Vísir - 22.12.1947, Blaðsíða 4
s
4_________________________________________________________VlSIR Mánudaginn 22. desembcr 1947
5TEINGRIMUR
J. ÞGRSTEINSSGN:
Ævisögur og minninga-
gre'inar.. — Þorkell Jó-
hannesson bjó til prcnt-
unar.
Það hefir verið tíðkað
nokkuð nu að undanförnu
að gefa út í safnriii greinar
og ritgerðir ágætisliöfunda,
þær er áður hafa birzt (flest-
ar) í tímaritum eða öðrum
bókum. Má þár einkum til
nefna Afanga Sigurðar Nor-
dals og „A víð óg dreif“ eftir
Árna Pálsson. Iiefir mönn-
um að þessu orðið Iiinn
mesti fengur, því að flestar
ritgerðanna bafa verið litt
tiltækilegar öllum þorra.
Nú hefir Bókfellsútgáfan
í Reykjavík liafizt handa um
mikið safnrit, sem cr að
suniu leyli hliðstælí söfn-
um þeim, er nú 'voru nefnd,
og þó nokkuð annars eðlis.
Hér*er ekki um að ræða rit-
smíðar eins manns núlif-
andi, Iieldur ritgerðir eflir
ýmsa höfunda látna, en efn-
istegundin tengir það sam-
an: ævisögur og minningar-
greinar. Hins vegar iiafa
þær allar birzt áður í tíma-
riti. En ætlunin mun þó vera,
ef framhald verður á rit-
safni þessu, að seinna kunni
einnig að verða upp í það
tekið efni, sem legið hefir
til þessa í handritum.
Ævisögur þær, sem hér
um ræðir, eru 23 talsins og
birtust í Andvara á árunum
1880—1906. Andvari, tíma-
rit liins íslenzka þjóðvinafé-
lags, lióf göngu sína, svá sem
kunnugt er, 1874, tók við af
Nvjum félagsritum. í 6. ár-
gangi Andvara birtist fyrsta
æviminningin, um Jón Sig-
urðsson eftir Eirík Briem, og
upp frá því og allt lil þcTssa
hefir í flestum árgöngum
lians komið ein minningár-
grein um nýlátinn mérkis-
mann. Hefir jafnan verið
rilað þarna um öndvegis-
menn á sviði þjóðmála, lista
eða menningarmála. Og
jafnan liafa verið fengnir
valdir menn til að semja rit-
gerðirnar, og hefir til þeirra
flestra verið vandað eftir
föngum. Segja má, í^ð þessir
ævisagnaþættir myndi
Tcjarnann í Andvara. Yissu-
lcga liafa í tímaritinu lcom-
ið fram ýmsar stórmerkar
ritgerðir aðrar, svo sem
ferðasöguþættir Þorvalds
Tboroddsens og fiskiránn-
sóknaskýrslur Bjarna Sæ-
mundssonar, svo að fátt eilt
sé nefnt. En allt um það
hafa minningargréinarnar
verið föst uppistaða ritsins
nær þvi frá upphafi vega og
til þessa. Það er því mikils
vcrt að ciga kosf þessa meg-
inþáttar Andvara í sérstöku
ritsafni, þar eð tímaritið allt
eiga og tiltölulega íáir nú
Grðið nema bókasafnarar.
En ævisögur Andvara munu
cndast í tv.ö bindi enn, jafn-
stór því, sem nú er blaupið
af stokkunum. Að þeim
Iokiium verður svo væntan-
Icga hatdið áfram og upþ
'teknar valdar ritgerðir sams
kvns úr öðrum timaritum
og bókuín og fágætum sér-
prentunum og svo úr hand-
ritasöfnum. Er ekki að efa,
að margan myndi fýsa að
tíiga slikt ritsafn frá upphafi
vega.
Bindi því sem nú er kom-
ið út, eru ritgerðir um þjóð-
inálaskörungana Jón Sig-
urðsson forseta, Jón á Gaut-
löndum og' Benedikt sýslu-
mann Sveinsson, um Jón
Guðmundsson ritstjóra og
Jón landlækni Hjaltalín,
dómarana Yilhjálm Finsen
cg' Jón Pétursson, landshöfð-
ingjana Hilmtir Finsen og
Bérg Thorberg, kennimenn-
ina Halldór Jónsson, Sigur'ð
Gunnarsson, Pétur biskup,
Þórarin Böðvarsson og Arn-
Ijót Ólafsson, kennarana
Björn Gunnlaugsson, Hall-
dór Kr. Friðriksson, Jón
rektor Þorkclsson og Mark-
ús Fr. Bjarnason, fræði-
manninn Guðbrand Vigfús-
son og lista- og bókmennta-
frömuðina Sigurð málara,
Tómas Sæmundsson, Jón
Arnason og -Grím Thomsen.
En höfundarnir allir valin-
kunnir menn, svo sem Ei-
ríkur Briem, Steingrimur
Thorsteinsson, Björn M. Ól-
sen, biskuparnir Hallgrhn-
ur Sveinsson og Þórhallur
Bj arnason, þjóðskj alaverð-
irnir Jón Þorkelsson og
Hannes Þorsteinsson o. m. fl.
Einn höfundanna hlýtur
þarna einnig eftirmælin:
Grímur Thomsen. — Eín
Andvaragreinin í þessu efni
(um Björn Gunnlaugsson)
birlist undir . dulncfni
(P+B.), og er mér ekki
kunnugt uin, að neinn núlif-
ahdi maður. viti með sann-
indum um höfund hennar
eða höfunda. En ef einhver
þættist vita deili á því efni,
ætti Iiann að hefja Upp raust
sína.
Ritgerðirnar eru að vonura
ærið misjafnar. Langmerk-
ust finnst mér fyrsta greinin,
um Jón .forseta eftir Eirík
Briem. Er þar ritað af ná-
inni þekkingu bæði á lands-
högum og inanninum sjálf-
um, flest séð af glöggskvggni
og dæmt af dómgreind — og
’ekki dregin upp af Jóni sú
skuggalausa gloríumynd, • er
flestir flíka nú, en mýndin
að svipmeiri, mikilúðlcgri og
hugstæðari. Annars má það
helzt til foráttu finna sum-
uin ritgérðunum, að lofgerð-
in verði nokkuð einhliða,
eins og skiljanlegt eiv þar
sem um dánarminningar ér
að ræða. Þó er frá þessu ein
verulega lire^sandi undan-
íekning. Það er grein Gríms
Thomsens um Pétur biskup.
Þótli ýmsuin aðstanderidum
þisltups greinin kuldaleg, er
hún birtisl. En gildi herinar
er þeim niun meira sem lík-
ræðutónninn er minni í
•flestum liliðstæðum ritsmið-
um. Grimur inun segja það
satt, að liann hafi skrifað
grcin sína eins og hann vissi
„réttast og sannast, kalalaust
og smjaðurslaust“. En vissu-
lega er hún ekki siður lýsing
á líöfundinum en þéim, sem
um er skrifað. —
Myndir fylgja af öllum
þeim mönnum, sem vitað er
um í þessari bók. Eru þær
nokkuð lijáleitar að sniði,
eins og vonlegt er, þar sem
upp eru teknar sömu mynd-
irnar og greinunum fylgdu í
Andvara (nema livað valin
er önnur mynd af Jóni Sig-
urðssyni).
Ritstjóri Andvara, pró-
fessor Þorkell Jóhannesson,
hefir búið úr garði þetla
fyrsta bindi Merkra íslend-
inga. Ritar hann fróðlegan
formála, þar sem liann rek-
.ur í stuttu, en glöggu máli
aðaldrætti íslenzkrar ævi-
sagnaritunar. Æviminning-
unum skipar hann í sömu
röð og' þær birtust í Andvara.
eins og sjálfsagt var. Ivosið
vert — að getið hefði vcrið
við liverja grein, í Iivaða ár-
gangi Andvara liún birtist.
Þá er þess „ekki að dyljast,
að í sögum þessum koma fyr-
ir skekkjúr“, eins og útgef-
andi. segir í formálarium.
\rel Íiefði verið þegið, að
hinar lielztu eða berlegústu
befðu verið leiðréttar af út-
gefanda i auðkenndum neð-
anmálsgreinum eða í athuga-
scmduin í bókarauka. En
játað skal, að í því vali llcfði
stundum orðið erfitt að
draga Triörkin. Og engirin
þarf að fælast þetta fróðlega
safn vegna þess, að skekkjur
séu ,þar bagalega margar.
Það er eimnitt i vandaðra
lagi frá höfundanna liönd-
um. En íiafn prófess'ors
Þorkels er eitt næg' trygging
þess, að bókin er vcl úr garði
gerð.
Hann hefir nú um þessar
mundir komið af liöndunum
öðru stórsafni, Bréfiun og
ritgerðum ' Stephans G.
Stephanssonar, mesta og
langmerkasta bréfasafni
eftir íslcnzkan mann. En
það verðskuldar vissulega,
að um það sé fjallað sér-’
staklega.
Er kaupandi að innlend-
uni og úllendum tal og-tón
og þögliun 16 m.m. kvik-
myndafilmum. — Uppl. í
síma 5731.
Iiefði ég — þótt litils sé um
lólatrásske
fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra verSur
haldin í Sjálfstæðishúsinu, sunnudaginn 28. þ.m.
og hefst kl. 4.
ASgöngumioar á kr. 15,00 eru seldir. í skrifstofu
félagsms í Sjálfstæðishúsinu.
Skemmtinefnd Varðar.
y|a r
pi.
-
I: \s-i fjv4
.. _r4. ■ i
GuIIfallegt austurlenzkt ævin-
týri með Íitprentuðum mynd-
um eftir Halldór Pétursson.
Einstæð barnabók um íslenzk
dýr. Litprenlaðar myndir eftir
Halldór Pétursson, vísur 'um
hvert dýr eftir Stcí'án Jónsson.
ÍMyndirnar eru prentaðar á
límpappír og er börnunum ætl-
að að khppa þær út og líma á
til þess gerða reili í bókinni.
Fæst í öllum bókabúðum,
Verð kr. 11,00.
Kemur í bókabúðir á morgun.
® 53©
Sími 7508.