Vísir - 08.03.1948, Blaðsíða 2

Vísir - 08.03.1948, Blaðsíða 2
2 V I S I R Mánudaginn 8. marz 1948 Tvö vinsæl sagnasöfn komln á markaðinn. Nýlega komu út á vegum ísafoldarprer.tsmiðju h.í'. tvö sagnakver, framhaldshefti af sagnasöfnum þeirra Guðna Jónssonar skólastjóra og Gils Guðmundssonar ritstjóra. Sagnaþættir Gils nefnast „Frá yztu nesjum“ og er J)etta 4. hefti þeirra. Þetta eru eingöngu vestfirzkár sagnir og segja frá mönnum og málum þar vestra, jafn- framt þvi sem þarna eru skráðar hvers konar þjóð- sögur. Höfuðþættir þessa lieftis er framhaldsgrein um Vatns- fjörð og Vatnsfirðinga eftir Gils Guðmundsson, „Bændur í önundarfirði 1801“ eftir Ólaf Þ. Kristjánsson og ágrip af sögu Bolungarvíkur eftir Jóhann Bárðarson. Styttri þættir eru um snjóflóðið á Ingjaldssandi árið 1886, þátt- ur af Guðmundi Kristjáns- syni, Cr syrpu Alfs Magnús- sonar, Minningar frá Trölla- tungu eftir Guðjón Jónsson, og loks „Kftirhreytur og at- hugasemdir um Skulamálin“ eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Bókin er 168 bls. að stærð og prentuð á góðan pappír. Bólc Guðna J ónssonar skólastjóra nefnist „Islenzk- ir sagnaþættir og þjóðsögur“ og er þetta 7. hefti þess safns. Mún er viðlíka stór og bók Gils og prentuð á sams kon- ar pappír. Þættir Guðna eru víðar að, en þó mesl af Suðvesturlandi og eru yfirleitt styttri en í bók Gils. Helztu og veiga- mestu þættirnar eða frásagn- irnar eru um Brand á Kóps- vatni, Guðbjargar þáttur og Jóns í Mundakoti, Ampi, Æviágrip Sveins pósts og sagnir um hann, Árni funi, Jón Repp og Reppskvæði, Arnarbælissldpið, Skipstap- inn í Þorlákshöfn 1840, svo og eftirhreytur hans og fjöl- margt fleira. Þó manni virðist mikið hafa komið út af þjóðlegum fróðleik á undanförnum ár- um, er eins og hér sé um þrotlausa lind að ræða, enda eru þetta fræði, sem allur þorri fólks hefir yndi af, lærðir jafnt og leikir, ungir sem gamlir. Ein l>ezta sönn- un fyrir vinsældum þjóð: legra fræða er það, að þau seljast bóka bezt og eru jafn- an uppseld áður en varir. Svo mun einnig vera um þessi tvö sagnasöfn. Árbok F.t. 09 yfiilitskort Dalasýslu. Mig langar til að visa á bug misskilningi, sem komizt hefir fram vegna yfirlits- myndar af Dalasýslu framan við Árbók F. í. Slíkar yfirlits- myndir hafa fylgt þrem síð- ust árbókum félagsins. Þau eru gerð eftir yfirlitskorti þvi hinu mikla, sem hr. Ágúst Böðvarsson landmælinga- maður gerði fyrir íslands- deild heimssýningarinnar i New-York, enda liefir hann einnig gerl Ferðafél. jiann greiða að búa undir prentun þá hlula úr kortinu, sem fylgt liafa árbókum þess. Svona kort er réttnefnd yfir- litsmynd, af þvj það sýnir, hvernig landið lítur út, þegar horfl er yfir það úr mikilli hæð og nokkuð skáhallt. Það skuggar í lilíðar dalanná og glampar á vötnin. Flestir ciga miklu auðvéldara með að átla sig á landslagi eftir svona mynd, en korti með hæðarlínum. Alger flatmynd (Iiæðalínulaus og einlit) af fjallahéraði er alltaf bág- borin. Það gefur að skilja, að nöfn á svona yfirlitsmynd mega ekki vera mörg. Þau trufla heildarsvipinn. (í Dala- sýslu mættu þau vera einu færra). Þjóðvegir sjást greinilega og helztu merkis- slaðir. — FerðamafSur, sem vill vita nöfn allra bæja og mörg örnefni verður hins vegar að hafa „Miðvestur- land“ í vasanum. Það er allt eins handhægt og að hafa það samanbrotið og límt fast á Árbókina, og það myndi kosta Ferðafél. stórfé að láta uppprenlun á slíku korti fylgja árbókum sinum yfir öll héruð landsins. J. Ey. FJORAR NYJAR BÆKIJ R r frá Isafoldarprenfsmiðju Frá yzfu nesjum Skráð hefur og safnað Gils Guðmundsson. Islenzkir sagnaþæftir og þjóðsögur Safnað hefur Guðni Jónsson. Fyrst í heftinu er niðurlag sagnanna um Vatnsfjörð og Vatnsfirðinga. Þá koma sagnir um „bændur í Önundarfirði 1807“, svo er grein, sem heitir „Fortíð, ágrip af þróunarsögu Bolungarvíkur“. Síðan koma álagablettir, þáttur af Guð- mu.ndi K'ris’tjánssyni. Úr Syrpu Alfs . Magnússonar, Gud'da pílfllrstfV- MíMfilngar ifrá Troíla- tungu og fleira. % • urioþt? Þfetta hefti af safninu, Frá yztu nesjum, er 4. í röðinni. Eignis-t öll heftin meðan til eru. Fransk-íslenzkf orðasafn Þetta er 7. hefti, skemmtilegt 3(ð vanda. í heftinu eru um 30 sögur. Má þair meðal annars nefna þáttinn um Brand Ög- mundsson á Kópsvatni, Guð- bjargar þáttur og Jóns í Munka koti, Æviágrip Sveins pósts og sagnir um hann, Þáttur af Jóni Repp, Elínu skinnhúfu, Arnar- bælisskipið, Magnús ríka í Þor- lákshöfn, Jórunni á Þúfu, Snorra í Bakkarholtsparti og stórkonuna og margar fleiri ágætar sagnir. — Þetta er 7. hefti. Mörg hin fyrri eru nú uppseld. Ensk bókmenntasaga eftir Gerard Boots ■ er nú komið í bókaverzlanir. Bókin er hálft þriðja hundrað blaðsíður þéttprentaðar, og er gert ráð fyrir að hún nægi við frönskulcennslu í skólum og til hjálpar við lestur almennra bókmenn-ta. eftir dr. Jón Gíslason. Meiri hluti hinnar yngri kyn slóðair íslendinga skilur meira eða minna í enskri tungu, og margir leggja :stund á ensku- nám í skólum og utan þeirra. En handhæg bókmenntasaga hefur ekki verið til á íslenzku. Nú hefur dr. Jón Gíslason sam- ið ágætt ágrip af enskri bók- menntasögu, sem skrýdd er fjölda mynda. Bókin kostar í bandi 25 krónur. Útgefandmn er ísafoldarprentsmiðja. Bókaverzlun ísafoldar og útíbúin, Laugavegi 12, Leifsgötu 4. u

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.