Vísir


Vísir - 22.12.1947, Qupperneq 8

Vísir - 22.12.1947, Qupperneq 8
8 V 1 S I R Mánudaginn 22. desember 1947 StraiMSamannasðga Gísla Konráðssonar Á þessu ári hafa komið út tvær S t randamangabækur, sú fyrri var eftir Pétur Jóns- son frá Stökkum, en sú er siðar kom út eftir hinn al- kunna fræðaþul Gísla Kon- ráðsson. í fljótu bragði gæii manni dottið í liug að sama efnið væri að meira eða minna leyti lagt til gruadvallar í báðum þessum bókum um Strandir og Strandamenn. Þannig er þessu þó ekki háttað. Bók Péturs er fyrst og fremst héraðs. og atvinnulýsing með nokkurum sögulegum inn- skotum frá síðustu áratugum. Bók Gisla er sagnfræðilegs og þjóðsögulegs eðlis og nær yfir tímabilið frá 1700 og fram yfir miðja síðuslu öld. Gísli Konráðsson er einn hinn mesti afkastamaður um sögulegan fróðleik, sem uppi var um siðustu öld. Sagn- fræði hans var þó ekki vís- indaleg, lieldur færði hann frásögur sínar í alþýðlegan búning og er því venjulega skemmtilegur. Gísli kann manna bezt skil á þvi að lýsa atburðum og hefir frásagnar- gáfu í allra bezta lagi. I Strandamannasögu lýsir Gísli öllum helztu atburðum sem skeðu á Ströndum norð- ur á þessu árabili. Þár segir frá glæpum og málaferlum, slysförum, afrekum, sjó- sókn, aftökum, draugagangi, útilegumönnum, hrakning- um, árferði og yfirleitt öllu þvi sem snertir sögu byggðar. lagsins á einn eða annan liátt. Þar segir frá miklum fjölda Strandamanna, ættum þeirra og* niðjum. Bókin hefir því mikið ættfræðilegt gildi auk alls þess sagnafróðleiks, sem liún liefir að geyma. Iðunnarútgáfan gaf Strandamannasögu Gísla Konráðssonar út í flokki þeim er nefnist „Sögn og saga“. Áður hefir komið út í þeim flokki Sagnaþættir Þjóðólfs og á næsta ári er væntanlegt úrval úr handrita- syrpum síra Friðriks Eggerz. Það verður mikið íit og er viðbúið að það komi í tveim- ur bindum. í þessum sama flokki er í undirbúningi rit um skyggna íslendinga og líklegt að það komi einnig út á næsta ári. Útgefandinn Ieggur áherzlu á að vanda lil útgfu þessa bókaflokks, en stilla verði hans jafnframt í hóf. Hver bók verður sjálfstæð heild og' skiptir því ekki máli hvort flokkurinn er allur keyptur eða einsíakar bækur innan lians. Síra Jón Guðnason annað- ist um útgáfu Strandamanna- bókar. Hann skrifar að henni formála, og ritar auk þess itarlega um ævi og störf Gísla Konráðssonar. Yiðaukar, \ leiðréttingar og nafnaskrá eru aftast í ritinu. * Nokkrar myndir eru í bókinni af sumum þeirra mánna sem hvað mest koma við sögu. Frá AlþingL Framh. af 6. síðu. eyri fyrir vélakaup og ýmis- legt byggingarefni ásamt pípum í hitaveitukerfið... Raforkumálastjóri er telur, að gjaldeyrissparnaður af hitaveitunni verði 220.000 lcr. á ári, og er þar miðað við, að kolanotkun til húsahitun- ar á vænianlegu liitaveitu- svæði sé 3000 tonn á ári. Er þá gengið út frá reynslutöl- um um hitagildi sæmilega góðra kola. En skýrslur sýna liins vegar, að raunverulega hefir kolanotkunin til liúsa- hitunar á ísafirði orðið sem svarar 4100 tonnum á ári, enda sjálfsag toft allléleg kol sem til landsins flytjast. En samkvæmt því verður þá gjadleyrissparnaðurinn 300.000 kr. á ári. Til lals hefir komið að reisa sementsverksmiðju á Önundarfirði. Til rekstrarör- yggis gæti reynzt heppilegt, að sementsverksmiðjan væri tengd við orkuver ísafjarðar- kaupstaðar. Ný bók: eítir Sigmjést lósss- son. Ivomin er á bókamarkað- inn „Sögur og ævintýri“ eftir Sigurjón Jónsson hankarit- ara og eru þau tileinkuð Guðrúnu Jónsdóttur frá Staf- holtsey, fóstru skáldsins. í bókinni eru þrettán sög- ur og ævintýri, flest skemmtileg aflestrar og at- hyglisverð. Sigurjón hefir áður skrifað allmikið og hlot- ið góða dóma, enda ritfær i bezta lagi. Frágangur á bók- inni er góður. og Pétur Pesi Vanda. Þriðja bókin í Bókasafni barnanna, sem Draupnisut- gáfan gefur út, lieitir Pétur Pan og Yanda. James M. Barrie varð lieimsfrægur fyrir Pétur Pan og' mun hann vcra ein vin- sælasta söguhetja i ensku- mælandi löndum. Hefir Dsraupnisútgáfunni heppnazt vel valið á Jæssari bók, því að hún á við börn allra landa. Hún er raunverulega heims- borgari í bókmenntunum. Börn spillast ekki af lestri slíkra bóka. Jólabækur Gjafabækur Fjallamenn Guðmundar frá Miðdal fegursta bókin, sem gefin hefir verið út Ritsaín Jcns Trausta 8 bindi, ób., shirting og skinn. Nokkur eintök í forkunnar fallegu handumiu skinnbandi. Heklugosið eftir Guðmund Einarsson og Guðmund Kjartansson,- Guðmradur á Stérahdi • eftir Guðmund á Stóra-Hofi og Eyjólf Guðmundsson, Hvoli. 3 bækur í setti. Ida Elísabet eftir Sigrid Undset, Sjálfsævisaga Helenu Keller og Heimilishandbókin eftir Jónínu Líndal, Lækja- móti. Verð kr. 145.00. Bezta og fallegasta jólagjöf handa lconum Suðtu um höf eftir Sigurgeir Éinarsson. Ferðir allra landkönnuða á suður- hvel jarðar. a * eftir Sigurgeir Einarsson. Stórmerk og skemmtilcg bólc. Afmæilsdagar úr orðskviðum Salomons, eftir Jón Skagan. Lygn streymk l@m , eftir Sjolokoff, falleg bók, bundin í alskinn. bókin, sem Austurbæjarbíó fer nú bráðum að sýna. Konur og ástlr Það fegursta, sem skrifað hefir verið imi konuna og ástina. Gullfalleg bók. Bamahcehur nnn skemmtileg barnabók með mörgum myndum. a íibbQ1b barnabók eftir Ármann Kr. Einarsson. Fást hjá öllum bóksölum. ÓKAÚT6ÁFA & p

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.