Vísir - 22.12.1947, Blaðsíða 5
Máfíudaginn 22. desember 1947
V 1 S I R
356. dagur ársins. ^
Næturlæknir. j
Læknavarðstofan, sími 5030.
Næturvörður
er í Ingólfs Apóteki, sími 1330.
Næturakstur
annast B. S. R., simi 1720.
Vetrarsólhvörf
eru í dag, 22. desember, og
skemmstur sólargangur.
Veðrið.
Austanátt, allhvasst undan
Eyjafjöilum, snjókoma eða
slydda fyrst en gengur í sunnan
stinningskalda og rigningu þeg-
ar líður á daginn.
Munið
eftir Mæðrastyrksnefndinni
fyrir jólin! Skrifstofan er í Þing-
holtsstræti 18, sími 4349.
Eldsvoði.
Á laugardag kviknaði í bragga
á Skólavörðuholti. Fólkið, sem
bjó í bragganum var nýflutt úr
honum þegar eldurinn kom upp.
Slökkviliðinu tókst fijótlega að I
ráða niðurlögum eldsins. — í gær
kom upp eldur í húsinu nr. 58
við Sörlaskjól. Var hann fljótlega
slökktur, engar skemmdir urðu á
Iiúsinu.
Reykvíkingar.
Látið ekki undir höfuð Ieggjast
að minnast Vetrarhjálparinnar
fyrir jólin.
Útvarpið í kvöid.
18.25 Veðurfregnir. 19.25 Þing-
fréttir. 20.30 Jólakveðjur — Tón-
leikar. 21.55 Fréttir. — (22.05
Endurvarp á Grænlandskveðjum
Dana).
Að gefnu tilefni.
Það vottast hérmeð * að málm-
Icikföng jiau, sem eg hefi látið
rannsaka og tiibúin eru lijá
Halldóri Sigurbjörnssyni, Iiafa
reynzt algjörlega laus við blý og!
^ tel eg þau þvi alveg liættulaus
J fyrir börn. Magnús Pétursson,
liéraðslæknir (sign.). — Ofanrit-
að bréf iiefir Halldór Sigurbjörns-
son kaupmaður fengið frá héraðs-
lækni vegna þess umtals, er leik-
föng úr blýi hafa vakið í bænum.
Ýmsir þeirra manna, er framleitt
hafa tindáta fyrir börn hafa séð
um að blý væri ekki í framleiðslu
þeirra og sjá má á auglýsingum
frá þeim undanfarna daga. Fólk
skal þcss vegna varað við að
kaupa leikföng þessi nema stimp-
ill eða yfirlýsing fylgi með, að
þau séu framleidd úr hreinum
málmi.
Jóiablað Fálkans 1947
er komið út. Blaðið er 52 siður
að stærð og prýtt mörgum mynd-
um. Efni þess er m. a. þetta:
Ljósið skín í myrkrinu, jólahug-
leifing eftir sira Garðar Svavars-
son, jólasaga sem heitir Miklulas,
grein um Eiðsvelli eftir Skúla
Skúlason, smásaga eftir Hjalmar
Haug, sem heitir Draumur Regin-
ers læknis, Gleðileg jól eftir Dag
Djuve, Síðasta laufið, smásaga
eftir O. Henry, grein, sem ber
nafnið Landið helga, land óhelg-
innar, grein um krýningarkirkj-
una í Westminster, Fyrstu jólin
i liöfuðstaðnum, saga eftir Guð-
laugu Benediktsdóttur, Sælustað-
ur að fjallabaki eftir Skúla Skúla-
son, og Júlidagar á fjöllum eftir
Þóri Friðgeirsson frá Húsavík.
Þá er ennfremur í ritinu Jólablað
barnanna, myndaskrítlur, kross-
gáta o. fl.
Peningagjafir til Vetrarhjálpar-
innar: Ilavakl Faaberg 500 kr.
Starfsfólk hjá Víkiingsprenti 330
kr. K. R. 100 kr. Starfsfólk Kassa-
i gerðarinnar 800 kr. H. Ó. B. 500
kr. P. E. 30 kr. Lillian Elisson 50
kr. Pétur Sigurðsson 100 kr.
Fundið fé 100 kr. Guðmundur
100 kr. N. N. 100 kr. Starfsfólk lijá
Sjúkrasamlagi Rvikur 185 kr.
Listi nr. 59 110 kr. Starfsfóllc i
Timburverzl. Árna Jónssónar
140 kr. Timburverzl. Völundur li.f.
500 kr. S. V. Þ. 100 kr. Ó. M. 300
kr. N. N. 100 kr. J. G. 100 kr. Guð-
björg Narfadóttir 50 kr. Skúli G.
Bjarnason 20 kr. Veik stúlka 200
kr. Starfsfólk bjá Veiðarfærav.
Geysir 120 kr. T. Á. 1Q00 kr. N. N.
50 kr. M. J. 100 kr. N. N. 20 kr.
Starfsfólk hjá G. Helgason & Mel-
sted 200 kr. Skátasöfnun i Aust-
urbæ, kr. 27,493,97. — Kærar
þakkirr — F. li. Vetrarhjálpar-
innar, Stefán A. Pálsson.
Skrifstofa Vetrarhjálparinnar
er í Bankastræti 7, simi 2488.
Opin frá kl. 10—-12 og 2—6. Þar
er tekið á móti peningagjöfum og
öðrum gjöfum til starfsemi henn-
ar. Styrkið og styðjið Vetrar-
lijálpina.
foferk bók fyrir
drengi.
DRENGURINN FRÁ
GALÍLEU, eftir A. F.
Johnston. Síra Erlendur
Sigmundsson þýddi. —
234 bls. — Bókagerðin
Lilja.
Mikið hefir komið út af
góðum unglihgabókum upp á
síðkastið. Meðal þeirra er at-
hyglisverð bók, sem lætur þó
minna yfir sér en rnargar
aðrar. Það er Drengurinn frá
Galíleu. Hún er skrifuð af
ameriskri skáldkonu og er
um ungan, fatlaðan dreng i
Gyðingalandþ á dögum Krists.
Sagan er óvenju vel skrifuð
og skemmtileg með afbrigð-
um, enda eru sögur um slíkt
efni hvarvetná meðal eftir-
sóttasta lestararefnis.
Bók þessi hefir verið þýdd
á fjölda tungumál og hefir
allsstaðar vakið mikla at-
hygli og Iilotið einróma lof.
Bókaútgáfa Páima H.
Jónssonar á Akureyri hefir
síðustu dagana sent á m'ark-
aðinn skemmtilega bók sem
iíkleg er til þess að ná hylli
ungu kynslóðarinnar og
annarra sem gaman hafa af
útþrá og ævintýrum.
Bók þessi heitir ,.Ævin-
lýrabrúðurin“ og segir frá
ævintýrúm og æviferli ungra
iijóna, sem l'erðast meðal
mannætna og villidýra á
Suðurhafseyjum og Afríku.
Þau ferðast í fvrsta lagi til
þess að taka ljósmyndir og
hlutu fyrir það heimsfrægð.
í öðru lagi voru ferðir þeirra
leit að æVintýrum, en á þeim
virtist enginn skortur vera.
í formála að bókinni segir
m. a.: „Martin, þ. e. önnur
söguhetjan, hinn frægi ljós-
myndari) var borinn til æv-
intýra með bruna ferðaþráar-
innar í blóði, og þegar Osa
(kona hans) giftist honum,
I gerði hún forlög hans að sín-
um: Sifelld ferðalög, sífellt
nýtt og nýtt að sjá og kanna.
Stundum var lieimilið skonn-
orta í Suðurhafi, stundum
húsþátúr á fljótum Borneosj
stundum tjald í óbyggðum
Afríku, stundum voru þau í
myrkviðum Kongólanda,
stundum’ brugðu þau sér til
Parísar, stundum dvöldu þau
í íbúð við Fifth Avenue — en
ætíð var dvalarstaðurinn til
bráðábirgða.“
I bókinni er allmargt
mynda, einkum af villidýrum
og villimönnum, en fyrir þær
varð Martin Johnson heims-
frægur.
Ævintýrabrúðurin er hátt
á 4. hundrað bls. að stærð, í
stóru broti og prentuð á góð-
an pappír.
Wý úfsaumsbók
í fyrra kom út ný útsaums-
bók, með útsaumsteikningum
eftir Arndísi Björnsdóttur.
Mun bók þessi hafa notið
verðskuldaðra vinsælda
kvenna og nú hefir verið gef-
in út önnur slik bók. Þarf
ekki að efa, að islenzkar kon-
ur-á öllum aldri, sem hann-
yrðum unna, munu fagna
þessari nýju bók og seljast
þegar við að sauma eftir
henni. Teikningarnár eru eft-
ir ungfrú Arndísi og bókin er
prentuð í Prentverki' Odds
Björnssonar.
A KV0LDBOBÐIÐ:
Kaviai. Gátfaibitar. Marta. læfa, Sdtweizei-
esfar, 45% esfnr, Kex, larðfister.
VERZLUN
Einnig' fást sítrónur.
8ÍMS 4205
i§ og gföri
lóiainnkaupin
sem fyrst
Gr. bamir, Gikæfiir, BL Grænmefi. Brekkn-
bamir, Splmaf, Svepplr.
TakmarkaSar birgSir.
Fickles, Fkcadilly, GÉrkasalat, lanðréfnr,
Capers, IF-sésa, Worchesfersbiresésa. Témat
Oilllsésa, Marmife, BevriL Sandwich Spreac
Salaf Gream.
Kom
JólaepEin
eru komin. Það er sama tegund í
ölluni verzlunum.