Vísir - 22.08.1947, Blaðsíða 1

Vísir - 22.08.1947, Blaðsíða 1
f 37. ár. Föstudagirsn 22. águst 1947 188. tbU Togarinn Mai í árekstri við Skotland. S.l. miðvikudag rákust skipin „Wilhelm Colding“ og íslenzki togarinn „Maí“ á í níðaþoku við Skotlands- strönd. „Wilhelm Colding“ varð fvrir allmiklum skgmmdum, svo að hauðsynlegt var að renna skipinu á grunn. — HvOrki skip né áhöfn eru i liættu. Nokkrar skemmdir miinu hafa orðið á togaran- um „Maí“, en hann liélt leið- ar sinnar til Aberdeen til löndunar og skoðuhar. Verkamaður slasast. Það slys vildi til í gær, að Jón Jónsson verkamaður, Háteigsvegi 16, fótbrotnaði, er hann var að vinna að upp- skipun staura. Var Jón, ásamt fleiri mönnum að vinna að því að taka á móti staurum um horð í „Lagarfoss“, er einn stauranna rann til og skall á fótlegg Jóns. Brotnaði önnur pípan i fótlegg Jóns, en auk þess fór hann iir liði um ökl- ann. Ennfremur marðist Jón illa. Var liann þegar fluttur í sj úkrahús. Langaði ekki í eymdina aftur. í. s. 1. mánuði vakti það mikla athygli víða um heim, er þýzkt skip, Adelaar, kom skyndilega til hafnar í Eire. Skipið átti að fara frá Southampton til Emden, en skipstjórinn vildi ekki fara lieim í eymdina í Þýzkalandi, svo að liann afróð að halda til írlands. Skipstjórinn — Otto Schneider — liefir nú gerzt kolaverkamaður í Cork. 5 bílar rekast á — 5 manns slasast. Hjá Gravesend í London varð á sunnudaginn árekst- ur fimm bifreiða. Þrjár bifreiðamia voru litlar einkabifreiðar, en auk þess lentu tvéir strætisvagn- ar í árekstrinum. Fimm manns slösuðust, einn í hverri bifreið, en enginn hættulega. 60 ntii starianeSi í HaneSa^ Sextíu milljónir manna eru í fastri atvinnu í Banda- ríkjunum og sjást þess engin merki þar, að atvinna fari minnkandi. Það þykir góðs viti i Banda- ríkjunum, að nú starfa 13 af 100 málmverkamönnum fvr- ir útflutninginn einvörðungu. Eru það alls 800.000 manns, en 1939 unnu 10 af hundraði eða 300.000 menn fyrir út- flutninginn í þessari grein. Mhissi reyssir aö ssntjtjia f'ít peninsjusn t»tj rörusn. 20 bíða bana. Tuttugu manns hafa beðið bana í járnbrautarslysi í Argentínu. Næturlest, sem gengur milli Buenos Aires og Posa- das, hljóp af teinunum hjá liorginni La C.ruz í Corrient- es-liéraði. Auk Jiéirra sem fórust særðust 50 manns. Tekinn, er hann var að fara með Droftninguni, en sleppt aftur. Ungur liðsmaður í Palestinuher Araba kyssir hönd Stór- muftans yfir Jerusalem. Muftinn er ekki í vinfengi við Breta og er nú í útlegð í Kario. Stórmuftinn, Haj Amin E1 Husseini, hefir fengið heimsókn af sendinefnd Araba frá landinu heíga. Óvíst hvort Eim- sldp íær sldp al „Knot"-gerð. Alveg er enn óvíst hvort Eimskipafélagi Íslancls tekst að festa kaup á ameriskn skip af svokallaðri „Knot“- gerð. Eins og kunnugt er, sam- þykkti siðasti aðalfundur Eimskipafélags íslands að fela stjórn félagsins að leita fyrir sér, hvort mögulegt væri að fá skip af svonefndri „Knot“-gerð keypt. Sendiherra íslands i Washington, Thor Thors, var falið að athuga málið vestra. Samkvæmt fregnum, sem borizt hafa liihgað um þetta, er á þessu stigi máls- ins ekki liægt að fullyrða neitt um, hvort takist áð fá Tékkar bjóða afslátf á fargjöldum. Tékkar gera nú margt til þess að laða útlendinga að vörusýningunni, sem þar verður haldin í næsta mán- uði. í tilkynningu, scm blaðinu hefir borizt frá ræðismanni Tékka hér, er svo frá skýrt, að tékkóslóvakísku járn- brautirnar gefi 33% af- slátt af fargjöldum Jiá daga, sem sýningin stendur eða 5. —24. september, auk Jiess 50% afsláttar, sem menn fá frá landamærunum og til baka. slíktskip keypt. Bandarikja- stjórn hefir enn ekki leyft sölu á slíku skipi og hér um ræðir. Óvenju miklir far- þegaflúttingar r ■ r r i jum. Fólksflutningar milli Is- lands og útlanda hafa verið óvenju miklir í júlímánuði. Samtals voru fluttir um 2600 farþegar milli landa og mun aldrei háfa verið jafn mikið um farþegaflutninga á einum mánuði fyrr. Til landsins komu 1265 manns, þar af 806 útlend- ingar og 459 Islendingar. Á sama tíma fóru 1334 farþeg- ar héðan til útlanda, 660 Is-!s^®ra" ° lendingar og 674 útlendingar. Miklu fleiri farþegar ferð- ast orðið með flugvélum, heldur en með skipum. Alls ferðuðust í júlímánuði 1474 manns loftleiðis, en ekki nema 1125 á sjó. Af útlendingum eru Dan- ir, Norðmenn og Banda- ríkjamenn fjölmennastir sem ferðast hér milli landa. 1 júlí komu 279 Danir, en 246 fóru, 153 Norðmenn komu og 160 fóm og 248 Banda- ríkjamenn komu en-152 fóru. I júnímánuði ferðuðust tæplega 2300 manns milli Is- lands og útlanda, eða rúm- lega 300 manns færra en í júlímánuði. jþegar Drottnmgin fór héð-r an síðast áleiðis til Dan- merkur var gerð líkams rannsókn á einum farþeg- anna og leit gerð í skipinu að földum munum. Fulltrúi Breta skýrir liag þj«idarinnar. 1 dag mun fulltrúi Breta í Washington, er ræðir við bandarísku stjórnina um til- slakanir á dollaraláninu, skgra frá því, hvernig Bret- ar ætla að lmga greiðslum á þessu ári. Hann mun einnig skýra frá aukningu kolafram- leiðslunnar í Bretlandi og þeim ráðum, sem stjórnin ætlar að grípa til, til þess að auka framleiðsluna enn að mun. Líkur eru á þvi, að um- ræðunum verði lokið fyrir helgi og fer fulltrúi Breta heimleiðis á sunnudag. Við rannsókn þessa fund- ust nokkrir peningar á mann- innm og í skipinu fnanst mikið af ýmsum smvgluðum munum, sem ýmist tilheyrðu þessunt manni eða ekki var hægt að gera grein fyrir og liann ællaði að koma úr landi. Eins og kunnugt er, liefir ekki mátt afgreiða farmiða tiL útlanda nema viðkomandi liafi skírteini frá borgar- g tollstjóraskrifstof- unum um að útsvör og skatt- ar séu greiddir. Til frekara' öiyggis fara fulltrúar frá bie og riki um borð í skip, áður en þau leggja úr höfn, til að athuga hvort farþegar liafi! þessi skilriki í fullkomnu lagi. Ef grunur leikur á, að- eitthvað sé ekki eins og veraj ber, fer einnig fulltrúi fní] borgarfógeta um borð og er J)á hægt að setja þar rétt efi Jxirf krefur. i Þegar Drottningin fór síðast. 1! TT Um það leyti sem Drottn- ingin var að fara héðan síð- ast til Danmerkur, var vitað! um einn farþega, sem niundi hafa svikið töluvert undan skatti. Var þetta danskur maður, sem tekið liafði að sér ákvæðisvinnu liér lieimæ um nokkurn tima og var á förum til útlanda aftur. Fulltrúar borgarstjóra og fulltrúi borgarfógeta fóru á skipsfjöl rétt áður en Drottn- ingin lagði úr höfn. Var rétt- ur settur i skipinu og leið þá ekki á löngu, unz maðurinn hafði játað á sig skattsvikin, enda . voru sönnunargögn', fyrir hendi. Hinsvegar kvaðst hann ekki treysta sér til Jiess að greiða skatt þann, sein liann liafði svikið undan né sekt þá, sem ákveðin er í lögum fyrir skattsvik. Þar sem þetta Jiótti næsta ótrú- Frh. á 8. síðu. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.