Vísir - 22.03.1947, Blaðsíða 4
4
V I S I R
JLaugatrdagiim ;22. marz 1947
VlSIE
DA6BLAÐ
Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F
Ritstjórar: Eristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Umíerðarmálin.
Greinar þær mn umferðarmálin og upplýsingar, sem Visir
hefir birt fyrr í þessari viku, hafa sýnt fram á, að því
fer ekki fjarri, að umferðarmálin hér í bænum séu í al-
geru öngþveiti. Lögreglan, sem á að hafa umsjón með
því, að settum reglum um hegðan manna á götum bæjar-
ins, hvort sem er þeirra, er í bílum aka eða hinna, sem
fótgangandi ferðast, veit í rauuinni ekki, hversu mörg
slys og óhöpp hafa orðið á síðasta ári og þá líklega ekki
fremur næstu árin þar á undan. Annað verður að minnsta
kosti ékki ætlað af þeim tölum, sem lögreglan gerir heyr-
inkunnar í lok árs um fjölda slysa og árekstra. Þar er
ekki getið um helming þeirra óhappa, sem tryggingafé-
lögin hafa spurnir af og má þó ætla, að ýmis smáóhöpp
fari framhjá þeim.
Sjónarmið lögreglunnar í þessu máli eru þau, að hún
sé of fámenn, hafi ekki mannafla til þess að hafa gát á
öllum gatnamótum í bænum og þar fram eftir götunum.
Sitt hvað kann að vera satt í þessu, en varla stafar það
af lögregluþjónaskorti, að fjöldi bílstjóra hefir rugkzt' í
iimferðarreglunum, veit ekki, hvernig bcr að hegða sér á
gatnamótum, af því að gefnar voru út reglur úm aðal-
götur og þær ekki hafðar nógu tæmandi og eingöngu
treyst á minni manna í þessu efni. Ekki getur það held-
ur stafað af lögregluþjónaskorti, að ekki hefir verið hugs-
að um að merkja götuhorn nægilega, til þess að bílsljór-
ar sé ekki í vafa um, hvort þeir eigi að nema staðar eða
ekki, en það er ein orsökin fyrir slysunum. v
Það verður að telja nokkurn veginn víst, að ástandið
i þessum efnum mundi vera betra, ef lögréglan væri fjöl-
mennafi, að öðrum kosti mundi vera liarla lítið gagn að
því að fjölga henni jafnt og þétt' eða halda henni á laun-
nm yfirleitt. Bæjarvöldin eiga nokkurn hlut að máli hér.
Þau ráða byggingu bæjarins og hann er að mörgu lcyti
svo óhaganlega byggður, götur mjóar o. þ. h., að ekki er
nokkur vafi á því, að það eykur á slysahættuna. Er ekki
fjarri sanni að ætla, að slys það, sem varð fyrir rúmu
ári í Höfðahverfi, cr tveir slökkviliðsmenn biðu bana,
liefði ckki orðið, ef gatan væri breiðari og svo frá henni
gengið, að híegt væri að koma bílum fyrir annars staðar
en á götunni sjálfri.
Ólöghlýðni margra borgara er einnig vítaverð og á
sinn þátt í slysunum. En vafalaust mundi draga úr henni,
ef aðhaldið væri meira, fólki væri sýnt með refsingum,
að það verður að fara að scttum regluin og að það sé
því sjálfu fyrir beztu. Þar getur lögreglan gengið harð-
ara fram en hún gerir. Viti menn, að þeir geti áttt von
á háurn sektum fyrir hrot á umferðarreglunum, en þeim
niun nú nær aldrei beitt, þótt brot á reglunum sé fram-
in fyirr augum lögregluþjónanna, mundi það tvímælalaust
kenna mönnum „að lifa“, eins og kallað er. Það mundi
lika skapa aukið álit á lögreglunni, ef hún léti ekki slíkt
viðgangast og það er nauðsyn fyrir Iögregluna, að skapa
sé.r álit meðal bæjarbúa. Lögregla, sem nýtur lítils álits,
er lítils virði.
Það eru mikir fjármunir, sem ausið er á ári hverju
i bila hér á landi, viðgerðir á þeim og endurbætur, sem
nauðsynlegar gerast vegna ]iess, að þeir verða fyrir skakka-
i'öllum. Bíll er of dýrt leikfang til þess að menn megi
fara illa með það. Hann kostar ekki aðeins væna fúlgu
í erlcndum gjaldeyri, þcgar liann er keyptur til landsins,
Iieldur verður og að verja drjúgum peningum á hverju
ári til kaupa á varahlutum, sem ckki þyrfti að afla, ef
skynsamlega væri ekið. En þótt taldir sé þeir peningar,
sem til bíla er varið, er þó ótalið það, sem dýrmætara er,
mannslífin, sem fara forgörðum árlega og hinar óbætan-
legu þjáningar, sem þeir verða fyrir, er slasast en halda
J)ó lífi.
.._ 9
Endurminningar
og sannfræði —
Framh. af 2. síðu.
Auglýsingar
og sannfræði.
Sigurður Þorsteinsson
virðist réttmæta áfellisdóm
sinn yfir frásögn ævásögnnn-
ar af sjóhrakningnum með
auglýsingum, sem hann seg-
ir, að birtar liafi verið i út-
varjii og blöðum. Þar hafi
verið tilkynnt, að ævisaga
Árna prófasts sé sögulega
sönn, .... „svo að engin
skáldaleyfi eiga að komast
að.“
Ó, hen’a mipn trúr!
Eg hef ekki fylgst með því,
sem auglýst hefur verið um
ævisögu Árna prófasts í blöð-
um eða útvarpi. Þess vegna
get eg ekki um það borið,
hvort Sigurður hefur hér
rélt eflir. Hvorugur okkar
séra Árna liefur átt nokkra
hlutdeild 'í þeirri bókarkynn-
ingu. Af þeirri ástæðu er
elcki hægt að gera okkur
ábyrga fyrir því, livort þess-
ar auglýsingar Iiafa samsvar-
að efni ævisögunnar eða ekki,
enda teldi eg slíkan samaii-
burð hlægilegan.
En eg vil nota tækifærið
Og gera hér örstutta grein
fyrir mínum skilningi á
„sannsögulegum“ möguleik-
um endurminninga og „sann-
sögulegu“ gildi þess liáttar
rita.
Hvað eru
endurminningar?
Sá barnaskapur Iiefur
aldrei hvarflað mér í liug, að
æyiminningar séra Árna
vrðu sanníræðileg sagnritun,
fremur en sjálfsævisögur
annara höfunda, jafnvel þó
að við höfum báðir kostað
kapps um að segja svo rétt
frá sem efni l'eyfðu, eins og
skylt væri að g'era við skrá-
setningu allra endurminn-
inga. En það ætli að liggja
hverjum heilvita í augum
uppi, að endurminningar
manna eru þess eðlis, að
þær geta aldrei jafngilt sagn-
fræði, sem reist er á annál-
um eða lögregluréttarbókum,
er færð liafa verið í letur því
sem næst samtímis atburð-
unum, sem þau segja frá, þó
að slík lieimildargögn séu
meira að segja langt í frá
alltaf óyggjandi.
Minningarnar eru liðin ævi
liöfundarns eins og hann lif-
ir hana upp i endurminning-
unni. Þessi „upplifun“ er
sambland sannsögulegra ðt-
burða, óvitandi sköpunar á
atburðum,. misminnis um
atburði, einkaviðhorf höf-
undarins til atburðanna og
viðíeitni til að miðla þessn
öðrum í því formi, að það
haldi lifi og litum t;ða öðlist
hvortveggja,
Það er því mjög einhliða
mat á endurminningum að
dæma þær fyrst og fremst af
þeim sjónarhóli, livort þær
„segi satt frá“ eðau4júgi-“ og
hvort leiða eigi liöfundinn til
öndvegis með sannleiksvitn-
um eða visa lionum yzt á
bekk með lygurum, eins og
tíðkast hér á landi. Slíkt mat
stafar af skilningsblindu á
eðli endurminningámia og
lélegum bókmenntasmekk.
Það er afstaða hins frum-
stæða hugarfars, sem ekki
ber skyn á gerð sálarlifsins
og samband þess við rúm og
tíma og ekki hefur heidur
náð 'þeirri slcyggni á andleg
verðmæti, að það skynji hið
listræna aðliorf lilutanna.
1 krafti þessa vanþroska
er það all-títt á landi voru,
að menn rjúki upp fokvondir,
þegar á prent keinur sjálfs-
ævisaga, og taki að úthrópa
höfundinn sem persónunið-
ing eða lygara. Hann hefur
máski sagt meinlausa gam-
ansögu um framliðinn afa
einlivers, sem enn er á lífi.
Ivannski hefur Iiann stungið
því að lesandanum, að amma
Péturs eða Páls hafi ekki
verið rétt feðruð. Og ef til
vill liefur liann sagt öðruvísi
frá einhverju atviki en þetta
fólk þykist muna.
Þennan stimpil persónu-
níðsins og lyginnar settu
þessir vandræða-aumingjai’ á
Benedikt Gröndal, Þorvald
Thoroddsen og jafnvél á
annan eins „heiðursöldung '
og prófessor Finn Jónsson.
Skemmtilegar
eða leiðinlegar.
Enski ritsnillingurinn
Osear Wilde sagði einhvers
staðar þessar fleygu setning-
ar um bækur: „Bækur eru
annaðhvort 'skemmlilega eða
leiðinlcga skrifaðar. Það er
allt og sumt.“
Þetta er sú eina krafa, sem
er skvnsamlegt að gera til
endurminninga, að þær séu
skemmtilega sagðar. Þær
g'eta hvort sem cr aldrei orð-
ið sannfræðileg heimildar-
gögn nema að mjög tak-
mörkuðu lcyti og i örfáum
atriðum í þeim mæli, að
þeim megi treysta fullkom-
lega. Þess vegna eru þær
fremur lítill fengur sagnvís-
indunum og einskis virði
fyrir bókmenntirnar, ef þær
vantar hið listræna gildi í
frásögn, stíl og máli.
Oscari Wilde mýndi liafa
þólt það kindugt bókmennta-
mat að finna það eitt umtals-
vert í áhrifamikilli frásögn,
livort maðurinn hét Símon
eða Þorkell, er sat við stjórn-
völ i skipreika fyrir nær-
fellt 60 árum.
Og' að úthrópa frásögnina
„stórlyga—sögu—frá rótum“
fyrir slílc aukaatriði og rilar-
ann ósannindamami, sem
háski sé að trúa, —- mig brest-
ur imyndunarafl lil að gizka
á, hvaða orðum liann hefði
pundað á slíkt sálarástand.
Annað skáld og ritsnilling-
ur skrifaði endurnimningar
sinar, fræga bók, og valdi
lienni nafnið Diehtung und
sannleikur.
Sá hét Goethe.
Þessi titill gæti einnig sómt
sér prýðilega framan á end-
urminningum Árna prófasls
Þórarinssonar. Þær eru ein-
mitt Dichtung og Walirheit,
eins og hnittilega liefir verið
bent á í mjög skýrlegum rit-
dómi um bókína. Það eru
rej’iidai’ alh’a beztu endur-
minningar.
Eg kann ekki góðan félags-
skap að sjá, ef Árni prófast-
ur má ekki sæmilega una
sínu hlutskipti að vera lags-
bróðir meistarans frá Wei-
mar, hvernig sem litið kann
að verða á það sálufélag frá
Flóagafli.
Þórbergur Þórðarson.
„Bærinn
okkar".
Frumsýning
i gær.
Leikfélag Reykjavikur
hafði í gær frumsýningu á
Ieikritinu „Bærinn okkar“
eftir Thornton Wilder.
Húsfyllir áhorfenda var,
og var gerður mjög góður
í’ómur að leikriti þessu. Leik-
endur er margir, alls um 20
og skiluðu þeir lilutverkum
sinum prýðilega. Ljósa-
meistari vár Hallgrímur
Bachmann og lókst honum
vel eins og endranær.
Fékk leikurinn mjög góð-
ar viðtökur i Iðnó í gær-
kvöldi. Og má vel gera ráð
fyrir, að Iiann eigi eftir að
„ganga lengi“ hér í Reykja-
vík ef dæma á út frá mót-
tökunum.
Leikstjórnina bafði Lárus
Pálsson á liendi og leysli
hann starf sitt af hendi með
þeim ágætum, sem hann er
kunnur fyrir.
Helztu leikendur eru þess-
ir: Alda Möllep, Anna Guð-
mundsdóttir, Bryndís Pét-
ursdóttir, Emilía Jónasdóttir,
Gestur Pálsson, Þorsteinn Ö.
Stepliensen, Rúrik Haralds-
son, Valdimar Helgason,
Brynjólfiir Jóhannesson og
Vaíur IGíslafeon.
iiii em bms»*í
Nýlega kom hingað til
landsins golfkennari Golf-
klúbbs íslands.
Heitir haiin Mr. Treacher
og kenndi golfleik á vegum
klúbhsins í fyrra. Sökum si-
aukinnar meðlimatölu í G. í.
er nú orðið nauðsynlegt að
haí'a fastan golfkennara á
,
végum félagsins.