weile-Barkany, söngkona, er nýlega komin til landsins, og mun hún syngja hér í útvarpið. Auk þess mun frúin halda Iiér I)azar til ágóða fyrir bág- stödd börn i Ungverjalandi, en hún er ungversk i móður- ætt. A bazar þessum ver'ða ýmsir listmunir frá Ung- verjalandi. Frú Weile-Bar- kany hefir verið í sambandi við bjálparstofnunina „Red Barnet“ i Kaupmannahöfn. ' Síðasíliðinn laugardag hittu fréttamenn bla'ða og út- varps frúna að máli að Hótel Borg. Gerði hún þá grein fyrir ýmsum fyrirællunum sínum. Ilún sagði, að mikil neyð rikli í Ungverjalandi, og að sérstaklega væri skortur á ullarvörum og lýsi handa börnum. Iíin mikla neyð barnanna í Budapest hafði svo djúp áhrif á frúna, að Iiún befir ákveðið að gcra það, sem i hennar valdi stend- ur, til þess að draga úr neyð- inni þar. Mun allur ágóðinn af bazarnum, sem f rúin ætl- ar að halda hér, verða notað- ur í þessum tilgangi. Bazar þessi verður hald- inn í næsta mánuði í Odd- fellowhúsinu. Þar verða á boðstólum ýmsir ágætir ung- verskir listmunir, svo sem áður segir, og verða þeir seldir hæstbjóðendum. Enn- fremur verða þar ýmsir mun- ir, sem flutlir verða loftleið- is frá Ungverjalandi. Frú Weile-Barkany kom til íslands í ágústmánuði síð- astliðnum frá Kaupmanna- höfn, þar sem hún er búsett. Frúin hefir í hyggju að flytja erindi i stuttbylgjuútvarp lil útlanda um íslenzk málefni. Bréí að vestan. I>að er frá Vestfjörðum, bréfið, sem Bergmál birtir hér kafla úr, og hann fjallar um veðrið: „....Það er svo sem oft talað uni það, hvað veðurguðirnir hafi verið okkur góðir að und- anförnu. Eg get sagt þér eitt atriði því til sönn- unar og eg get fengið ntarga til að sanna frá- sögn rnína. Núna í vikunni, (það er í vikunni sent leið), fóru tvær fjölskyldur út fyrir bæinn á berjamó. Já, á berjamó. Það er víst áreiðan- lega óvenjulegt að tína ber um miðjan október. Falíeg og góð ber. Eg var boðinn heint til annarrar fjölskyld- unnar, þegar hún kom aftur úr leiðangrinum. Eg vissi ekki, að fólkið hefði farið, svo að þú getur bara gert þér í hugarlund, hversu ntjög ntér brá I brún, þegar húsfreyjan segir við ntig og brosir um leið: „Það ntá víst ekki bjóða þér upp á ber.“ Eg varð víst eitthvað kindarlegur á svipinn, því að húsfreyjan flýtti sér* að bæta því við, að hún yæri ekki að gcra að gamni sínu, hún ætti dálítið af berjunt, tíndum þá um dag- inn. Börnin berjablá. Þá skildi eg fyrst, hvers vegna börnin á Iteint- ilinu voru svona blá um varirnar. Mér hafði alls ekki dotíið í hug að það væri af því, að þau hefðu vcrið að tína upp í sig. Svo fékk eg. bcrjaskammtinn minn og hann smakkaðist al- veg prýðilega, jafnvel enn betur en ella vegna þess, að eg hafði alls ekki átt von á því að fá ber að borða á þessum tíma árs. Eg held bara að eg reyni að stelast til berja einhvern dag- inn....“ Einiíuinaiíð. Það eru víst flestir á því, að hér hafi verið- einniuuatíð síðustu mánuðina, raunar í lieilt ár, ef allt er meðtaliö. Eitt kuldakast hefir kontið í haust og aðeins staðið stutta stund og á dögunum voru meira að segja svo mikil hlý- indi, að þeirra hefði fremur verið að vænta um sumar en þegar tæpur hálfur mánuður er til vetrar. En ekki er öll nótt úíi enn, veturinn 1946—47 er ekki byrjaður og bví siður á enda. Það getur enn kólnað og hvesst. Hvað á að bíða lengi? „Gramur" ritar eftirfarandi bréf: „Það hefir nú loksins komið fram opinberlega, í hverju ófremdarástandi strætisvagnar bæjarins eru — bæði af umræðum á fundi bæjarstjórnar og fundarsamþykkt strætisvagnastjóranna. Það má því vera ljóst, að sumir þeirrra munu heltast úr lestinni bráðlega. En hvaö á að bíða lengi með að fara að einu ráði, sem komið hefir fram til að bæta úr þessu um stundarspkir — að fú bíla lánaða? í Mánuður Iiðinn. Það er víst mánuður liðinn síðan Sigurjórt Danívalsson gerði það að uppástungu sinni (hér í Bergmáli), að leigðir væru langferðabílar, seni einungis eru notaðir að sumarlagi og fara síðan í vetrarhíði, til þess að halda uppi ferðum á einhverjum leiða þeirra, sem strætisvagnai* ganga nú á, til þess að hægt væri að taka vagn- ana úr umferð hvern af öðrum og „yfirhala" þá rækilega, því að til þess er annars aldrei tími. Einn nýr vagn. Síðan hefir sést einn nýr vagn í ferðum fyr- ir strætisvagnana. Það er allt og sumt og það hefir hvergi komið fram, að reynt hafi verið að fara þá leið, sem Sigurjón Danívalsson benti á. Meðan ekkert er reynt í því efni, cr heldur ekki von að vagnarnir fari aö aka sjálfkrafa fyrir bæjarbúa. Og hafi þessi leið ekki verið reynd, þá.verður það að teljast vita- \ vert og hið versta sleifarlag.“

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.