Vísir - 22.12.1947, Blaðsíða 6
6
VISIR
Mánudágírin 22. desember 1947
D A G B L A Ð
títgefandi: BLAÐALTTG.4Í\4N VlSIR II/F.
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgieiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16C0 (fimm línur).
Lausasala 50 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hvar er þfóðin á vegi stödd.
H|ú er senn komið að áramótum, þegar menn líta venju-
lega yfir farinn veg til að bjtggja að, hvernig þeim
hefir gengið starfið, lifsbaráttan á árinu, sem er að líða
og livernig lvorfur kunni að vera á vaxandi gengi á kom-
andi ári. Það er hollur siður að mæna ekki einungis fram
á vegínn heldur staldra við endrurA og sinnum lil þess
að svipast um og aðgæta, hvort ekki megi læra eitthvað
af því, sem á undan er gengið, svo að mönnum megi
vegna hetur á hinum ókomna tírria en hinum liðna. Þó
mega menn ekki einblina á bið liðna, svo að þeim láist
að gera sér ljóst, að framtíðin á ævinlega mikla mögu-
leika í fórum sínum, þótt liðni tíminn liafi verið erfiður
að ýmsu leyti.
Islendingum mun sjaldan vera hollara að svipast um
en einmitt um þau áramótin, sem nú eru rúma viku
undan. Þeir hafa færzt mikið í fang síðustu árin, dregið
að sér allskonar tæki, til þess að létta sér baráttuna við
náttúrúöflin og fyrir lífinu. Þar hefir verið horft fram
á veginri, en þó ekki með nægilega mikilli framsýni og
fyrirhyggju. Rej-nsla okkar og annara þjóða hefir ekki
verið tekin fullkomlega með í reikninginn. Við höfum til
skamms tíma látið undir liöfuð leggjast að skapa atvinnu-
tækjunum traustan grundvöll með því að ráðast gegn dýr-
tíðinni. Ifún hefir fengið að vaxa í skjóli þess, að enn
væri hún ekki orðin svo mikil, að liún færði atvinnuveg-
ina í kaf. En með því að leyfa henni að vaxa nærri ó-
hindrað, hefir þeirri hættu verið boðið heim, að bún
yrði nær óviðráðanleg, þegar loksins yrði ráðizt gegn
henni.
Nú hefir um síðir verið gerð tilraun til að hefja þær
aðgerðir, sem hefði átt að gera fyrir löngu. Þingið, sem
fengið hefir jólafrí, lét það verða síðasta verk sitt að
samþykkja tillögur til úrlausnar á þessum málum, sem
stjórnarflokkarnir höfðu komið sér saman um að leggja
fyrir það til að Iækna meinið. Eins og vænta mátti var
stjórnarandstaðan gegn máli þessu og eru það þá þegar
nokkur meðmæli með því, nokkur sönnun fyrir því, að
það muni geta náð tilgangi sínum, því að markmið
stjórnarandstöðUnnar er ekkert annað en aukin dýrtíð
og öngþveiti.
Flestum mun vera það Ijóst, að aðgerðir þær, sem
stjórnin hefir nú beitt sér fyrir með aðstoð þingsins, verða
elcki fullkomin lækning. Róttækari aðgerða er þörf, ef
hægt á að vera að kveða dýrtíðarófreskjuna niður til
fulls. Þó er þetta nokkurt spor í áttina og viðurkenning
á því, sem löngum hefir verið haldið fram liér í blaðinu
— og í óþökk margra —< að ekki yrði hjá því komizt að
sigrast á verðbólgunni, til þess að um eitthvert efnahags
legt öryggi gæti verið að ræða fyrir þjóðina, þegar hún
hefir ráðizt í svo stórkostlega endurnýj'un atvinnutækj-
anna, sem raun ber vitni.
Dýrtíðarráðstafanir þæf, sem koma til framkvæmda
upp úr áramótunum, eru ekki allra meina hót. Þær eru
þó tákn þess, að flokkarnir sé að hrista af sér óttann
við kommúnista og þetta fyrsta skref í þá átt er vonandi
bvrjun ]>ess, að þeir geri gangskör að því að koma þess-
um málum í það horf, sem þjóðinni er fyrir beztu.
Það var örlagaríkt skref, sem Þing sameinuðu þjóð-
arina tók, er það samþykkti, að Palestinu skyldi skipt í
tvö riki — milli Araba og Gyðinga. Báðir aðilar líta á
landið sem föðurland sitt, þótt úr því fáist vafalaust
aldrei skorið, hvor eigi meiri rétt til þess. Hefði því að
líkindum frekar átt að reyna samkomulagsleiðina, leit-
ast við að fá báða þessa þjóðflokka til að lifa í sátt og
samlyndi — eftir getu — í einu og sama landi, eins og
Bretar vildu. Nú verður ekki snúið aftur. Landinu verð-
ur skipt og eins og nú horfir er ekki annað sýnilegt en
að úr verði ófriður. Virðist þá bandalagið sjálft eiga
sök á því, sem það er stofnað til að koma í veg fyrir.
liostrsaðu? ásef
6 mlll|éii!
Þrír þingmenn — Sigurður
Bjarnason, Finnur Jónsson
og Áki Jakobsson — bera
fram frv# til laga um hita-
aflstöð og hitaveitu á ísa-
firði.
Segir svo i frv., að ríkis-
stjorninni sé heimilt að veita
bæjarstjórn ísafjarðar leyi'l
til þess að koma upp og reka
bitaaflstöð og hitaveitu á
ísafirði, einkalevfi til að leiða
heitt vatn um. lögsagnarum-
dæmið, og einkarétt til þess
að selja heitt vatn til upphit-
unar á húsum. Er þá hæg't að
banna hitun með öðrum
hætti i húsum, sem liitaveita
nær til.
Þegar ríkisstjórnin hefir
leyft að koma upp bitaafls-
stöð og liitaveitu samkvæmt
lögum þessum, ábyrgist hún
fyrir hönd i’ikissjóðs gegn
þeim tryggingum, sem hún
metur gildar, lán, er bæjar-
stjórn ísafjarðar tekur til
framkvæmdanna, allt að 5.5
milljónum króna, þó ekki yf-
ir90% af stofnkostnaði, enda
samþykki ríkisstjórnin láns-
kjörin.
Greinargerð er of löng til
þess að hún verði birt i heild.
Þar segir m. a.:
rámlegci
Sr
ísafjarðarkauþstaður og
Eyrarhreppur fá raforku frá
orkuveri í Engidal, um 9 km.
frá kaupstaðnum.
Orkuverið samanstendur
af tveim vatnsaflsvéluin, sem
eru um 1230 kw. alls og full-
nægja á erigan hátt orkuþörf
þeirra 3250 manna, sem eru
nú á 'orkuveitusvæðinu,
ásámt þvi að sjá ýmsum iðn-
aði fvrir nægilegri orku.
Hamlar þvi orkuskortur allri
venjulegri þróun alls þess
iðnaðar, sem þarf að nota vél-
ar til iðnrekstrar.
I því sambandi má geta
þess, að s. 1. vetur varð að
skammta raforkuna yfir 3ja
mán. tímabil, og að síðustu
varð að stöðva vélarnar frá
kl. 1 e. b. til ld. G e. li. dag-
lega og aftur frá kl. 10 að
kvöldi til ld. 6 að morgni.
Hafa verið gerðar nokkur-
ar athuganir á leiðum til
framtíðarúrbóta, og raim-
sóknir leitt í ljós, að skyn-
samlegasta leioin muni verða
sú að byggja á ísafirði liita-
aflsstöð til orkuframleiðslu.
Hefir í því sambandi sú bug-
mynd kolnið fram að leggja
hitaveitukerfi um bæinn og
reisa eimtúrbinustöð, sem
bvort tveggja í senn sæi íbú-
um fyrir rafmagni ásamt
vatnsaflsvélunum og heitu
vatni til húsahitunar, þvotla
o. fl. Voru 3 verkfræðingar,
þeir 'Ben. Gröndal, Eirikur
Briem og Gunnar Böðvars-
son, fengnir til að athuga og
gera frumáætlun vfir slíkt
mannvirki. Ilafa þeir skilað
áliti sínu, og leiða rannsókn-
ir þeirra í ljós, að vandfund-
in muni öllu betri lausn á
hitunar- og rafmagnsmálum
Isafjarðarkaupstaðar og Eyr_
arhrepþs. Gera þeir ráð fyrir,
að hyggð ve'rði eimtúrbínu-
stöð með diesilvéXasamslæðu
1700 ha., er hiti kaupstaðinn
og framleiði 4.3 millj. kwst.
af raforku á ári. I sambandi
við þessar tillögur bafa þeir
gert Svohljóðandi kostnaðar-
áætlun:
Aflslöð ásamt húsum og
öllu tilheyrandi 2.650.000 kr.
Hitaveita ásamt vatns-
geymum, dælum, ventlum,
pípukerfi o. fl. 2.450.000 kr.
Hitaveitu lieimtaugar
340.000 kr.
Baðvatnstaugar í liúsum
140.000 kr.
Innanbæjarkerfi vegria raf-
lagna og spennistöðva
550.000 kr. Alls 6.130.000 kr.
Rekstraráætlun:
Tekjurí 2.260.000 kr.
Gjöld: 2.018.000 kr.
Stofnkostnaður er, sem
áour er getið, um 6.13 millj.
kr. Af þessu mun um 70%
verða innlendur kostnaður,
en um 30%, eða um 2 millj.
kr., þarf í erlendum gjald-
Frh. á 8. siðu.
Á , Jam-session‘4.
Eg hafði heyrt marga tala
um „Jam-session“ í BreiSfirð-
ingabú'ð, en svo nefnist, er
nokkrir ungir jazzvinir koma
saman í kaffitimanum og ieika
ýmisleg jazzlög, óundirbúnir,
a'S mér skilst, fyrir kaffigesti.
Mér lék hugur á að vera við-
staddur eina slika ,,session“ og
brá mér í ,,Búðina‘‘ s.,1. laug-
ardag. Skal tekið fram í upp-
hafi, að eg hafði gaman að,
enda þótt eg sé ekki neinn sér-
legur áhugamaðm- um jazz.
Efnilegir liljóðfæraleikarar.
Allmargt manna var fyrir í
„Búðinni", er jazzinn hófst,
allt ungt fólk, piltar í yfirgnæf-
andi meirihluta. Jón Múli Árna-
son útvarpsþulur, sem er. kunn-
ur áhugamaður um jazz, kynnti
lögin jafnharðan og þá, er léku
hverju sinni, en skipt var um
menn eftir hver þrjú lög, og
virtist nógu af að taka, því allir
virtust hinir ungu hljóðfæra-
leikarar hafa náð íurðu mikilli
leikni á hljóðfæri sín, Sagði
mér jazzfróður maður, að strák-
arnir í „jamminu" í Breiðfirð-
ingabúð stæðu fyllilega á
sporði sams konar jazzhljóm-
sveitum í nágrannalöndum okk-
ar, og get eg vel trúað því, eftir
því sem eg hefi séð á Norður-
löndum.
Mikill áhugi.
Eg tók undir eins eftir því,
að áheyrendur fylgdust með
jazzinum af lífi og sáj, og mátti
heita, að annar eða þriðji hver
maður hreyfði fætur eða fingur
í takt við jazzinn. Hins vegar
höfðu mér verið sagðar ýmis-
legar kynjasögur um, að viö
borð lægi, að sumir ungir jazz-
vinir fengju allt að því flóg
og vældu eins og úlfar, er þeir
komust í ,,stemningu“ í ,,hot“-
Iögúm. En ekki varð eg var við
neitt slikt. Mér virtist fólkið,
sem þarna var komið til þess
að hlýða á ,,jammið“ vera laust
við allan taugaóstyrk. Meira aö
segja dúllaði enginn undir, a la
Louis Armstrong og var það
mér og fleirum mikill hugar-
léttir.
Skemmtileg dægrastytting.
Eg fæ ekki betur séð en að
hér sé um skemmtilega dægra-
styttingu að ræða fyrir ungt
fólk, sem áhuga hefir fyrir jazz
og nútíma-dansmúsík, enda þótt
„jammið“ kunni að geta farið
út i öfgar, eins og gerist og
gengur. Eg fæ ekki betur séð
en að.hér séu á ferðinni ágæt
jazz-hljóðfæraleikaraefni, sem
flytja jazzinn með þeim hætti,
er ungu fólki nú á tímum geðj-
ast bezí.
„Einkennisbúningar“.
En eitt finnst mér dálítið
skrítið hjá sumum hinum „villt-
ari“ jazzaðdáendum. Þeir virð_
ast leggja allt kapp á að ldæðast
einhverjum annarlegum flik-
um, til dæmis hinum örþröngu
buxum (þakrennúbuxum), sem
naumast mun vera hægt að
komast í án þess að nota skó-
horn, ennfremur með hálsbindi
með 'hnútum á stærð við Svea-
eldspítustokka af stærstu gerð
og fáránlega jakka, sem ná allt
að því niður í hnésbætur. Munu
þetta vera einhverskonar ís-
lenzkt afbrigði af „zoot“-
klæðnaði þeim, ér „jitterbugg-
ar“ Bandaríkjanna angruðu
venjulegt fólk með um eitt
skeið. En þetta keniúr ekki
jazzinum við, og skal ekki
skrifað á hans reikning. En
jazzinn í „Búðinni“, eins og
hann var leikinn s. 1. laugardag
er góður sem slíkur, og áreiðan.
lega ekki hættulegri geðsmun-
um manna en t. d. ping-pong
eða Framsóknarvist.