Vísir - 01.03.1947, Blaðsíða 7

Vísir - 01.03.1947, Blaðsíða 7
7. Laugardaginn 1. ínar/. 1947 -.. ■I"H 1 J . . " .... 42 2)ap/ino clu. V/Jaurier: Hershöfðinginn hennar. > an, og svo sneri hann sér við og hvarf út í göngin. Ör- skammri stundu siðar lieyrði eg' að þeir komu allir út í íiúsagarðinn og stigu þeir svo á bak hestum sínum. Kveðju- orð bárust að eyrum. og hlátur. Rödd Richard gnæfði yfir raddir hinna. Hann sagði við Jolm Rashleigh, að hann myndi koma afíur. Svo gaf liann mönnuni sínum skyndi- lega fyrirskipan skýrt og skilmerkilega, en í fám orðum, og þeir riðu um undirgöngin undir íbúð minni, og eg lá og liluslaði á hófadyninn unz hann dó út. // Eins og að likum lætur hafði það mikil áhrif á mig er Richard Grenvile kom aftur skyndilega i ljós við hlið mér á ævibraut minni. Þetta leiddi af sér svo miklar liugar- liræringar, a'ð eg glataði venjulegu liugarjafnvægi í bili. En þegar hugaræsingin fór að hjaðna og liin örvandi áhrif nærveru lians að fjara út varð eg' gripin örvæntingu. Það var al.lt um seinan. Ekkert gott gat leitt af þessum endur- nýjuðu kynnum. Minningarnar um liið liðna höfðu vakið mikla geðsliræringu i Imgum lieggja, en er dagur rann sá eg allt i sínu rétta Ijósi. Fyrir okkur gat ekki verið um neinar samVístir að ræða, aðeins um vafasama ánægju af stutlum samfundum, sem ávallt voru hættum bundnir á ófriðartímum og í rauninni alltaf yfirvofandi, að hver samfundur yrði hinn síðasti. Og hva'ð var framundan? Eg vissi það fyrir að eg yrði farlama alla ævi. Eg gat'að- eins vænst skyndiheimsókna, bréfa eða munnlegrar kveðju, og — er frá liði — mundi það vekja íiieð honum ergi, að eg var þarna einhversstaðar að baki honum,' að hann hafði ekki heimsótt mig í þrjá mánuði, eða að hann vissi að eg beið eftir bréfi frá honum sem hann vildi kom- ast hjá að skrifa eða veittist erfitt að koma saman, í stuttu máli, vinátta okkar mundi verða eins þreytandi fyrir Iiann og hún bjó mér mikinn sársauka. Þólt það, að sjá Iiann aftur og hafa hann hjá mér einan þessa stund, var- færinn, ástúðlegan eins og forðum daga, vekti aftur af blundi mina gömiu ást og þrá i lijarta minu, vissi eg vel, er eg bcilli kaldri gagnrýni, að hann hafði breyzt til liins verra. Agallar, sem eg þóttist verða vör, er við vorum ung, höfðu magnast tifallt. Stolt hans, hroki, fyrirlitningin fyrií^;skoðunum, öðrum en sjálfs sín — allt þella kom margfalt skýrara í ljós en áður. Hann hafði aflað sér dýr- mætrar hernaðarlegrar þekkingar og reynslu — því trúði eg inæta vel, en eg efaðist um að hann mundi nokkurn tima gela unnið í samráði við aðra leiðtoga og svo bráðlvndur var hann að liann vildi tukta lil hvern einasta leiðtoga sem fylgdi konungi að málum, fengi hann ekki að ráða, og að lokum mundi svo fara, að hann móðgaði sjálfan konunginn. Hin grim'milega afstaða hans gagnvart föngum — að V I S I R senda þá i hópum til Lydfordkastala til hengingar — færði mér lieim sanninn um það, að eg hafði gizkað rétt á það, ereg vár uhg, að hánn áffi grinnnlyndi til, og fyrirlitninu sem kom i ljós hjá honum á litla drengnum lians, sem hlaut að þjást mjög vegna hinnar skyudilegu breytingar i lifi sinu, sýndi svo greinilegan skilningsskort, að það gekk níðingsskap næst. Þó varð eg að játa, að þjáningar og beiskja Iiöfðu gert hann óvæginn og' kaldan í lund. Mín var sökin, ef til vill var sökin min. — En þessi beiskja hafði nú náð til smæstu hugarróta. Nú varð engu breytt. Richard Grenvile, nú fjörutíu og' fjögurra ára, var steyptur i því móti, sem örlögin, aðstæður allar og hans eigin vilji réðu öllu um. Þannig kvað eg upp dóm minn er eg hugs- aði um þetta allt fyrstu dagana eftir fund okkar, og eg var komin á flugstig með að skrifa honum enn af nýju, og þvertaka fyrir að við hittumst aftur. En þá minrftist eg þess er han'n kraup á kné við rúm mitt, hversu hugsanir okkar runnu i sama farveg er hanri horfði á afskræmda fólleg'gi mína, og liversu liann, ástúðlegar en nokkur faðir liefði getað gert og af dýpri skilningi en nokkur bróðir, kyssti mig að skilnaði og óskaði þess að mér.sofnaðist vel. Fyrst hann var svo viðkvæmur og húgsýnn gagnvart mér, konu, Jivernig stóð þá á þvi, að framkoma hans gagn- vart öðrum, jafnvel syni hans, bar hröka grimmlyndis og fyrirlitningu vitni? Þegar eg lá þarna í rúminu í ibú'ð minni fannst mér ekki geta verið ijema um tvennt að ræða. Annað hvort að hitta Iiann aldrei aftur, aldrei nokkurn tíma, hvernig sem áslatt kynni að vera, láta liann taka sinar ákvarðanir um framtið sína upp á eigin spýtur, eins og eg í rauninni áð- ur hafði gert fyrir mig, ellegar að láta skeika að sköpuðu, taka ekkert tillil lil þess Iiversu miklar likur voru fyrir því, að eg balcaði sjálfri mér miklar þjáningar, né lieldur hver áhrif það mundi Iiafa á mig, svo máttfarin og hart leikin sem eg var, að hafa hann nálægt mér, og miðla lionum heilhuga af þeim hyggindum og reynslu sem eg liafði öðlast, láta liann verða aðnjótandi ástar minnar og skilnings, i von um, að það færði honum einhverja hugar- ró og frið. Og' inér fannst vænlegra, að fylgja síðari stefnunni en lrinni fyrri, því að ef eg liafnaði honum nú, eins og eg áður haföi gert, var það einvörðungu af heigulshætti, vegna ótt- ans við að ég mundi verða harðar leikin og á óbærilegri hátl, ef slikt gal á annáð borð gerst, en eg var fvrir fimmtán árum. Furðulegt fannst mér hvernig allar móthárur, þaulhugs- aðar og vegnar í einverunni i hcrbergi nrinu voru létt- \ægar fundnar, þegar vandamálið var konrið inn'*um bæjardvrnar og fjarlægðinni var ekki lengur til að dreifa. Og likt þessu mun þvi hafa verið yarið um Richard, þegar Inum reið lil Menabilly i bakaleið frá Grampound til Ply- moutli. Þá kom hann að mér, þar sem eg var í hjólastól nrinum á akbrautinni og lei t í áttina til Gribbin, og' þegar beygði hailn sig niður og kyssti hönd nrina, af sömu ást- riðu, ákefð og ást'og forðum og' fgr þegar að þylja yfir mér uin það hversu óhæfir lil alls allir Cornvvalhnenn væru, nema þeir, sem hann sjálfur stjórnaði, en livað um það, eg gerði sjálfri mér ljóst þegar, að örlög okkar voru samtengd, og eg gat ekki fengið af mér að senda hann á brotl frá mér. Hvað sem leið yfirsjónum hans og liroka varð eg að bera þær byrðar, því að hann stóð þarna, hann Ricliard Grenvile, fyrir framan mig eins og hörmungarat- burður lifs miris hafði leikið hann. „Eg get ekki haft langa viðdvöl,“ sagði hann. „Eg hefi — Þú manst aS eg á aÖ fá aS halda á henni á bakaleiöinni. Fyrstu sæbjörgunarstöðvar Bandarikjanna, sem aöeins vorú bátahús,- voru reistar á Ne\v; Jersey-ströndinni áriö 1848, * Stórvaxið „sequoia“-tré á' vesturströnd Bandaríkjanna varð 1.335 ára gamalt, segir í Encyclopedia Britannisa. S A U M U R (ferkantaður) allar st'ærð-. ir, galvaniseraður og ó- galvaniseraður, fyrirliggj- andi. Veiðarfæradeildin. Loðskinnsjakka? mjög hlýir og vandaðir, nýkomnir. Fatadeildin. Siálvírar flestar stærðir, nýkonmar. Veiðarfæradeildin. Vandað steinhús víð Miðbæinn til sölu. — Upplýsingar í síma 6304, milli kl. 5—7 í dag og morgun. £1 BufftMQliÁi - TAHZAN - ís Þegar Tarzan sá, að hann var um- kringdur og að hann myndi ekki eiga greiðfært út úr hópnum, ýtli hann ein- uni mannanna snarplega frá sér, til þess aS hafa meira svigrúm,-ef í hart færi. En þá gal’ presturinn monnunum hendingu um að hörfa lítið eitt frá. Síðan ávarpaði hann konung frum- skóganna i spurnartón. Tungumálið, sem presturinn taláði, þekkti Tarzan ekki. Tarzan benti þá á sjálfan sig og sagði aðeins: „Tarzan apabróðir,“ Við orð Tarzans ljómaði andlit mannsins upp, og hann sagði: „Ó, það er gott að heyra talaða enska tungu.“ „Hvernig víkur þvi við, að þú ert hér kominn?“ „Hvernig ég er hingafS kominn, skiptir ekki miklu máli,“ sagði Tarzan. „ Segðu mér fyrst, hvað það á að þýða, að þið húið hér neðanjarð- ar.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.