Vísir - 20.10.1947, Qupperneq 3
Mánudaginn 20. október 1947
V I S I R
3
Iiin margeítirspurða saga aí Mary O’Neill
Kana
Mmér gefin
^eftir hinn heimsfræga
brezka skáldsagnahöfund
Ifafil Caine
er komin í bókabúðir
Sagan af Mary O’Neill
er stórbrotin ævisaga í
skáldsögufonni, er lýsir
ástum og æviraunum
fagurrar stúlku.
Sagan af Mary O’Neill
hefir verið þýdd á fjórt-
án tungumál og farið sig-
urför um allan heim.
Bókaútgáfan
„Freyja“.
ZiiÍA
ÍÞRÓTTAFÉLAG
KVENNA.
Handboltinn liefst i
kvöld í Austurbsenum
kl. 7,30. Nánari up,pl. í síma
4087.
VÉLRITUNAR-
KENNSLA. — Einkatímar
og námskeiö. Uppl. í sima
6629. Freyjugötu 1. (341
KENNI þýzku og ensku
Létt aðferö. AtSalstræti 18
(Túngötumegin). ElisKibetb
Göhlsdorf. Sími 3172, frá
kl. 4. (476
BIFREIÐAKENNSLA.
Kristján Magnússon, Fjólu-
götu 13. Sínii 5078. (666
KENNI handavinnu. Dag-
og kvöldtímar. Sigrún Stef-
ánsdóttir, Baldursgötu 16,
miöhæð. (69 7
ÓSKA eftir kennslu í ís-
lenzku. Tilboð með upplýs-
ingurn um greiðslu og annað
leggist á afgr. blaðsins fyrir
niiðvikudag, merkt: ,,ís-
lenzkunám". (720
sðkkas
fyrir Irarlmenn,
SiI-s.U;kar '
fyrir kennr
' > 7 a
a kr. J .
hl
Laugvveg 23,
— FrakkBand.
Framti. af 1. síðu.
Góð kjörsókn.
Vegna verkfallanna i
Frakklandi varð kjörsókn
góð, en kommúnistar höfðu
stofnað til þessara verkfalla
til þess að vinna fylgi. Talið
er að 25 milljónir manna
hafi neytt kosningaréttar
síns og hefir flokkur de
Gaulle fengið um 40 af
hundraði greiddra atkvæða.
I París fékk ffokkur de
Gaulle 56 af hundraði
greiddra atkvaeða. Þessi sig-
ur de Gaulle er sá mesti, er
um getur í kosningasögu
Frakka á síðari tínmm.
Síðustu fréttir.
Þegar síðustu fréttir bár-
ust af kosningunum um há-
degið hafði de Gaulle feng-
ið 42% greiddra atkvæða í
bæjar- og sveitarstjórnakosn
ingunum í Frakklandi. í 20
af 37 stærstu borgunum, sem
fréttir eru að berast frá, bef-
ir flokkur hans meira at-
kvæðamagn, en nokkur ann-
ar flokkur. Ramadier for-
sætisráðherra var endurkos-
inn horgarstjóri i smáþorpi
því, er hann hefir verið borg
arstjóri i undanfarin ár.. I
borgunum Cherbour, Rúðu-
borg og Lille, er flokkur de
Gaulles öflugasti flokkur-
inn.
Hlutföllin.
Endanleg úrslit kosnjng-
tnna verða ekki kunn fyrr en
um næstu helgi, en komið
liefir í Ijós að allir flokkar
hafa tapað fylgi til flokks de
Gaulle. Flokkur Bidault hefir
tapað mestu fylgi og hefir
nú aðeins 8—9 af hundraði
!?reiddra atkvæða. Jafnaðar-
menn eru taldir hafa um 20
af hundraði og kommúnistar
tæn 30 af hundraði. .
Kostnaður við
sendiferðir út.
Fram er komin tillaga til
þingsályktunar um samning'
skýrslu um kostnað ríkis-
sjóðs við sendiferðir til út-
landa síðan stríði lauk.
Flm. eru Gylfi Þ. Gísla-
son og Hannibal Valdimars-
son, en till. er um að ríkis-
stjórn birti Alþingi sundur-
liðaða skrá um þær fjárliæð-
ir, sem greiddar hafa verið
úr rikissjóði og af ríkisstofn-
unum sem ferða- og dvalar-
kostnaður eða huin sendi-
manna, sem farið hafa utan
opinberra erinda síðan stríði
lauk, íil þátttöku í ráðstefn-
um og þingum hvers konar,
í markaðsleit eða til undir-
búnings einhverjum fram-
kvæmdum, og skal tilgreind-
ur sérstaklega kostnaðurinn
við hverja sendiferð.
Niðuidagsorð greinargcrð-
arinar eru á þessa leið:
„. .. . Dm það ætti ekki að
geta orðið ágreiningur, að
jafnhliða þvi, sem náms-
mönnum og þeim öðrum,
sem eiga nauðsynleg og gagn-
leg' einkaerindi til útlanda, er
skammtaður mjög naumur
gjaldeyrir og allur almenn-
ingur verur að sætta sig við
•ýmis óþægindi vegna gjald-
erisskorts, þá sé sjálfsagt, að
rikisvaldið sjálft gæti liins
ýlrasta sparnaðar í notkun
erlends gjaldeyris, m. a. ineð
þvi að kosta ekki meira fé til
sendiferða til annara landa en
nauðsynlegt og skynsamlegt
er.
N ý i r k a 11 p e n d u r
Vísis fá blaðið ók^ypis til næétu
mánaðamóta. Hringið í síma 1(560
og tilkynnið nafn og heinplis-
fang.
iil vísitöluna
lækkaða um
112 stig.
Fjórðungsþing fiskideild-
anna íNorðlendingafjörðungi
var haldið á Akureyri dagana
11.—13. okt. og sátu 14 full-
trúar frá 10 deildum þingið.
Ýms mál voru rædd á þing-
inu m. a. dýrtíðarmálin.
Saniþykklar 's voru ýmsar
ályktanir varðandi útveg
landsmanna m. a. ein um að
vísitalan yrði lækkuð um
112 stig, eða úr 312 i 200 stig.
Segir svo í ályktuninni um
vísitölulælckunina:
„Þar scm gera má ráð fyr-
ir, að kaupgeta þeirra, er
taka laun eftir vísitöluút-
reikningi, lælcki að mun við
þessar aðgerðir, skal öllum,
sem fá tekjur á annan hátt,
gei’t að leggja lilutfallslega
jafnt af mörkum.
Verð á landbúnaðarvörum
og öllum öðrum innlendum
neyzluvörum skal fært niður
í samræmi við lælckun vísi-
lölunnar.
Grunnlaun hæst launuðu
manna þjóðfélagsins verði
lækkuð, svo sem laun liæst
launuðu skólastjóra, for-
stjóra, svo og' yfirmanna á
skipum, og lögboðið verð'i
ldutfall milli launa vcnju-
legs skrifstofumanns og for-
stjórans, hásetans og skip-
stjórans.“
Nýtl þjóðsagna-
Biefti. *
Fimmta hefti íslenzkra
l>jóðsagna, þcirra, er Einar
Guðmundsson kennari hefir
safnað, er nýkomið út á for-
lagi h.f. Leifturs.
Hefti þelta eða bindi cr
yfir 200 bls. að slærð og i
því er fjöldi þjóðsagna og
ævintýra. Þar er alllangur
þafli um kreddur, en þær
mega teljast til hins sér-
lcennilegasta i þjóðtrú. Á sín-
um tíma voru þær mjög
tengdar við liugsunarhátt og
menningu þjóðarinnai', cn
eru nú flestar hverjar glatað-
ar, sem slikar, og heyra að-
eins til liðna tímanum. En
víst er um það, að margir
munu hafa gaman af að lesa
þessar gömlu kreddur, sem
flestar eru af vestfirzkum
uppruna. — Af sögum má
nefna „Söguna af Vilbjálmi
kaupmannssyni og Ásu
kóngsdóttur“. „Fimm daga
villa niðursetnings“, „Rauði
boli“, „Björn Jónsson hinn
margvísi i Haga“, „Gullepl-
ið“, „Sagnir úr óbyggðum“,
„Saga af Árna á Stað i
Hrútafirði“, „Bjarnbéðinn
útilegumannssonur“, „Sagan
af Slægða Belg“ og margt
fleira.
Sumt af þessu safni bcf-
ir selzt svo vel, að orðið hef-
ir að endurprenta það.
Varð lengra
Eífs auðið.
Sir Ian Ilcr.iilton, einn
elzti hershöfoingi Breia,
andaðist i s.l. viku.
Hann var 94 ára að aldri
cg barðist fyrst við Búa 1881.
Særðist hann þá svo alvar-
lega, að Búar töldu liann aí
og sendu Bretum liann, til
þess að hann gæti dáið hjá
félögum sínum. Hamilton
átti þá 66 ár eflir.
Sajaptfréttir
Nseturlæknir.
Læknavarðstofan, simi 5030.
Næturvörður
er í lyfjabúðinni Iðunni, simi
1911.
Veðurhorfur
Suðaustan eða austan gola.
Sniáskúrir, eu bjart á milli.
Frá höfninni.
Á laugardag kom Ingólfur
Arnarson af veiðum og fór til
Englands; Dísa, norskt timbur-
skip, til Reykjavíkur; Belgaum
kom af veiðum og fór til Eng-
lands; Forsetinn fór til Eng-
lands; Esja kom úr strandferð;
Gyllir fór á veiðar. í gær kom
hingað bilaður enskur togari,
Egill Skallagrimsson kom af
veiðum og fór til Englands,
sementsskipið Bauta fór héðan.
og Varg kom úr strandferð.
Leiðrétting.
í hjónabandstilkynningu á
laugardaginn misritaðist heimilis-
fang brúðarinnar. Stóð, að liún
væri frá Fagraskógi í Kjós, en
átti að vera Káranesi í Kjós. Nafn
brúðarinnar cr Þórunn Lárus-
dóttir, en ekki Jónsdóttir, eins
og stóð i blaðinu.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 15.30—10.30 Miðdegisút-
varp. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl.
19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25
Veðurfrcgnir. 19.30 Þingfréttir.
19.45 Anglýsingar. 20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Ferðaþættir frá
Skotlandi (Steinrimur Arason
kennari). 20.55 Tónleikar (plöt-
ur). 21.00 Um daginn og veginn
(Gunnar Benediktsson ritliöfund-
ur). 21.20 Útvarpshljómsveitin:
Islenzk alþýðulög. — Einsöngur
(Ingibjörg Steingrimsdóttir): a)
Vorgyðjan kemur (Árni Thor-
steinsson). b) í fjarlægð (Ivarl
O. Runólfsson). c) Vetrarnóttin
(Björgvin Guðnmndsson). d)
Aría úr óperunni „Brúðkaup Fig-
aros“ (Mozart). 21.50 Tónlcikar:
Lög leikin á ýmis hljóðfæri. 22.00
Fréttir. 22.05 Píanókonsert eftir
Gershwin (plötur). 22.30 Dag-
skrárlok.
Trúlofun.
sína hafa opinberað Jón Sveins-
son (Egilssonar bílasala) og Sig-
urlaug Ivristjánsdóttir, Rauðarár-
stíg 13.
Handíðaskólinn.
Athygli þátttakenda i námskeið-
um Iíandíðaskólans skal vakin á
þvi, að sökum óviðráðanlegra tafa
við undirbúning skólastarfsem-
innar, geta engin síðdegis- eða
kvöldnámskeið byrjað fyrr en n.k.
fimmtudag. — Nemendur, sem
áttu að mæta í kvöld, komi til
námsins n.k. fimmtudagskvöld, en
þeir, sem áttu að mæta annað
kvöld, komi á föstudagskvöldið, á
þeim tíma, sem þeim áður liefir
verið tilkynntur.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og
Iiktfeknihgu við andSáf cg jarðariör móður
qkkar og tengdamóðuv,
Ölai
Ummr Erlendsdóíiir,
GuðmuncW Markásson,
Sólvesg ErSendsdóttir,
MagnV s Einarsson. •
Þakka innilega auðsýnda samúð við frá-
fa!l og jarðarfiir móour mísjnar,
íerthiGi n.
ínga Sörensen.
ttsa
T