Vísir - 04.01.1947, Blaðsíða 2

Vísir - 04.01.1947, Blaðsíða 2
V I S I R Laugardaginn 4. janúar 1947 ' — - jg, . V.b. Borgey var ofhlaðin og hlut- fallslega mikið hlaðin ofan þilja. SkýrsÍur rannsútiuur- n í*/Vi ftu rin n u r. 20. nóvember 1946 skip- aði samgöngumálaráðherra nefnd manna, til þess áð at- huga stöðugleika og sjóhæfni báta af sömu gerð og v/s. Borgey, sem fórst á mjög sviplegan hátt út af Horna- l’irði 5. nóvember 1946. Nefndin vav skipuð þess- lim mönnum: Ól. T. Sveins- son, skipaskoðunarstjóri rík- isins, Pétur Sigurðsson, Haf- iiði Iiafliðason, Sigurður Ól- afsson og Konráð Gíslason. Fer hér á eftir álit ofan- greindrar nefndar um sjó- hæfni báta af þessari tegund: SMefndaráiit um Borgey og systurskip. „Eins og kunnugt er, hafa á undanförnum áratug orðið miklar breytingar á útbúnaði minni þilskipá hér við land, sumpart vegna fjölbrevttr- ar notkunar og sumparl vegna aðgerðar löggjafans cða almennra óska um betri útbúnað og aðbúð. Sést- þetla glöggt við samanburð á eldri skipum og nýjum, eða um- i)yggðum bátiyn. Þegar undanskilinn. cr meiri styrkur bols og véla, þá liafa þó fæstar af, þessum breytingum orðið undir þilj- nm, því þar er-vart ha3gt að gera neinar stórbTevtingar, ef taka á sama tillit og áður til véla- og lestarfúms í sömu bolstærð. Aðalbreytingarnar liafa orðið ofanþilja, þar hafa verið reistir livalbakar, -til þess að gera framenda skips- ins hæfari i sjó að leggja, bátaþilför til þess að geyma aukinn björgunarútbúnað, og loks stækkuð þilfars- og stýrisliús til þess að fá betri vistarverur fyrir skipverja. Auk þess hafa vérið.sett á skipin togvindur og gálgar auk þungra bátsugla lil þess að taka upp nótabáta. Af eðlilegum ástæðum liefir þessi aukni þungi á þil- fari a-ýrt stöðugleika skip- anna samanborið við eldri slcip, og í sumu-m tilfellum svo, að álitið hefir verið nauð- synlegt að hafa meiri lcjöl- festu en áður tíðkaðist, hvortveggja hefir svo orðið til þess að minnka burðar- inagnið. Að öllu samanlögðu verður þvi oft að hlaða og sigla þess- iim skipum með meiri gætni og varúð en þurfti með hin eldri, — bæði livað viðvíkur farmþunganum einuin svo C'g fyrirkomulagi hans. Glöggt dæmi upp á þessa þróun eru bátar' þeir, sem alvinnuniálaráðuneytið lét byggja í Svíþjóð eflir teikn- ingu Bárðar Tómassonar, skipaverkfræðings. Ef við berum þessa báta saman við eklri skip af sömu bolstærð, en með lítlum sem engum þilfarshúsum, þá hafa vist- arverur skipverja verið auknar um helming; en burð- armagnið jafnframt minnkað um a. m. k. 20 tonn. Enda þótl bátar þessir mælist 85 rúmlestir brúttó, þá er þó bolstærð þeirra ekki meiri en 67 rúmlcslir.* Upprunalega átt,u þessir bát- ar þó ekki að vera meira en 75 rúml. brúttó, til þess að menn með réttindi hins minna fiskimannaprófs gætu verið með þá. Er réttindi þessara manna voru aukin upp i 85 rúrnl. voru bátarnir lengdir, og hefir sú stækkun aukið holstærð þeirra töln- vert. Einn þessara báta var v/s. Borgey, er fórst út af Horna- firði 5. nóvember 1946, og kom það slys á stað sögum um að ekki væri allt með felldu með bátana, orsakaði það svo að samgöngumála- ráðherra hinn 20. nóvember þ. á. skipaði okkur undirrit- aða í nefnd til þess að athuga stöðugleika og sjóhæfni þess- ara báta, svo og að gera til- lögur til úrbóta, cf þurfa þætti. Til þess að afla sér sem beztra upplýsinga um stöð- ugleika og almenna sjóhæfni bátanna lét nefndin: í fvrsta lagi athuga stöð- ugleiká eins bátsins, v.s. Finnbjörns, með halla-at- hugun og gera ýmsa aðra út- reikninga i því sambandi, sbr. fylgiskjal nr. 2. I öðru lagi taldi nefndín nauðsynlegt að fá . sem gleggslar upplýsingar um það, af hverjum ástæðum v.s. Borgey raunverulega hefði farizt, og rannsalcaði því slvsið eftir þvi, sem föng voru á. Fylgir hér með sér- stölc greinargerð um það ati'iði. í þriðja lagi spurði nefnd- in þá skipsljóra bátanna, sem hún náði til, eða . bað bæjaifógetann á Isafirði og Seyðisfirðþ að spyrja slcip- stjóra eða aðra, er siglt liöfðu bátunmn ,uin reynslu þeirra og álit á þeim. Er greint frá því í fundarbók nefndarinn- ar, er fylgir hér með. Við athugun og samanburð á þessum gögnum hefir nefndin koínizl að þeirii niðurstöðu, að stöðugleika þeirra og ahnenna sjóhæfni sé þannig háttað, að þeim verði að sigla og ferma þau með meiri gætni en venju- legt er um slcip af svipaðri bolstærð, og með minni yfir- byggingu. Öllum skipstjórunum ber saman um að þeir hafi ekki hingað til fengið ncin aftalca- óveður á bátunum og þess vegna geti þeir elcki dæml um sjóhæfni þeirra undir slikum kringumstæðum, Stundum hafi þeir þó fengið nokkuð mikinn. vind og sjó, og liefi þá bátarnir verið sæmilegir með sjó og vind á hlið, sérstaklega með nolclc- urn farm i lest og göðu borði fyrir báru. Ilinsvegar vilja þeir lilaðast nokkuð íjiikið fram og þeir séu yfirleitt kvikir á stýri og i hréyfing- um og aðgæzluverðir með sjó og vind á eftir. Með stefnið upp í séu þeir miklu hetri, en hal'i tillmeigingu lil þess að slá mjög fljótt undan, vegna þess live bakkinn sé hár og bolurinn viðtakalitill að framan. Öllum finnst yf- irbygging bátanna of milcil. Það taki mikið i hana i vindi og eins ef báturinn kynni að taka á sig sjó. Að áliti nefndarinnar má búast við, að bátarnir verði nokkuð stöðugri, er þeir fara að verða sjósígnir, en til ])ess að auka stöðugleilcann og gera þá Iiæfari i sjó að leggja, án þess að rýra nota- gildi Jieirra frá því sem nú er og með sem minnstum lilkostnaði, þá vill nefndin ráðleggja eftirfarandi: 1. Hvalbakur bátanna sé lækkaður og létlur eins og Iiægt er. 2. Brúarvængir aftur að fremri bátsuglu, svo og liorn- in á stýrishúsinu hvoru megin sé tekin af og inn- gangur í stýrishúsið sé hafð- ur aftan frá i gegn um leið- arreikningsklefann. 3. Annar björgunarbátur- mn sé tekinn í land. 4. Nótabátauglufhar séu teknar af bátunum þegar elcki þarf að nota þær. Aðr- ar ínikið léttari davíður séu hafðar lyrir hátinn. 5. Bomman á afturmastri sé tekin i land-ef ekki Jiarf að nota hana. (i. Til þess að vega á móti því, að báturinn léttist unj of að aftan við breylingar þær, sem nefndar eru liér á undan, og ennfremur lil Jiess að auka botnþungann í afturskipinu og þar með stöðugleikann; sé komið fyrir 2—2.5 tonnum af járni, annaðhvort neðan á kjöl eða undir vél i skut skipsins. 7. Hurðin á þilfarshúsi að aftan ætti að vera úr járni og tvískipt. Yerði þessar breytingar gerðar álítur nefndin, að í fyrsta lagi muni byrjunar- stöðugleiki bátanna aukast um allt að 20%, óg i öðni lagi geri þetta þá fastari fvrir að aftan og þvj belri i sjú. Reykjavik, 29. des. 1946, Orsakir Borg- eyjarslyssins. A) Farmur skipsins hefir verið minnst 73,21 tonn, og hefir honum verið komið þánnig fvrir, að undir þilfari (i lest og lúkar), liafa verið 36.33 tonn, en á þilfari, (i áfturliúsi, göngum, miðslcipa og uncTir livalsbak) 36.88 tonn. B) Burðarmagn skipa af sömu gerð og Borgey, er 59 tonn þegar þau liggja á isl. hleðslumerkjum, fyrir slík slcip. Illeðsluborð er })á 0.33 m. Skipið hefir þvi eftir farmskránni haft að minnsta kosti 13 tonn umfram þessa hleðslu. C) Með þessum farmi líefði skipið átl að liafa um j 0.22 m hleðsluborð, ef tek- ið er tíllit til þess að í Horna- fjarðarósi er hálf-sált vatn. Samkv. upplýsingum stýri- manns og annarra hefir ideðsluborðið þó ekki' verið meira en 0.13—0.15 m. Yer- ið getur að þessi nninur stafi að einliverju leyti af því, að skipið hafi verið j-ýrara cn teikningar sýna, en ólíklegt er þó að það liafi numið nokkru verulegu. Hitt er lík- legra," að i skipinu liafi verið íöluvert meiri þungi en farm- slcrá sýna, eða um 8—10 tonn. Hafi svo verið, hefir skipið liaft um 20 tonn, um- fram levfilega lileðslu. D) Hin 36.88 tonn senj skipið liafði á þilfari hafa or- salcað, að byrjunarörðugleiki þess liefir verið mjög lítill, þannig, að skiþið vár mjög „dautt” á sjónum, og þess vegna átt ei'fitt með að losa sig aftur við þann sjó er jkom ijin á þilfar. Hið litla hleðsluborð hefir auk þess hjálpað til að sjór komst auðVeldlega inn á þilfarið. E) Samkvæm t upplýsing- um stýrimanns hafði skipið tekið tvisvar mikinn sjó inn á sig áður en Jiað fórst, fyrst að fraxnan og síðan aftan við Jivert, en ln-einsað sig aftur. Gera má þó ráð fyrir að eitt- livað af þeim sjó liafi „fest“ í gærunum, er hafðar voru frenjst á skipinu undir livals- bak, og þar með þyngt það eittlivað. Yið það liefir stöð- ugleikinn enn minnkað, en skipið lagzt meira fram. F) Sökum hins litla lileðsluborðs, má gera ráð fyi'ir, að stöðugleiki skipsins, i stað þess að aukast við liall- ann hafi fljótt fai'ið íninnk- andi (er sjór kom á þilfarið), þar til skipið hafði ekki afl til þess að reisa sig við aflur og valt áfram yfir á liliðina. G) Það er ekkert sem hendir til þess að sjór liafi neins staðar komizt inn í skipið áður, hvorki um lúlcu né, hurðir né-á annan hátt. Þó er óvíst hvort liurðin aft- an á þilfai'shúsi slcipsins lief- ir verið lokuð, er Jiað tók sjó- inn inn á afturþilfarið sein- ast, sem þá reið því að fullu. II) Það er ekkert senx bendir til þess að farmurinn hafi tjcastazt til i skipinu. I) Af framalisögðu verður að álíla, að orsök þess að v/s Borgev í logni en þungri öldu telcur sjó inn á þilfarið, veltur liægt yfir á hliðina og selckur, sé í fyrsta lagi hin hlutfallslega ínilda hleðsla, sejn liún hefir á þilfarið og hve mikið af henni var fremst í skipinu, í Iiilcar og undir hvalsbak. í öðru lagi er líka ítm ofhleðslu að í’æða, ef miðað er við ísl. hleðslu- merki fyrir slcip af Jjessari stærð, en farmþunginn eimi hefði þó elclci ált að verða slcipinu að grandi undir þess- um kringumstæðum, cf hægt hefði verið að lcoma honum betur fyrii'. Hvað smíði og styrkleika skipsins snertii', telur nefnd- in, að samkvæmt mælingum Jjeim, sem skipaslcoðunar-, stjóri og Pétur Ottason gei'ðu á efnisviðum þess, að styrlc- leiki og-smíði slcipsins hafi verið samlcvæmt reglum um smíði tréskipa frá 22. sept- ember 1936. Reylcjavík, 19. des. 1946. Undirskriftir n ef n d arm anna. ÁSKORUN um framvísun reikninga Sjúkrasamlag Reykjavíkur beinir þeirri ákveðnu ósk til þeirra manna, félaga og stofnana, bæði hér í bænum og annarsstaðar á landinu, sem eiga reiknmga á samlagið frá síðastliðnu ári, að fram- vísa þeim í sknfstofu þess, Tryggvagötu 28, h'ið fyrsta og eigi síðar en fyrir 25. þ.m. Sjúkrasamlag Reykjavíkur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.