Vísir - 11.03.1947, Side 4

Vísir - 11.03.1947, Side 4
ft VISIR Þriðjudagimi 11. marz 1947 DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: HverfisgÖtu 12. Símar 1660 (fimjn línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Vanrækt skylda? Húsmæðraféiagið: 80 konur sóttu matreiðsiukennslu :#íísli Jónsson alþingismaðnr hefur nýlega flutt á þingi, ” tillögu várðandi mál þeirra Islendinga, sem erlendis hafa dvalið og lent hafa í hers höndum, eftir að styrjöld- inni var lokið. Er þar skorað á ríkisstjórnina, að lilutast til um, að skýrsla verði fengin um meðferð mála þessara manna, en í þvi felst vafalaust heildarrannsókn á málurn þeirra, sem fram fœri að tilstuðlán ríkisstjóniarinnar. Um afdrif sumra Islendinga 'vitum við það eitt, að þeir hafa heðið bana, en loðnar yfirlýsingar liafa verið gefnar af erlendum stjórnvöldum varðandi mál þessara manna, sem sumar liVerjar er á engan hátt hægt að taka alvarlega. Þahnig eru þess dæhii, 'áð sakhörningar full- yrða, að þeir liafi fengið fyrinnæli um refsiaðgerðir, frá einhverjum aðilum, sem koma síðan ekki við sögu og er að engu getið frekar. Virðist þetta nægja til að sýkna hina ákærðu eða drepa máli þeirra á dréif. Vafalaust hefur íslenzka utanríkisþjónustan gert það, sem unnt var hverju sinni, til þess að fylgjast með málum þessarar manna og aðstoða þá. Um það liefur ekkert heyrzt. Væri mjög æski- 2egt að almenningur fengi að lcvnnast slíkri starfsemi nánar. Vitað er að Islendingar hafa verið teknir með valdi um borð í íslenzku skipi, og þeir þvínæst látnir sæta ó- mannúðlegri meðferð í erlendum fangelsum, að fördæmi því, sem nazistar gáfu á styrjaldarárunum. I fangelsun- um hafa þessir menn orðið að sitja vikum og mánuðum saman, án þéss að mál þeirra værti tekin fyrir, en loks hefur þeim verið sleppt, sem talið er að ekki hafi reynst sekir. Hinsvegar munu þess engin dæmi, að þeim hafi verið greiddar bætur fyrir meðferðina, — hvorki beint pé pbeint. Séu menn þessir saklausir eiga þeir fullan rétt á bótum, en reynist þeir sekir verða þeir að bera þá refs- ingu, sem þeir kunna að hafa unnið til. Stórþjóðirnar hafa lialdið því fram, að þær herðust engu síður fyrir frelsi og hagsmunum smáþjóðanna, en sínum eigin, og er það í samræmi við Atlantshafsyfirlýs- inguna, sem gefin var á síhum tíma og greindi ítarlega i hverju frelsi væri falið. Sýnist því ekki ástæða til að ælla, að þær vilji brjóta lög á smáþjóðum eða þegnum þeirra. Virðist þá líklegt að íslenzk stjórnarvöld geli aflað fullnægjandi skýringa um ýmsar aðfarir, sem lítt virðast geta samrýmst frelsisliugtökum þéim, sem mynduð voru í styrjöldinni og barizt var fyrir. Meðan algjört upplausnar ástánd var ríkjandi í her- nitmdum löndum, sem losuð voru tir viðjum kúgunar- jnnar, gátu óhöpp viljað til, sem með tilltt verða að teljast öviðráðanleg. Sannist að saklausir menn ltafi verið drepnir eða hraktir á þeim tima, getum við eltki unað ‘slíku, án þess að fullar bætur séu greiddar og hlutur þéssara manna eða aðstandcnda þeirra þannig við réttur. Nú, þegar ró cr tekin að færast yfir hugi manna, virðast líkur til að| hlutaðeigandi þjóðir muni með glöðu geði taka upp samn- inga um málið, og láli þá þær upplýsingar í lé, sem þýð- jngu geta haft varðandi úrlausn þeirra. Sýnist í rauninni undarlegt hversu kyrrt hefur verið um þessi mál, (en blöð- In liafa ekki lireyft þcim af þeim sökum, að þau ltafa gert ráð fyrir að hagsnntna þjóðar og einstaklinga væri gætt í hvívetna af þar til bærum yfirvöldum. Þegar hinsvégar fram er borin áskorun af hálfu alþingismanns, uni frek- ari aðgerðir i málinu, virðist það benda til, áð ekki hafi verið nægjanlcga fast fylgt á eftir máluin þeirra manna, sem beittir hafa verið ofbeldi af erlondum þjóðum. Sé svo •er þess að værita, að Alþingi styðji áskorunina einhuga, ■en þvínæst verði hafizt lianda með fullri djörfung, skýrsl- ur teknar af þeini sakborningum, sem. iil næst og upplýs- inga aflað frá erlendum aðilum og málið þvínæst vegið *og metið af dómbærum inönnum, með iillili til væntan- íegra bólakrafna. Hér cr engri þjóð sýndur fjandskapur né tortryggni, ■jen reynt er að tryggja rétl okkar sem smáþjóðar, og rétt 'jþeirra einstaklinga, sem illa hafa orðið úti. Aðalfundur Húsmæðrafé- lags Reykjavíkur var haldinn 6. marz s. 1. í TjarnarlundL Formaður féíagsins, frú Jónína Guðmundsdóttir baðst eindregíð undan endurkosn- ingu, og benti á sem eftir- mann sinn frú Ilelgu Mar- teinsdóttur og var hún kosin formaður félagsins. Fni Guðrún Pétursdóttir, frú Kristín Sigurðai’dóttir og frú Ingibjörg Hjartardóttir báðust einnig undan endur- kosningu, cn auk þeirra voru fyrir í stjórninni þær: Soffía Ólafsdóttir, María Maaek, Margrét Jónsdóttir og voru þær endurkosnar, en i stað hinna hlutu kosningu þessar: Jóníná Guðmundsdóttir, Guð- rún Ólafsdóttir og Inga Andreasen. I varasljórn voru kosnar: Jóníria Jónsdóttir, Gunnfríð- ur Rögrivaldsdóltir og Guð- rún Pétursdóttir. Endur- skoðendur: Iýristín Sigurðar- dóttir og Ingibjörg Hjartar- dóttir. Starfsskýrsla félagsins bar það með sér að i byrjun starfstímabilsins hafði félag- ið ráðizt í að halda sýni- kennslu í matreiðslu, er um 80 konur sóttu, og þótti tak- ast prýðilega og óskað cftir fleiri siikum. Þá var og frá því skýrt, að sumarstarfsemin komst ekki i það liorf, sem var fyrir strið. Var liús starfseminnar lánað fátæku barnafólki endur- gjaldslaust. Er húsið orðið mjög úr sér gengið. Félagið seridi 2 fulltrúa á Húsmæðrasambandsmötið i Danmörku. Ýmsar ályktanir óg sam- þykktir voru gerðar á tíma- bilinu, svo sein i mjólkur- og af urðasölumálum, viðvíkj- andi álialda- og heimilisvél- um, ennfremur um búðár- lokunina. Fjárhagur félagsins ér þrengri riii én áður, enda hafa tekjur elcki aðrar verið en félagsgjöld umrætt tima- bil. Var kosið á fundirium i fjáröflunar- og lilutaveltu- nefnd aulc annarra nefnda, því félagið hefir fullan hug á að efla starfsemi sina og hvetur liúsmæður bæjarins til að standa betur saman um hágsmunamál heimilanna. Waldoza annað kvöld. Dávaldurinn Waldoza held- ur síðasta dáleiðslu- og skemmtikvöld sitt í Gamla Bíó annað kvöld kl. 11,30. Töfrabrögð og dáleiðslu- máttur Waldoza hefir vakið taísverða eftirtekt og hefir hann m. a. verið beðinn að sýna Yoga- og dáleiðsluhæfi- leika sína í Háskólanum. Annað kvöld er siðasta tæki- færið til að sjá Waldoza sýna listir sínar. Aðgöngumiðar að skemmfuninni kösta 15 krónur og fást í Hljóðfæra- húsinu í clag og á morgun. Tvær söngkonur Tvær þekktár sönþkohur efna til hljömleika hér á næstunni, en það evu þær Nanna Egilsdóttir og Engel (Gagga) Lund. Nanna syngur i Gamla bíó á föstudagskvöldið kemur kl. 7.15. Syngur hún lög bæði feftir íslenzk og útlend tón- skáld, m. a. eftir Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Jón Leifs, Beethoven, Sehubert o. fl. Gagga Lund efnir til hljómleika sinna í næstu viku, og syngur hún á veg- um Tónlistarfélagsins. Er hún sem stendur á leið til fslands með leiguskipi Eim- skipafélagsins, Horsa. Kínverskur ráð- herra biðsf lausnar. Atvinnumálaráðherra Ivín- verja, kuönur stjórnmála- maður Wong að riafni, hefir sagt af sér ráðherraembætti Gagga Lund er fædd á ts- landi og dvakli hérlendlis til fermingaraldurs. Hún hefir áður lialdið söng- skemmtanir hér, svo að hún er okkur ekki að öllu leyti ókunn. Dr. Páll ísólfsson mun annast undirleikinn á liljómleikum liennar. Nýir kanpendnr Vísia fá blaðið ókeypis tll næstn mánaðamóta. Hringrið í sima 1660 og tilkynnið nafn og heimilis- fang. sínu. Hann er náinn vinur Soong forsætisráðherra, en þeir eru giftir systrum. Chi- ang hefir ekki fallizt á lausn- arbeiðni hans ennþá. BERGMAI. Lækkun, hækkun. ÞaS er liöiö á aöra viku, síð- an ríkisstjórnin lækkaði verð á kjöti og kartöflum til neytenda, til þess atS konia vísitölunni nið- ur aftur úr því hámarki, 316, sem hún var koniin upp í. Menn bjuggust við lækkitn á fleiri vörum, en hún kom ekki, kem- ur kannske seinna. En nit eru bæjarbúar mjög að tala um, að hækkun sé í víéncjnm á öðru sviði. Vín og tóbak. Já, og það á því, setn súmir telja mjog brýnar nauðsynjar og vilja hafa með í vísitölunni hva;ð sem tautar og raular —- nefnilega áfengi og tóbaki. Ganga miklar sögúr um það, að nú muni „dauðinn“ taka undir sig heljarmikið stökk og fara upp í sjötíu og fimm krón- ur ílaskan. Suntir taka þó enn dýprá i árinni og segja að hann háhri fari upp í lnmdrað krónur. Sígaretturnar „ku“ lika að eiga minnkaður. Sumtim stendur al- að hækka á næstunni. Hvað er satt? Nú langar vafalaust marga til að vita, hvað satt sé í þessu og skal Bergmál ekkert urn það fullyrða, því áð það kann tvö orðatiltæki, annað um að al- mannarómur ljúgi ekki óg hitt um að sá liinn sami ajmanna- rómur sé meira skáld en Shake- speare. Skal því ekkert Um þetta fullyrða og engúm ráðlagt að „hamstra“, þvi a’ð hver veit netna þessar „nauðsynjar" verði lækkaðar eins og aðrar og þá er ver farið en heima setið. Kaffiverkfall. Mörgum þykir kaffisopinn góður og hörmuðu, er ekki var hægt að fá hann með eins góöu móti og áður, er kaup- mennirnir afréðu að hætta að selja kaffi, sakir þess hve dreifinga.rkpstnaður þeirra var veg á sama, þeim, sem drekka te eða mjólk, jafnvel þótt frá samsölunni sé, safnað úr sex eða fleiri sýslum og hellt saman úr þúsundum belja. Eitt yfir alla. Kaupmenn hafa skýrt frá af- stöðu sinni til kaffisölumálsins og hún er skiljatileg. Dréifing- arþóknun þeirra hefir jafnt og þétt verið lækkuð, þótt kostn- aöur hafi farið hækkandi upp á síðkastið hjá þeim sem öðrum. Loks haía þeir það eins og aör- ir, stinga við fótum og vilja ekki láta ganga lengur á hlut sinn. Þeir vilja láta eitt yfir alla ganga, ef hefja eigi sókn gegn dýrtíðinni, þá vilja þeir sækja fram við hlið annarra, en ekki láta senda sig eina fram á vig- völlinn til að láta höggva sig tiiður. Hver mundi ekki taka sömu afstöðu og þeir og hvérsu tnargir hafa ekki gert það und- aníarið ?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.