Vísir - 30.11.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 30.11.1946, Blaðsíða 7
Laugardaginn 30. nóvember 1946 VISIR y • • . Ollu gamni.............. Framh. af 2. síðu. eftir kemst sögumaður svo að því, að bóndinn liefir rok- ið til og slátrað tarfi sínum. Sem sé: Fyrstu ritlaun liöf- undar voru barsmíð af liendi Sigurðar oddvita, og tarfur- inn á Grímsstöðum varð að láta lífið alsaklaus fyrir vonda samvizku þessa sveit- arböfðingja. Sagan er vel samin og skemmtilega skrif- uð, og á vissan liátt cr þar komið að því, sem er ennþá ljósara í Jóladansleikur í sveit. Ekki kæmi mér það á ó- vart, þó að allmargt manna segi um þá sögu, að hún sé yfirdrifin og ónáttúrleg vit- leysa — og þá einkum þeir, sem þykjast vitrir og vilja vera virðulegir. En það er nú siður en svo — frá mínu sjónarmiði, að þessi saga sé ómerkileg. Þar virðist höfundurinn sleppa sér i gáska og f jarstæðukennd uppátæki, en þarna hygg eg samt, að liann hafi farið að með gát, sannarlega vitað, livað hann söng. Þessi saga minnir dálítið á Mark Twain, þó að hún sé annars eins ís- lenzk og mesl má verða. Hún niinnir líka á vissa þætti í stiltækni Hamsuns og leik- tækni Chaplins. Og slik saga sem þessi sprettur ekki upp í huga annarra skálda en þeirra, sem liafa komið auga á og Iiugleitt það marg- sinnis, hve tilveran er -ákaf- lega oft tilviljanakennd, já, svo meinfýsin, ranglát og grátbroslega andstæð vel- meintum tilraunum manna til að koma skynsamlegu fram og þjóna skynsamleg- um tilgangi sem mest má verða, og þá liafa skipzt á í huga þessara skálda hlátur- kenndur gáski og beiskasta svartsýni um það, að mann- inum gcti tekizt með öllu sínu bjástri, að ná nokkuru verulegu valdi á sambandi orsaka og afleiðinga, geti nokkurn tima lánazt að fella Hf sitt i viðunandi haldgott og notalegt form. Svo geta þá ekki þessi skáld stillt sig um að hleypa skáldafákn- um um völl spilaborganna, láta liann dansa á milli þeirra og koma hvarvetna að óvör- um, unz menn eru orðnir svo frá sér, að'þeir setjast á kött eða hrökklast beint i fasið á hefðaihúsfreyju, klæddir i skyrtu af vinnu- konunni á Felli og blúndu- buxur af læknisfrúnni. Hér eftir ætti Þorsteinn Jósefsson ekki að þurfa að leita ævintýra á jöklum, ör- æfum eða í neins konar lífs- Iiættum til þess að stilla þá óró, sem skáldhugur lians og ólgublóð búa lionum í háskalegum og ekki i einni svipan aganlegum lieimi. Maður, sem liefir náð að líta veröldina í margvislegu ljósi frá týrum djúpstæðs skilnings á vandamálum ein- staklingsins og sambandi þeirra við duttlunga tilver- unnar og við lífstrið og lifs- liáttu i landi hverju, og auk þess á sér náðargjöf kímninnar, samfara all- þroskaðri listrænni tækni, svalar bezt sjálfum sér og gerir þjóð sinni mest gagn með því að nota sem flestar stundirnar til þess að beita skilningi sínum, kímni sinni og tækni að þvi marki að bregða ljósi yfir æ fleiri og stærri viðfangsefni og liver veit nema að i stað týr- anna nái hann að tendra svo björt ljós og blikmikil, að það borgi sig að koma þeim fyrir sem varnaðarljósum i Ódáðahraunum tilverunnar, og sem leiðarljósum á tind- um hénnar, þar sem bjarma ber yfir sandrif og blindsker, sem mörg fleytan liefir strandað á fyrr og síðar? Það liefir ált að vanda iil útgáfu þessarar bókar, og fylgir mynd hverri sögu, en mvndirnar hafa gert lista- mennirnir Halldór Péturs- son, Ilaukur Stefánsson, Axel Helgason og Alli Már. Ennfremur er snotur kápu- leikning framan á bókinni, en mynd höfundar aftan á. Þelta er nú gott og blessað, en betur hefði eg kunnað við, að bókin hefði verið prentuð á þvkkri pappír. Mér leiðast bókarflísar.sem varla er liægt að binda i almennilegt band eða finna í skáp — leiðast þær álika og hjólböruútgáf- urnar, sem nokkuð eru tiðk- aðar — likar þarna bezt skyn- samlegur millivegur, og sár- lega kviði eg því, þegar aftur- hvarfið kemur frá hjólböru- útgáfunum, því að þá má búast við, að svo langt Verði gengið i öfuga átt við ríkjandi tilhneigingar, að ekki sjónskarpari menn en eg sjái ekki skrautútgáfur nema'' gegnum stækkunar- gler, og ekki einn bókstaf nema'í smásjá. Guðm. Gíslason Hagalín. 93 I ii f a ve it a Sunmsdaginn 1. desember kl. 2 e. h. (jlœáikquÁtu hlutatieltu árAinA keldur títiehhacteild SÍifAaVarHaýélaífAiHA í i^etfkjaéík í Verkantanna- Akíjlinu éii kcjfHiha. Á hlutaveltu þessari veroa ógrynnln öil af góðum og gagnlegum munum. Meðal þeirra ágætisvinninga, sem þarna verða á boðstólum, má nefna: Ferðalög í lofti og á legi með landsins beztu íarartækjum. Hinar góðkunnu bækur Listamarniaþings og skrautútgáfa af bókum Jónasar Hallgrimssonar, frá Víkingsprent. Vönduð Lexikon frá Eymundsson, Dömu gullúr, herra stálúr. Góífvasi úr íslenzku keramik. Dömukápa og dömukjóll, nýjasta módel, og ýmislegur fatnaður og fataefni, og úrval af fallegum kvennatöskum. Kjötskrokkar og allskonar mat- vörur. Snyrtivörur, skrautvörur, rafmagnsáhöld, sólgler o. m. m. nýtilegt, þar á meðal svefnpoki. Kol í tonnatali. Eiifgin rsúil! Bsáíta'pm líssias f® atua, — Mgangnr iö anra. Enginn má m'ssa af þcssari ágætu hlutaveltu. Freistlð hamsngjunnarr, tim leið og þér styrkið þarft og gott málefni. KVENNADEILD SLYSAVARNAFELAGS ISLANDS í REYKJAVÍK. 6? &rfb»t/altAí mmmm "]J" ^ /s/ Þegar 'loglat fann þefinn af ókunn- um górillaápa, sem myndi vera þarna einhvers staðar í nágrenninn, tapaði hann öllum áliuga fyrir Tarzan og svörtu hermönnunum, sem með hon- um voru. l)m þao mi sem íogiac var ao af stað í áttina til skógarins, veitti Tár- zan því eftirtekt, að apinn hafðfi orð- ið einlivers var, og hann velti fyrir sér af hverju það gæti stafað. .. liulO* i. ,0 _/ u uiiþ ci U Cillll Vit() óvenjtilegt' væri á seiði., Hann. benti . hermönnum sinum á götuslóðann, sem lá upp að „kirkjugarði“ fílanna. „Þarna uppi er filabeinið,“ sagði hann. „lig jverð að skilja við ykkur núna.“ Síðan Íagði Tarazn af stað á eftir gor- illaapanum, og taldi hann sennilegt, að nú væru óvenjuleg atvik í vændtun, þar sem Toglat hagaði sér svo undarlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.