Vísir - 19.09.1947, Blaðsíða 7

Vísir - 19.09.1947, Blaðsíða 7
Föstudaginn 19. september 1947 V I S I R 7 S. SHELLABARGER 53 ttieqarim frá KASTILÍU ganga i lið með Narvaez. Var sagt, að hann liefði lofað að framxelja Kortes, dauðann eða lifandi í hendur innrásar- hernum, ef Narvaez losaði hann undan vernd Kortesar. „Ekki þyrfti nú mikið, til að losna við hann,“ sagði Al- várdo á einni foringjaráðstefnunni. „Nei,“ svaraði Kortes, „en við verðum að sýna mikla þolinmæði og ef Montezuma dæi, þá mundi allt fara í uppnám hér og í strandhéruðunum. Nei, við verðum að fara varlega, unz öllu er óhætt.“ Svo báí'iist bréf frá Olmedo um, að ýmsir foringja Narvaez vildu ekki þiggja mútur og fannst sumum þá hezl að þeir létu til skarar skríða og liætlu ölhim samn- ingaumleilunum. Narvaez lét orð Kortesar eins og vind um eyru þjóta, og stefndi til Sempoala. I bréfum Sando- vals var sagt frá ólgu meðal Indiánanna og þeim ráðstöf- unum, sem hann hefði gert til að verjast. Nú var bersýni- iega kominn timi til að aðhafast annað og meira en lala. Kortes var reiðubúinn. „Senores,“ sagði hann að lokum á síðustu ráðstefnunni, „við eigum ékki um neitt að velja. Við verðum að láta sverfa til stáls og trcysta á hamingjuna. Við verðum að bægja einni hættu frá, áður en hin næsla skellur yfir. Ef við biðum, verðúm við ef til vill að berjast bæði við Nar- vaez og Aztekana. Helmingur liðsins mun því balda héðan i fyrramálið .... Þið munuð segja, að með því dreifum við kröftunum. Vissulega er liættan mildl, er aðeins níu- tíu okkar eiga að halda borgimii með fimm hundruð Tlaskölum. Já, hættan er mikil — bæði fyrir þá, sem fara og hina, sem eftir verða. Hér verður handfylli manna gcgn þúsundum og önnur liandfylli á að mæta níu hundruð Spánverjum við Sempoala. Hvers vegna förum við ekki allir? Svarið liggur í augum uppi —- ef við förum úr borg- inni, þá verður enginn hægðarleikur að vinna hana aftur. Nýja Spáni verður aðeins stjórnað héðan og jafnframt yrði dýrmætasti vinningur okkar tapaður.“ Hann þagnaði sem snöggvast og mælti siðan liárri röddu: „Við verðum því að freista gæfunnar. Ef til vill bíða Indiánahundarnir átekla, unz þeir sjá, hvernig okkur reiðir af við Sempoala. Ef þar fer illa, þá eruð þið dauðir, sem eftir verðið. Ef okkur gengur að óskum, þá eigum við að minnsta kosti enn einn leik eftir. Er mönnum þetta ljóst?“ „Fullkomlega!“ sagði Marin höfuðsmaður og hló við. „Fullkomlega.“ „Þið samþykkið þetta?“ Ánægjukliður lieyrðist um salinn. „Þá set eg Alvardo höfuðsmann i minn stað á meðan.“ Hershöfðinginn slcimaði um salinn. „De Vargas liöfuðs- maður gengur honum næstur að völdum hér.“ „En-------“ sagði Pedro. Hann langaði lil að sækja tií sjávar og lenda í bardaga við Spánverjana. Þarna yrði hann að sitja auðum höndum. „Yðar ágæti —---------“ „Þetta er hættulegt slarf, de Vargas. Og Juan Garcia verður aðstoðarforingi þinn. Það er vel viðeigandi, að þið Alvarado gætið þessara dýrmætu borga okkar. Gætið þeirræ vel — með slcynsemi og kænsku, sem mun gefast betur en ofbeldið. Gætið þeirra vel!“ Þar sem minnzt var á hætturnar, gat Pedro ekki tnót- mælt frekar. Næsla inorgun (þetta vár snemma í maí) var liðinu fylkt, menu kvöddust og síðau Iiétt meginhlutinn á brott með Korraí merkisbera í broddi fvlkingar. Garðurinn virlist mjög stór og eyðilegur, þegar herinn var farinn. Taugar. Pedro vissi svo sem eklci, hvað það var að vera taugaóstýrkur, en taugar hans störfuðu engu að síð- ur. Hann átti bágt með svefn og var kvíðinn um, hvernig þeim Alvarado mundi farast stjórnin á borginni úr liendi. Honutn fannst loft allt lævi blandið. Hvaða svikráð var Montezuma að bruggá? Dona Marina skýrði lionum frá grunsemdum sínum og ótta. En þess á milli hugleiddi liáíin, ‘hvað inuitdi verá að ’gerast á ströndinni. Abyrgðin livildi þimgt a‘'hóhitin' — ’'ábýrgfðin á bbrgihui,1 séin vai1' sjci hundruð og fimmtíu þúsund pesoa virði. „Nægar vistir,“ sagði Pedro við Juan Garcia morgunn nokkurn um miðjan maí, að lokinni birgðakönnun, „nægt vatn, nægt púður. En er liugvitið nægilegt?“ Pedro var eiginlega að tala upphátt við sjálfan sig. Allir menn lögðu þessa spurningu fyrir sig, því að auð- fundið var, að foringinn mikli, Kortes, var ekki lengur í borginni. Allt, sem þeir Alvarado gerðu, var fálmkennt og þeir efuðust alltaf um, að þeir væru nægilega skyn- samir. Þeir spurðu sjálfa sig i sífellu: Er þelta rétt? Hefði hershöfðinginn farið eins að? Var það til dæmis rétt af þeim að gefa leyfi til að halda Toxkatl-hátiðina, hinn árlega dans til lieiðurs Ilræúlfin- um eða livað hann nú hét þessi guð, sem Montezuma hafði nefnt og engin leið var að bera fram naínið á? Hátiðin stóð í tuttugu daga og höfðingjar úr öllu land- inu hlutu að safnast lil borgarinnar. Aztekarnir ætluðu sýnilega að lóta lil skarar skriða, ef Kortes biði lægri hlut fyrir Narvaez. En hefði bann við að nota aðalamusteris- torgið þá ekki þær afleiðingar, að þeir mundu grípa til vopna þegar? Það var þó tuttugu daga l’restur, sem feng- inn var með þessu. Alvarado og Pedro fóru því meðal- veginn, sem þeir bjuggúst við að Ivortes mundi liafa gert, ncfnilega að leyfa hátiðahöldin án mannfórna. En það var þó ekki vist, að Kortes hefði farið þannig að. „IIugvitið?“ endurtók Pedro. Garcia ýtti stálhúfunni á ská og klóraði sér bak við annað evrað. „Ilugvilið? Já, eg skil við hvað þú átt, félagi.“ Ilann leit ó Alvarado, scm sat og sleikli sólskinið á svölunum við Iiibýli sin. Harin var rauðskeggjaður og afarskrautlega klæddur, svo að Indíánarnir höfðu gefið honum viðurnefnið T o n i a t u h, Sólguðinn „Nei, eg var ekki að Iiugsa um Alvarado, Juan. Eg átti við sjálfan mig, ef til vill okkur alla. Það segi eg satl, að eg vissi ekki fyrir tveim vikum, livað það var í raun og veru að vera herforingi. Það er hægur vandi að stjórna litlum flokki manna og hlýða skipunúm annara. En liér verður maður að vega allt og meta og geta sér til um af- leiðingarnar. Mér er innanbrjósts eins og skólastrák. Eg er ekki maður til að standa í þessu.“ „Þú stendur þig ekki verr en hver annar mundi gera i þinúm sporum. Vertu ekki að vola þetta, drengur. Við þörfnumst liershöfðingjans. Finnst þér ekki vera orðið langt, síðan liann og félaggrnir fóru.“ Þeir gengu fram hjá nokkurum Tlöskulum, sem voru að rjóða sig málningu. Einn sló trumbu og söng. Söng- urinn var líkastur spangóli. „Eru þeir farnir að mála sig fyrir bardaga?“ sagði Gar- cia. „Ef til vill hafa þeir á réttu að standá. Þeir finna þetta ó sér.“ Þeir gengu fram að hliðinu. Annar hliðvængurinn var opinn, svo að þeir gengu fram á lorgið og lituðust um. Mannsöfnuðurinn þar var með öðrum brag en venjulega. Ilvert sem litið var mátti sjó litklæði höfðingja, sem höfðu hlaðið á sig allskonar djásnum og gersemum. Fjöldinn stefndi til hliðanna á Slönguveggnum, sem var umliverfis musterispyramidann, en þar voru hin trúarlegu hátíða- höld einmitt að byrja, því að endá þótt Maria ogbárniðværu í einu bænhúsinu efst á pyramidanum, voru þó guða- mvndir Aztekanna enn í því næsta. Bæði Spánverjar og Aztekar voru óánægðir með þetta sambýli og vildu fyrir hvern mun afnema það eins fljótt og unnt væri. „Ilvað lieldur ])ú, að þeir sé margir?“ spurði Pedro. „Tvö þúsund? Þrjú þúsund?“ „Fast að tiu þúsundum,“ svaraði Garcia og spýtti um tönn. „Ilugsaðu þér allt það gull, sem þeir hafa utan á sSrÁEf við gætum náð því, mundi það auðga fjárhirzluna um tvö liundruð þúsund pesóa. Jæja, tíminn nálgast. En liafðu það í huga, að þessir liundirigjar eru allir vopyfærir menn.“ „Þeir eru óvopnaðir.“ „Já, en þegar herskáir menn koma saman, eru vopnin sjaldan fjarri.“ Mannfjöldinn gejck framhjá hliðinu og menn litu ýmist liatursfullum augum til Spánverjanna eða létu eins og þcir væru ékki til. Pedro og Garcia stóðu lrinir rólegustu og lélu þetta elcki á sig fá. Þá komu þeir allt i einu auga á einkennilega skrúðfylk- ingu. Tveir unglingar, sem báru blómsveiga á höfði og höfðu verið stuttklipptir, komu gangandi á eftir fylkingu smádrengja og meyja, sem dönsuðu og stráðu blómum umhverfis sig. Unglingarnir tveir léku á rauðar fláutur og voru þeir fallegustu Indiánasveinarnir, sem Pedro hafði nokkuru sinni séð, vel limaðir, andlitsfallið fingert og þeir voru ekki'of dökkir á hörund. Mannfjöldinn vék úr ■ v'éfei fyrlri'þcim ogÁýndi þfeim! ýnris lbstningarmérki. • „Hver andskotinn er þarna á ferðinni?“ spurði Pedro. „Þetla eru guðir,“ mælti Tlaskala-liöfðingi, sem hafði - Smælki - Óperan Karl VI. sem tón- -skáldið Jacques Halévy samdi árið 1843, var „drepin“ 7 árum síðar viö uppfærslu á' verkinu í París. Var það hjá- trú, sem olli því. Þrjú kvöld í röð féll einhver dauður niður i leikhúsinu, þegar lokið hafði verið við að syngja aríuna „Ó, gúð, dreptu hann“. Af þessum orsökum var óperan bönnuð þar til 1S58, þegar Napóleon III. skipaði svo fyrir að hefja skyldi sýningar á henni að nýju, og ætlaði hanri og keisarafrúin að vera viðstödd frumsýning- ttna. Á leið þeirra til leikhúss- ins var varpað sprengju að vagni þeirra. Keisarahjónin sluppu ómeidd, en fjöldi manna fórust í sprengjunni. Sýningin var látin falla niður, Og eftir því sem bezt er vitað, hefir óperan aldrei verið sýnd síðan. v Flestar af höfuðborgum Evrópu eiga sér nöfnur t Bandaríkjunum. Flestar á Genf, höfuðborg Sviss, og eru þær 19. Næstar eru Aþena, Berlín og París með 17 hver, Moskva á 16, Lissabon og Róm 14, Dublín 10, London 9, Belfast 8, Madrid 7, Belgrad 6, Stokk-. hólmur og Haag 4 hv.er og Kaupmannahöfn, Oslo og Brússel 2 hver. ( Dómarinn: „Hafið þér nokk- uð að segja, áður en eg kveS upp dóminn yfir yður?“ i Þjófurinn: „Já, herra. Mér finnst þáð helv... hart að vera dæmdur eftir vitnisburði náunga, sem var svo hræddur, að hann var með liausinn undir sæng allan tímann og sá mig aldrei.“ , J HrcAtyáta hr. 47S Sþýringar: Lárétt: 1 f Mannsnafn, 6 sniðng, 8 beri, 10 ílát, 12 hvildi, 13 verzlunarmál, I4j upplirópuri, 16 grtma, 17 lik- amshluta, 19'marra. Lóðrétt: 2 Ráðherra, 3 kný, 4 sár, 5 lægð, 7 liúsdýr, 9 loka, 11 hryllir, 15 skemmd, 16 Þrá, 18 tónn. Lausn á krossgátu nr. 475: Lárétt: 1 Pálmi, 6 róa, S; asi, 10 kið, 12 Lo, 13 Ni, 14| agn, 16 mal, 17 úti, 19 spáði. Lóðrél t : '2 Ári, 3 ló, 4 malt, 5 talar, 7 aðila, 9 Sog, 11 iná, 15 núp, 16 fnið, 18 tá. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.