Vísir - 19.09.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 19.09.1947, Blaðsíða 4
V IS I R FÖstudaginn 19. september 1947 visxst DAGBLAÐ títgefandi: BLAÐAtJTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Þing sameinuðu þjóðanna. pJIarshall, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flutti fyrsta ávarp sitt, er allsherjarþing sameinuðu þjóðanna var : ett í fyrradag. Bar ávarp ráðherrans í sjálfu sér ekki . itni um, að hér væru „sameinaðar þjóðir" að verkí, með j.ví að ræðan snérist fyrst og fremst um óeiningu þá, sem ■'kjandi væri innan samtakanna, sem og tillögur Banda- ríkjastjórnar til úrbóta í því efni. Fela tillögurnar í sér ■ o róttækar breytingar á starfsliáttum og starfsaðferðum ið lausn deilumála, að þær inega heita alger nýjung, eink- um að því er neitunarvaldið varðar. Skal það takmarkað : vo, að óheimilt sé að beita því, nema í stórmálum einum, n svo sem'kunnugt er hafa fulllrúar Ráðstj'órnarríkjanna njög veifað neitunarvaldinu og vakið með því mikla gremju annarra stórvelda. ' Ræða Marshalls ber það með sér, að Bandaríkjastjórn kyggst ekki að slá undan í átökunum við Ráðstjórnarríkin, I líkindi eru til að tillögur stjórnarinnar kunni að valda arðvítugum deilum á þinginu. Telja stórblöð erlend, að iá því fari ekki, að slíkar deilur muni enn auka stór- ioga á þá vík, sem stórveldavinina skilur, enda verður tæp-, st annað sagt en að þar skilji opið haf og djúpir álar. I’clztu málin, sem ágreiningi valda, eru Balkanmálin, lausn 1 alestínu-deilunnar og svo loks ágreiningur Bandaríkjanna ; Rússa varðandi Kóreu. Allt eru þetta stórlega þýðing- ; inikil mál, og yeltur á miklu um heimsfriðinn í nútíð g framtíð, hver lausn þeirra-kann að verða að lokum. Ekki er ósennilegt, að þing saméínuðu þjóðanna kunni .o marlca tímamót í alþjóðasamvinnu. Takist að koma : am endurbótum á afgreiðslu mála, þannig að hún vcrði i senn greið og góð, cr stórt spor stigið i framfaraátt og um slík endurskipulagning flýta mjög fyrir friði í heim- aim. sem allur logar cnn í ófriði. Hins vegar getur einnig vo farið, að samvinnan fari í öllum aðalatriðum út um j-úfur, og það jafnvel svo, að til fullkominna samvinnu- s’ita leiði og verða þá örlög sameinuðu þjóðanna svipuð ■ ■< þjóðabandalagsins sællar minningar. Bandaríkin og ■ ’.ússland skárust þá úr leik, en af því leiddi, að í raun- fnni varð bandalagið óstarfhæft að því er þau deilumál • arðaði, er mest tefldu heimsfriði í tvísýnu og alvarleg- t :t voru. Þjóðabandalagið varð getulítið og áhrifalaust, er ! 1 refsiaðgerða iirom og reyndist frekar yfirskin vináttu í :i vináttan sjálf. Að þessu sinni er aðstaða Bandaríkjanna öll önnur en ’ ún var að endaðri fyrri heimsstyrjöldinni. Nú komust ; an ekki hjá að láta alþjóðamál til sín taka frekar en ; au gerðu þá, bg einahgrunarstefna getur þar ekki átt rétt sér lengur. Atlt jafnvægi í Evrópu er úr sögunni. Þar : lá heita að eitt stórveldi ráði öllu, og það stærsta og vold- ugasta stórvetdi, sem veraldarsagan. greinir frá á incgin- .mdinu. Allar aðrar Evrópuþjöðir eru stórlega lamaðar ftir styrjöldina og getá lílið viðnám veitt,-eigi-þæt. ekki þróður að baki. Brezka heimsveldið ér vissulega enn þá oldugt, en það er veikara en það áður var og gclur ekki f'int af liendi sömu skyldur, endá var skilyrði til þess að : að nyti sín, að jafnvægi væri ríkjandi á meginlandinu. | Eins og sakir standa er heimurinn tvö áhrifasvæði, -.nnars vegar engilsaxncskt og vestrænt, hins vegar slav- : eskt og austrænt. Smáþjóðirnar eru í rauninni peð á tafl- : >rði stórveldanna, en verða að skipa sér þar í sveit, sem i.cim er eðlilegast, miðað við menningu í andlegum og c raldiegum efnum. Lega Islands segir í rauninni nokk- ' ð um afstöðu þjóðarinnar í flokkum sameinuðu þjóðanna. i ’að má segja, að landið sjálft ráði valinu, ]iótt við reyn- ■m að sjálfsögðu að fcta hinn gullna meðalveg í við- skiptum stórþjóðanna. ölenn vona, að árangur af starfi sameinuðu þjóðanna < igi enn eftir að vcrða mikill og góður, þótt horfur hafi rauninni aldrei vcrið iskyggilegri. Kraftaverk getg, skeð rnn í dag, — en kfaftayehk eit-L virðist getá snmeiiiíið >þááj sem sundrað er á því þingi. - - MINNINGARDRÐ - Sigríður Páimadóttir I dag er til moldar borin Sigríður Pálmadóttir, sem um mörg ár hefir átl heima hér í bænum. Sigriður fæddist að Garði í Fnjóskadal 2. febr. 1892, og' ólst upp á Sæbóli við Eyjafjörð, en fluttist tjl Reykjavikur á unglingsaldri. ' í fyrstu réð liún sig í vist liér í bænum, þvi að þá var hér ekki fjölbreytt atvinna fyrir konur eða ungar stúlk- ur. Var hún á ýmsum heim- ilum og ávann sér traust og vináttu húsbænda sinna og átti vináttu þeirra æ síðan. Sigríður var prýðilega greind, átti ríka kýmnigáfu, var skemmtin í orðum og hnyttin í tilsvörum. Ilún'var barngóð mjög og börn þau, er hún kynntist, liændust að lienni og" héldu trýggð við liana til fullorðinsára. , Eftir nokkrura ára veru hér í Reykjavík, fór Sigríð- ur til útlanda og dvaldi um skeið bæði í Sviþjóð og Dan- mörku. Skömmu síðar flutt- ist hún heim hingað aftur, og að nokkurum líma liðn- um stofnaði hún ásamt þrem konuni öðrum, Þvottahúsið „Drífu“, sem kunnugt er hér í bænum. Jóna systir hennar var þá fyrir nokkuru kom- in liingað til bæjarins, og þær systur bjuggu saman. Þær átlu því láni að fagna, að geta tekið til sín ellimóða foreldra sína, er höfðu misst einlcason sinn og ellistoð í sjóinn. Hjónin gömlu undu vel hag sínum. Þau áttu ör- uggt skjól og rólega elli hjá dætrum sínum og dvöldust á heimili þeirra til dauða- dags. Mjcig var kært með þcim systrum Sigríði og Jónu, og voru þær samrimdar og samhcndar í öllu. Þeim var sú menning i blóð borin, að fara vel með allt, sem þær höfðu handa á milli, enda eignuðust þær brátt fallegt heimili, þar sem eindrægni ríkti og gott var að koma. Fyrirtæki það, er Sigríður og og félagar hennar höfðu stofnað, Þvottahúsið Drífa, óx og stækkaði jafnt og þétt og fékk á sig gott orð fyrir vandvirkni og orðheldni. Þær systur lofuðu aðeins því, sem þær gátu staðið við og ; aldrei meira. Þótti því mörg- i um gott að leita til þeirra, þar sem óliætt var að rciða | sig á efndirnar. j Eins og áður er sagt, fóru þær systur mjög vel með efni sín. Þær gátu því veilt .sér ýmislegt, sem þær hefði orð- ið að vera án, ef þær hefðu sóað afrakstri vinnu sinnar fyrirhýggjulaust. Á síðari ár- um áttu þær sumarbústað i Hveragerði. Varð þeim það lioll ráðstöfun, því að Sig- ríður var mjög lieilsutæp, og var lienni og þeim systrum báðum hollt að livíla sig þar við og við, því að ekki var slegið slöku við vinnu. Þó kom þar, að Sigríður var lengi rúmföst og þoldi ckki neina áreynslu. — Heilsa hennar var þó með betra móti í sumar, og vonuðu vin- ir hennar, að hún ætti nú í vændum góða daga — og að lieilsufar hennar færi batnandi. _ | En það fór á annan veg.. Ilún veiktist skyndilega, að morgni miðvikudagsins 10. september og lézt eftir rúm- ,an sólarhring, að kvöldi næsta dags. Hin góða systir hennar liorfir með söknuði 1 cftir einkavini sínum og ævi- félaga. G. 1. KAVPHÖLLIN er miðstöð verðbréfavið- skiptaxma — Sími 1710 BEZT AÐ AUGLÝSA1 VlSF AL Bílaleyfin. „Bílstjóri'"* 1 hefir sent me- mnkvö'rtíinárbréf þaö, sem fer. hér á eftir óg hljóöar svo: „Eg las í Vísi fyrir nokkuru, aö iétt áöur en Viöskiptaráöið sák úga hafl lagt niður störf, hafi það af 'náö sinni' úthlutaö nokkurum tugum innflutnings. léyfa fyrir bilum. Mér datt þa i hug, aö eg hlyti aö vera e-inn hinna hamingjusþmu, ]iví að ég hefi verið ibílptjóri síöan 1928 og siðán fýrir stríð hefi Gg orö.iö að nöta bila, scm í éinu oröi' geta kallazt aflóga. lóga. Ekkert leyfi enn. Þaö . er nú liöinn talsverður tími', síðan þessi leyfi voru út gefin, en ekkert hefi eg fengið. (Leyfin munu .hafa veriö fyrir bílum, sem menn áttu vestan hafs, en höfðu ekki fengið aö flytja inn undanfariö. B.)# Af því aö eg hefi veriö eins lengi bílstjóri og eg liefi þegar tekið fram og ekki fengið nýjan bíl, gerði eg mcr þarna von, sem vitanlega varð íalsvon. Tugjþúsunda tap. Eins og eg hefi þegar tekiö fram, hefi eg hvaö eftir annað oröiö aö kaupa gamla bíla, til , þess aö geta síúndað þá at- vinnu, sem heilsa mín þolir — akstur, því að erfiði get eg ekki lagt á mig. Síöasta bílinn af þessu tagi keypti eg; fyrir tveimur árum. Menn geta gert ^ sér í hugarlund, að eg mundi ekki fara á okurmarkað, ef mér væri gert kleift aö kaupa bil með öðru móti. En það virðist útííokáð, aö eg — atvinnubíl- tjóri —• geti fengið bíl þótt aðr_ I ir geti fengið þá til að leiká sér aö þeiiii. Vegna þessa hefi eg tapað tugþúsundum. ,,Leyfi til sölu“. í ’einu blaðanná er á mið- ^ vikudaginn auglýst til sölu inn- flutningsleyfi fyrir nýrri fólks- j bifreið frá U. S. A. I sama blaði sama dag er auglýst til sölu við Leifsstyttuna ónotuð Buick. liifreið, módel 1947. Þarna er vafalaust um það að ræöa, að menn hafa sníkt leyfi með ein- hverju móti til þess eins aö græða á þvþ aö selja bíl eða leyfi á sVortum márkaði. En át- vinnubílstjórinn fær ekkert leyfi til þess aö endurnýja ó- nothæf tæki, sem hann Jifir á.. Geymdur á verkstæöi. Eg veit líka til þess, að tek- I inn hefir verið upp nýí' bíll, ^ séttur saman að mestu en ílutt- ur síðan á verkstæði, þar sem j hann á að geymast, unz kaup- andi gefur sig fram, sem er j reiðubúinu til að greiöa þre- eða fjórfalt upprunalegt verö I bílsins. —■ Þannig er ástandiö, þegar maður verður að vinna j fyrir sér með bílum, sem eru að grotna niður í höndunum á manui.'* Bílabraskið. Það er nú svo, að bílabraskiö er hér á hvers manns vitorði, en þó virðist ósvífni þeirra, sem stunda svarta markaðinn að þessu leyti, fara jafnt og þétt vaxandi, enda sjá þeir, að þeir get-a farið sínu fram. Er það kaldhæðni í rneira lagi, að á sama tíma sem leigubílstjóra er neitaö um bíl, til þess aS stunda atvinnu sína, er hægt að fá keypt — fyrir okurverö —■ bæði bíl og innflutningsleyfi fyrir ný-jum amerískum bíl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.