Alþýðublaðið - 15.05.1920, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
4
Xoil kontmgur.
Eftir Upton Sinclair.
Önnur bók:
Prœlar Kola konungs.
(Frh.).
Hallur var staddur í kofa Jack
Davíðs og hlustaði á álit Tom
Olsons og Jerry Minetti á málinu.
Félagið hafði slumpað á, að tala
þeirra, sem grafnir væru, væru að
eins fjörutíu, en allir vissu, að
þeir voru þrisvar eða fjórum sinn-
um fleiri, sem menn söknuðu
Félagið hafði númer á hverjum
einasta verkamanni, svo þetta voru
vísvitandi ósannindi hjá því. En
flestir þeirra höfðu slavnesk nöfn
og áttu hvorki ættingja né vini.
Þetta heyrði alt saman kerfinu
til, sagði Jack Davfðs. < Á þennan
hátt gat félagið haldið áfram að
drepa menn, án þess að eyða fé
sínu eða eyðileggja mannorð sitt.
Hallur áleit, að það væri ómaks-
ins vert, að bera aftur þessar
fölsku fregnir og setja það í blöð-
in. Þeir, sem krafist höfðu vogar-
eftirlitsmanns, voru þegar komriir
á svarta listann, svo þeir höfðu
engu að tapa.
„En hvaða blöð myndu taka
það upp?“ sagði Tom Olson.
„Eru ekki tvö b!öð í Pedro,
sem keppa hvert við annað?"
„Jú — annað á Alf Raymond
sjáiiur, hitt á Vagleman dómari,
sem er lögfræðisráðunautur -Gt F.
C Þar mun vafalaust verða tekið
vel á móti þér".
„Svo eru nú blöðin í Western
City. Fréttaritarar þeirra eru hér,
og einhverjir þeirra hijóta að vilja
taka það“.
„Eg efast um, að þú fengir
önnur hiöð, en jafnaðarmanna eða
verkamannablöðin til þess, að
prenta slíkar fregnir", sagði Ol-
son.
„Nú, jæja, það er nú samt ó-
maksins vert", sagði Jack Davíðs,
sem fylgdi ákaft verkamannasam-
tökum og allri starfsemi þeirra.
„Það, sem við þurfum að gera,
er að rannsaka nákvæmlegá, hve
margir í raun og veru eru niðri í
námunni".
Þeir tóku þessari uppástungu
allir með ákafa. Það var þó að
minsta kosti fróun, að taka sér
eitthvað fyrir hendur. Þeir sendu
Verkmaaijafél. Dagsbrúa
heldur fund í G.-T.húsinu Laugardag 15. maí kl. 7V2 síðdegis. —
Eiaar Helgasoa garðyrkjufræðingur flytur erindi. — Söngfélagið Bragi
syngur nokkur lög. — Félagsmenn ámintir um að fjölmenna.
Félagsstjórnin.
Noltór dnglegip ðs
géta fengið pláss á mk. Sigríði yfir vor- og snmarvertíð.
Th. Thorsteinsson.
Æí
Allir þeir gasnotendur, sem ætla að skifta um
bustað, eru beðnir að tilkynna gasstöðinni það strax.
é^Qsátöð ÆayFijamFur.
eftir þeim: Mary Burke, Rovetta,
Klowoski og mörgum öðrum og
kl. 11 morgunin eftir hittust þau
aftur. Listarnir voru bornir saman
og þá sýndi það sig, að ekki
færri en eitt hundfað og sjö, fuli-
orðnir menn og unglingar voru
birgðir niðri í númer eitt.
En umræðum um þetta varð
snögglega slitið, því Davíð kom
með nýjar fregnir. Það var nýaf-
staðið uppþot við uppgönguna.
Það var verið að koma nýju Ioft-
dælunni fyrir, en það gekk svo
hægt, að allmargir þóttust vísir
um, að ekki ætti að setja hana
af stað, heldur ætti að halda nám-
unni lokaðri, svo eldurinn breidd-
ist ekki út. Austurríkismaðurinn
Huszar, sem stóð fyrir hóp af ó-
ánægðum og æstum mönnum,
hafði farið til hr. Carmichal, námu-
eftirlitsmanns ríkisins, til þess að
kæra þetta. En fáum augnablikum
síðar var hann tekinn fastur og
skundað með hann að hliðum
héraðsins og honum kastað á
dyr.
Gjöldum til íélagsins er veitt
móttaka á afgr. Alþbl. (í Alþýðu-
húsinu við Ingóifstræti). — Fyrri
gjalddagi er 14. maí, — Lög fél.
eru einnig afhent þar.
Gjaldkerinn.
Verzlunin „Hlíf* á Hverfisgötu
56 A selur: Hveiti, Haframjöl,
Sagögrjón, Bygggrjón, Kartöflu-
mjöl, Hænsnabygg, Mais heiian
og Baunir. Kæfu, Tó!g, Steikar-
feiti og ísl. Margarine. Rúsínur,
Sveskjur, Gráfíkjur og Kúrenur.
Sæta saft, innlenda og útlenda,
Soyju, Matarlit, Fisksósu og Edik.
Niðursoðna ávexti, Kjöt, Fiska-
bollur, Lax og Síld. Kaffi Export
og Sykur.
Suðuspíritus og steinolíu o. m. fl.
Spyrjið uin verðið!
Reynið vörugæðin!
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Ólafur Friðriksson.
Prentsmiðjan Gutenberg.