Vísir - 30.04.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 30.04.1947, Blaðsíða 4
4 V IS I H Miðvikudaginair;^fO. npríl 1947 . ■1 í VISIR. DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Eldhúsdagur og 1. maí. *|7ommúnistum munu jþykja eldhúsdagsumi'æðurnar fara fram á harla óheppilegum tíma — svona rétt áðúr en þeir ætla sér að hefja sóknina gegn stjóminni fyrir al- vöru. 1 dag er 30. apríl og tvö undanfarin kvöld hafa farið fram eldln'isumræður í útvarpinu. A morgun er 1. inaí og þá ætla kommúnistar sér að skera upp herör gegn stjörn- inni, æsa verkalj'ðinn gegn henni og ráðstöfunum hennar til að berjast -gegn dýrtíðinni. Kommúnistar hafa liamazt meira í áróðri sínum að undanförnu en nokkru sinni um margra mánaða skeið. Þeir þykjast hafa fundið leiðina til þess að koma ríkis- stjóminni á kné, og undanfarið hafa þeir verið að blása áð glæðum hatursins meðal fylgismanna sinna. A morgun, liinn 1. maí, er ætlunin að sóknin byrji fyrir alvöru. Þá verður þrumað yfir mönnum á útifundum og i útvarpinu, sém kommúnistar fá til umráða, og áheyrendum talin trú um, að milljónum verði báett ofan á skatta- og tollabyrðar þjóðarinnar, án þess að hún eigi að fá það bætt í hækk- aðri vísitölu og þar af leiðandi hækkuðum vinnulaunum. Einskis mun verða svifizt, cngar blekkingar og lygar nógu nuðvirðilegar til þess að þær megi eklti koma fram að þessu sinni, til þess að reyna að vinna stjórninni tjón. En éldhúsdagsumræðurnar komu á réttum tíma fyrir stjórnina og alla þá, sem eru andstæðir kommúnistum. Þar gafst útvarpshlustendum tækifæri á að hlusta á málflutn- ing frá öllum hliðum, en ekki á kommúnistíska vísu, þar sem aðeins ein hlið fær að koma fram, svo sem verið hefur í Þjóðviljanum og verða mun á morgun, á útifund- nnum og i útvarpinu, sem afhent verður kommúnistum þennan dag. Kommúnistar niega þakka það lýðræðisfyrir- komulaginu, að þeir fá að leika lausum hala og halda úpþi áróðri sínum, cn þeir verða líka að kenna það hinu sama fyrirkomulagi, lýðræði að vestrænu sniði, að þeim helzt ckki uppi að blekkja menn án þess að þeim sé svarað. Þeir blessa lýðræðið daglega um þessar mundir, en skyldu þeir ckki hafa bölvað því hátt og í hljóði í gærkveldi og fyrra- kvöld, þegar það gerði andstæðingum þeirra kléift að reka ofan í þá hverja firruna og. uppspunann á fætur öðrum jafnskjótt og það hafði gengið út af munni lýðræðis- og föðúrlandshetjanna Brynjólfs, Áka og Einars? Það er hætt við því, að lýðræðisástin hafi ekki brunnið sérstaklega glatt í hjörtum þeirra þessi tvö kvöld og er þó aldrei hægt að segja að skíðlogi hjá kommúnistum að þessu leyti. Það er alvarlegt skref, sem þeir hafa í hyggju að stíga nú á næstunni. I ofsa sínum ætla þeir ekki að svífast þess nð stöðva atvinnuvegina, ef það niætti vefða lil þess að gera stjórninni erfitt fyrir og helzt til þess að fella hana. Þeir eru ekki að hugsa um það, að með því mó.ti mundu þeir koma fjárhag allrar þjóðarinnar á kné, allt mundi sökkva í svo botnlaust fen, að jafnvel kommúnistar mundu cklci geta talið þjóðinni trú um, að allt væri .í lagi. Samtök verkamanna bafa aldrei verið í höndum cins Iiættulcgra maniia og um þéssar mundir. Gætni og fyrir- byggja finnst ekki í fari þeirra, sem þar fara nú með æðstu völdin og dr.þess þó líklega meiri þörf eins og nú cr högum báttað í þjóðfélaginu, að unnið sé af-viti og góðgirni að lausn vandámálanna, sem jafnvel kommún- istar hafa játað að hljóti að sleðja að. Ofsinn og ofstop- inn ráða hjá þeim, sem komizt hafa með blekkingum sín- nm upp i stjórnarsess verkalýðshréyfingarinnar. Ef þeir reka verkamenn út í verkföll nú, þegar allt veltur á því, að friður ríki í landinu, bitna afleiðingarnar á þjóðinni íillri, Stéttir hennar stánda eða falla saraan. Eín: gelur ekki sigrað aðra án þess að ósigúrinn bitni einnig á sigurveg- urunum. Daginn á morgun — 1. maí — á að nota til þess að undirbúa jarðveginn fyrir verkföll. Kommúnislum má ekki lánast það óheillaverk, að s.teypa þjóðinni út í vjnnudeilur. Þess vegna er dagúrinn' á morgun líka ‘tilválinn til að sýna þeim, að verkamenn snúa við þeim bakinu, þegar þeim finnst nóg komið, • Hornfirðingar verða styrktir tii að kaupa skip í stað Borgeyjar. ÉiiititfíE um þeita. Á Alþingi er fram kómin tiIL til þál. um sölu á vélskipi til hlutafélagsins Borgeyjar á Hornafirði. Tillagan er svofelld: „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að selja bluta- félaginu Borgey á Hornafirði 66 smálesta vél’skip, er ríkis- stjórnin héfir í smíðum, án þess að innlieimta tilskilið framlag ffá félaginu fyrr en að lokinni næstu sildarvertið, enda verði skipið til afnota, ef þörf krefur, til vörúflutn- inga milli Hornafjarðar og annarra landshluta þá tíma árs, sem það stundar ekki veiðar.“ Greinargerð hljóðar svo: „Hlutafélagið Borgéy á Hornafirði var stofnað vor- ið 1946 og gerðist þegar katipandi að eiiiu hinna sænsku véískipa, er ríkis- stjörnin liafði til sölu. Var hafin almenn hlutafjársöfn- un í Hafnarhreppi til greiðslu á tilskildum hluta kaupverðs og lieimskilingarkostnaði frá Svíþjóð. Til þessa livors B'eggja hefir félagið greitt tæpar 90 þús. kr. Með því hörmulega slysi, er varð, þegar vélskipið Börg- ej7 fófst, héfir félagið tapað þessu fé öllu. Var skipið vá- tryggt samkvæmt mati fyrir 500 þús. kr., þar af 10% eig- in áliætta, sem skyldugt er. Mun vátryggingarféð auk framlags hlutafélagsins renna beint til ríkissjóðs upp í verð skipsins, þar sem félagið hafði ekki fengið afsal fýrir því, og var ríkissjóður þvi liinn raunverulegi eigandi þess. Aúk þessa hafði félagið greitt heimsiglingarkostnað, rúmar 31 þús. kr., auk ýmis- legs annars kostnaðar. Skipið stundaði sildveiðar s. 1. síldarvertíð og vöruflutn- iiiga milli Hornafjarðar, Reykjavikur og Austfjarðár frá því að síldarvertlð lauk og }>angað til það fórst. Þóttafla- magn skipsins yrði vel í með- allagi miðað við önnur.skip, Varð rekstrarhalli á starf- seminni, er narn rúmum 36 þús. kr. Hvíla því nokkrar skuldif ennþá á félaginu og munu ekki vera fyrir hendi mögu- leikar til að sáfna hlutafé að nýju til greiðslu á tilskildu framlagi á nýjan leik. Kaup vélskipsins Borgeyj- ár var fyrsta tilraun til að efla atvinnulif kauptúnsins með útgerð stærri vélskipa. Enn fremur bætti flutninga- starfsemin mjög úr þeim erfiðleikum, sem héraðið á við að búa, bvað samgöngur snertir. Voru því mjög mikl- ar vonir tengdar við þessa starfsemi, og væri það óbæt- anlégt tjón fyrir allt atvinnu- lífið á staðnum og þar með afkomu liéraðsbúa, ef þessi fyrsta tilraun eridar á þerin- an bátí. Með tillögu þessari cr þess farið á leit, að bið opinbera greiði fyrir félaginu með að eignast nýlt skip, með þvi að selja því eilt hinna stærri vél- skipa, er smíðuð hafa verið innanlands á vegum íslenzku ríkisstjórnariif^f, án þess að krefjast greiðslu á liinu til- slcilda framlagi fyrr en að lokinni næstn síldarvertið. Þar sem útlit er fyrir hátt verð á síldarafurðum, eru mjög miklar líkur til, að fé- lagið gæti jiannig unnið sig upp fjárhagslega, ef það fær tækifæri til að hefja starf- semi að nýju.“ Svía. Eftirtaldir menn hafa ver- ið skipaðir í nefnd til að ræða við samúinganefnd frá Syi- þjóð uin viðskipti milli ís- lands og Svíþjóðar: Finnur Jónsson, alþingísmaður, og er hann íormaðúr nefndar- innar; Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri; Eggert Kristjáns- son, stórkaupmaður; Jón L: Þórðarson, forstjóri; Kjartan Thors, forstjóri; Oddur Guð- jónsson, formaður Yiðskipta- ráðs og Vilhjálmur Þór, for- stjóri. Ritari nefndarinnar er Þórhallur Asgeirsson fulltrúi í utanríkisráðuneýtinu. Formaður sænsku nefncL avinnar er Otto Johansson, sendiherra, en aðrir nefndar- menn eru: Fil. dr. G.Widell, Statens livsmedelskommission, K. B. Utbult, þingmaður, S. Corne- liusson, Vástkústfiskarnas Centralförbund, fil. dr. A. Molander, Islandsfiskarnas Förening, S. Ericson, Förcn- ing för fiskimportörerna, G. H. von Mátern, Sveriges Sill- och fiskimportförening, N. T. Montan, Sveriges Ahnánna Exportförening, Nybíad, Statens livsmedelskommis. sion. (Frá rikisstjórninni.) BERGMAI Góð skemmtun. Meti betri skemmtunum hér í Reykjavík að vorlagi má hik- laust telja Drengjahlaup Ár- manns. Fór hlauprö fram s. 1. sunnudag, aö viöstöddum mikl- uni fjolda áhorfenda. En þó voru nokkurir annmarkar á hlaupinu aö þessu sinni,.eins og berlega kemur fram í eftirfar- andi bréfi frá „Fóthvötum": Aðfinnslur. , ,,Eg er einn fjölmargra. sem jafnan fylgjast meö IJrengja- hlaupi Ármanns og hefi venju- lega haft af því hina beztu skemmtun. Aö þessu sinni skemmti eg mér einnig' vel, en mislegt má þó aö þvi Jinna, sem auöveldlega mætti ráöa bót á. Það veröur aö teljast hálfgerö óhæfa, aö af 40 kepp- öndum, sem mættu til leiks, hafi 14 ekki lokið hlaupinu. ónóg æfing. Varla er öðru til aö dreifa, en á;ð þessir ,14 .íþróttagarpar hafi fekki lagt nægilega stund á æf- ingar, mætti lítt eða alls ekki æfðir til þessa leiks, en hlaupið er um 2 km. og því erfitt fyrir unglinga. Verður að gera þá kröfu til þeirra, aö tilkynna þátttöku sína í þessu hlaupi, aö þeir lyppist ekki níður einhvers staðar á leiðinni, heldur leggi méiri rækt við íþróttina. Hefir mér veriö sagt t. d., að enginn keppanda úr sveit F. H. 'hafi runnið skeiðið á enda,, og má það teljast heldur léleg frammi. staða. En eg sel söguna ekki dýrar en eg keypti. E11 á þessu verður að ráða bót.“ Til athugunar. „Bergmáli'' er ekki kunnugt um nánari atvik í sambandi viö þessa íþróttakeppni, en teiur rétt að liirta bréf þetta íþrótta- fi:ömuðum ökkar til athugunar. Vafalaust eru fleiri én „Fót. hvatur“, sem eitthvað geta lagt til málanna og þá jafnframt leiðrétt ef missagt er.. íþróttavöllurinn á Melunum. En meöal annara oröa, úr því að hér heíir ve»ið minnzt á íþróttir, — nú fara knat'tspyrnu- kappleikir væntanlega að hefj- ast og hlakka. margir til, enda er.u knattspyrnuleikir einíiver bézta skemmtun, seni völ er á hér í Revkjavjk að sumarlagi. En liversu lengi eiga knatt- spyrnumenn okkar og raunar áhorfendur líka aö láta sér vel líka löngu úreltan malárvöl), meðan flhgrannaþjóðir okkar hafa íyrir löngú tekiö upp jafn sjálfsagðan menningarvott á sviði íþróttamálanna og graS- vellir eru? Um þetta h'éfir oft verið rætt áður, en árailgur virðist enginn. Væri æslcilegt að þeir, sem um íþróttámálefni okkar fjálla, héfjist nú liarida. Er ekki að efa, að slíkt yröi vel þegið, breði ineðal'iþróttámaniia sjálfra og ekki sízt meðal áhorf- anda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.