Vísir - 20.10.1947, Qupperneq 4
V I S IR
JðáBsdagmn -20: október 1947
-t
itssir .
• Æv/.-.-IÍ &1M ' .
DAGBLAÐ
Otgefandi: BLAÐAl)TGÍfc i;ii ÍíÍ H/F.
Ritstjórar: Kristján Guðiaugsson, H«-; >teinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Viðsldptajöfnuðurinn.
rtn langt árabil hefir viðskitajöfnuðurinn við útlönd
verið okkur óhagstæður, ef frá er talið eitt styrjaldar-
árið, sem var okkur lítillega hagstætt. Það erlenda fjár-
magn, sem þjóðin hafði yfir að ráða, er styrjöldinni Iauk,
átti rót sína að rekja til dvalar 'setuliðsins hér á landi,
en það nam allverulegri upphæð á okkar mælikvarða og
héfir þjóðin aldrei verið auðugri. Þessum sjóði öllum hef-
ir nú verið eytt — að, vísu til margvíslegra þarfra hluta
—, og með því hefir aðstaða okkar út á við batnað, þann-
ig, að við eigum að standa betur að vígi í samkeppninni,,
er frá líður.
Eins og sakir standa erum við í slíku gjaldeyrishraki,
að nauður hefir rekið til erlendra lántaka, til þess eins
að forða mestu vandræðunum, en ekki verður sú leið
lengi farin. Hinsvegar verðum við að rétta við hag okkar
með því annarsvegar að gæta fyllsta sparnaðar á erlend-
um varningi, en leitast jafnframt við að auka á útflutn-
iwgsverðmætin eftir föngum. Sennilega mun engin þjóð
hafa yfir að ráða jafn einhæfri útflutningsvöru og við,
með því að segja má, að þar sé um sjávarafurðir einar
að ræða. Fiskinn flytjum við út óunninn eða hálfunninn,
en gætum auðveldlega gert úr honum verðmætari vöru,
enda beinist einnig viðleitnin í þá átt, einkum á síðari
árum.
Nú er vitanlegt, að þær vörur, sem falla fyrstar í verði
á erlendum markaði, eru matvörurnar. Þegar þjóðirnar
Iiafa rétt sig úr kútnum og framleiðsla þeirra er komin í
viðunandi horf, cr hætt við að treglegar gangi um sölu á
sjávarafurðum þcim, sem við höfum á Iioðstólum og selj-
anlegar hafa verið allt til þessa fyrir viðunandi verð. Þetta
mun flestum vera ljóst, en þó er hér hópur manna, sem
neitar að viðurkenna staðreyndina, en fjandskapast við
allt það, sem til umbóta horfir. Eru það kommúnistar, sem
að vísu hafa viðurkennt, er þeir áttu fulltrúa í ríkisstjórn,
að við yrðum að vera viðbúnir verðfalli, en telja hinsveg-
ar cnga ástæðu til sparnaðar enn sem komið er og beila
sér af öllum mætti gegn óhjákvæmilegum dýrtíðarráð-
stöfunum.
Fyrir nokkrum árum gerðu kommúnistar skilmerkilega
grein fyrir því, að verðþenslan bitnaði með mestum þunga
á launastéttunum. Þrátt fyrir slíka viðurkenningu hafa
beir'beitt öllum brög'ðum — lögmælum sem ólögmætum -—,
til þcss að auka á verðþensluna. Nú þegar skömmtun er
upp tekin á innfluttum vamingi, beita þeir sér gegn henni,
svo sem þeim er frckast unnt, en þrátt fyrir það verður
ekki annað sagt en að ahnenningur láti sér skömmtun-
ina vel líka í öllum aðalatriðum. Allir viðurkenna, að við
höfum lifað um efni fram á undanförnum árum, og að
slíkt óhóf er þjóðinni háskasamlegt, og við verðum að
íaka upp lifsvenjubreytingar 1 því efni. Af því leiðir svo
aftur að almenningur telur vöruskömmtun æskilega, þótt
vafalaust standi þar sum atriði til bóta og verði leiðrétt,
er frá líður og að -fenginni nokkurri /eynslu.
Engin þjóð má eyða mciru en hún aflar. Nauðsynlegar
íi’amkvæmdir verða jafnvel að sitja á hakanum, en við-
leitnin verður að beinast að þvi fyrst og fremst að auka
útflutningsverðmætin og gera afurðir þær, sem við höf-
um að bjóða fjölþættari en jiær eru nú. Til sjávarins verð-
um við að sækja þann auð; sem allar aðrar framkvæmdir
byggjast á. Landgæði eru hér margvísleg, en þau verða
ekki nýtt, nema því aðeins að verulegt fjármagn sé fyr-
ir hendi, en það fjármagn verður að skapa mcð aukinni
^lgerð og bættri hagnýtingu aflans.
Mergurinn málsins er þó sá, að eins og sakir standa,
getum við ekki keppt um markaði við aðrar þjóðir. Verð-
[ænsian er hér meiri en í nokkru nágrannalandi okkar og
fyrir því getum við ekki selt framleiðsluna á sama vei’ði
og þau. Þjóðin verður að fylkja sér fast um þá kröfu, að
löggjafinn geri án tafar fullnægjandi ráðstafanir til þess
að vinna bug á verðþenslunni. Við höfum setið að því böli
meðan sætfc er. ,n, : i .. i. '
til landsins.
V V
byggð
fyrir Isfiendinga.
Síðastliðinn föstuday kom
iil Hafnarfjarðar nýr mótor-
bátur frá Danmörku.
Báturinn er eign h.f. Vest-
urnes á Patreksfirði og
heitir „Blakknes“, um 90
lestir að stærð. Áður hefir
sama útgerðarfélag keypt
annan bát byggðan hjá sömu
skipasmíðastöð. Báturinn
var 7 daga frá Frederiks-
sund í Danmörku til Hafn-
arfjarðar og reyndist i lieim-
siglingunni mjög vel, enda
mjög vandaður og traustur,
litbúinn öllum nýjustu sigl-
inatækjum. Skipstjóri á
bátnum var Helgi Guð-
mundsson frá Patreksfirði.
Báturinn er byggður hjá
A.S Fredrikssunds Skibs-
værft, ef.tir íslenzkum bygg-
ingarreglum og undir eftir-
liti Bureau Veritas. Vél báts-
ins er 270 ha. Dieselvél. Tal-
stöð, dýptarmælir og spil eru
öll af heztu gerð. Híbýli á-
hafnar og skipstjóra mjög
rúmgóð og öllu haganlega
fyrir komið.
Eggert Kristjánsson & Co.
h.f. í Reykjavík hefir selt
bátinn hingaö til lands en
það verzlunarfyrirtæki er
umboðsmaður A.s Freder-
ikssunds Skibsværft. Eggert
Kristjánsson & Co li.f. hefir
nú siðan styrjöldinni lauk
selt hingað til landsins 10
fiskibáta frá 35—90 lesta,
alla byggða í Danmörku. —
Þess má geta að smíða-
númer vb. „Blakknes" hjá
skipasmíðastöðinni var nr.
782 en að þeim bát meðtöld-
um höfðu 65% af nýbygging-
um A.S Frederikssunds
Skibsværft verið fyrir ís-
lendinga, enda ber öllum
saman um, að bátar þessarar
skipasmíðastöðvar séu mjög
hentugir til fiskveiða hér við
land. Skipasmiðastöðin lief-
ir einnig gjört sér mjög mik-
ið far um að kynna sér þarf-
ir og óskir íslenzkra fiski-
manna vegna þeirra báta er
stöðin hefir byggt fyrir þá.
Einnig má geta þess að verð
þeirra báta er Eggert Kristj-
ánsson & Co. h.f. liefir útveg-
að hingað frá Danmörku
liefir verið töluvert lægra
en sambærilegra báta, sem
byggðir liafa verið annars
staðar.
“ væntan-
leg í hyrjun nóv.
Gekk 12 siómílnr í
reynsluför.
Kæliskipið „Foldin“ er
væntanlegt hingað til lands
i byrjun næsta mánaðar.
Síðastl. miðvikudag fór
skipið i reynsluför og gekk
þá 12 sjómilur á klukku-
stund þrátt fyrir það, að botn
þess var mjög óhreinn. Gert
er ráð fyrir, að ganghraði
skipsins verði meiri, er botn
þess hefir verið hreinsaður.
Sama dag fór áhöfn skips-
ins flugleiðis til Svíþjóðar,
til jiess að sækja skipið. Skip-
stjóri þess, sem er Ingólfur
Möller, hefir dvalið ytra að
undanförnu og fylgzt með
smíði þess.
Foldin er 700—800 jsmál.
að stærð og lestarrými skips-
ins allt búið kælitækjum,
enda er skipið fyrst ng frems
ætlað til þess að flytja fryst-
ar afurðir til útjanda. Það
lestar allt að 550 smálestir
af fiskflökum, og er liægt að
kæla lestarnar niður i -=- 16°
C. í 25 stiga utanhita.
Eins og fyrr er sagt, er gert
ráð fyrir, að skipið komi
hingað i byrjun næsta mán-
aðar, og mun það þegar hefja
flutninga á fyrstu afurðum
til útlanda. Er beðið eftir
komu skipsins með mikilli
óþreyju, þar sem mjög brýn
þörf er fyrir kæliskip liér
á landi„
Þar sem enginn flutning-
ur var fyrir skipið frá Sví-
þjóð til íslands, var það ráð
tekið, að taka flutning frá
Svíþjóð til Hull i Englandi,
en þangað fer skipið á leið-
inni hingað.
DýralániH var
greiif með
dýrum.
Dýragarðinum í Edinborg
í Skotlandi voru gefin sex
islenzk dýr ná Ihaust.
Svo sem kunnugt er, fékk
Sjómannadagsráðið að láni
þaðan átta apa, sem hafðir
voru á Dýrasýningunni í Ör-
%irisey. Greiddi ráðið lánið
ineð sæljónum tveimur,' sem
(það hafði keypt, tveimur
fálkum og fjórum refum.
Hefir stjórn dýragarðsins í
Edinborg látið í ljós mikla
ánægju yfir gjöfum þessum
og tilkynnt, að hún sé reiðu-
búin að hlaupa undir bagga
með Sjómannadagsráðinu
síðar, ef það óski að fá dýr-
lánuð til að sýna hér á landi.
BERGMÁ
Brugðið fljótt við.
„Gamall sjómaður" skrifar
mér á þessa leiS : ,,-Mér finnst
lofsvert, hvað stjórn Síldar.
verksmiðja ríkisins brá>''fljótt
við, þegar fregnir bárust um
þaS vestan af fjörðum, að þar
hefði veiðzt síld. Þptt máítækið
segi, að fiskisagan fljúgi, jiá
mun það jió sannleikuririn, að
áður en almenningur vissi
nokkuö *aö ráði um þetta, var
stjórn SR búin að ákveða að
kaupa sildina, Voru þá aöeins
liðnir örfáir dagar síðan hún
sást fyrst.
Fær stjórnin skammir?
Nú er eftir að vita, hvort
kommúnistar finna ekki ein.
hverja leið til að skamma stjórn
SR fyrir snarræði hennar. Þeir
gætu til dæmis sagt sem svo,
að hún reyndi að ná í síldina
til þess að geta selt lýsið fyrir
sem lægst verð og sjómenn
töpuðtr sem mest áaðhaía'veitt
hana,- Það væri í samræmi við
annað, sem jieir hafa sagt und-
anfarið.
Ekkert má gera.
Kommúnistar hafa hamazt
gegn öllu, sem þessi stjórn hef-
ir gert. Þeir hafa hegðað sér
eins og óðir ménn, ætlað áð
gera sig svo ægilega í hennar
augum, að hún hætti öllum áð-
gerðum og legði árar í bát til
þess að fá frið fyrir þeim. Þeir
vilja ncfnilega, að menn leggi
árar í bát, láti skútuna skella
flata fyrir veðrinu og fara til
helv.....Ef svo færi, þá væri
þeim og skrattanum skemmt.
Skemmtilegar umræður.
Annars verð eg að segja það,
að eg hefi ekki haft útvarp
fyrr iai síðustu fjögur árin —
eftir aö -eg fór í land — eg
hefi líka hlustað dyggilega,
síðan eg fór að geta gert það
áð staðaldri. Og það verð eg
aö segja, að sjaldan eða aldrei
hefi eg heyrt aumlegri frammi-
stöðu við útvarpsumræður en
hjá Einari Olgeirssyni á
þriðjudaginn. Þar var á ferð-
inni maöur, sem lagt hafði árar
i bát.“
Hann stóð einn uppi.
Það er .rétt, sem þessi gamli
sjóiri'aður segir um kommúnist-
ana og frammistööu Einars.
Ilann var yfirgefinn af flokks-
mönnum sínum við þessar um-
ræður — svo gersamlega yfir-
gefinn, að það var rétt eins og
hann væri eini kommúnistinn í
þingsölunum. Enginn stóð upp
til þéss að styðja hann í hinu
heilaga stríði gegn vantrúar-
hundunum. Það var eins og þeir
vildu ekkert af honum vita. Það
var sannarlega ekki minni aug-
lýsing á niðurlægingu hans, en
ósigurinn, sem hann beið bein-
línis af ræðum ,andstæðing-
anna.